Þjóðólfur


Þjóðólfur - 18.01.1901, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 18.01.1901, Qupperneq 1
E ÞJOÐOLFUR 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. janúar 1901. Nr. 4. Þjóðólfur. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S danska smjörlíkl sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. 1901. 53. árg. Nýir kaupendur að þessum nýbyrjaða 53. árg. Þjóðólfs (60 tölublöð) fá í kaupbæti þrj ú sérprentuO sögusöfn blaOsins {8., io. og ii. hepti). Alls um 270 bls. með mjög mörgum skemmtisögum. Óski menn að fá sögusöfnin send strax, verð- ur borgunin fyrir blaðið að fylgja pöntuninni. En þeir sem panta blaðið hjá áreiðanlegum ótsölumönnum þurfa ekki að senda fyrirfram- borgun. Verður þá kaupbætirinn sendur með fyrstu skipaferðum kringum land að vori á þá staði, sem skip koma við. í blaðinu verður haldið áfram íslenzkum sagnapáttum, er alþýðu þykja mjög skemmti- legir. Er nú þegar byrjað á áður óprent- uðum sögnum um Árna Gíslason í Höfn í Borgarfirði eystra, og syni hans hina nafn- kunnu hreystimenn Jón og Hjörleif sterka. Allir íslenzkir sagnaþættir, er birzt hafa í blaðinu, verða sérprentaðir og að eins seldir skilvísum kaupendum fyrir mjög lágt verð. Kaupendur blaðsins geta og fengið keypt hið mjög merka og fróðlega sögurit Kambsránssögu alla í gylltu bandi fyrir 3 kr. Að eins fá eintök eptir. Þér vitið af reynslunni landar góðir, að þér fáið allmargbreyttan fróðleik í aðra hönd, ef þér kaupið Þjóðólf. Þér verjið ekki öðrum 4 krón- um betur. Og auk þess megið þér jafnan reiða yður á, að hann ber ekki fals og flátt- skap í landsmálum á borð fyrir yður. Ekkert íslenzkt blað býður betri kjör. Utsölumenn, er útvega 5—iokaupendur eða færri og standa skil á borgun frá þeim, fá há sölulaun. Gjalddagi fyrir miðjan júlí. Nýir kaupendur eru beðnir að athuga, að g.hepti sögusafnsins, er fyrst var lofað í kaupbœti, er nú protið, en í þess stað geta nokkrir enn fengið 8. heptið. En peg- ar það er þrotið, sem mun verða bráðlega, verður kaupbœtirinn 10. og //. heptið (alls um 180 bls.) meðan pau hrökkva. Nýir kaupendur verOa aö gefa sig fram sem allra fyrst. íslandsljóð sungin á aldamótahátíð Isfirðinga i.jan. 1901. Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsæld og manndáð vek oss endurborna. Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. * * * bagur er risinn, öld af öld er borin, aldarsól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram stefna sporin, Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna. * * * Fjallkonan unga, yngst af Norðurlöndum, óminn fær heyrt af dáð frá systra ströndum ; bíður með þrá, sem ástmey örmum þöndum eptir þeim svein, er leysi hana’ at böndum. Sólgeisla hár um herðar bjartar fellur, hátt móti röðli fannhvítt brjóstið svellur. Eldheitt í barmi æskublóðið vellur, aldanna hronn að fótum henni skellur. Þróttinn hún finnur: Öfl í æðum funa, ólgandi fossa kynjamögnin duna. Auðlindir sævar ótæmandi bruna. Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna. Veit ’ún að hún er ei af kotungskyni, kann og að fóstra marga vaska syni. Mænir nú hljóð gegn ungrar aldar skini — — Á hún þar von á lengi þráðum vini? * * * Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aptur gróðrarfarfi. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sé eg í anda knör og vagna knúða krapti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða’ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða. íslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn íær séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér, ættjörð, guð í sinni mildi. Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar. Upp, fram til ljóssins! tímans lúður kliðar. Öldin oss vekur ei til værðarfriðar. Ung er hún sjálf, og heimtar starf án biðar. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: elska og byggja og tteysta á landid. Þá mun sá Guð, er veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna, þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aptur morgna. h: ii. Frá Parísarsýningunni. Eptir Sigfús Blöndal cand. mag. VI. Þá er að minnast á íslenzku sýninguna. Eg hafði séð hana í K.höfn, áður en hún var send til Parísar og þótti þá lítið til hennar koma. En mér er sönn ánægja að játa, að mér leizt miklu betur á hana, eins og hún var sýnd í París. Glæsi- leg var hún ekki, en hún var einkennileg og bar vott um sjálfstæðan anda hjá þjóðinni. Eg ætla mér ekki að lýsa henni út í hörgitl, því eg veit að ýmislegt mun hafa verið skrifað um hana í blöðin heima af þeim, sem sáuhana í K.höfn, en þó get eg ekki hjá mér leitt að nefna sumt: Bókasýningin þar var lítil en allgóð; einungis ber þess að geta, að þær íslenzkar bækur frá síðari tímum, sem voru þarbezt prentaðar, áttu þar alls ekki heima í raun og veru, því það voru bækur úr »Bókasafni alþýðu« og þær eru prentaðar í Kaupmannahöfn. Sumir smíðisgripir og kvenn- búningar voru ljómandi fallegir og gömul altaris- tafla (frá Skarði?) sem var þar, mætti vel sæma sér á sögulegu listasafni. Eptirmyndirnar af bæj- um, fornum og nýjum, voru sumar hverjar ágæt- ar, aðrar aptur á móti mjög lakar. En satt að segja fannst mér, að þar hefði átt að vera tals- vert meira af myndum, bæði til að sýna náttúr- una og þjóðlffið, einkum Ijósmyndum, sem eng- inn vandi hefði verið að útvega ogkoma á sýn- inguna. Eins og flestum mun kunnugt er það kapt. Daniel Bruun, sem mest og bezt hefur gengið fram 1 því að fá þessa muni á sýninguna. Hann á skilið þakkir okkar fyrir það; auðvitað hefði sýningin getað verið betri, en gallar hennar era ekki honum að kenna, heldur okkur sjálfum, sem flestir hverjir ekki höfum haft nægilegan áhuga á að styðja hann að þessu verki. Eg efa held- ur ekki, að hinir valinkunnu menn, er sátu í sýningarnefndinni heima, hafi gert hvað þeir gátu- til þess að gera sýninguna vel úr garði, en það virðist svo sem alþýða manna hafi yfirleitt gefið henni lítinn gaum. En eins og sýningin er, er

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.