Þjóðólfur - 16.04.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.04.1901, Blaðsíða 3
7i dýrari tiltölulega, sern hún er minni. Og ennfrem- ur kemur hér í ljós, að „Þyrilsskilvindan“ nr. o, og nr. oo, er i útsölu hér tiltölulega mikið dýrari en allar hinar, miðað við verk það, er þær gera á klt. En svo er pad auðvitað engin sönnun til til eða frá, fyrir ágæti vélanna. Sitt af hverju frá Sauðárkróki. Eþtir fregnbréfi þaðan ig. marz. Það er búið að einkenna öll fréttabréf með því, að byrja að lýsa tíðarfarinu.—Það er óefað búið að vinna sér hefð hjá þjóðinni, — og verð eg því að minn- ast ofurlítið á blessaða tíðina. Hún hefur verið mjög góð í allan vetur, enda eru bæði menn og dýr gjafaranum þakklát fyrir það. Og nú er að sjá fram í Blönduhlíðina, eins og um hásumar. — Yfir henni hvílir dimmblá blíðviðrisskyggja, en auð- vitað ber hún hvítan hjálm á höfði og skartar hið bezta. Blönduhlíð má annars nefnast hjarta Skaga- fjarðar, vegna þess, að sé hún orðin svo köld, að lífið sé þar á förum, þá eru aðrir partar fjarðarins helfrosnir og dánir. Eg ætlaði annars að minnast að eins á Sauð- árkrók og lífið þar, því það þekkja víst ekki eins margir og tíðarfarið. Eg flutti mig á Krókinn í haust eð var, og hef verið að kynnast Krókslífinu í vetur. Það er líka máske hægra fyrir þann að dæma um hlutinn, sem kemur að, en þann sem hef- ur vanizt honum frá upphafi. Það er ekki stór bær Sauðarkrókur, enda er hann ekki gamall. En því gæti eg trúað, að þegar hann væri orðinn eins gam- all og Rómaborg er nú, að þá mundi hann verða stór orðinn, — því hann er framtíðarinnar bær að mínu áliti. Nú er hann 30 ára gamall. Það var árið 1871, sem Arni járnsmiður Arnason (sem er hér enn), byggði hér fyrstur allra manna, en nú eru íbúð- arhús nálægt 50 að tölu, og bæjarbúar búnir að byggja mjög fallega kirkju, sem er þeirn til sóma, ásamt öllurn sóknarmönnum. Ishús hafa þeir byggt og nú eru þeir byrjaðir á að leggja vegi um bæinn til að ganga á. Hér er allstórt gestgjafa hús „Hotel Tindastóll", pöntunarhús, barnaskóli og templ- arahús. Fiskibátum fjölgar óðum, og mikill áhugi með sjávarútveginn; en það vantar tilfinnanlega stórt stórt skip til fiskveiða, en til þess vantar fé. Allt sem þarf að gerast hér og sem nokkuð er I varið, verður að vinnast með samskotum og félagslegri hluttekningu, enda hafa Króksbúar sýnt það í verk- inu, að þeir eru fremur framfara- og íélagslyndir menn. — —■ Nú er verið að ræða um að halda þjóðminn- ingardag í sumar, og minnast um leið þúsund ára byggingar Skagafjarðar, en engin vissa enn um það, hvort það getur orðið. — Hér er fremur glaðlynt fólk og gott fólk. Líf og fjör er því talsvert. — Söngur er hér mjög lag- legur í kirkjunni, og á jólunum og nýárinu voru Hátíðasöngvar séra Bjarna spilaðir og sungnir, og fórst mjög vel. Það mun óvíða vera betri söngur en hér í kirkjunni að jafnaði á okkar landi, og góður þætti hann stundum í Reykjavlkurkirkju. Hallgrím- ur Þorsteinsson er organistinn, og eg álít