Þjóðólfur - 15.02.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.02.1901, Blaðsíða 2
3° eins og fyrirkomulag hefur verið á því frá því fyrsta. ___________ Pistill úr Árnesþingi. i. [Veðuráttufar — Ginningarit frá Ameríku — Myndir af »tuddum« f>ar. — Sunnanfari á niðurgöngu. — Isl. bændum úthýst þar. — Vinnufólksleysi. — Aðsókn til Reykjavíkur — Landshornaflakk — Lausamannalögin.—Hækkun aldurstakmarksins — Skúli Thoroddsen og eigingirnin — Fimm þúsund króna gjöfin. — Yfirlýsing Sigurðar alþm. — Isafold og sveiflur hennar — Vinfengi við það »lið« ó- hyggilegt.]. Óvenju-góð veðurátta hefur verið hér um langan tíma og útlit fyrir að sama haldist áfram. Jörð á hagbeitarjörðum mjög notuð og sumstaðar lítið farið að gefa fullorðnu fé, t. d. sauðum og ær nýkomnar á gjöf víða; þetta er vitanlega helzt upp á skógarjörðunum; er þvf allt útlit fyrir, að vetur þessi verði mjög góður og varla getur farið svo, að heybirgðir verði ekki nægar. Um Ameríkuferðir er minna talað nú en um þetta leyti í fyrra, enda mætti það undrum sæta f þessari tíð, ef mikið kvæði að því. Heyrzt hef- ur þó, að bóndinn í Skálmholtshrauni á Skeið- um ætli vestur í fyrirheitna landið í vor. Alitið er þó, að Skálmnoltshraun byggist aptur. Nú fyr- ir stuttu barst hingað austur um sveitir með póst- unum eitt ameríska ginningaritið enn þá, er nefnir sig »Manitoba um aldamótin 1900«. Svo mun til ætlast, að rit þetta berist inn á sem flest heimili og einhvernveginn stendur svo á utanáskriptum á allmörgum af pésum þessum, að margir þeirra, (líklega flestir) lenda á heimilum þeirra fákænari og auðtrúaðri. Má það því að nokkru leyti heita meistaraverk af útsendurum rits þessa, hvað vel þeim hefur tekizt það úr svona fjarlægu landi, sem Amerlka er. Atta myndir af bændabýlum og búsafurðum flytur rit þetta. Ibúðarhús einlypt með tveimur fjögra rúða gluggum gera þeir að skrautlegri höll; reyndar hefur hús þetta einn smá- kvist, sem rúmar svo sem borð og eitt rúmstæði. Fleira í kverinu er eptir þessu t. d. nautahjarðirn- ar, sem sýndar eru; það er auðséð á annari mynd- inni að þar eru margir um »tuddann« — Hér á landi er mesti fjöldi af bændabýlum til sjós og sveita, sem taka þessum fram. Nautahjarðir má eflaust lfka finna og mun ekki þurfa langt að leita t. d. í Ölfusi og I.andeyjum. Varla þætti mér til of mikils mælzt, þótt sum af blöðum vor- um (þ. e. þau, sem ekki vinna í laumi að útflutn- ingi), flyttu myndir af góðum bændabýlum og fjárhjörðum, enda bændum og bústýrum, en dýrari yrðu blöð þessi fyrir það, en vinsælli hlytu þau að verða og ekki væri horfandi í dálítinn kostnaðarauka. »Fjallkonan« flutti eitt árið myndir af nokkrum bændum og var þeirri nýung vel tekið, en brátt hætti það, enda er »Sunnanfara« ætlandi að duga til þessa hlutverks, — síðasti árgangur er samt fremur fylltur af öðrum myndum. íslenzku bændurnir áttu þar ekki heima í þetta sinn. Mér þótti »Sunnanfari« undir ritstjórn Jóns Þorkelssonar langtum tilkomumeiri. Myndirnar í blaðinu eru samt vel gerðar flestar. Allmjög þykir vinnufólksleysi sverfa að bænd- um til sveitanna og sumstaðar er það orðíð svo alvarlegt, að til vandræða horfir. Fólkið streym- ir gengdarlaust að sjónum, helzt til Reykjavfkur eða annara kaupstaða og lendir svo allmikill hluti þess, bæði karlar og konur í hálfgerðu ráðleysis flakki; eru strandferðabátarnir opt troðfullir af þessum lýð, er sendist hvíldarlítið landshornanna á milli. — Fólk þetta allflest verður eigulaust, og aldrei fer það í vistir aptur, enda mikið lak- ara en áður, margt hvað. En að hugsa sér að fólk þetta sé til þess lagað að byrja sveitabúskap eralveg óhugsandi; það geta og gera þeirein- ir, karlar eða koruir, sem lengi hafa verið í