Þjóðólfur - 15.02.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.02.1901, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. febrúar 1901. Nr. 8. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Til kaupenda. Með því að svo margir nýir kaup- endur að þessum nýbyrjaða árgangi Þjóð- ólfs hafa bætzt við síðan á nýári, þá er nokkuð af hinum Iofaða kaupbæti nú þrotið. Þógetaenn 20—30kaupendur,er fyrstir verða, fengið lO.ogll. heptisögu- safnsins, en síðar fylgir að eins 11. hept- ið sem kaupbætir, enda er það fjölskrúð- Ugast, með 11 skemmtisðgum, er allir láta mjög vel yfir. R i t s j á. Eptii' Jóhannes Þorkelsson. Bókmenntafélagið og bækur þess binar siOustu. I. Eigi mun það illa til fallið, að vér alþýðu- menn látum álit vort í Ijósi á aðgerðum þessarar stofnunar, er að töluverðu leyti starfar fyrir fé það, er hún fær greitt úr almannasjóði og ger- um oss það sem allra ljósast, hvort oss þykja þær verðar launanna. Skulum vér þá fyrst athuga i. Tímaritið. Það byrjar á ritgerð eptir séra Jón Helgason prestaskólakennara: »Móses- bækurnar í ljósi hinna vísindalegu bibliurann- sókna*. Skýrir séra Jón frá niðurstöðum þeim, er rannsóknir þessar hafa komizt að, sem eru í stuttu máli þær, að í stað þess sem alþýða manna mun hafa haldið og halda enn, að bækurn- ar séu ritaðar af Móse sjálfum að mestu, þá eru þær mörg hundruð árum yngri í þeirri mynd, sem vér höfum þær. Og þótt allar líkur séu til, að ýmislegt af efni þeirra sé ærið gamalt, svo sem boðorðin, þá verði alls ekki sannað, að þau séu frá tímurn Móse, og þau séu það naumast í þeirri mynd, sem vér eigum þau nú. Höfundur (eða höfundar) bókanna muni hafa skrásett þær um miðbik 5. aldar f. Kr. Hann muni við,samn- ingu ritanna hafa haft fyrir sér ýms eldri rit, sem alls ekki ber saman í frásögnurn sinum. En f stað þess, að taka þær sagnirnar einar upp í rit sitt, er trúlegri virtust, þá er þeim bar ekki saman, »þá setur hann þær ýmist hvora við hliðina á annari, eða fléttar þær hvora innan í aðra og þýtur þannig opt úr einni sögunni yfir í aðra, takandi upp orð hverrar sögunnar fyr- ir sig óbreytt — — enda þótt auðsjáanlega komi hvað í mótsögn við annað«. Af þessu kemur það, að »í fimmbókaritinu (Mósebókunum) úir og grúir af slíkum mótsögnum, er engin biblíúskýr- ing fær ráðið við. I sömu bókinni í sama kapí- tulanum, og þótt ótrúlegt sé, í sama versinu rek- um vér oss á þessar harla merkilegu mótsagnir, ^em heimskan ein og þekkingarleysið dirfist að bera á móti, að séu mótsagnir í raun og veru«. Eg veit ekki betur, en að hér sé alþýðu manna fluttur nýr boðskapur og hann gleðilegur að vissu leyti og vissu leyti ekki. Hannergleði- legur fyrir alla þá, er honum voru áður kunnir, en sem annaðhvort álitu það skyldu sína að láta sannleikann í því efni liggja kyrran, einsog ætla má um alla, eða flestalla presta landsins, eða vantreystu því, að nokkru góðu yrði til leiðar komið, þótt honum væri yppað fyrir alþýðu manna, eins og sennilegt er, að tilfellið hafi verið með hina aðra lærðu menn þjóðarinnar, og hina fróð- ari úr leikmannaflokkinum. Hann er gleðilegur að því leyti, að það er drepandi, siðferðislega talað, að vera neyddur til að flytja og hlusta mótmælalaust á þá kenningu, er maður veit að ósönn er. En það getur verið allmikið efamál, hvort þetta er einber fagnaðarboðskapur fyrir þá, sem ekki vissu hann áður. Mér þykir ekki ósenni- legt, að sá sé æði margur maðurinn, er allt það myndi fúslega vilja gefa til, er hann mætti gefa, að til væri bók, er fullvissa væri fyrir að gæfi óskeikul svör upp á ýmsar þær ráðgátur, er vér mennirnir höfum um aldur verið að reyna að reyna að ráða, en eigum ennþá ógert eptir að koma oss saman um ráðningu á. Önnur ritgerð Tímaritsins er eptir B. Th. Melsteð: »Utanstefnur og erindrekar útlendra þjóðhötðingja á Sturlungaöldinni*. Virðist rit- gerð sú allvel