manninn búa yfir þeim sönghæfileikum, að verðugt væri að gefa honum meiri gaum en gert er. Hann er fá- tækur maður, en verðskuldar hluttekningu í þeirri téðu grein, af landsmönnum sínum. En það hefur opt að þessu verið svo hjá íslendingum, að hjálp- m heíur komið of seint. — Leikið var hér í vetur á milli jóla og nýjárs „Hermannaglettur" og „Saltkerið veltur". Og nú urn sýslufundinn „Tímaleysinginn", Lotteriseðillinn" „Box og Kox“. — Misjafnirdómar voru um leiki þessa, oins og allt annað í heiminum; en óhætt er að segja Svo mikið, að leikir þessi hafa skemmt mikið, og eg held, að allir betri menn hafi verið ánægðir með Þá, enda leikasumirvel, ogjafnvel nokkrir dável. Úr ternpIaraflokki leikur Jósef Schram lang-bezt, og Svo úr öðrum félögum hér leika þeir barnaskóla- kcnnari Einar Stefánsson og verzlunarmaður Krist- Ján Blöndal, mikið vel. Þessir þrír eru beztu leik- endur hér á staðnum. En að mínu áliti leikur Kristján Blöndal bezt af þessum þremur. Og stúlka sú, sem mér hefur virzt koma hér bezt og eðlileg- ast fram á „senu“, er fröken Alfheiður Guðjónsdótt- ir; hún leikur mætavel. — Eitthvert mesta málið á dagskrá í vetur, hefur verið sambyggingarhússmálið. Hér er ekkert hús til nógu stórt fyrir almennan fund eða samkomu, og hér er líka ekkert leikhús, nema það sem templar- ar eiga í sal sínum. Menn hafa því fundið þörfina á slíku húsi. Menn hafa líka fundið nauðsynina til að sameina kraptana, því það stendur í öllum gr;in- um fyrir þrifum, að kraptarnir séu dreifðir, og ekki síst þar sem fámennt er. Menn hafa því verið að leitast við að hrinda þessu máli áfram í áttina, en það gengur ekki vel. Hér hafa verið 4 félög, svo sem prívatfélög: Leikfélag Sauðárkróks, templara- félag, kvennfélag og iðnaðarmannafélag. Meiningin var sú, að öll þessi félög slæi saman eignum og kröptum sínum, og byggðu eitt hús stórt í samein- ingu, sem bæði væri samkomuhús og leikhús. Fund- ir voru haldnir í hverju félagi, og svo einn sam- félagssfundur. En svo virðist ætla að fara, að templ- arar geta ekki verið með undir þeim skilyrðum, sem hinir aðrir vilja hafa. Málið bíður seinni tíðar. — (Niðurl.). íslenzkir sagnaþættir. Frá Hafnarbræðrum. Það var einhvern vetur á hinum fyrstu árum, er Páll sýslumaður Melsteð sat á Ketilsstöðum, að Hjörleifur kom þangað með öðrum manni ut- an af sveit. Hjörleifur kveðst vilja finna sýslu- mann að máli. Sýslumaður kemur út. Hjörleifur sagði; „Sæll vertu Páll minn!“ (Hjörleifur þúaði alla menn). Sýslumaður tók því og spyr tíðinda. Hjörleifur lætursmátt af þeim, en kveðst þurfa að tala við sýslumann í einrúmi. Sýslumaður býður honum þá inn I stofu. Hjörleifur fer inn og tal- ast þeir nú við og fer allt vel tnilii þetrra; finnur sýslumaður, að Hjörleiíur er greindur vel. Þá er þeir hafa talast við um hríð og Hjörleifur hefur fengið einhverjar góðgerðir, þá s;gir hann: „Eg trui þú eigir fallega konu?“ Sýslumaður játar því. „Er hún eigi dóttir Stefáns amtmanns Þórarms- sonar?