Þjóðólfur - 16.04.1901, Page 4

Þjóðólfur - 16.04.1901, Page 4
72 VERZLUN J. P. T. BRYDE’S ---.- - ---- — - - ------ VÍN, VINDLAR og REYKTÓBAK f rá Kjær & Sommerfeldt. Nýjar víntegundir komnar, svo sem : Graacher hv. vín. Rheinewine (Rhinskvín musserende). Messuvín á Vi. Genever 1V4 Marsala (Madeira). Bodenheimer hv. vín. M A D E I R A dark rich. ► ► ► ► ► ► ► Ætíð nægar birgðir, og hvergi ^ menn ódýrari vín eptir gæðum. fᣠDe forenede Bryggerier Köbenhavn. mæla með hvarvetna verðlaunuðu ölföngum sínum. ALLIANCE PORTER (Double brown stout) hefur náð meiri íullkomnun en nokkurn tíma áður. ÆGTE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt meðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 01. Ægte Krone 01. Krone Pilsner. fyrir neðan alkoholmarkið og því ekki áfengt. »hornreku« við söngskemmtanir, eins og hingað til hefur verið. ,Vesta‘ varð að snúa aptur við Horn sak- ir hafíss, og kom hingað snöggvast í fyrra dag, hélt svo austur um land til að komast þeim meg- in til Norðurlandsins, þótt óvíst sé, að það tak- ist, því að sennilegt er, að ísinn sé nú einnig landfastur við Langanes og Melrakkasléttu. Eru 9 ár síðan hafís hefur hindrað skipaferðir hér við land, og þó að eins stutta stund þá (í júnlmán- uði 1892). Er vonandi, að þessi »landsins forni fjandi* hafi ekki lengri viðdvöl nú, en hann hafði J>á. Regluleg hafþök af Is hafa ekki komið hér síðan 1882. ,Hölar‘ (kapt. 0est-jacobsen) kom í gær- morgun. Höfðu komið við í Færeyjum. Með þeim komu frá Höfn Sigurður Thoroddsen verk- ffæðingur, Jón Þorkelsson cand. jur. (frá Reyni- völlum). Grímur Laxdal verzlunarstj. frá Yopna- firði og Hjörleifur Þórðarson frá Neðra-Hálsi. — Kosningum til fólksþingsins lokið í Danmörku og vinstri menn unnið glæsilegan sigur, að eins 5 hægri menn í þinginu nú, þar á meðal að eins einn (Hammerich) af þingmönnum Kaupm.hafnar. Ráðgjafarnir Bramsen og Ravn og enn fleiri höfð- ingjar úr liði hægri manna féllu. Haldið, að ráða- neytið muni samt lafa 1 sessi, meðan það hafi að nafninu til meiri hluta í landsþinginu. Prestkosning er um garð gengin í Efri- Holtaþingum í Rangárv.sýslu, og hlaut séra Rich- -ard lorfason á Rafnseyri kosningu með öllum atkvæðurn þeirra, er fund sóttu. Annar umsækj- andi er í kjöri var fékk ekkert atkvæði. Um Staðastað eru í kjöri: séra Arnór Árnason í Felli, séra Guðm. Guðmundsson í Gufu- dal og séra Vilhj. Briem, fyr prestur í Goðdölum. J- Hinn 20. jan. þ. á. andaðist úr lungnatæringu í Norður-Dakota Gudlaug Guðmundsdóttir, 27 ára gömul, dóttir ekkjunnar Jóreiðar Grímsdóttur frá Grímsstöðum í Reykholtsdal Steinólfssonar. Foreldr- ar hennar bjuggu síðast í Skáneyjarkoti í Reykhoits- dal, en móðir hennar er á Iífi í Ameríku. Leiðrétting. Einn þeirra 3 manna, er drukknaði hér á höfninni n. þ. m. hét Grimur Jón Stefdns- son frá Káranesi í Kjós (ekki Káraneskoti). SlLD og ÍS fæst að jafnaði í íshúsi kaupm. J. G. Möller’s á Blönduósi. Heimsins vömduðustu og ódýrustu Orgel <* Fortepiano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Ck. og frá Cornish & CtL, Was- hington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum (122 fjöðr- nm), 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönd- nðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónur. (Orgel með sama hljóðmagni kostar í hnottréskassa hjá Petersen & Steenstrup minnst ca. 340 krónur og lítið eitt minna hjá