Þjóðólfur - 26.04.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.04.1901, Blaðsíða 3
79 svo gerspilltur, að ekki felist neðst og innst í djúpi sálarinnar án meðvitundar einhver neisti ti) hins góða undir ö'llum soranum, en til þess neist- inn kvikni og lifni, vermi og hlúi, þarf stórkost- legri hjúkrun og umsjá en þá, að drlfa viðkom- andi í fljótu bragði inn í Goodtemplarafélagið.— Það er það, sem eg var lengst af að velta fyrir mér þessa andvökunótt. Er það svo áreiðanlega víst, að einstaklingurinn eigi einn sökina 1 hörm- ungum þannig lagaðs llfs? Getur það ekki verið, að við sem meðlimir þjóðfélagsins eða þjóðfélag- ið 1 hvíld sinni eigi hér ekki líka sök og hafi sína ábyrgð í þessu efni ? Hvernig? A þann hátt, að þjóðfélagið láti eitthvað ógert, sem það gæti gert til viðreisnar og hjálpar ólánsmönnum; einstaklingarnir geta ekki átt við svo stórt verkefni nema 1 félagi og það er eitt félag hér á landi, sem sértaklega ætti að hugleiða þessháttar kærleiksmál um líknarstofn- un, ef það er ekki byggt á of einstrengingslegum grundvelli í því efni og það er »hið kristilega Good-templarafélag. Alþingi veitir því ár- legan styrk 8oo kr. til útbreiðslu bindindis og til hvers er þeim styrk varið, til Good-templarablaðs- ins og farareyris bindindispostula. Samkvæmt skýrslu nýútkominni frá stórtemplar er félagið stórefnað, svo efnað að í ráði er að verja 2— 3000 kr. á næstu 2 árum að eins til »agitationa«. Alþingi ætti að eins að veita Good- templarareglunni þennan styrk, með því skilyrði, að hún komi upp hjúkrunar- og líknarstofnun fyrir féð. Ef reglan gengi ekki að því, þá ætti hún engan styrk að fá, en alþingi sjálft að koma upp almennri llknarstofn- un fyrir ólánsmenn, áður en margir tugir eru liðn- ir af tuttugustu öldinni. En þó að ekkert verði við þessu hreyft á næsta mannsaldri og að eins, verði haldið áfram að hugga hinn fátæka, spillta og volaða með þeirri fögru kenning, að hann fari til helvítis og öðlist aldrei eillft líf, þá kemur samt sú tíð, að réttlæti og mannúð kemst svo hátt í sess, að þjóð og land verður að útvega hverjumeinstaklingnum sína stöðu og sinn verkahring, svo að hann hvorki hungri né spillist né fái minni borgun og viður- kenning fyrir jafnvel unnið verk, hvort sem hann er lægstur eða æztur að mannvirðingum. En þá verður llklega ekki eins umhorfs í heiminum og nú á sér stað. Það var margt fleira ekki sjálfrátt, sem bar fyrir mig þessa andvökunótt, en þessar almennu hugsanir, — hvort sem mönnum nú líka þærilla eða vel, — eg fékk engan frið fyrir þeim, fyr en eg hafði komið einhverju líku á pappírinn, að minnsta kosti til þess, ef ekki annars, að eptirkom- endurnir fái að vita, hvað gerðist um hin hákristi- legu aldamót 1900, sem dæmi þess, hve líknar- og hjúkrunarmál stóðu á lágu stigi hjá þjóðinni, sem samt var gagntekin af áköfum bindindisanda í orði, en gerði enn engar ráðstafanir til að sýna hann einnig á borði. En átakanlegast er þó þetta eina dæmi til umhugsunar fyrir oss Reykjavíkur- búa og allan fjöldann af samtíðarmönnum vorum. V. J. Vínsala á strandferðaskipunum. f lögum þeim, er síðasta alþing gaf út til þess að takmarka áfengissölu hér á landi er mælt svo fyrir: „3. gr. Til þess að mega verzla með áfenga drykki á skipi á löggildum verzlunarstöðum þarf sér- stakt leyfisbréf og greiðist fyrir það 600 kr. gjald til landsjóðs, en gjald fyrir notkun á þvf skal eigi greiða. Leyfisbréfið gefur amtmaður út og gildir það að eins eina verzlunarferð .. . Leyfisbréfið má eingöngu nota á höfnum þeim, þar sem heimilt er að verzla með drykki þessa á sjálfum verzlunar- staðnum". Hér ræðir einungis um verzlun áfengis, en í •ögunum jinnast engin ákvœdium „veitingar“ á skip- um á höfnum inni. Mun alþing hafa ætlazt