Þjóðólfur - 17.05.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.05.1901, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 53, árg. Reykjavík, föstudaginn 17. maí 1901. Nr. 24. Stórt, danskt vátryggingarfélag óskar að fá, með mjög góðum skilmálum, öt.ulan og duglegan lífsábyrgðarumboðsmann sem General-agent. Seðill merktur „Generalagent 5646“, er innihaldi nákvæmar upplýsingar um hæíileika hlutaðeiganda, meðmæli o. s. frv. sendist Aug. J. Wolff & Co Annonce-Bureau, Köbenhavn. Leynilegar þingkosningar. IV. (Síðasti kafli.). Þá er litið er á frumvarp þetta í heild sinni, verður því ekki neitað, að það geti orðið til nokkurra bóta, einkum að því leytí, að það geri öllum þorra kjósenda hægra fyrir að neyta at- kvæðisréttar síns, þá er kosning skal fram fara í hverjum hreppi. En á hinn bóginn er nokkuð vafasamt, hvort það girðir að öllu eða miklu leyti fyrir óviðurkvæmilegar æsingar í kosningabarátt- unni. Atkvæðasala eða atkvæðaþvingun mun al- drei hafa tíðkazt að neinum mun hér á landi við þingkosningar, svo að því leyti er ekki bráð nauð- syn á þessum lögum, að minnsta kosti ekki nú sem stendur. En það eru líkur fyrir, að embætt- ismönnum (t. d. sýslumönnum) mundi heldur fækka á þingi við lög þessi, og er ekki að því að telja, því að hagfelldast er, að þingið sé nokk- urnveginn jafnt skipað af öllum stéttum tiltölulega, ■og ættu bændur eptir því að vera í miklum meiri hluta, sem hin langfjölmennasta stétt landsins. En því er ver og miður, að vér 'nöfum svo til- tölulega fáum á að skipa úr þeim flokki, er hefðu nægilegt sjálfstæði, nægilegt þrek til að mynda harðsnúinn, öflugan flokk innbyrðis gagnvart minni hlutanum, embættismönnunum, slærðu mönnun- um« svo kölluðu. En það er vonandi, að þeir tímar komi, að bændaflokkurinn á þingi geti ráðið lögum og lofum undir stjórn þess manns, er hefði bæði vit og vilja, til að safna saman í einá heild beztu kröptunum, frjálslyndasta og þjóðhollasta hluta þingsins í eina heild, er gangi fram í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðar vorrar sem einn maður, undir einu ogsama merki. En þann foringja vantar oss nú sem stendur og lians verður ef til vill langt að bíða. Að því er einstök atriði þessa nýja kosning- arfrumvarps snertir, skal þess getið, að höfundin- nm (eða höfundunum) hefur illa skotizt yfir að taka ekki kjördæmaskiptinguna úr gamla frumvarp- inu upp í þetta nýja, og segja þó beinlínis, að allar greinir kosningarlaganna, nema 6 þær fyrstu, sem jafnframt eru 1 stjórnarskránni, skuli úr gildi felldar. Kjördæmaskiptingunni má þó ekki gleyma, því að þótt tala alþingismanna sé ákveðin í stjórn- arskránni,þámábreytahenni með einföldum lögum, að því er þjóðkjörna þingmenn snertir og skipting landsins í kjördæmi á ekki heimaí stjórnarskránni. Líklega hefur höf. frumvarpsins hugsað sér, að kjördæmaskiptingin yrði hin sama sem nú eða því sem nsest. En úr því að á þetta er minnzt, viljum vér geta þess, að það er t. d. hraparlegt misrétti, að annar eins smáhólmi og Vestmanna- eyjar með fáum hundruðum manna, skuli hafa sérstakan þingmann fyrir sig, alveg eins