Þjóðólfur - 26.04.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.04.1901, Blaðsíða 4
8o Skýrsla stórtemplars Good- templarfélagsins, sem er styrkt af landssjóði með 800 kr. árlega, er nýútkomin fyrir 1901. Tveir pridjungar hennar eru um málaferli, kærur og rifrildi um bindindisbrot. — I Keykjavík hefur Good templurum fækkað um 300 manns síðan 1899, en „vonandi hefur meðlimatölunni í allri regl- unni fjölgað eitthvað ofurlítið", segir þar, en hve miklu hefur verið varið á þeim tíma til „agitationa" verður eigi séð, þó að í ráði sé að verja 2—JOOO kr. „til víðlendrar agitationar“ næstu 2 árin. — Út- breiðsla reglunnar er samt svo mikil heima fyrir, að stórtemplar kemst svo að orði „að við hér ættum að geta haft einhver áhrif á bindindismálið utan- lands“. Skyldi samt ekki vera eitthvað eptir að gera innanlands enn þá, þó mikið sé þegar að gert. — Þetta sannleikskorn er líka allmerkilegt: „Það sem einna mest hefur haldið nafni íslands á lopti út um heiminn frá því 1886 og þangað til ( dag er bind- indishreyfingin á landinu eða reglan ein. Svo er gefið í skyn, að íslenzku bókmenntirnar eigi því að þakka, að þeim sé gaumur gefinn, og eins jafnvel, að Danmörk hefur snúið— vegna pólitiska sambands- ins — eptirtekt sinni til Islands á síðustu árum“. Það á að halda stórstúkuþing í sumar 1901 og þó er sagt í skýrslunni: „Það eina, sem er tiltölulega dýrt, er þinghaldið okkar og pað hindrar okkitrfrá. að gefa okkur eins mikið við útbreiðslu reglunnar, eins og við ættum að gera“. — Helzti árangurinn eru stúkustofnanirnar, sem hafa verið I7ásíðustu tveim árum. — Starf Good-templarreglunnar, sem er styrkt af landsjóði, virðist leggja of mjög áherzlu á hið ytra, en minna á hið innra, líknar og hjúkrunarstarfið og græðslu á hag og meinum þeim, sem afleiðingar of- drykkjunnar hafa farið illa með. — Fjárhagur regl- unnar er svo góður, að eignir44 undirstúkna einna eru 30,064 kr. og þó vantar skýrslur frá 13, svo að ætlazt er á, að þá „væri skuldlaus eign undirstúkn- anna allra eitthvað fyrir ofan 32,000 kr.“ Good-templarreglan, segir stórtemplar Indriði Einarsson, er því ekki „bú, sem ber sig illa“. Tekj- urnar eru nógu miklar. En er búskapurinn eptir því eins affarasæll og hann gæti verið fyrir vesal- dóm drykkjumanna og heimili þeirra, í hinu virki- Jega praktiska lífi ? S. Eptirmaell. Hinn 17. október f. á. andaðist í Arney á Skarðs- strönd Loptm Jónsson, fyrrum hreppstjóri og merk- isbóndi. Hann var fæddur 16. marz 1824 í Holti í Hvammssveit; þar bjuggu foreldrar hans, Jón Jóns- son og Helga Helgadóttir, frændkona Helga bisk- ups Thordersens; þau áttu fjölda barna og var Lopt- ur yngstur af þeim, er upp komust. Nafnkenndast- ir af þeim systkinum voru þeir: Hallur bóndi í Túngarði og Saura-Gísli, sem mörgum var kunnur hér á landi, og nú fyrir fáum árum er dáinn í Ame- ríku. — Loptur sál. byrjaði búskap í Stóru-Tungu á Fellsströnd, en síðan bjó hann í Skoravík, Hallsstöð- um og Víghólsstöðum ( sömu sveit, og Mannheim- um á Skarðsströnd síðast. Hann var jafnan talinn í helztu bænda