vinnu- mennsku, og fengið kaup sitt skilvíslega—-ann- að hvort í peningum eða kindafóðrum o. fl. Hver eru svo aðalupptökin til þessa ástands munu menn spyrja? — Því má svara strax, eða svo er að sjá, að margir hafi það á reiðum höndum. Lausamannalögin írá 1893 ber öllum undantekn- ingarlítið saman um, að sé aðaluppsprettan að áðurnefndu öfugstreymi — t. d. það ákvæði lag- anna að hafa aldurstakmarkið 22 ár, eins og lög- in frá 1893 gera er óhentugt hér; fólk er um það leyti að byrja að þroskast að hyggni og vits- munum og hyggur sér opt á þeim tímum allt fært og þegar jafn auðvelt er að ná í leyfið, eins og nú, er afleiðingin auðsæ. — Næsta alþing verður að breyta aldurstakmarkinu upp f 30 ára aldur og sé leyfið þá veitt ókeypis, en yngri en 25 ára ætti enginn að fá leyfi til að vera laus, enda var svo að heyra á þingræðum margra hyggnari manna á þingi '93, að 22 ára aldur væri of lágt takmark. Frá 25 ára til 30 ára ætti að veita leyfi, ef sérstakar ástæður mældu með því fyrir beiðanda, og kosta þá 20 kr. fyrir karlm. 10 kr. fyrir kvennmann; þetta er alls ekki of hátt, þeg- ar litið er til þess, hvert gjald þetta rennur. — Þetta, sem nú hefur verið stungið upp á mun eiga erfitt uppdráttar á þingi, því búast má við, að Skúli Thoroddsen, sem vann einna ósleituleg- ast að þessari lagasmíð, vilji sjá enn ljósari dæmi afreks sfns í þessu máli landbúnaðinum til handa. — Getsakir kunna það að vera honum til handa, en margt bendir þó til þess, að réttara hafi þeir bændur, sem álíta að hann Skúli hafi séð sér hag f þessum breytingum, fyrir þilskip sfn og annara gróðamanna, er mikinn mannafla þarfnast á útveg sinn, en hinir, er segja það, að þetta hafi verið af hreinni föðurlandsást. — Hvernig sem þetta er nú lagað fyrir þessum manni um mál þetta, þá er þó eitt víst, að ef Skúli snýst illa við áðurnefndum breytngum á lögum þessum, eða heldur ekki taum landbúnaðarins, þá er hætt við, að þær fáu hræður, sem kunna að eiga atkvæð- isrétt í sveitunum hérna, skoði huga sinn dálltið, áður en þeir greiða atkvæði með, segjum svona t. d. 5,000 kr. gjöf úr landssjóði, enda þó geng- ist væri fyrir þessu með talsverðri frekju og æs- ingu — Þetta var einu sinni ekki óþekkt hér á fundi. — Kosningarvíman og pólitíski áhuginn virð- ist vera farinn að minnka. Margir hugsa gott til þingmálafundar í vor; að minnsta kosti vona sumir að fá þá að heyra upp á víst, hvorn flokk- inn annar þingmaður okkar ætlar að fylla í stjórn- arbótarmálinu; slíkter alltaf viðkunnanlegra fyrir báða málsparta. Þessa yfirlýsingu í »ísafold« möttum við svona hálfgerðan óþarfa og ekki til annars en auka þref meðal þeirra, sem kusu hann eða þetta hefur verið gert til að þóknast sísafold- arliðinu. Verra gat þetta þó verið fyrir kjósend- ur hér, þvf nú vita þeir betur eptir, hvar þingmað- urinn lætur stjórann og var þetta því ekki svo slæmt viðvik fyrir kjósendur Sigurðar. — Ur því eg hreyfði þessu á annað borð.nota egtækifærið til að minnast þess, aðeinhvernveginn lá þetta 1 hánni á mér, og reynast mun svo, að ef vinfengi »Isafoldar«liðsins fer mjög í vöxt milli hinna einstöku þingmanna, því valtara verð- ur kjörfylgið heima fyrir þeim í héruðum þeirra; síðustu kosningar bera þess nægilegan vott. Ekki er þetta af því sagt, að margir meðal alþýðusjái ekki, að ritstjórar blaðsins hafi stundum rétt fyrir sér, nei, — heldur er hitt, að alþýða treyst- ir sjaldnast fulltrúum sfnum að standast sveiflur blaðsins 1 hinum ýmsu málum, og þeir fleygi sér því algerlega í faðm þess og þá er komið að því, að þjóðarviljinn hættir að aðhyllast þá. — Bendið á, ef þetta er eigi satt. — Frá útlöndum. Viktoría drottning látin. Eptir enskum blöðum, er hingað hafa borizt og ná til loka