Þjóðólfur - 08.03.1901, Side 3

Þjóðólfur - 08.03.1901, Side 3
43 íslenzkir sagnaþættir. Frá Hafnarbræðrum. Af þessu, sem nú hefur verið sagt má sjá, að Hjörleifur vildi flestu ráða, þar sem hann átti hlut að. Hann var vel greindur maður og hafði stál- minni og kunni mikið úr andlegum og veraldleg- um bókum; hann var ekki heimafúll, en gestris- inn og skrafhreifinn, þá er hann var tekinn tali; hann var allgóður búmaður, hjálpsamur við alla einkum fátæka, ef honum líkaði geðslag þeirra og helzti sveitarbjargvættur. Hann var fremur bráð- ur í skapi. Enginn var hann kvennamaður. Eitthvert sumar bar svo til, að vinnumaður einn kom að Nesi (segja sumir að hann hafi átt þar heima, en aðrir neita því) seint á sunnudegi. Hann kemur inn í baðstofu og er spurður, hvort messað hafi verið; hann mælti: „Já, þó það mætti nú messa, ef nokkrir kæmu í svona góðu veðri, en fámennt var. Eg veit ekki, hvað fólk er að hugsa, að sækja ekki kirkjuna, þótt það sé sláttartími". Hjörleifur lá aptur á bakirúmisínu eins og háltsofandi, svo sein hann var vanur, rís hann nú upp og mælti: „Það veit eg að þú og aðrir, sem sækja kirkjuna geta munað og fært sér í nyt það, sem framfer í henni". Hinn svar- ar: Það mun vist vera". Hjörleifur segir: Þá veit eg, að þú manst að segja okkur eitthvað úr prédikuninni". Hinn þegir. Hjörleifur mælti: Hvert var guðspjallið, eg veit að þú manst eitt- hvað úr því?“ Hinn þegir. Hjörleifur mælti: „Ekki veit eg hvað þeir vilja til kirkju, sem ekk- ert muna og ekki emu sinni guðspjallið, þótt presturinn lesi það tvisvar fyrir söfnuðinum ; þeim væri betra að sitja kyrrir heima. Eg hefi hvergi farið til messu og veit eigi til, að neinn hafi lesið hér lestur nema með sjáltum sér og trúi eg þó eigi öðru en að eg muni upphafið á guðspjallinu". Hann byrjar síðan á því og les það til enda við- stöðulaust og mælti síðan: „Var nú eigi þetta guðspjallið ?“. Maðurinn jankaði því og varð mjög sneyptur. Hjörleifur var eigi lesandi, og kom heldur eigi opt til kirkju, og tók aldrei sakramenti, en það gerði kona hans. Það var eitt haust, þá er séra Einar var á Desjarmýri, að flestir voru til alt- aris úr sveitinni og þar með kona Hjörleifs. Prest- ur spurði eptir Hjörleifi, en kona hans kvað hann vera heima. Að áliðnum vetri kom prestur að Nesi, líklega til að húsvitja. Hjörleifur er mjög alúðlegur og skrafhreifinn við prest, en áður en prestur fer biður hann Hjörleiíað gera það fyrir sig, að taka hjá sér sakramenti eins og aðrir. Hjörleifur tók því dauflega, þó lofar hann presti að koma hvort sem hann taki sakramenti eða eigi og slðan skilja þeir. Um vorið komu skip mjög seint og hafði Hjörleifur komizt að því, að bakst- urslaust mundi vera; fer hann nú eitt sinn að heiman inn að Desjarmýri einn sér. Prestur fréttir komu hans og gengur út og heilsar Hjör- leifi og býður honum inn. „Ekki strax" segir Hjörleifur. „Eg kom nú eptir því, sem við töl- uðutn um í vetur og vil fá það strax; eg veit þú hefur bæði brauð og vín ?“ Prestur heldur það og gengur síðan inn og segir við konu sína; ef hún geti í hasti fundið baksturjárnin og iiaft til í soppuna, þá ætli hann að reyna, að tefja fyrir Hjörleifi, þar til að búið væri, og fer svo út aptur til Hjörleifs, og biður hann að koma inn og vera eigi að standa úti lengur. „Eg verð líka að búa mig“, segir prestur, „áður en eg fer í kirkjuna". Hjörleifur segir: „Þú verður ekki lengi að því, eg fer ekki inn í þetta skipti, fyr en eg fæ brauð- ið og vínið". Prestur fer inn og býr sig lítið eitt og er þá verið að undirbúa baksturinn, gengur svo út og ræðir við Hjörleif; hann tekur því lítið og grunar, hvað tef ja muni og er alltaf að tala um sakramentið, og segist hafa komið til að sækja það m. fl. Prestur segir, að hann skuli fá það og bið- ur hann að bíða dálítið. Hjörleifur