Þjóðólfur - 26.04.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.04.1901, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFU R. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. apríl 1901. Nr. 20 Þingmálafundir. Biðjið ætíðum OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru- og ódýrustu í samanburði við gaeðin. Fæst hjá liaupmönnunum. Samkvæmt áskorun boðum við undirritaðir þingmenn Árnesinga hér með þingmálafundi á þrem stöðum i kjördæminu. Verður fyrsti fundurinn haldinn aðforfalla- lausu á Mosfelli í Grímsnesi 12. maí næstkomandi kl. 2 e. h., þá á Húsatóptum á Skeiðum hinn 13. kl 1 2 á hádegi, og hinn siðasti á Selfossi þriðjudag— inn 14. maí kl. 12 á hádegi. Rvík 22. apríl 1901. Hannes Þorsteinsson, 3ig. Sigurðsson. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 13. apríl. Gagnvart mótstöðu hinna stórveldanna hefur Rússland lokstekiðþað ráð að láta Mantschúri- málið bíða betri tíma; þetta mun þó að þvl leyti þýðingarlítið, sem Rússar eptir sem áður— þó að Kínverjar ekki undirskrifi samninginn — hjalda þeim yflrráðum, er þeir hafa tekið sér sjálfir. Það hefur frétzt þessa dagana, að þeir Tuan prins ogTungfuhsiang hershöfðingi hafi dreg- ið að sér allmikið lið og stofni til nýrra óeirða í Mongolí-landi. Að öðru leyti er lítið um frétt- ir þaðan að austan. Það er látið mikið af grimmd þeirri, er Evrópumenn (einkum Rússar ogÞjóðverj- ar) hafi beitt í viðureign sinn við Kínverja, en auð- vitað eru þess konar sögusagnir einatt óáreiðan- legar og orðum auknar. Það bar til tiðinda rétt áður en ítalski her- ■skipaflotinn, sem heimsótti Frakka í Toulon og áður er á minnst, kom þangað, að rússnesku her- skipunum þar á höfninni var skipað að hafa sig á brott. Ótal getgátur hafa verið að þvi leiddar, hvers vegna stjórn Rússa hafi farið svo að; en enginn veit neitt með vissu. Að það var ekki af ókurteisi við Frakka, sést m. a. af því, að Rúss- ar notuðu tækifærið, er þeir fóru frá Toulon, til þess að heilsa uppá Loubet forseta i Nizza. Sumir segja, að það hafi verið af kurteisi við Þjóðverja -- til þess að þeir skyldu ekki halda, að Rússar ætluðu í sambandi við Frakka að tæla Itali út úr þríþjóðasambandinu. — Að öðru leyti mun þessi samkoma í Toulon ekki hafa haft neina verulega þýðingu í politisku tilliti. Ræður þeirra Loubet’s og hertogans af Genua, frænda Italíukonungs, er stýrði flotanum, voru nauða efnisþunnar — ekki annað en almennar borðtölur með vanalegum kurteisis-orðatiltækjum. Stjórnmálamennirnir segja líka, að ítölum sé reyndar vel við Frakka per- sónulega, en þeir séu of hyggnir til þess að vilja kindast þeim og á þann hátt styggja ekki að eins Þjóðverja, heldur einnig Breta, er mest hafa að segja í Miðjarðarhafinu. I Suður-Afríku alltafsamaþófið — vopna- viðskipti hér og þar, en engin endalok. Það er nú sagt, að Botha hafi aldrei ætlað sér að semja frið við Kitchener, en hafi að eins látið svo til þess að fá vopnahlé mönnum sínum til hvíldar. Allra stækastur af öllum er þó de VVet; það er eitthvað forneskjulegt f hatri hans gegn Bretum; annars segja sumir, að hann sé ekki með öllu ráði — hann sé orðinn geggjaður af þreytu og skapraunum; þetta lýsi