til, að Sama gilti um „veitingar" á skipunum, sem á veit- ingahúsum í landi, því að ekki vil eg geta þess til, að það meini innlendum mönnum að „veita" í landi, en lofi útlendingum að hafa fljótandi vínsöluhús rétt fyrir framan landsteinana að ósekju. Er þá engin vfnsala*) á skipunum, þegar þau eru á höfnum ? Jú, feiknamikil! — Vínsalar á skipunum hafa fengið þann úrskurð, að farþegum megi þeir selja jafnt á h'ófnum inni, sem d hafi iiti — en svo er það aptur fullkunnugt öllum, sem opin hafa augun, að allir sem vilja geta fengið áfenga drykki á skip- unuvn d hverri lwfn kringum allt land. Þeir fá einhvern farþega til þess að biðja um drykkinn fyr- ir sig og fá honum borgunina. Á þennan hátt hafa öll eimskiþin fría sölu á öllum höfnum landsins, dn þess að borga eyrisvirði í landsjóð. Þessu skýtur nokkuð skökku við. — Um leið og vínsala er mjög takmörkuð í kaupstöðum lands- ins og víða lögð niður með öllu, þá geta útlendir menn selt rétt fyrir framan bryggjurnar — og hafa mjög aukna aðsókn fyrir hörgul þann, sem er á víni í landi. Af þessu ógrynni öls og víns, sem selt er við landsteinana gjalda Danir engan toll til landsjóðs, en Islendingar gjalda „hofmeisturunum“ dönsku toll- inn riflega, því að þeir selja sitt ótollaða vín í dýr- asta lagi, sem gerist á veitingastöðum í landi — og hrjóta þó með allmiklir „drykkjupeningar" í ofanálag. Ef þessari ávenju er ekki hrundið hið fyrsta, þá verður það afarmikill straumur peninga, sem rennur út úr landinu á þennan hátt og eykst eptir því, sem örðugra er að fá vín í landi og ferðalög aukast með ströndum fram. — Menn hafa og opt nokkuð af peningum ! þessum ferðalögum og eiga því hægt með að bregða sér í sollinn. Hér verður öfluga rönd við að reisa. Bindmd- isfélögin og þingmálafundir í vor þurfa að skora á alþing: að banna algerlega alla vínsölu á strandferða- skipum á höfnum inni (nema keypt sé veitingaleyfi á þeirri höfn, sem seft er) —ogeinnig milli hafna.— Er lfldegt, að alþing geti ráðið svo miklu á skip- skrokkum þeim, er það kaupir til þess að skrölta hér með ströndum franr! Norðlingur. Fresthólamálin, sem nú eru orðin nokkuð kunnug mörgum af blöð- unum, ættu út þessu að komast út af dagskrá. Og það var útlit fyrir það ! vetur, að saman mundi draga til sátta með séra Halldóri og sóknarmönn- um hans, og kirkjustjórnin hafði að sögn ráðgert að setja séra Halldór aptur inn í brauðið, enda virðist öll sanngirni mæla með þvl, og frávikning hans nokkuð fljótfærnisleg eptir sýknunina með hæsta- réttardómi og áður en reynt var til hlítar að jafna misklíðina í preBtakallinu með góðu. Kemur og öll- um saman um, að séra Halldór hafi orðið mjög hart úti hjá kirkjustjórninni, þótt hann gerði naumast annað en verja hendur sínar. Hafa efni hans geng- ið mjög til þurðar við allan þennan málarekstur og orðið að hröklast frá brauðinu, en prestssetrið kom- ið í niðurníðslu og sama sem ! eyði. Fyrir skömmu lét því kirkjustjórnin leita um sættir milli séra Hall- dórs og Presthólasóknarmanna, (því að Asmundar- staðasókn hefur jafnan verið hlynnt séra Halldóri, eins og sést bezt af fríkirkjustofnuninni þar). Sátta- leitun þessi gekk mjög álitlega, og hefði sjálfsagt borið æskilegan árangur, hefði utanaðkomandi áhrif- um frá óvinum séra Halldórs ekki verið beitt til að spana nokkra sóknarmenn til að rita ófriðvænlega grein í blað eitt hér, sem jafnan hefur sýnt sig mjög vilhallt og óvinveitt í garð séra H. Ekki virðist samt nein ástæða til, að kirkjustjórnin taki þessa nýju yfirlýsingu til greina, heldur skoði svo, sem þetta muni lagast, þá er séra Halldór sé settur inn í em- bættið aptur, og að sóknarmenn muni þá fella nið- ur alla óvild gegn séra H., er orðið hefur fyrir svo miklum hrakningi, enda væri það drengilegt