Þjóðólfur - 29.03.1901, Side 2
58
í um fjögur hundruð ár fór fjöldinn allur
af íslendingum erlendis á eigin skipum. Þeir
fóru þá mest til Norðurlanda, þar að auk til
Englands, Skotlands, Irlands o. s. frv. Þeir voru
flestir kaupmenn, margir skáld, er dvöldu hjá kon-
ungum og höfðingjum um stundarsakir. Margir fóru
pílagrímsferðir alla leið suður á Italíu og jafnvel til
landsins helga. Margir fóru námsferðir til erlendra
skóla. Langmestur þorri þessara ferðalanga hurfu
aptur heim til ættjarðar sinnar. Þeim þótti veg-
urinn aldrei of langur. Þegar heim var komið,
sögðu þeir frá öllu því, sem þeir höfðu séð og
heyrt, og þessar sögur studdu að því að gera Is-
lendinga að svo duglegum sögumönnum og sögu-
riturum.
Arið iooo kom kristni á Island. Með henni
fluttist menntunarstraumur, sem hér er óþarfi að
lýsa. En hins vil eg láta getið, að það er hinn
elzti kirkjusöngur, sem að fróðra manna tali
hefur getið af sér 'ninn svokallaða t v í s ö n g ,
Um það get eg vfsað til ritgerðar eftir dr. A.
Hammerich. Af því að eg er ekki sjálfur söng-
fróður maður, tek eg upp eptir ritgerðinni það
sem helzt einkennir þennan söng. »Af hin-
um fornu hljóðgreinum er það hin ‘svonefnda lýð-
verska hljóðgrein, er mest kemur fram í tvísöngn-
um; þar í eru að eins heil-hljóð, óbreytt og ó-
milduð. Þar er einkum eitt merkilegt hJjóðbil
(interval), kvartinn, er saman er settur af þremur
heilhljóðum; þetta þótti í útlöndum svo Ijót hljóð-
stifling, að hún var nefnd diabolus in musica.
Þessi söngpúki er þann dag 1 dag í tvísöngnum.
A miðöldunum þekktu menn samstillingu hljóða.
Einni aðalröddu var látin fylgja aukarödd, sam-
fara kvintum eða kvörtum; aðalröddin ersagtað
liggi neðar, hin ofar«. Það er þess vegna, að Is-
lendingar komast svo að orði, að önnur röddin
»fari upp«, hin »niður«. Tvfsöngslög verðasung-
in tvö í kvöld; annað þeirra: Island o. s. frv., er
eiginlega ekki annað en hin klassisku tvíyrði (sex-
Iiða og fimmliða vísuorð á víxl). Það er alkunn-
ugt, að Islendingasögur segja opt frá draumum;
opt kemur maður í draumi og talar í Ijóðum;
hinn man þau, er hann vaknar. Islendinga dreym-
ir enn. Eg get þess hér til garnans, að þetta
kva.ði er svo til komið, að Konr. Gíslason, er
síðar varð prófessor, dreymdi eitt sinn, að mað-
ur kæmi til sín og kvæði langt kvæði, en hann
mundi að eins tvö vísuorðin (þau seinni á skemmt-
unarskránni). Hann hafði þau svoupp fyrir kunn-
ingja sínum, þjóðskáldi 19. aldar, og honum þótti
|>au svo tilkomumikil, að hann orti utan um þau
hið göfuga kvæði sitt. Hér kemur fram skyld-
leikur milli fornra og nýrra tíma.
Hin 15. og 16. öld (að minnsta kosti fram
að siðabót) eru taldar hið vesalasta tímabil í sögu
Islands; ef til vill þó meðfram af því, að sögulind-
irnar hafa enn ekki verið opnaðar og því síður
notaðar. Það kveður sí og æ við, að þá hafi
verið hin mesta eymd í landi, drepsóttir, hafísar,
grasbrestur, kvöl og kuldi. Og vfst er um það,
að allt þetta átti sér stað, og þjóðin hafði lítið
meginn til að þola nauðina. Engu að síður blómg-
aðist andlegt líf 1 landi á sinn hátt. Gömlu
bækurnar voru lesnar og ritaðar upp án afláts.