segir< „Eg er búinn að bíða nógu lengi og kannske þú hafir það ekki, og til hvers er þá að bíða "lengur. Eg hélt það væri skylda prestanna, að láta ekki verða: ofmikinn skort á brauði og víni“. Prestur svarar: „Það hefur eigi mikið brostið hjá mér, en eg hefi alltaf verið að biðja yður að koma inn með mér, áður en við förum í kirkjuna". Hjörleifur mælti: „Eg vildi fá sakramentið strax og hafði ekki annað erindi og nú fæ eg það ekki. Vertu sæll". Hjör- leifur fór síðan heim til sín. — Þetta var á fyrri áruin séra Einars og löngu áður en Hjörleifur smíðaði kirkjuna. Séra Einar sagði sögu þessa prestinum á Klifstað og hann Jóni Sigfússym. (Meira). Dáinn hér í bænum 6. þ. m. Bergþór Þorsteinsson skipstjóri um fimmtugt. For- eldrar hans voru Þorsteinn skipstjóri Bergsson Guðmundssonar frá Króki í Flóa Hannessonar, bróðurson frú Jórunnar Gunnlögsen, og Sigríður Bergþórsdóttir frá Lambastöðum í Garði Þórodds- sonar frá Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum Jónsson- ar í Miðbýli Ásbjörnssonar. Skarlatssóttin er nú um sinn heldur í rénun hér í bænum, og fáir nýir sjúklingar bætzt við síðustu vikuna. í*rentarafélagi0 hér í bænum hefur leikið 2 kveld í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs »Hinn ímyndunarveika« eptir Moliére. Jafn óæfðir sem leikendurnir eru tekst sumum þeirra vonum fram- ar, en yfirleitt er leiknum allmjög ábótavant. Þjófnaður var framinn á Seyðisfirði 12. jan.; hafði þjófurinn farið inn á skrifstofu bæjar- fógeta, er hann lauk upp með lykli, er hékk í fordyrinu, en bæjarfógeti var ekki heima og fólk hans uppi á lopti. Tók þjófurinn þar á skrif- stofunni peningakassa bæjarins úr ólæstu(!) »púlti«. Voru í kassanum 500 kr., er bærinn átti og 200 kr., er bæjargjaldkerinn geymdi fyrir annan mann. Til að vefjautanum kassann hafði þjófurinnsvotekið yfirhöfn af bæjarfógeta úr fordyrinu og fannst hún nokkrum dögum síðar frosin niður úti í Vestdals- á. Ekki var orðið uppvíst, hver að þjófnaði þess- um væri valdur, þótt heitið væri 100 kr. til að ljósta honum upp. Þjófurinn hefur líklega verið einn um hituna. og allvel kunnugur. Tll að bæta bænum skaðann höfðu bæjarfulltrúarnir hver um sig lofað að gefa 50 kr. Skipstrand. Hinn 2. þ. m. strandaði á Stafnestöngum við Rosmhvalanes fiskiskútan »Hjálmar«, eign Erlendar bónda Guðmundssonar í Skildinganesi o. fl. Hafðilagt út héðan til aflafanga daginn áður. Skipstjóri Gunnlaugur Jngimunds- son, ungur og óreyndur. Ætlun manna er, að skipið hafi siglt þarna upp fyrir handvömm eina. Það var vátryggt að nokkru leyti í ábyrgðarsjóði útgerðarmanna við Faxaflóa. Aldamótahátíð var haldin í Sólheimum í Svínavatnshreppi á gamlárskveld að loknum kveld- söng á Auðkúlu. Hátfðin byrjaði kl. 6 e. h. með brennu, er þótti vel takast, jafnvel þótt veður væri ekki sem ákjósanlegast. Samkomuna setti með fáeinum orðum Jónas bóndi í Sólheimum, og bauð alla gestina, sem voru um 200, vel- komna. Svo varsungið snoturt kvæði til gestanna eptir Gísla Jónsson í Stóradal. Ræður fluttu: Jón- as bóndi í Sólheimum fyrir minni Islands og var á eptir sungið mjög vel ort kvæði fyrir sama minni eptir G. J. Ennfremur hélt stúd. art. Björn Stefánsson á Auðkúlu ræðu fyrir minni árs og aldar á aldamótastundinni kl. 12; þótti honum mælast mjög vel, er hann rakti helztu viðburði gömlu aldárinnar og minntist með hlýjum huga hinnar komandi. Þá mælti séra Stefán M. Jóns- son á Auðkúlu nokkur vel valin orð fyrir minni kvenna. Þar næst mælti stúd. art. Eiríkur Stef- ánsson á Auðkúlu fyrir minni sveitarinnar, og minntist hann í fáuin orðum helztu framfara sveit- arfélagsins á síðustu árum, og var ræða hans vel fram borin og áheyrileg. Þá talaði Jakob Guð- mundsson í Holti snjallt og skorinort gegn Am- erlkuferðum. Auk þessa tóku nokkrir fleiri til máls og þótti öllum rnælast vel. Á milli þess að ræður voru haldnar skemmti æfður söngflokkur með vel völdum lögum. Þar á meðal var sunginn »duet«, sFriðþjófur og Björn« af séra Stefáni og organista Jóhannesi Helgasyni á Svínavatni. Þótti það mjög vel takast og vera hið skemmtilegasta. Þess utan skemmti fólk sér með danzi, leikjum og spilum. Veitingar voru miklar og góðar.