f. m. er þau tíðindi helzt að greina, að Viktoría drotting Bretaveldis andaðist 22. f. m. á vetrarbústað sínum Osborne á eyjunni Wight við suðurströnd Englands. Hún var á 82. ald- ursári (f. 24. maí 1819), en hafði setið að ríkjum 637^ ár, og hefur enginn stjórnandi Bretaveldis- haft jafnlengi völd á hendi og enginn eldri orðið. Afi hennar Georg 3-var 60 ár konungur á Eng- landi (1760—1820), og sonardóttir hans, Viktorla drottning varð að eins nokkrum dögum eldri en hann. Hún var ekkja tæp 40 ár, missti mann sinn Albeit prinz af Sachsen-Koburg 1861 og syrgði hann mjög, enda hafði hjónaband þeirra verið hið ástúðlegasta. Elzt barna þeirra er Vik- toría, ekkja Friðriks 3. Þýzkalandskeisara ogmóð- ir Vilhjálms keisara. Önnur dóttir hennar Alice af Hessen (dáin 1878) er móðir Rússadrottningar. Næstelzti sonur Viktoríu Alfred hertogi af Sach- sen-Koburg dó næstl. sumar og tók hún sér frá- fall hans mjög nærri, Svo er og sagt, að Búa- stríðið hafi haft mjög óheppileg áhrif á heilsufar hinnar aldurhnignu dróttningar, en sjálf gat hún við ekknrt ráðið. Þjáðist hún síðustu mánuði æfi sinnar af svefnleysi og taugaveiklun og þverr- uðu þannig kraptarnir smámsaman. Við banabeð hennar var meðal annara ættingja hennar staddur Vilhjálmur keisari dótturson hennar, er brá undir eins við, er hann frétti nm sjúkleik ömmu sinnar. Jarðarför drottningarinnar átti að fara fram 2. þ. m. og voru þá væntanleg mörg stórmenni til Englands, þar á meðal LeópoldBelgja- konungur, Georg Grtkkjakonungur, krónprinz Dana, krónprinz Norðmanna og Svía, fulltrúar Rússakeisara og Austurríkiskeisara o. m. fl. Hvíl- ir hún nú við hlið manns síns í Windsor, í kap- ellu þeirri, er hún lét reisa yfir hann, og ber nafn hans. — A ríkisstjórnarárum hennar hefur Bretaveldi tekið afarmiklum framförum, eins og kunnugt er. Var hún fremur ástsæl af þegnum sínum, þótt hún hefði optast fremur lítið saman við þá að sælda, og sæist sjaldan við hátíðleg tækifæri, einkum síðan hún varð ekkja. Hún kom mjög sjaldan til London, kunni þar ekki við sig. Við ríkisstjórn eptir hana er nú tekin elzti sonur hennar, prinzinn af Wales, tengdásonur kon- ungs vors, og nefnir sig Játvarð 7. (Næsti Játvarður á undan honum Játvarður konungur 6. dó 1553). Hann er nú 59 ára gamall. Fara blöðin mjög hlýjum orðum um hann, enda er.hann sagður góðmenni, ljúfur og lítillátur við allan al- menning, en enginn skörungur haldinn eða stjórn- málamaður, enda skiptir það ekki miklu, þar sem konungsvaldið er naumast nema nafnið eitt á Englandi. — Eitt hið tyrsta verk hans var að gera systurson sinn Vilhjálm keisara að yfirmar- skálki í her Breta á afmælisdegi hans 27. f. m. og þykir það sómi mikill; ætla menn að það tryggi vináttusambandið milli Bretaog Þjóðverja,. er verið hefur fremúr laust nú upp á síðkastið. Bretum veitir og ekki af að gera stórveldin sér hlynnt, meðan málum þeirra í Afriku er ekki betur á veg komið. Búaófriðurinn ætlar að verða þeim erfiður og ekkert útlit fyrir, að honum verði lokið bráðlega. Eru Búar nú heldur að sækja sig eptirsíðustu fréttum, hafa náð á sitt vald nokkr- um þorpum suður í Kapnýlendu, og talið að Bretum muni veita mjög örðugt að reka þá það- an. Kitchener heimtar meira og meira lið heim- an frá Englandi, en sú liðsöfnun gengur seint, farið að sneiðast um herfæra menn heima fyrif- Frá Kína hefur borizt frétt um, að Ching prinz, helzti aðstoðarmaður Tuans prinz og einn af forkólfum uppreisnarinnar, hafi verið tekmn af lífi í Shensi 27. f. m. — Li-Hung-Chang sagð' ur hættulega veikur og rænuskertur. Hann er nu áttræður. Látinn er ítalska tónskáldið GiusepPe Verdi á 88. aldursári. Eru verk hans heims

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.