Skáldskapur var engan veginn lagður fyrir róða.
Það er til fjöldi af andlegum kvæðum frá þeim
tímum, og mörg mætavel ort, og bera vott um
sanna tilfinning. Svo var og ortur fjöldi af nokk-
urskonar söguljóðum (rímum). En það sem í
pessu efni er markverðast er, að þá—á 15. öld
— bárust til Islands frá Danmörku — nú var
þetta land komið í stað Noregs — fjöldi af hin-
um dönsku, nafnfrægu þjóðkvæðum. Þau voru
þýdd á íslenzku, eða stæld, og ný búin til í
líking við þau. Með þessu móti hafa mörg af
þessum kvæðum geymzt á Islandi í fornlegri mynd
en í Danmörku og sum eingöngu þar. Þessi
kvæði voru notuð við danz og sungin með lög-
um,er að mestu eða öllu hafa myndazt á íslandi;
af þessum þjóðlögum verða sungin 3 í kvöld; 2
af kvæðunum eru þjóðkvæði, Svíalínoghrafn-
inn, þýðing á Valravnen, og Ólafur liljurós,
stælt eptir álfakvæðinu danska.
Á 17. og 18. öld var mjög mikið samband
milli Dana og íslendinga í andlegu tilliti. Lærð-
ir menn skrifuðust einatt á og leituðu skýringar
og hjálpar hvorir hjá öðrum. Islendingar dvöldu
hér við háskólann o. s. frv. En annars fór Islend-
ingum lítið fram, því að margt stóð í vegi, ekki
sízt verzlunareinokunin, en það er ekki tóm til
að fara frekar út i þessi efni.
Og svo að eg fari fljótt yfir sögu, skal eg
geta þess, að á fyrra hluta 19. aldar var —eptir
lýsingu samtíðarmanna þá — komið í mesta ó-
efni með söng á Islandi, ekki sízt kirkjusönginn.
En þá reis upp maður, er tók sér fyrir hendur
að gera umbæturá þessu, og vert er að sé nefnd-
ur hér í kvöld, það er Pétur Guðjónsson
(1812—77). Hann var organleikari við dómkirkj-
una i Reykjavík og kennari í söng við latinuskól-
ann. Honum varð mjög mikið ágengt. Læri-
sveinar hans dreifðust um allt land og breiddu
út söngþekking og næmi fyrir góðum söng. Hann
samdi engin lög siálfur, en eflaust hefur hann
stutt að því, að vekja dábundna hæfileika til við-
gangs og þroska. Á hinum síðustu 25 árum hef-
ur öllu farið vel fram. Sjálfstæðir sönglagasmiðir
hafa runnið upp. Og er þar fyrst til að nefna
Sveinbjörn S veinbj a rn arson (1000-ára-
hátíðakvæðið); hann hefur ort mörg lög, er al-
kunn eru á Bretlandi mikla, en lítt kunn hér í
landi. Svo eru 3 aðrir, er lög verða sungin
eptir í kvöld: bræðurnir Jónas og Helgi
Helgasynir. Annar þeirra var upphaflega
járnsmiður, hinn trésmiður, — og get eg þess af
því, að þetta er sýnishorn af þjóðlífi Islendinga
nú; nú er Jónas organleikari við dómkirkjuna,
Helgi kaupmaður. Báðir hafa þeir, hvor á sinn
hátt, gert þarft verk á Islandi. Hinn þriðji er
B j a r n i prestur Þorsteinsson, sem sérstaklega
hefur lagt stund við þjóðkvæðin, og nú hefur
hann fengið styrk til þess að ferðast um landið
og safna þjóðlögum, sem enn lifa á vörum þjóð-
arinnar.