og mundi hvarvetna mælast vel fyrir. Munu og sókn- armenn sjá það, er þeir þreifa hendinni I sinn eigin barm, að réttast sé og frægilegast afspurnar að láta nú staðar numið og sættast heilurn sáttum við prest *) Þar sem nefnd er vínsala í þessari grein, er árt við »veitingar«. sinn, er ekki mun sýna þeim neina áreitni að fyrra bragði. Væru það gleðileg málalok hinna löngu og- leiðinlegu Presthólamála. PóstskiplO »Laura« (kapt. Aasberg) kom hingað í gærmorgun snemma. Með henni komu margir farþegar, þar á meðal kaupmenn- irnir W. O. Breiðfjörð, B. H. Bjarnason, Friðrik Jónsson, Jes Zimsen og D. Thomsen með frú sinni; ennfremur Pétur Hjaltested úrsmiður, danskur klæðskeri (til D. Thomsen), danskur hárskeri (W. Balschmidt), danskur vefari (að Álafossi), danskur bakari (tilC.Frederiksen)og 2 danskir snikkararo.fl. »Thyra« kom hingað einnig í gær frá Höfn, hlaðin vörum, er »Laura« gat ekki tekið. Far- þegar engir með henni. Heiðursverðlaun. Cand. mag. Helgi Pétursson hefur nýlega fengið þau 500 kr. verð- laun, sem kennd eru við dr. W. Schibbye dansk- an mann, er hefur ánafnað náttúrufræðisfélaginu danska (naturhistorisk Forening) þessa upphæð áriega til verðlauna fyrir vísindalega ritgerð (í náttúrufræði), er birzt hefur á árinu. En verðlaun þessi fékk Helgi fyrir ritgerð þá um jarðfræði Islands (»palagonit«rannsóknir) er prentuð var í ensku tímariti í fyrra og vakti þá þegar mikla eptirtekt enskra vísindamanna, enda var þar um nýja uppgötvun að ræða, að því ersnertir ísald- armenjar hér á landi. — Auk þessa hefur Helgi nú fengið 2000 kr. styrk at Karlsbergssjóðnum um 2 ár (1901 og 1902)—1000 kr. hvort árið — til að gera frekari rannsóknir í íslenzkri jarðfræði í sambandi við fyrri athuganir hans. Sumarið heilsaði oss fagurlega í.gær með glaða sólskini og allmiklum hlýindum. —- Vetur- inn, sem nú erliðinn, hefur verið óvenjulega mild- ur yfirleitt, og hefði skilið mæta vel við, efhann hefði ekki flutt oss hafísinn, en vonandi er, ad sá illi gestur hafi ekki langa viðdvöl hér við land 1 þetta skipti. Álit útgerðarmanna. Vér undirskrifaðir útgerðarmenn leyfum okk- ur hér með að láta í ljósi skoðun okkar í nokkr- um umtalsefnum, er farið hafa á milli hr. banka- stjóra Tr. Gunnarssonar og þeirra útgerðarmanna G. Zoéga, Th. Thorsteinsons og Jóns Þórarins- sonar í blöðunum í vetur, af því að við álítum okkur kunnugasta málavöxtunum, þar eð flest at- riðin, sem þeir hafa talað um, hafa verið rædd á mörgum fundum, og nefnd manna verið skipuð til þess að rannsaka þau og koma fram med álit sitt í Útgerðarmannafélaginu. Fundargerðirnar og nefndarálitin bera þa3 með sér, að allur þorri félagsmanna er á þeirri skoðun, að brýna nauðsyn beri til, að breyta ráðningarmátanum í betra horf, helzt þannig, a3 hver maður, sem stundar veiðiskap, fái sern sanngjarnast kaup fyrir vinnu sína, að tryggja skipaeignina með betri meðferð á skipunum, eink- um þá þau eru í vetrarlægi og þau þurfa hreins- unar og aðgerðar við, að vátryggja líf sjómanna á þilskipum og fleira, er álitið var að tryggði at- vinnuveginn. Þetta eru helztu atriðin, sem talað hefur verið um, bæði á fundum félagsins og í blö3- unum, og semformaður okkar, herra Tr. Gunnars- son, hefur fylgt fram. Það er skoðun okkar, að þessi atriði séu happavænleg fyrir þjóð vora, ef þau ná fram að ganga, og okkur finnst það bæði skylt og ljúft a3 styðja hr. Tr. G. að þessum málum framvegis. Reykjavík í apríl 1901. Helgi Helgason, Jón Jónsson Runólfm Ólafsson, Þórður Jónsson, Filiþþus Filiþþusson, Bjarni Jónsson, Sturla Jónsson, pr. Jón Þótðarson-. Vald. Ottesen, Etlendur Guðmundsson, P. Sigurðsson Jóhannes Jóseþsson, Ingjaldur Sigurðsson, Jón Guðmundsson, Otti Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.