“ Sýslumaður játar því „og út af séra Stef- áni Ólafssyni" (og rekur slðan ættina upp til séra Stefáns). Sýslumaður býður honum að sjá hana og gengur inn til hennar og biður hana að koma fram; hún gerir svo (hún hét Anna Sigríður) Hjörleifur heilsar henni og spyr hana að heiti; hún segir það; hann segir, að hún sé mikið snot- ur kona; hún segir að hann muni dæma eptir á- liti. Hjörleifur segir: „Viltu nú ekki, að eg sendi þér dálítinn kopp heiman frá mér? Þú hefur eitthvað til að Uta í hann á Ketilsstöðum". Hún svarar: „Ekki er hér ílátum ofaukið og þigg eg það, ef þér viljið koma því úpp eptir til mín“. „Eg skal koma koppnum á leiðina", segir Hjór- leifur „og láta liann halda vatni frá minni hálfu". Hún þakkar honum og fer síðan burtu. Hjör- leifur dvaldi á Ketilsstöðum lengi dags og fór svo heim aptur. En áður en hann fer segir hann við sýslumann: „Ekki held eg að þér hafi mislíkað við mig Páll, þótt eg segði að mér þætti konan þín snotur; mér sýnist hún bæði snotur og falleg og eg held, að eg fari að nefna hana Snotru". Sýslumaður tekur því vel. Um vorið kom utan úr Hjaltastaðaþinghá þriggja tunna kerald, trégirt og vel vandað upp að Ketilsstöðum og dáðust allir að, hve vel smíðað það væri í alla staði. — Hjörleifur kallaði kerald keraldskopp. Sagt er að Hjörleifur hafi að eins farið upp í hérað til að kynna sýslumanni frá hjónunum í Litluvík, sem er næst fyrir norðan Húsavfk og hétu Stefán Ólafsson og Anna.. Stefán var launsonur Ólafs í Húsavík. Þar var vinnukona, er Guðrún hét, dóttir Þorsteins bónda eins í Borgarfirði af Fljótsdalsætt; hún var heitmey Arna Hjörleifssonar f Nesi. Guðrún átti barn við Stefáni Ólafssyni. Þeim Stefáni og Önnu kom nú saman um að láta svo, sem Anna heföi barnið alið, en Guðrún eigi. Anna leggst nú á sæng, en Guðrún er þegar látin fara á fætur. Þetta var laust fyrir sumarmál. Hjör- leifur komst að þessu, þó að það ætti að fara leynt. Guðrún var ráðin hjá honum næsta ár og daginn fyrir krossmessu fór Hjörleifur með tvo menn til að sækja hana; var þá bezta veður, stillt og heið- skírt og mesta blíða. En er Stefán í Litluvík sér til þeirra, grunar hann, hverjir vera muni, og tek- ur það til bragðs, að hann hleypur inn og sýgur brjóst Guðrúnar. Guðrún Halldórsdóttir, önnur vinnukona í Litluvík, er Stefán hafði og átt barn með, fór til dyra að boði Stefáns. Þá voru útí Hjörleifur og Magnús og Stefán synir hans. Hjör- liefur spyr, hvort allir séu heima; hún játar þvf. Hjörleifur segir: „Ætli við megum koma inn í bæinn?" „Það held eg víst", segir Guðrún. Sfð- an fara þeir inn. Hjörleifur heilsar til Stefáns og þeirra, sem voru í baðstofunni og er honum tekið þurlega. Hjörleifur segir: „Við erum komnir til að sækja hana Guðrúnu ; þú veizt, að húu erráðin hjá mér". Stefán svaraði: „Eg held eg viti það; hún var einnig ráðin hjá mér, og á nú sjálf að skera úr, hvort hún vill fara eða vera“. Hjörleifur seg- ir: Ekki hefur hún sagt mér það, eða hvað segir þú, Guðrún?" Hún svarar: „Eg fer með ykkur, úr því eg lofaði þvf, og