Að því er snertir hið andlega lffáís-
landi síðustu 25 árin, hefur því óneitanlega farið
mjög mikið fram. Bæði í skáldskap og vísind-
um er allt nú orðið miklu fjölskrúðugra. Nátt-
úruvísindin hafa rutt sér vel til rúms. En listir
eru að eins að heita má, í fyrstu byrjun sinni.
En gleðilegt er það, að geta nú við aldamótin
bent á hina fyrstu frjóanga í málverkalist, í mynda-
smíði, í sjónleikafþrótt, þótt grannir séu. Hvað
verklegt og efnalegt lff snertir, eru reyndar fram-
farir sjáanlegar, en þó smáar og seinar. Enþjóð-
in er öflugri nú, en nokkru sinni um langa
tíma. Og því er mér óhætt að segja í sannleik,
að nú, er ársól hinnar nýju aldar roðagyllir fjalla-
tindana þar heima, bregður hún og geislum
sínum yfir fámenna þjóð, er sækir áfram af ein-
urð og góðum vilja, þjóð, er á, vonandi, langa
og góða framtíð fyrir hendi. Það stoði ogstyrki
allar góðar vættirl
Finnur Jónsson.
Séra Oddur V. Gíslason.
Sumarið 1894 fluttist séra Oddur V. Gíslason
til Vesturheíms. „Kirkjublaðið" (1894, bls. 127)
1 roinntist burtfarar hans frá íslandi og sagði, að
löndum vestra væri skylt að taka honum og hans
góðu konu og efnilegu börnum, sem allra bezt“.
Síðan hefur nálega ekkert verið ritað um séra Odd
í blöðum á Islandi, nema það, sem „Sunnanfari"
(1898 bls. 18) talar um hag hans. Þar stendur:
„Þó líða engir þeirra fo: prestar Vestur-íslend-
inga) neinn skort, nema hvað Oddur Gíslason
hefur átt mjög örðugt, og svo var mér (o: Jóni
Olafssyni) sagt af útliti hans og æfi, fyrsta vetur-
inn, sem hann var vestra, að það hefði víst verið
kallað hér heima, að sæi á manni fyrir lélegtvið-
urværi og illa aðbúð, og varð að skjóta saman ut-
an safnaða hans, til að halda í honum lífinu. En
hvort sem þetta er nú ofsagt eða ekki, þá veit eg
það með vissu, að eg varð var við óræk merki
þess, að þessi prestur átti við ákaflega bág kjör
að búa“. Þessu hefur aldrei verið mótmælt af ís-
lenzka kirkjufélaginu í Vesturheimi, eða „agenti"
Kanadastjómar í Reykjavík. Sjálfur hefur séra
Oddurekkert skrifað um hag sinn í blöð á íslandi.
Það er eðlilegt. Hann getur ekki skrifað glæsi-
legar lýsingar af efnahag sínum og ástæðum. En
öðruvísi fengi hann ekki leyfi til að skrifa. Hon-
um yrði þá ekki vært í kirkjufélaginu. Honum
var því nauðugur einn kostur að steinhætta að
skrifa í blöðin.
Sumarið 1893 voru þeir vesturfara-„agentarnir“
Sigtryggur Jónasson og Baldvin Baldvinsson heima
á Islandi. Séra Oddur, sem þá var prestur á Stað
í Grindavlk, sneri sér til þeirra og kvaðst hafa í
í huga að fara vestur um haf og gerast prestur
hjáVestur-íslendingum,ef kirkjufélaginusýndist það
ráðlegt. Baldvin réð honum frá þeirri fyrirætlun.
