Þjóðólfur - 16.04.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.04.1901, Blaðsíða 2
7o heldur í mesta lagi vísi til hennar. Vér verðum að leggjast dýpra, ef vér viljum ekki verða á ept- ir öllum menningarþjóðum heimsins. Vér verð- um að leggja meiri alúð við alþýðumenntun vora, og leggja meira í sölurnar fyrir hana, en vér höf- um gert hingað til, ef vér á annað borð viljum framvegis láta telja okkur til menntaðra þjóða. En sparnaðarpostularnir munu hrópa einurn munni: ,Ekki nema það ! Ætlaztu til, að við förum að •leggja á okkur ný gjöld til þess að bæta úr al- þýðumenntunarskortinum, sem þú nefnir svo. Ætli við getum ekki bjargazt, eins og hingað til, og sýnist þér menntamennirnir komast að öllu sam- anlögðu betur af en við, sem ekki var verið að senda á gagnfræða-, búnaðar- eða lærðaskóla1? En eg vil spyrja, sjáið þið ekki góðirhálsar, hvern- ig allt liggur f lamasessi hjá oss eða gengur á tréfótum. Við erum að þrefa um stjórnarfar og stjórnarmál; en aliur þorri manna hefur ekkert við á þvú. Við erum ofurseldir erlendum kaup- mönnum og erlendu auðvaldi, at þvl að okkur vantar algerlega menntaða og þjóðlega verzlun- arstétt, og höfum ekki enn lært að fara með fé yort. Við erum sofandi og dáðlausir 2/3 hluta ársins, af því að vér kunnum svo fátt til þess að stytta skammdegið og vetrarríkið og hafa gagn áf því. Ef atvinnubrestur, fiskileysi, heybrestur eða faraldur 1 skepnum dynur yfir oss, þá vitum vér ekki okkar rjúkandi ráð og úrræðið, sem vér flestir grípum til er að fara af landi burt. Ur þessum og öðrum vankvæðum bætir alþýðumennt- un, ef hún er í góðu lagi, bæði beinlínis og ó- beinlínis. Eg fer hérmeðekkert fleipur eðalaus- mælgi. Öll veraldarsagan, en þó einkum saga síðastliðinnar aldar sýnir okkur það áþreifanlega, að aukin alþýðumenntun erhið bezta Jyf við mein- semdum þjóðanna. Hvað gerðu Danir eptir ófar- irnar við Dybböl? Þeir fjölga alþýðuháskólunum. Hvað tóku Austuoríkismenn til bragðs eptir ósig- urinn við Königgrátz? Þeir gerbættu alþýðu- skólalöggjöf sína og alþýðuskóla. Hvað gerðu Frakkar eptir hrakfarirnar við Metz og Sedan ? Þeir efldu alþýðumenntun þar í landi, sem fram- ast þeir máttu. Hvað er það, sem mest og bezt hefur stutt framsókn og framfarir Bandaríkjanna ? Alþýðumenntunin. Hvað gera loks Englending- ar nú til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverj- ar fari ekki fram úr þeim í iðnaði og verklegum framförum? Þeir efla og bæta skólana. Af sömu ástæðum er það, er menn hata nú í vetur í ýms- titn stórborgum Spánar heimtað betri alþýðuskóla og risið öndverðir gegn kaþólskum munklýð, einkum Jesúítum, sem eru og hafa verið hofverð- ir heimsku og hnignunar þar í landi. Er ekki sennilegt, að reynsla sú, sem þegar er fengin, að því er alþýðumenntun snertir, í öðrum löndum, eigi einnigheima hjá oss ogvoru strjálbyggða landi? Það er enginn efi á því, að vér hlýðum sama lögmáli og aðrar þjóðir. Það er því heilög skylda allra þeirra, er unna landi voru og hafa