skal eg fara ad búa mig til ferðar". Hjörleifur sat og synir hans, og stendur hann nú upp og gengur þangaö, er Anna lá, og spyr: „Ertu vesöl, Anna?" Hún þegir, en Stefán svaraði: „Víst er hún vesöl". Hjörleifur segir: „Ekki hefur hún átt barn hing- að til“. Stefánsegir: „Eg vona, að þú hafir heyrt að hún á nú barn". Hjörleifur segir: „Það er ólíklegt", og biður Önnu að lofa sér að skoða á henni brjóstin; flettir síðan ofan af henni brekán- inu til hálfs. Þá segir Stefán: „Anna mfnereigi skyld að sýna ykkur sig; eg held það þurfi eigi að rannsaka hana sem þjóf“. Hjörleifur svarar engu. Guðrún er þá tilbúin, og lögðu þau nú af staíí 4; barn hennar varð eptir að því sinni, og dó það eigi fullra tveggja ára. Arni Hjörleifsson giptist síðan Guðrúnu. Um veturinn eptir bauð sýslu- maður Melsteð Stefáni Ólafssyni hreppstjóra á Gilsárvöllum að flengja Stefán og Önnu í Litlu- vík, og varð því framgengt. (Meira). Samsöngur var haldinn hér í Iðnaðar- niannahúsinu 13. og 14. þ. m. af hr. Br. Þorláks- syni söngkennara, Þórði Pálssyni stud. med. frk. Elisabet Steffensen og Kr. Hallgrímsson (frk. Kristrúnu Tómasdóttur). Samsöngur þessi var vel sóttur, einkum fyrra kveldið. Samspil Br. Þ. og Kr. H. íChopins: Marche funébre og Meyerbeers: Die Hugenotten þótti takast mjög vel, enda spila þau bæði vel. Um valið á lögum þeim, er spil- uð voru skal þess getið, að minna hefði þar mátt vera af kveldljóðum og öðrum hægtóna værðar- söngvum (vögguljóðum o. s. frv.) því að svo hug- fangandi sem slík lög geta verið, er samt skemmti- legra að fá til skipta eitthvað fjörgandi, eitthvaö létt og fjörugt og hraðfara, er hristir menn upp úr værðinni. En það er optast værðin og mak- indin, sem einkennir hljóðfæraslátt vorn. — Frk. E. Steffensen söng laglega, og að því er sumum þótti mjög vel, og hefur töluverða æfingu í söng, en ekki verulega kraptmikla rödd. En textinn 4 því, sem hún syngur (bæði á íslenzku og dönsku) verður ekki nógu skýr hjá henni; allii æfðir söngv- arar kosta kapps um, að láta hann vera sem allra hreinastan og skýrastan, því að undir þv4 eru mjög komin áhrif söngsins á áheyrendurna. Hr. Þórður Pálsson er kunnur sem ágætur söng- maður hér í bæ, þótt hann hafi ekki opt sungið fyrir almenning. Við þennan samsöng tókst hon- um ágætlega, bæðií«Asra« (eptir Heine, lag ept- ir Rubinstein) og ekki síður í Aldamótaljóðum Þorst. Erlingssonar (lag eptir Lange-Múller), og stuðlaði meðal annars að því hinn skýri texta- framburður hans og smekkvísleg söngleg áherzla 1 samræmi við efni kvæðisins. Það er svo að- heyra á mörgum, sem nú fyrst hafi það ljós geng- ið upp fyrir þeim, að Þ. P. hefði ágæt sönghljóð og syngi vel, er þeir heyrðu hann syngja Alda- mótaljóð þessi, og sýnir það eitt meðal annars, hversu nauðsynlegt það er til þess að vekja fó 1 k- ið að velja einmitt íslenzka texta til söngs, og ættu söngmenn vorir alvarlega að athuga það- eptirleiðis að hafa ekki móðurmál vort sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.