Þjóðólfur - 18.12.1900, Síða 4
23°
t Einar Ásgeirsson.
Dauðinn djarft hervæðist,
dregur sverð og vegur;
ferðþreyttan á Firði
formann, hólm á skorar.
Hneit við hjartarætur;
livein í mistilteini,
lífs í ljósaskiptum.
Lífi drottinn hlífir!
„Enn er æfin tvenna!"
Einar meður sveinum,
færði búi forða —
föng, með dugnað slingum;
sinnar nú er sannur —
sveitar-stólpi mætur, —
lætur lífsknör fljóta.
Land er fyrir handan!
Skarð er autt þar orðið;
eptir — gleðisviptu —
syrgja börn án bjargar, —
blíðan föður síðan.
Ekkjan þrungin ekka
enn, og vinir sannir,
sárt í sinnuranni
sinna harma kenna.
Móður ellimóðu
mæðusárin blæða ;
sverðið harma harða
hjartans sníður parta.
Aðal-ellistoðin
Einar mundi reynast;
það hún einatt þráði.
Þungur er dauðans gangur!
Huggun vertu hryggum,
hæða blíði faðir
send þeim styrk að standast
stríðið sorgar hríða.
bend þeim opt í anda
yfir hel og grafir ;
strandir lífs hvar landa
ljóma’ í sigurblóma.
Eitt fær eflaust kætta
okkur, — líf þá slokknar, —
glöðum lifs á láði
launast tímans raunir.
Hrós — í lífsins Ijósi, —
ljóðum drottni góðum,
þá, á himni háum.
Heiður og lof sé guði!
Benjamín Jóhannesson.
Landsbankinn
verður eigi opinn dagana frá 21.
des. til 4. jan. næstkomandi, að
báðum dögum meðtöldum. Þó
verður afgreiðslan höfðopin 2. jan.
næstkomandi (kl. 1 1—2), en að
eins fyrir bankavaxtabréfa-eigend-
ur, er hefja þurfa vexti af banka-
vaxtabréfum sínum, svo og fyrir þá,
er þá vilja kaupa ný bankavaxta-
bréf. —
Landsbankinn 15. des. 1900.
Tryggvi Gunnarsson.
Yín, vindlar og reyktóbak
frá
Kjær & Sommerfeldt
fæst hjá
Steingrími Johnsen.
Ætíð nægar birgðír.
Till de Dðve. En rig Dame, som er blev-
et helbredet for Dövhed og Öresusen ved Hjælp af
Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skánk-
et hans Institut 20,000 kr. for at fattige Döve, som
ikke kunde kjöbe disse Trommehinder, kunne faa
dem uden Betaling. Skriv til; Institut „Long-
cott“, Gunnersbury, London W. Eng-
land.
BLÓM, JÓLAKORT, KRANSAR.
Allt Ijómandi fallegt.
Fæst á Skólavörðustíg 11.
W
*
Ekta anilinlitir
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins
og í ver^lun
8TURLUJÓN8S0NAR
Aðalstræti Nr. 14.
■UljlUB
» =
1 c
=
c
ctí
CÖ
» s
UJ
VOTTORÐ.
í fyrra vetur varð eg veik, og snerist
veikin brátt upp í hjartveiki með þarafleið-
andi svefnleysi og öðrum ónotum ; fór eg því
að reyna Kína-lífs-elixír herra Valdentars Pet-
ersens, og get eg með gleði vottað, að eg"
hef orðíð albata af þremur flöskum af téðum
bitter.
Votumýri.
Húsfreyja Guðrún Eiríksdóttir.
KÍNA-LIFS-ELlXÍRINNfæst hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi, án nokkurrar tollhækkunar,
svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50
a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að Kta vel
V. P.
eptir því, að—standi á flöskunum i grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kinverji með glas í hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. tkeoi.
Glasgow-prentsmiðjan.
82
þínar dyr, á meðan eg lifi", æpti eg sem óður væri, svo að
móðir mín varð dauðhrædd og fór að gráta.
„En eg hef fullar sannanir fyrir því!“, mælti hún kjökr-
andi.