og Reykja- vík með 6,000 íbúum. Það er ekkert efamál, að Reykjavík, sem er jafn-fólksmörg og fólksflestu Ljördæmi landsins, ætti að hafa jafnan rétt við þau, þ. e. 2 þingmenn, en Vestmannaeyjar eng- an, ætti að vera sem einn hreppur í Rangárvalla- sýslu. Með þessu fyrirkomulagi væri ekkert hrófl- að við þingmannatölunni, heldur ráðin bót á forn- ttm óvanda og ranglæti, er gerast hefði átt fyrir Dokkru, þá er íbúatala Reykjavfkur tók að auk- ast til muna. í nýjum kosningarlögum er sjáltsagt að taka þetta atriði til greina, þá er kjördæma- skiptingin er ákveðin, og hver kjördæmi skuli Þafa einn eða tvo þingmenn. Að öðru leyti mundi hin forna kjördæmaskipting mega halda sér-, að eins viljum vér geta þess, að í samanburði við fólksfjölda o. fl. mundi eiga betur við, að Aust- ur-og Vestur-Barðastrandarsýsla hefðu sinn þing- manninn hvor, en Austur- og Vestur-Skaptafells- sýsla að eins einn, sérstaklega ef kosið væri í hverjum hreppi, því að þá koma vegalengdir á einn sameiginlegan kjörstað ekki til greina, held- ur ætti þá eingöngu að miða við fólksfjölda og skipta tölu þingmanna niður á kjördæmin eptir því. Gæti þá verið, að fleiri breytingar kæmu til greina. En að svo stöddu er naumast ráðlegtað fjölga þjóðkjörnum þingmönnum öðruvísi en svo, að annaðhvort yrðu hinir konungkjörnu ekki fleiri en 3—4, en þjóðkjörnir þá 2—3 fleiri, en það verður ekki gert án stjórnarskrárbreytingar,—eða 3 þjóðkjörnum þingmönnum yrði bætt við, og þeir settir í efri deild, svo að þar yrðu 15, því að töluhlutfallinu millum þingmannafjölda deild- anna má breyta án stjórnarskrárbreytingar. — Þessar og þvílíkar breytingar, sem nauðsyn þætti á, ætti að taka til athugunar, ef kosningarlögunum yrði breytt, eða samhliða breytingu á þeim. I 17. gr. kosningarfrv. nýja er sagt, að hvert þingmannsefni eigi rétt á að gefa einum manni eða tveimur í hverjum hrepp umboð sitt til að annast hagsmuni hans við kosninguna. Hér er ekki tekið fram, að umboðsmenn þessir eigi að vera kjósendur eða búendur 1 þeim hreppi, er kos- ið er í. Það má skilja þetta svo, að umboðsmenn þingmannsins geti verið utanhreppsmenn, ef til vill utanhéraðsmenn, þvf að orðin »einum manni eða tveimur í hverjum hrepp« þarfekki að skilj- ast um innanhreppsmenn, heldur að þingmaður- inn hafi einn eða tvo umboðsmenn einhverstaðar frá til að gæta hagsmuna sinna við kosninguna í hverjum hrepp fyrir sig. En líklega er meining- in sú, að umboðsmennirnir séu einhverjir meðal búsettra kjósenda í hreppnum. Þar sem talað er íim undirkjörstjórn 1 3. gr. er ekki gert ráð fyrir því, að hreppstjóri og odd- viti hreppsnefndar geti verið sami maður, en svo er þó í stöku hreppum og er því vissara að á- kveða í lögunum, hvernig skipa skuli undirkjör- stjórn, þá er svo stendur á. Yms önnur ákvæði eru ónákvæmlega orðuð í frumvarpi þessu og þurfa lagfæringar. En það verður auðvitað athugað nákvæmlega á þinginu, er það kemur þar fram, enda þarf mál þetta al- varlegrar íhugunar við, og það tjáir ekki að hrapa að því í hugsunarleysi, þvf að svo gagngerða breyt- ing, sem það fer fram á, verður að tryggja svo vel, sem