sér m. a. 1 því, að hann óttist að verða drepinn af mönnum sínum, og haldi því lffvörð dag og nótt. Seinustu fréttir segja þetta þó orðum aukið. Þess er getið, að Meyer de Kock, einn af Búum þeim, er stofna vildi til friðar, hafi 12. febr. þ. á. verið dæmdur til dauða sem landráðamað- ur og skotinn i Belfast. Gamli Kruger kvað nú ætla til Ameríku. í stað Bogolepow, er drepinn var, er skipað- ur kennslumálaráðherra 1 Rússlandi — áttræð- ur hershöfðingi, Wannowski að nafni. Það er —þótt ótrúlegt sá — haldið, hann muni öðr- um fremur hafa vilja og þrótt til þess að reisa rönd við áhrifum trúarofstækismanna. Aquinaldo hefur nú, ■ að sagt er, unnið Bandamönnum trúnaðareið. Eyjarskeggjar kvað hópum saman gefast upp og ganga á vald Mac Arthur’s. Ekki hættulaust er það talið fyrir þjóðveldið á Frakklandi, að prinz Louis Napoleon, sem Bonaparte-flokkurinn vill koma í konungssess, hef- ur lofazt rússneskri prinsessu, Helenu að nafni. Eptir kröfum þeim, sem stórveldin hafa far- ið fram á, er nú gizkað á, að skaðabætur þær, er Kínverjar verði að borga, muni nema allt að 60 miljónum £. Tvö kvæði ort um kvöld á Arnarhóli. I. Hafóldur. Það kvöld var svo hljótt. — Þegar húmaði að, Við hljóðöldur lagði eg vakandi eyra. Þá barst mér ljóðið í ljóssins stað, Það Ijóð yar sem alið af hjarta míns dreyra. En það var ekki eg, sem bylgjuna bað Að brotna — og þó var mér svölun að heyra. Sú bylgja hófst llkt eins og lffið mitt, Og lyptist af sömu hönd; Þau drukku geislana, súngu sitt Samspil um nætur við klettótta strönd. Svo brotnar minn vængur sem þolgæði þitt, En þá er hún sólguðsins stjarna, mfn önd. En þá ertþú dáin. Þitt ljúflingslag Orðið líkhringing sjálfri þér. Þá vaki’ eg um nætur með nýjan brag Og nota það allt, sem þú kenndir mér. Eg efni til söngva, en sef um dag I sælum draumi’ um þá ást sem eg ber. — Eg elska þig bára með brjóstið hvelft, Eg hef borist með þér svo víða. Við öfugstreymi eg opt hefi teflt Og alls hef eg neytt, sem eg bar til að stríða. Hvert ólag með þér hefur þrek mitt eflt, Með þér skyldi’ eg glaður um úthaf sem strend- urnar líða. II. Sólarlag. Hverfurðu, sól mín, af himinsins brún? Hvort ertu þreytt á að vaka? Dögg verður héla um heiðar og tún Ef þú hylur þig. Hvar á að taka Þitt ljós og þinn yl, eða roðarún? Réttu mér geisla — og taktu þá aldrei til baka. Brostu, mín sól! að eg syngi þér allt, Mína sorg, mína gleði þó heldur. Ef þú vissir það sjálf hvað það verður kalt, Hvað vornóttin myrkvast, ef slokknar þinn eldur. — Til þín hrópar allt: Þú skína skalt! Undir skugga og dauðann ella hver lífsneisti’ er seldur. En hljóturðu’ að hverfa, þá kysstu mig fyrst Og kveddu mig brosinu þínu. Þá sé eg það bezt hvaða sól ég hef misst Og sakna úr kærasta ljóðinu mínu. — Fyrir minnsta geislan, sem mig hefur kysst Væri maklegt að fórna þér blóðinu sínu. Sól, stattu kyrl þó að kálli þig sær Til hvílu, eg elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær Og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar. Eg sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær, Þótt þú fallir mitt hjarta til geislanna leitar. Hj'órtur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.