— Með morg- unsárinu skildu menn glaðir og ánægðir yfirþvf, hvernig þeir hefðu kvatt gömlu öldina og heils- að hinni nýju. Að endingu kann eg þeim, sem fyrir sam- komunni stóðu (stúd. art. Eiríki og Birni Stefáns- sonum, Jakobi Guðmundssyni, Gísla Jónssyni, Jón- asi B. Bjarnasyni og Jóh. Helgasyni) beztu þakk- ir fyrir sína frammistöðu í nafni mínu og sveit- unga minna, Gestur. Hinn 13. f. m. hélt söngfélagið »Alfa« skiln- aðarsamkomu í húsi Bárufélagsins, ogfærðumeð- limir félagsins kennaranum Jónasi organista Helga- syni, kvæði það, er hér fer á eptir: Söngvagyðju sonur mæri sífellt skal þér flytja ljóð og þér háan hróður færi hvar sem dvelur Islands þjóð — Þú lézt helgar vonir vakna viðkvæmt æ við söngsins mál. Félag vort, er fær þín sakna fyllti gleði vora sál. Þér vér óskum gæfu og gengi gleðin skal þér una hjá, þína háu hörpustrengi hræra lengi skaltu fá. — Þú, sem einn af íslands sonum ætið studdir söngsins mennt, hana fyrst með fögrum vonum fékkstu Islands börnum kennt. Þökkum ætíð þér af hjarta, — þín vér njótum enn um hríð. gleddu söngsins gyðju bjar^. gígju hrærðu ár og síð. Þig mun ísland ávallt muna og þín skæru hörpuhljóð rneðan sterkt við ströndu duna strangar bylgjur huliðsóð. Eyrarbakka 26. febr. Hér var róið í gær og í dag og fiskaðist mjög lítið; sömul. á Stokkseyri; á báðum stöðum þorsk- vart, og hæst heyrði eg talað um 15 í hlut (þar af 4—5 í hlut af þorski) hitt mjög smá ýsa, eins og vant er síðan botnvörpuskipin fóru að halda sig hér fram undan. Mestu líkindi til, að þau eyðileggi aflabrögð- in hér, engu síður en við Faxaflóa og því mesta nauðsyn á að menn fari að hugsa um annan útveg, nfl. þilskipaútveg, en hætti að mestu leyti við skað- ræðisfleyturnar opnu, sem hljóta að fækka og það bráðlega, ef fiskur hættir að ganga hér upp und- ir hraunið. Að vísu er ekki von á, að hann sé farinn að ganga hér neitt að ráði í þetta sinn, en slæmur fyrirboði eru smáu ýsuseyðin um þetta leyti árs. Heyrzt hefur, að einhver samtök séu í vændum hér og á Stokkseyri um að gera tilraun til að kaupa eitt eða tvö þilskip til fiskiveiðaog væri það allrar virðingar vert og lofsvert mjög, ef það tækist, en hætt er við, að hafnaleysið hér eystra m. fl. standi þar helzt í vegi. Nýdáinn er (23. þ. m.) Guðmundur Vernharðs- son verzlunarmaður á Stokkseyri, 25 ára gamall, frá konu og tveim ungum börnum, efnilegur maður og vel að sér ger um margt. Hann dó eptir tæpa mán- aðarlegu úr lungnatæringu. Eptirmseli. Hinn 27. okt,. f. á. andaðist að Ytri-Sólheimum í Mýrdal jón Olafsson, fyrrum bóndi í Pétursey, 78 ára gamall, fæddur í Pétursey 13. apríl 1822. — Foreldrar hans voru hin nafnkunnu sómahjón, Ólafur Högnason (*? 1868) og Ingveldur Jónsdóttir (ý 1887) í Eyjarhólum. — 26 ára gamall gekk hann að eiga Elínu Bjarnadóttur í Pétursey og bjuggu þau saman í 40 ár, og eignuðust 15 börn, af þeim lifa nú 6: tveir synir, sem eru giptir bændur í Pét- ursey og fjórar dætur í Ameríku. — Ekkjumaður varð hann 1888 og flutti nokkru síðar til Högna sonar síns á Sólheimum, og dvaldi hann síðustu æfistundir sínar hjá ekkju hans Ragnhildi Sigurðar- dóttur. — Um Jón verður ekki sagt, að hann væri eins og fólk er flest; hann var mjög frábrugðinn því, sem almennt gerist, bæði í skoðunum og lifn- aðarháttum. Hann var bókamaður mikill og fróður um marga hluti, og rná telja hann meðal hinna skynsömustu bænda þessa héraðs. — Það má full-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.