röð, hreppstjóri var hann ! Fellsstrand- arhreppi yfir 20 ár, og sýslunefndarmaður var hann í nokkur ár. Það þótti kveða að honum í mörgu, enda var hann vel að sér á tunguna, vel máli farinn og vantaði hvorki þrek né þol til að halda sínu máli fram, við hvern sem í hlut átti. Hann var gestrisinn heim að sækja, glaðlegur í viðrnóti, fynd- inn og gamansamur. Flest verk léku í höndum hans, bæði smíðar og annað. — Loptur sál. kvæntist sinni eptir lifandi ekkju, Kristínu Ketilsdótturhaustið 1849, og lifðu þau saman í eindrægni og kærleika 54 ár, og varð 12 barna auðið og lifa 7 af þeim, sem öll eru gipt, og eru þau þessi: Vilhelmína gipt Jóni Jónssyni á Fjósum, Lárus bóndi ( Arney, kvæntur Halldóru Jónsdóttur frá Brokey, Ólöf, gipt Andrési bónda Magnússyni í Gerði, Helga, gipt Páli Sigurðs- syni á'Ballará, Halldóra, gipt Guðmundi búfræðing Helgasyni á Kálfárvöllum,;Alexander bóndi í Frakka- nesi og Septenborg, gipt Haraldi bónda á Á. — Loptur sál. ruddi sér braut með þreki og karlmennsku, eins þar sem leiðin virtist óslétt; með atorku og iðjusemi var líf hans einkennt, frá því hann fékk krapta til þess að geta unnið, enda var hann alltaf fremur veitandi en þurfandi í búskapnum, þó ómegð- in væri mikil. Guð hafði gefið honum góða hæfi- leika, andlega og líkamlega, mörgum fremur af stétt- arbræðrum hans, enda naut hann þeirrar tiltrúar í félagi sínu, að hann var jafnan kosinn til að standa framarlega í fylkingu bændanna, sem ráðandi og stjórnandi. (A. M). ðtT' Þjóðólfur kemur tvis- var út í næstu viku, þriðju- dag og föstudag. jl-----1; ^ ÓDÝRAST A „ SAUMA8T0FAN í REYKJAVfK 14 BANKASTRÆTI 14, Myndarammar margskonar teg- undir fást í verzlun Sturlu Jó?tssonar. Eg undirskrifaður tek að mér að mála /tús og húsgögn og allt sem að málaraiðn lýtur. Kirkjustræti 4,2 Jón Reykdal, Nýsilfurbúna svlpu fann Jón Guð- mundsson á Ægissíðu. Þakkarávarp, Þeim heiðruðu Reykjavíkurbúum, mér þekktum og óþekktum, er svo innilega hluttekningu sýndu mér með orði og verki í minni djúpu sorg, þegar minn elskulegi sonur Grímur Ste/ánsso?? frá Kára- nesi, drukknaði hér á Raykjavíkurhöfn, votta eg hér með mitt innilegasta þakklæti af hrærðu hjarta, en þó einkum og sér í lagi þeim góðfúsu bræðrum Jóni og Jóhannesi Magnússonum, búandi á Bræðraborgar- stíg, sem ótilkvaddir tóku sér fram um að fá fólk til að slæða upp lík sonar míns, og alla þá fyrir- höfn frá því fyrsta, og þar til jarðarförinni var lok- ið, gáfu þessir fyrnefndu bræður mér ásamt slnum félagsbræðrum. Eg treysti því, að guð launi fyrir mig fátæka. Stödd í Reykjavík, 23. apríl, 1901. Gudb/örg Guðmundsdóttir. Við, ekkja og börn Jónssát. Einars- sonar í Skildingaresi, og eiginmaður, tengdamöðir og tengdasystkini Ólafar sál. Guðmundsdóttur samastaðar, vottum hér með öllum þeim, sem auðsýndu okk- ur hluttekningu í söknuði okkarogsorg, og með návist sinni heiðruðu jarðarför þeirra — sem fram för i gær — okkar innilegasta þakklæti. Reykjavík 24. apríl 1901. Ásta Sigurðardóttir. Sigurður Jónsson. Einar Jónsson. Guðrún Jónsdóttir. Vilborg Jó?isdóttir. Pappinn