öðrum orgelsölum á Norðurlöndum). Flutn- ingskostnaður frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26—40 krónur eptir verði og þyngd org- elsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi félaganna hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Llkkransar tilbúnlr, allskonar blóm, rósir og blöð, einnig fl. teg. af p u n t i í blómsturvasa fáséða og ódýru fæst á Skólavörðustíg 1 I. — Á sama stað fást einnig handmáluð kort, mjög fín. Hvaða skilvindu á eg að kaupa? ♦-— -------------------------------♦ Það er fullvíst að skilvindan »Perfect«, sem mikið er gumað afnúá dögum, fékk ekki »Grand Prix« á heimssýningunni í París 1900 af því, að hún væri reynd-, enda vita fróðir menn ekki til, að hún hafi verið reynd á Frakklandi fyrir þann tíma. Afþyrilskilvindum (Kronseparatorer) frá Svenska Centrifug Actiebolaget í Stokkhólmi hafði þá verið selt f Frakklandi um 2000 (nú nál. 3000), og þær líkað mjög vei. Frakkar höfðu áður haft í miklum metum skilvindu, sem kallast »Melotte«, var hún reynd til jafnaðar við þyrilskilvindur í Le Mans 1899; báru þyrilskilvindurnar sigur úr býtum, og fengu gullverðlaunapening. Þyrilskilvindurnar fengu hæstu verð- laun (»Grand Prix) á sýningunni í París 1900, fyrir hve vel þær hafa reynst á Frakklandi, en ekki af því að þær væru smíðaðar af stærstu skipsbyggingarstöð á Norðurlöndum. Þyrilskilvindur voru fyrst gerðar árið 1898. Til ársloka 1900 var selt af þeim um 23,000 og höfðu þær þá fengið þessi 5 árin 1 »grand prix«, 1 ríkisverðlaun, 7 heiðursmerki (hin æztu) 50 fyrstu verðlaun, og enn ýms önnur sæmdarmerki. Þyrilskilvindurnar hafa reynzt vel á Islandi. Vér erum sannfærðir um, að eigi eru aðrar skilvindur betri og því engin ástæðaað hlaupa eptir auglýsingagumi um óþekktar skil- vélar. Sannleikurinn er sagna beztur, en skrum skað- vænlegt. Pantið þyrilskilvindur hjá þeim sem þér skiptið við. «. ÓDÝRASTA _ SAUMASTOFAN I REYKJAVÍK 14 BANKASTRÆTI 14, Sunnlenzkir sjómenn, sem hugsa til að fá atvinnu á Norðurlandi á kom- andi sumri, ættu að snúa sér til kaupm. J. G. Möller’s' á Blönduósi. Myndarammar margskonar teg- undir fást í verzlun Sturlu Jónssonar. VOTTORÐ. Þegar eg var 15 ára að aldri, fékk eg óþolandi tannpínu, sem eg þjáist af meira og minna í 17 ár ; eg hafði leitað þeirra lækna, allopathiskra og homöopathiskra, sem eg þekkti og að lokum leitaði eg til tveggja tannlækna, en það var allt jafn-árangurslaust. Egfórþá að brúka Kína-lífs-elixír, sem búinn er til af Valdemar Petersen í Friðrikshöfn, og eptir að eg hafði neytt úr þremur flöskum, varð eg þjáningarlaus og hefi nú í nær tvö ár ekki fundið til tannpínu. Eg get af fullri sann- færingu mælt með ofannefndum Kína-lífs-elixír herra Valdemars Petersens við alla, sem þjást af tannpínu. Hafnarfirði. Margrét Guðmundsdóttir, ljósmóðir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaup mönnum á íslandi, án nokkurrar tollhækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 5° a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-llfs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel V. P eptir því, að—þy- standi á flöskunum 1 grænu lakkb og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas i hendi, og firrna- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn- Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theoi. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.