ein- hverja trú á framtíð þess að leggjast áeitt í þessu máli. Vér megum ekki leggja árar í bát og hugga oss við það, að þing og stjórn muni í þessu sem öðru taka af okkur ómakið og sjá, hvernig skóla- málum vorum muni bezt borgið. Vér verðum, hver eptir sínu viti og reynslu, að hugsa málið og reyna að gera oss grein fyrir, hvernig alþýðu- menntun vorri skuli fyrir komið, tiJ þess að hún geti bætt úr vankvæðum vorum. Vér verðum að sýna skólum vorum og alþýðumenntun meiri á- huga bæði f orði og verki. Vér skulum loks minnast þess, að bezti arfur, sem vér getum ept- irlátið niðjum vorum, er siðmenning og þekking; vér getum ekki veitt þeim neinn betri Ieiðarstein og seglfestu í lífsbaráttunni en þetta tvennt. Seinna munum vér fara nokkrum orðum um, hvernig alþýðumenntun vorri skuli hagað og af- stöðu hennar við æðri menningarskóla vora. Um skilvindur. Eptir S. B. Jómson á Dunkárbakka. III. (Síðasti kafli). Eg þekki 4 vandaðar og vel þekktar skilvindu- tegundir (,,sortir“), sem hafa gott orð á sér sem vand- aðar vélar, allstaðar þar sem þær þekkjast, að svo miklu leyti sem eg veit til; og 3 af þeim eru til framboðs einnig í Norðurálfunni, og eru þær þess- ar: 1. „Alexandra", 2. „Alfa Luval", 3. „Melotte". — Þessar 3 skilvindur eru sem sé heimsfrœgar sem ágætisvélar, og hafa hver út af fyrir sig feng- ið almenna viðurkenningu alsstaðar austan hafs og vestan, og hœstu verdlaun á sýningum í mörg- um tilfellum út um víða veröld. — Eg hika því ekki við að mæla fram með þeim öllum, og hverri fyrir sig, sem gódum og vónduðum vélum, og þá jafnframt hlýt eg að ráða löndum mínum hér heima til að aðhyllast fær öllutn öðrum skilv. fremur. Þessar 3 skilvindur hafa þó ekki allar sömu kostina til að bera, en hver ein þeirra hefur mik- ilsverða yfirburði yfir flestar aðrar, og allar hafa þær orð á sér fyrir að vera vandaðar að efni og smiði. Og eru allar álíka dýrar frá fyrstu hendi með tilliti til stærðar, eða þess verks, er þær af- kasta á klukkutímanum. Það sem helst mælir með „ Alexandra“ er það, hve einfóld hún er. Skilkúpan í henni er eitt stdl- stykki, og því fljótlegra og auðveldara að hreinsa hana en ella mundi. (Þó þykir sumum kúpan í minnstu stærðinni, n. 1. nr. 13. vera helzt til þröng innan til að hreinsa hana). — Þessi mikils- verði kostur, sem eg minntist á, hefur átt mikinn þátt í að gera „ Alexandra“ mjög eptirsóknarverða vél fyrir bændur, með því líka að hún er bæði tiltölulega sterk og vönduð að efni og smíði.* Það sem helzt mælir með „Alfa Luval“ er það, hve dgœtlega hún aðskilur mjólkina, það er: hve vel hún nær smérfitunni úr nýmjólkinni, eða með öðrum orðum: hve lítið hún skilur eptir af smjörinu í undanrenningunni. Þessi kostur er auðsælega stórmikils virði, þar sem hann er öðr- um höfuðkostum samfara, því að hann eykur arð- inn af smjörgerðmni talsvert að öllu öðru jöfnu. I „Æyh“-vélunum er skilkúpan samsett af mörgum sundurlausum stykkjum, og er þar af leiðandi meita verk að hreinsa hana en ella