góði er kominn til Gísla Þorbjarnarsonar. Eins og áður hefur verið auglýst, á öðrum stað, eiga allir kaupendur »Plógs« að greiða andvirði þessa yfirstandandi 3. árgangs til mín, sömuleiðis þeir, sem skulda fyrir 1. og 2. árg. blaðsins. Gjalddagi fyrir ?niðja?i júlí. Allar pantanir á blaðinu og annað útsendingu þess áhrærandi á að sendast til mín. Af því að ýmsir hafa viljað fá 1. og 2. árg. blaðsins keypta, auglýsist hér með, að borgun fyrir þessa árganga verður að fylgja p'óntuninni: 1 kr. 25 a, fyrir 1. árg. og 1 króna fyrir 2. árgang. Annars verður pöntunum þessum ekki sinnt, með því upp- lag þessara árganga er nær þrotið. — Þeir sem selja 5 eintök eða fleiri af 3. árg. fá 20°/0 í sölulaun, en af 4 eint. eða færri reiknast engin sölulaun. Reykjavík 26. apríl 1901. Hannes Þorsteinsson. í verzlun Sturlu Jónssonar fæst: Farfi allskonar, terpentína, kítti, purk- andi, shellakk, benzin, maskínuolía, salmíak- spiritus, edikssýra. ♦ Samsöngurt undir forstöðu Brynjólfs Þorlákssonar og Helga Helgasonar verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu sunnudagskveldið 28. þ. m. WfT~ Ágóðinn rennur til minnis— varða yflr Jónas Hallgrimsson. Bankastjóri Tr. Gunnarsson hefur í 10. tölubl. Þjóðólfs þ. á. í „maðka“grein sinni með fyrirsögninni „Þyrnar milli rósa“ gefið það í skyn, að eg hafi ekki viljað eða nennt að skoða Bessastaðatjörn. Þar eð þetta er ekki sannleikanum samkvæmt, eins og eg einnig hef sýnt fram á í 33. tölubl. Þjóðólfs f. á., sé eg mig knúðan tii þess að reka af mér þennan áburð með lögsókn gegn velnefndum bankastjóra, og það bið eg hér með Þjóðólf að birta sínum les- endum. — Rvík 19. apr. 1901. Sig. Thoroddse?t. Gufubáturinn ,Oddur4 Eptir samningi við umboðsmann sýslu- nefndarinnar í Rangárvallasýslu, herra prest Skúla Skúlason i Odda, fer gufubáturinn „Odd- ur“ í sumar 2 ferðir milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Skúmsstaða og Hall- geirseyjar í Landeyjum, og Holtsvarar undir Eyjafjöllum: 1. ferð ?nilli 1. og 10. júní, 2. — — 28. júní og 6. júlí Pöntun á vörum frá Lefoliisverzlun verð- ur að vera komin til mín í seinasta lagi 2 dögum á undan áætlun. Eyrarbakka 18. apríl 1901. P. Nielsen. Ný útkomið: Hemiing Jensen: Bernska Og æska Jesú. Kostar í kápu: Kr. 1,00. Aðalútsölu hefur: Sigfús Eymundsson, Reykjavík. Fæst hjá útsölumönnum bóksalafélagsins víðs- vegar um land. VOTTORÐ. Eptir að eg í mörg ár hafði þjáðst af hjartaslætti, taugaveiklan, höfuðþyngslum og svefnleysi, fór eg að reyna Kína-lífs-elixír herra Valdemars Petersens, og varð eg þá þegar vör svo mikils bata, að eg er nú fylli- lega sannfærð um, að eg hef hitt hið rétta meðal við veiki minni. Haukadal. Guðríður Eyj ó 1 fsdóttir ekkja. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi, án nokkurrar tollhækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 5° a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel V.P. eptir því, ad—þý standi á flöskunum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firma- nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.