Þjóðólfur - 08.03.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.03.1901, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstucjaginn 8. marz 1901. Nr. 11. Biðjið ætíðum OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til oefað hina bezlu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmðnnunum. R i t s j á. Eptir Jóhannes Þorkelsson. Bókmenntafélagið og bækur þess hinar siðustu. III. (Síðasti kafli). 6. Fornbréfasafnið. Ekki ætti að þurfa að eyða orðum að því, að sýna fram á þýðingu þessa merkilega safns. Það nægir að geta þess, að þessi fornu skjöl eru nálega hinn eini grund- völlur sögu vorrar gervalla 15. öld og mikinn hluta hinnar 14. Enginn efi er á því, að útgáfa safnsins hefur komizt í réttar hendur, að því er hinn núveranda útgefanda snertir. Dr. Jón Þor- kelsson (yngri) hefur með ritum sínum marg-sann- að, að hann er meðal hinna sögu- og ættfróð- ustu Islendinga. Virðist fornbréfa-útgáfa hans vera hin vandaðasta. Þó er sennilegt, að eigi svo óvlða sé til í kirknaskjölum og hjá einstök- um mönnum frumlegri handrit en þau, er prent- að hefur vefið eptir, eða skjöl, er útgefandinn hefur eigi þekkt. Þannig er á Grenjaðarstöðum enn þá frumrit laxveiðidómsins 7. nóv. 1357, þeirra Eyjólfs kórsbróður Brandssonar og bróður Ey- steins Ásgrímssonar (höfundar Lilju). Er dómur- inn í safninu prentaður eptir afskript, er Árni Magnússon gerði af frumritinu. Einnig er mér kunnugt um afskript áf bréfi (þó ekki heila) um sölu á Sandi og Brekkum fyrir Neslönd bæði og Brettingsstaði. Er það skrifað á Munka-Þverá 1447 °g ætla eg Þa9 vanti í safnið. Eins ogvon er til, hefur ýmisleg ónákvæmni komizt að í re- gistrum safhsins um legu örnefna og staða. Á einum stað í Grenjaðarstaðamáldögum hinum eldri {Auðuns og Péturs) er rangritun, sem orðið hefur til þess, að útgefandinn hefur í registrinu lagt rangan skilning 1 hann. Þar stendur: »Aðal- dælar skulu omaga fa kuenngilldann vm jol enn Reykhuerfingar vmlanga fostu.hallda biargar brun« (Auðunnarmáld.). I Pétursmáldaga er ritað »biarga bron«. Hefur útgefandinn í registrinu getið þess til, að hér væri verið að ræða um fitumark á ó- maganum, að hann ætti að vera brúnsléttur. En í Ólafsmáldaga Rögnvaldssonar mun standa hinn xétti lesháttur: shallda biargabru« og mun eflaust vera með því meint, að kirkjan eða brauðið sé skylt að halda við brú þeirri, er til forna var á Laxá í gljúfrunum, eða björgunum sunnan og austan við Grenjaðarstaði; lagðist brú sú ein- hverntíma seinna niður og var svo endurreist með almennum samskotum á árunum milli 1874 og 3o. Er nú viðhald hennar komið á sýslusjóð Suður-Þingeyjarsýslu. Hið 7. rit Bókm.fél. í ár, Forn al d ar sögu H. Melsteðs, hefi eg ekki séð enn þá og minn- ist svo ekki frekar á það. Eins og sjá má af því er sagt hefir verið hér að framan, er það hiklaust álit mitt, að ekki sé' ástæða til annars en að vér séum vel ásáttirmeð framkvæmdir Bókm.félagsins árið sem leið og að fé því sé allvel varið, er til þeirrar stofnunar fer. Auðvitað má ýmislegt að félaginu finna, t. d. það að það hefur byrjað á ýmsum ritum, er út lítur að það sé hætt að hugsa til að láta framhaldog niðurlag á koma út. Virðist það bera vott um ráðleysi. Þær raddir hafa einnig nú á slðari ár- farið að gerast töluvert háværar, og mest vest- at> yfir haf, er hafa haft það út á félagið að setja, að það gæfi sig helzt til mikið við sagnafróðleik ýmsum, fornfræði og ættfræði. En eg hika mér ekki við að láta það álit mitt í ljós, að sú að- finning er gersamlega ástæðulaus og af vanþekk- ingu og misskilningi sprottin. Mál vort, saga vor og þjóðfræði vor eru ein hin traustustu bönd, er binda oss við ættland vort, og því fer fjarri, að ræktun þeirra fræða geti orðið til þess að draga úr áhuganumfyrir framtíðarmálum vorum. Dæmi þess er Jón heit. Sigurðsson gamli. Enginn mað- ur á næstliðinni öld mun hafa haft til að bera víðtækari þekkingu á sagnafræði þjóðar sinnar eða meiri áhuga og trú á framfara- og framtíðarmál- um hennar en hann. Hugur vor Islendinga hefur frá upphafi vega vorra hneigzt mjög að sagnafræði og ættvísi. Hin sama tilhneiging og fýsn, er kom Ara