rituð og hafa töluvert af nýjum skýringum og skoðunum fram að færa á þessu merkilega tímabili. Fjórða ritgerðin er eptir séra Stefán Sigfús- son: »íslenzka glíman«. Er það stutt og lag- góð lýsing á öllum brögðum, sem beitt er í glím- um og jafnframt hvöt til voríslendinga, að leggja rækt við þessa fornu og þjóðlegu íþrótt vora. Þá ritar Ólafur Davíðsson um »kynjaverur í sjó og vötnum*. Mundi sú ritgerð einna helzt hafa mátt missa sig, þvf um sama efni hafði Bened. Gröndal ritað í Tímaritinu fyrir nokkrum árum og verið þar mjög hinnar sömu skoðunar og hér kemur fram. Telur höf. hinar mörgu skrýmslasögur, er manna á milli ganga ýmist á engu byggðar, utan hjátrúnni einni, eða þá á selum og stórvöxnum kolkröbbum. Er líkast til, að höf. hafi hér á réttu að standa. Þó eru sum- ar þessar sögur svo lagaðar, að illt er að koma þessum skýringum að við þær, En hins veg- ar má það furðu sæta, að ef þessi kynjadýr skyldu til vera, að þau skuli aldrei komast í manna hendur, dauð eða lifandi, að öll tvfmæli verði tekin af. Aður en egskilstvið Tímaritið skal egminn- ast á eina ákæru, er færð hefur verið fram gegn því og nú seinast af Friðriki presti Bergmann (Aldam. 1899, bls. 136.), að það hafi »enga á- kveðna stefnu, enga göfuga hugmynd, er eins og rauður þráður gangi í gegnum það allt«. Þess- ar ákærur eru að ætlun minni á engum rökum byggðar. Samkvæmt formálanum fyrir x. ári þess setti það sér þá stefnu, að »vera vísinda- legt og fræðandi fyrir alþýðu«. Hygg eg, að eng- inn geti með rökum neitað því, að þeirri stefnu hafi það fylgt, svo ámælislaust ætti að vera. Séra Fr. segir: »Það er nú orðið tvltugt og er það víst teljandi gagnið, sem að því hefurorðið. Það væri fróðlegt að vita í hverju það hefur knúið þjóð vora áfrarn, hvaða hugsjónir það hef- ur vakið, hvaða nýjum framfaramálum það hefur hreyft«. Þessi ummæli virðast mér bera vottum furðu mikla fávizku, eða ósanngirni, eða hvort- tveggja. Ætli það verði ekki æði-mörg bókia og tímaritið gagnslítill gripur, ef heimtað er sem sönnun fyrir gildi þess, að hægt sé að benda á afrekaðar framfarir, er henni sé að þakka og segja: »Sjá, þær eru hér! eða sjá, þær eru þar! Eg hygg jafnvel, að postillur og predikanir klerka færu þá sumar hverjar að verða léttar á metun- um. Eg er sannfærður um að þess muni mörg dæmi finnast, að eptir 20 ára prédikun prests hafi söfnuðurinn að minnsta kosti ekki verið það sanntrúaðri eða siðferðisbetri, heldur en þá, er klerkur hóf starf sitt, að nokkur sjónarmunur hafi verið. Eptir rökleiðslu séra Fr. ætti prédik- anir prests að hafa verið gagnslausar. Ný fram- faramál er vandalaust að benda á, sem Tímaritið hefur hreyft og þarf ekki að leita lengra en f búnaðarritgerðir þær, sem það hefur flutt. End- urbætur búnaðarins hygg eg, að ekki verði neit- að, að sé bæði nýtt 'og gamalt framfaramál. Eg hygg að hvert það (t(ma) rit hafi hinn bezta og fyllsta rétt á að vera til, sem, eins og Tímarit Bókmenntafélagsins, hefur það fyrir mark sitt og mið að efla vísindi og þekkingu alþýðu. Að Tímaritinu hefir það verið fundið, að fornfræðin sætu þar í ofmiklu fyrirrúmi. Það hygg eg á engum rökum byggt. Auk þess hafa ýrnsar þær ritgerðir verið svo úr garði gerðar, að hverju tímariti mundi hafa verið sómi að flytja þær, svo sem t. d. ritgerðir Björns rektors Ólsens um Ara fróða og svör hans til dr. Finns útaf Eddukvæð- unum. 2. Jón Ólafsson hefur fært Skírni nokkuð í það horf, sem honum hæfir, nefnil., að í stað þess, að hann fyr færði allskonar samhengislaus- ar fréttir, er lesnar höfðu verið í blöðunum einu ári eða þrem misserum áður, hefir hann nú yfir- lit og áttavlsun um stjórnmálastefnur helztuþjóð- anna, bæði út á við og inn á við. — Kaflinn »Eréttir frá Islandi« ætti sem fyrst að leggjast niður, því engin meining eða vit er í því riti.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.