„Sannanir?", spurði eg hissa og reiður.
„Já, eg hef nokkrum sinnum veitt henni eptirför og verið
á gægjum og eg hef fengið fulla vissu fyrir því, að hún er þér
óttú".
„Eg hratt gömlu konunni frá mér, er hún ætlaði að ganga
nær, og æddi út hamslaus af reiði. Til allrar hamingju var
veitingahúsið, þar sem Dómitíla var á daginn, nokkuð langt
í burtu. Eg hafði tíma til þess að jafna mig og velta því fyrir
mér á leiðinni, hvað eg ætti að segja við hana. Eg ásetti mér
að vera alveg rólegur — þangað til eg vissi, hvernig 1 öllu lægi
— en svo, ja, þá mátti guð vita, hvernig allt færi.
Þegar eg gekk inn í drykkjustofuna, var þar einungis einn
gestur fyrir, ungur og velbúinn maður. Hvaða erindi átti hann
hingað? Auk hans voru þarna eintómir sjómenn. Mig lang-
aði til að fara að rífast við hann, en til allrar hamingju
áttaði eg mig og sá, að með því móti mundi eg verða engu
nær. Mér fannst hálfgert fát koma á Dómitílu, hún heilsaði
mér samt vingjarnlega, eins og hún var vön, en eg var nú í því
skapi, að mér fannst eg sjá alstaðar svik og tál. Á meðan eg
talaði við hana stóð gesturinn upp og fór; eg gaf nánar gætur
að Dómitílu, en hún snéri sér jafnvel ekki við eða ansaði kveðju
hans. í því bili kom veitingakonan inn. Eg bað hana að
veita Dómitílu leyfi frá störfum sínum það er eptir væri dags-
ins, því að eg þyrfti að tala við hana viðvíkjandi brúðkaupi
okkar. Gamla konan brosti hýrlega og gaf henni leyfið.
Við fórum síðan út og gengum nokkra stund saman. Mér
83
virtist hún fegurri en nokkru sinni áður. Var það af hræðsl-
unni um, að eg mundi missa hana? Allt töfraði mig, — gang-
ur hennar og rödd, og augun, er glitruðu sem gimsteinar, —
eg gekk sem í draumi við hiið hennar. Hún hefur hlotið að*
taka eptir hinni kynlegu framkomu minni og nokkrum sinnum
leit hún á mig með hvössu augnaráði, en hún sagði þó ekkt
neitt.
Við vorum komin að lendingarstaðnum. „Eigum við ekki
að róa dálitla stund út á sjó okkur til skemmtunar?, spurði eg.
Hún leit hálfsmeik á skýin. „Það er svo kalt", mælti hún,
„eg held hann fari að hvessa".
„Ertu hrædd?“, spurði eg.
Hún þagði stundarkorn. Síðan mælti hún hiklaust: „Nei,
við skulum gera það“.
Við stigum í bátinn. Eg reri út á túmsjó, þangað til við
gátum varla greint húsin í borginni. Báturinn rann hljóðlega
áfram á spegilsléttum sævarfletinum, náttúran var sem í dái.
Þá varð eg allt í einu var við svartan skýhnoðra í norðrinu úti
við sjóndeildarhring, er smátt og smátt færðist nær. Ósjálfrátt
sneri eg bátnum við og reri aptur til strandar. Eg hafði kynnzt
Ægi svo mikið að eg vissi, að þetta var fyrirboði ofsaroks.
Hingað til hafði hvorugt okkar mælt orð frá vörum, Dómitíla
sat andspænis mér. Hún studdi höndum undir höfuð sér og"
virtist vera í djúpum hugsunum. Eg tók inn árarnar en sat þó
nokkra stund í vandræðum og ráðaleysi, því að hvernig átti eg
að fara að segja henni frá því, er mér bjó í brjósti?
Hver var ungi maðurinn, sem var inni í veitingahúsinu,
þegar eg kom?“, spurði eg eptir nokkra umhugsun.
Hún leit upp og horfði á mig hvössum augum. „Hvers
vegna spyiðu mig að því?“, sagði hún.