hinum fróða fyrstum til að taka sér pennann í hönd og rita íslendingabók, höfundum Landnámabókar til að rita ættartölur sínar og frásagnir um landnám, höfundi Njálu til þess að leiða fram á sjónarsvið- ið hinar ódauðlegu persónur sögu sinnar, sem enn þá eru í fullum færum um að hertaka huga vorn og hjarta, þótt 900 ára fjarlægð á skeiðfleti tímans skilji á milli þeirra og vor; sem kom höf- undum Sturlungu til að færa í letur hina mikil- fenglegu raunasögu 13. aldarinnar; Birni á Skarðsá að setja saman annála sína; Espólín til að rita Árbækur sínar og ættartölu-bækur og Gísla Kon- ráðssyni til að rita hin merkilegu sagnarit sín; hin sama tilhneiging — segi eg — lifir enn í fullu fjöri. Hún kemur bóndanum til, þá er hann er kominn inn á vetrarkvöldin og er laus við útistörf sfn, til að taka til ritstarfanna og rita ættfræði og mannvísi héraðs síns. Húnmun.von- andi yngjast og blómgast á ný jafnframt öðrum hag og velmegun þjóðar vorrar, og skila niðjum vorum nýjum og endurbornum sögum af Islend- ingum hins ókomna tíma, er meira munu hafa að segja af sigurvinningum og namingju en hin- ir fornu feður — — nema ef svo skyldi fara, að ekki ætti önnur meiri né fleiri forlög fyrir oss að liggja en þau, að yfirgefa ættland vort og hverfa sem dropi í hið brezka mannhaf Vesturálfunnar, éptir það, að vér höfum argað úr oss hina forn- frægu íslenzku tungu í trúarbragðaþrasi á norð- vestursléttum Kanadafylkis. Frá útlöndum hafa borizt blöð til 25. f. m., en engin stórtíðindi herma þau. Búar verjast Bretum enn mjögvask- lega og láta engan bilbug á sér finna. 18. f. m. ætluðu þeir sér hvorki meira né minna, en að taka Kitchener sjálfan höndum og réðust á járn- brautarlest þá, er flutti farangur hans, en sjálfur var hann rétt á eptir. Skutu þeir sprengikúlum á vagnana, svo að þeir moluðust sundur, en vagn- stjórinn beið bana af meiðslum þeim, er hann fékk. Var þá Kitchener óðar gert aðvart um á- hlaup þetta, og vildi þá svo happalega til, að járnbrautarlest með vopnuðu liði kom konum til hjálpar og urðu Búar þá frá að hverfa, en höfðu áður náð töluverðu herfangi. Hafði allt verið til þess undirbúið að hremma Kitchener þarna og og hefði það orðið Bretum ónotagrikkur. Búar halda enn áfram að rífa upp járnbrautarteina og slíta fréttaþræði, og er svo að sjá, sem Bretar geti því lltt hamlað. Hinn eini hershöfðingi þeirra, sem eitthvað vinnur á er French; hefur hann í nokkrum smábardögum orðið Búum allskeinuhætt- ur, sem endrarnær. De Wet og Steyn hafa lýst því hátíðlega yfir, að Búar ætluðu að berjast til þrautar, jafnframt og þeir hafa kvartað yfir atferli Breta við varnarlaust fólk á ófriðarstöðvunum, og hafa jafnvel 1 hótunum um, að þeir muni fara að gjalda þeim líku líkt suður í Kap. Enska þingið var sett, eins og ákveðið var, 14. f. m. með allmikilli viðhöfn af Játvarði kon- ungi, er las upp ræðu úr hásætinu. Einsoggeta má nærri varð þingmönnum skrafdrjúgast um Búaófriðinn og fyrirspurnum um hitt og þetta því viðvíkjandi rigndi yfir ráðherrana ísífellu. Með- al annars skýrði hermálaráðherrann frá því, að ófriðurinn hefði kostað Breta til þessa dags 8iz/* milj. pd. sterl. þ. e. um 1467 milj. kr., enáviku hverri kostaði ófriðurinn nú 1—i'/j milj. p. st. þ. e. 18—27 milj. kr., eða 3—4 milj. kr. á dag að jafnaði. Hann skýrði og frá, að nú um áramótin hefðu Bretar haft 210,000 hermanna í Suður-Afriku, en í marzlok mundi verða kornnar þangað 25,000 riddaraliðs í viðbót, bæði heiman frá Englandi og frá nýlendunum, Kanada og Ástralíu, því að Játvarður konungur hefur beiðst hjálpar hjá ríkj- um þessum enn á ný, og lætur vel yfir undirtekt- unum. Hver skyldi hafa trúað því, þá er ófrið- urinn hófst, að þessi volduga þjóð, Bretar, skyldu þurfa að taka svona nærri sér til að brjóta Bú- ana á bak aptur, eins og raun hefur á orðið? Sum ensku blöðin eru orðin svo gröm og örvænt- ingarfull fyrir Breta hönd, að þau kalla ófriðinn vonlausan (»the hopeless war«) og segja að Bret- ar komist aldrei úr þessari klípu án mestu smán- ar, og mun nokkuð hæft í því, þótt leikslokin. geti naumast tvísýn verið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.