frekast er unnt, svo að hún geti komið að sem beztum notum, og verði veruleg og mik- ilsháttar réttarbót, því að verði ekki nógu vand- lega um hnútana búið við hinar leynilegu kosn- ingar, geta þær orðið hið versta skrípi og til ills eins. En að koma í veg fyrir hrekki og undir- ferli óhlutvandra manna er ekki svo auðvelt með lögum, hversu vandlega sem þau eru úr garði gerð. Aðalatriðið er að geta breytt til batnaðar, ráðið bót á verstu annmörkunum, og það er ekki óhugsandi, að þessi lög gætu gert það að sumu leyti, að því er kosningar snertir. En ekki er vert að gera sér ofháar hugmyndir um ágæti þessarar kosningaraðferðar, því að svikum og prettum jafnvel í stórum stíl, hefur verið beitt, þar sem henni er fylgt (t. d. í Bandaríkjunum). En úr því að hugsað væri um algerða breyt- ingu á kosningarlögunum , þyrfti engu síður að breyta þeim greinum þeirra, er f stjórn- arskránni felast (sbr. 1. kafla þessarar greinar).— Annars viljutn vér engu spá um forlög þessa frumvarps á næsta þingi, en það eru fremur líkur til, að því verði vel tekið og einhver sómi sýnd- ur, þótt hæpið sé, að þingið afgreiði þaðsemlög í þetta skipti. Þlngmálafundir Árnesinga voru haldnir á þrem stöðum í sýslunni, á Mos- felli í Grímsnesi 12. þ. m., á Húsatóptum áSkeið- um hinn 13. ög á Selfossi (við Ölfusárbrú) hinn 14. Hafði sýslunefndin skorað á þingmennina að halda fundina á þessum tíma, og bar það fyr- ir. að annar þm. (Sigurður Sigurðsson) yrði um miðjan þ. m. sendur til Austfjarða, ogkæmi ekki aptur fyr en í lok júnímánaðar. En annars er það sjaldgæft, að sýslunefndir séu að skipta sér af því, hvar og hvenær þingmálafundir séu haldn- ir, því að það virðist ekki vera hlutverk þeirra. En ei að síður þótti rétt að verða við tilmælum nefndarinnar í þetta sinn. Alyktanir þessara þriggja funda gengu ílíka átt í flestum málum og þykir því nægja, að taka ákvarðanir sfðasta fundarins (á Selfossi), því að þær eru einna ítarlegastar, og alit það tekið til greina, er til umræðu kom á hinum fundunum, en að eins nokkru bætt við ákvarðanir Mosfells- fundarins en örfáu við Húsatóptafundinn. Á Sel- fossfundinum (fundarstj. séra Ólafur Sæmundsson, skritari Ólatur Helgason) voru þessi mál tekin fyrir: 1. Landbúnaðarmál. a) Styrkur til búnadarfé- laga. Samþykkt var, að styrkur búnaðarfélaga yrði aukinn og eptirleiðis yrðu teknar upp í skýrslur um jarðabætur, er veiti tilkall til styrks úr landsjóði fleiri jarðabætur en hingað til, t. d. haughús, safnforir, upphleyptir vegir um tún, vírgirðingar, svo og hey- hlöður. b) Verðlaun fyrir jarðabœtur. Samþykkt í einu hljóði, að þingið veiti verulega upphæð til verðlauna handa þeim, er öðrum fremur skara fram úr í jarða- bótum og búnaðarframkvæmdum. c) Kennsla í mjólkurmeðferð. Samþykkt, að haldið sé áfram kennslu í mjólkurmeðferð og sú kennsla fullkomnuð sem bezt. d) Lán til stofnunar mjólkurbúa. Samþykkt, að veittur sé kostur á lánum til mjólkurbúa með væg- um kjörum. e) Merki á smjöri etc. — Samin skuli lög um merki á smjöri og greitt fyrir sölu þess erlendis. Séð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.