En Sigtryggur réð honum auðvitað til þess að fara
vestur. Sigtryggur skrifaði svo séra Jóni Bjarna-
syni um mál þetta. Séra Jón og séra Friðrik Berg-
mann lögðu fram alla krapta sfna, bæði leynt og
Ijóst til þess að ná séra Oddi vestur. Þeir buðu
honum að verða prestur hjá söfnuðinum í Selkirk
og fjórum söfnuðum í Nýja-íslandi. Þótt séra Oddur
þyrfti eigi að reiða sig á bréf þeirra, þá gat hann
eigi annað en reitt sig á skýrslur kirkjufélagsins
í „Lögbergi" og „Sameiningunni“. Ársskýrsla
kirkjufélagsins 1893 skýrði frá því, að það væru
fjórir blómlegir söfnuðir í Nýja-íslandi og einn í
Selkirk. Séra Oddi var nú boðið að verða prest-
ur hjá þessum fimm söfnuðum, og átti hann að
fá 500 dollara í árslaun. Séra Oddur trúði þessu,
enda gat honum varla dottið í hug, að skýrslan
færi með eintóm ósannindi. Hann sagði því af
sér prestsembætti sínu á Islandi, og flutti vestur
um haf sumarið 1894.
Þegar séra Oddur kom vestur, sá hann um
seinan, að hann hafði illilega verið dreginn á tál-
ar: I stað þess að fá prestsþjónustu hjá fimm söfn-
uðum og fimm hundruð dollara í árslaun, fékk hann
prestsþjónustu hjá einum sötnuði og eitt hundr-
að dollara í árslaun. Ársskýrsla kirkjufélagsins
frá 1893, sem sem hann hafði reitt sig á, reyndist
honum þannig: Að eins einn fjórði hluti henn-
ar var sannur, en fimm fjórðu hlutar hennar
voru eintóm ósannindi.
Séra Oddur lét samt eigi hugfallast, en tók
til starfa í Selkirk og Nýja-íslandi í júlímánuði
1894. Með stökum dugnaði hafði hann með hönd-
um prestsþjónustu í Nýja íslandi, Selkirk, Þing-
vallanýlendu og ýmsum öðrum nýlendum Vestur-
Islendinga, Það fór að réttast úr efnahag hans og
honum fór að líða betur. En þá kom fram ágrein-
ingur milli hans og formanna kirkjujélagsins.
Ágreiningur sá snertir tvö mál, er formenn kirkju-
félagsins hafa gert að atvinnu sinni.
1. Formenn kirkjufélagsins hafa gert Skólamál
Vestur-íslendinga („Tjaldbúðin" II, bls. 14—16)
sér að atvinnu. Undir því yfirskyni að koma ís-
lenzkum skóla á fót í Vesturheimi, hafa þeir safn-
að um mörg ár fé í „skólasjóð", bæði á íslandi
og í Vesturheimi. Sjálfir hafa þeir svo lánað sjálf-
um sér sjóðinn. Og aldrei hefur seinustu 10 árin
(1890—1900) verið gerð nein grein fyrir því, hvar
þessir peningar eru „niðurkomnir". Almenningur
vissi það eitt, að þessir peningar voru í höndum
sumra þeirra manna, sem um 1877—1879 höfðu
umráð yfir hallærisláni Ný-íslendinga (Berlingske
Tidende 22. sept. 1900). Menn höfðu þess vegna
ótrú á söfnunarmáli þessu. — Séra Oddur safnaði
engu í skólasjóðinn í Nýja-íslandi og Selkírk-
Formenn kirkjufélagsins undu því afarilla, °S
þótti þeim hann vera ónýtur verkamaður í þjön-
ustu kirkjufélagsins. Þeir kenndu því honum um,
að tekjur þeirra af skólasöfnuninni færu minnk.
andi.
2. Formenn kirkjufélagsins hafa gert innflutn-
ing frá íslandi til Vesturheims sér að arðsamn
atvinnu („Dannebrog" 26. nóv. 1900). Þeir ætluð
ust auðvitað til þess, að séra Oddur skrifaði gtesl