mundi, en er þó jafnframt auðvelt að komast að til að gera það vel og vandlega. Það sem umfram allt mælir með „Melotte“ er það, hvehúner ftamúrskarandi léttað snúa henni. Hún er sem sé viðurkennd að vera 33% léttari en „A/fa‘‘-skiivindan, og 40% íéttari en „Crown", eða sem hér er kallað ,,/)j'U/“-skilvindan. Þessi mjög svo mikilsverði kostur „A/if4)//£"-skilvindunn- ar er aðalorsök þess, hve útbreiðsla hennar fer stórkostlega vaxandi ár frá ári nú upp á síðkastið, svo að árið 1899 seldust yfir 10,000 af þeim, svo að auka varð upplagið að þeim um helming s. 1. ár, til þess að fullnægja eptirsókninni. — Það, að „Melotte“ er svona létt, er n. 1. aðalskilyrðið fyrir góðti endingu, næst vöndun efnis og srníðis, auk þess -sem það léttir vinnuna til stórramuna. Skil- kúpan 1 Melotte er samsett af nokkrum sérstök- um stykkjum, eins og í „Alfa“, en þau eru þó mikið færri en í „Alfa“, og að öðru leyti er „Me- lotte“ fremur handhæg og einföld vél, og að sumu leyti öllum öðrurn framar. Og er jafnfiamt vönd- uð að efni og smíði, sem hinar tvær. „Melotte“ hefur sem eg veit til, fengið hæstu vcrðlaun í gulli og medalíujn 1 18 tilfellum, á sýn- ingum víðsvegar um heim, síðan 1892. — það er: „First Prizes“, en ekki að eins „GrandPrizes".— Og auk þess hefur hún fengið há verðlaun, („ Grand Prizes“) í 3 tilfellum á sama tíma. Síðan 1890 hefur „ ilexandra“ fengið fyrstu, hœztu verðlatm, einnig í 18 tilfellum víðsvegar um heim, í kappraun á sýningum, á móti öðrum skil- vindum. Sem mér er kunnugt, hefur „Alfa Luval“ fengið hœstu verðlaun í meira en 20 tilfellum í það heila, og auk þess há verðlaun í mjög mörgum tilfellum. Hér á landi hef eg orðið varvið 4 skilvindu- tegundir á boðstólum. Þær eru: „Alexandra", „Þyrils“, „Alfa Kolibri" og „Perfect". *) Sumir ætla að „Alexandta“ aðskilji tæplega eins vel og „Melotte“ eða Alfa Luval. Um „Alexandra“ hef eg talað hér að framan. Hún hefur þegar náð talsverðri útbreiðslu hér, og líklega meiri en allar hinar til samans, og reynist vel, það sem eg til þekki, hér sem ann- arstaðar. Um „Ai'r//“-skilvinduna get eg lltið sagt. Eg veit til, að hún hefur það sem af er, reynzt hér hér vel í mörgum tilfellum, en misjafnlega hef eg þó heyrt af henni látið sumstaðar. — En þó mér þyki miður að þurfa að segja það, þá má þess þó ekki dyljast, að eg hef fremur litla trú á þeirri vél, og er það af þeim ástæðum, sem nú skal greina: 1. Eg veit ekki til að hún hafi fengið neinh viðurkenningu í útlöndum, nema silfur- medalíu í að eins einu tilfelli (í Woodstock, 1899), — Eg tek n. 1. sem gefið, að „Þyrilskilvindan", sem kölluð er hér á landi, sé sú sama sem í Nor- egi er kölluð „Kronecentrifugeri' og „Recotd", og sern á Englandi er kölluð „Record Ctowri' eða „New Record'' og þar er gefin út að vera sú ódýr- asta á markaðinum. — 2. Eg þekkti skilvindu vest- anhafs (í Manitoba), sem þar gekk undir nafninu „Mikado", og reyndist mjög misjafnlega. En sú vél er að allri gerð mjög lík, ef ekki alveg eins og „ÞyTÍlskilvindari', sem hér er kölluð. — Eg hef skoðað báðar, og sé engan verulegan mun á þeim. — Þessi „Mikado" skilvinda reyndist það eg vissi til í sumum tilfellum vel, 'en í sumum illa, og eg varð var við megnustu ótrú á henni.almennt þar. Hún þótti ónáttúrlega ódýr frá fyrstu hendi, en var þó seld þar með tiltölulega háu verði til fólksins. Um þessa vél segi eg í þetta sinn svo ekki fleira, og er þó ósagt frá ýmsu. 3. Ef þetta gr allt saina vélin, (er eg fullyrði ekki, en hef þó grun urn að sé), þá er mér það tortryggilegt, að hún skuli ganga undir svona mörgum nöfnum, sínu í hverju landi; en ekki undir einu nafni, eins og aðtar slíkar vélar, er eg þekki. Um „Alfa Kolibri", sem svo er kölluð hér, hef eg ekkert að segja annað en þetta: Eg hef heyrt þess getið, að hún væri til á 3 heimilum hér nærlendis, og hefur hún í þeim 3 tilfellum ekki reynzt illa, að því er eg hefi tilspurt. í einu af þeim tilfellum hafði hún þó verið Iátin sigla til útlanda til aðgerðar eptir tiltölulega stutt- um tíma frá því hún var keypt. — En eg álít slíkt vera heldur dýrt spaug fyrir flesta. — í öðru af þessum tilfellurri kvað hafa líkað vel við vél- ina framan af, (og það er nú komið háttá annað ár síðan hún kom). En svo kvað nú upp á síð- kastrð ekki vera látið eins mikið at henni, eins og fyrst. (En til þess geta auðvitað legið einhverjar orsakir, gildi vélarinnar óviðkomandi). — Þessi vél er af sörnu gerð og „Alfa Luval", sem e'r til í mörgum stærðum. Um „Perfect"-skilvinduna svo kölluðu, get eg ekkert sagt, gott eða illt. En fyrir mitt leyti verð eg að játa, að mér virðistnafniönokkuðyfirdrifið, ef ekki glæfralegt, og í öllu falli óþarflega stáss- legt, ef vélin er vönduð; perfect þýðir n. I.: algert, fullkomið, óskeikult. Eg sem sé efast um, að þessi skilvinda sé alfullkomin fremur en allar aðrar, og hafi eg rétt fyrir mér í því, þá á þ,etta nafn á henni ekki við, og er þá villandi. I öðru lagi þá hef eg litla trú á. þeim hlutum að óreyndu, sem. auglýstir eru dn allra röksetnda, að vera bæði beztir og ódýrastir allra, því að reynslan sýnir, að það tvennt er ekki ætíð samfara," sem líka er eðlilegt. En svo getur þessi vél verið góð og vönduð, þótt hún sé ekki perfect, þótt hún sé ekki bæði bezt og ódýrust af öllum. Eptirfarandi tafla sýnir verð hinna ýmsu skil- vindutegunda hér á landi í hlutfalli við stærð þeirra etc. Heiti skilvind- anna og stærðar munur. Auglýst verk er vélarnar gera á klukku- tíma. Auglýst verd vél- annahér heima á móti þen ingutn. Auglýst verð vél- anna frá fyrstu hendi ut- anlands. Hvað vélin kfstar hér heitna, fyrir hvern þott, er hún gerir & klukkuiitna. Pottar. Kr. au. Kr. au. Kr. au. „Alexandra" nr. 13 5° 80,00 1,60 do. — 12 90 I20,oo i,33r/3 „Melotte" — A IIO l66,oo 176,00 i,5010/11 do. — B 165 200,00 2I2,oo I,2lVs „Þyrils" — 0 25 80,00 . . . . 3,2° do. — 00 5° IOO,00 2,00 do. —■ 1 75 I20,oo • • • • 1,60 „Perfect" — 0 75 IIO,oo .... 1,46/3

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.