Þjóðólfur - 17.05.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.05.1901, Blaðsíða 4
go Fermingarkort-Giptingarkort- \ Lukkuóskakort — —1*** i mjög stórt úrval. MYRTU- BRÚÐAR- | kranz með tilheyrandi Búketer — Dán- arbúketer — Líkkranzar 24 tegundir. I Blómstur 40—50 teg., allt mjög Ödýrt og I eptir nýjustu tízku. Fæst á Skólavörðustíg 5. A t h U g Í ð | De forenede Bryggerier Köbenhavn. mæla með hvarvetna verðlaunuðu ölföngum sínum. ALLIANCE PORTER (Double brown stout) hefur náð meiri fullkomnun en nokkurn tíma áður. ÆGTE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt meðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 01. Ægte Krone 01. Krone Pilsner. fyrir neðan alkoholmarkið og því ekki áfengt. tigendur stóds og lausgangshrossa / Vegirnir upp frá Rvík og Nesjunum liggja gegn um Grafarland. Meðan fjallið er ekki gróið, stað' næmast hross þar í hópum, er þau leita haga. Veld- ur þetta óþolandi örtröð á jörðinni. Pvi auglýstst, að um hverja helgi í vor læt eg smala landið, og geta þá eigendur hrossanna leyst þau ót gegn borg- un hagatolls fyrir vikuna, 50 aura; annars verður farið með þau sem óskila-hross. Gröf, io. maí 1901. IVERZLUN FRIÐRIKS JÓNSSONAR Bj 'órn Bjarnarson. f æ s t: Hvaða skilvindu á eg að kaupa? ♦-----------------------—.—.—.— Það er fullvíst, að skilvindan »Perfect«, sem mikið er gumað af nú á dögum, fékk ekki »Grand Prix« á heimssýningunni í París 1900 af því, að hún væri reynd; enda vita fróðir menn ekki til, að hún hafi verið reynd á Frakklandi fyrir þann tíma. Afþyrilskilvindum (Kronseparatorer) frá Svenska Centrifug Actiebolaget í Stokkhólmi hafði þá verið selt í Frakklandi um 2000 (nú nál. 3000), og þær líkað mjög vel. Frakkar höfðu áður haft 1 miklum metum skilvindu, sem kallast »Melotte«, var hún reynd til jafnaðar við þyrilskilvindur í Le Mans 1899; báru þyrilskilvindurnar sigur úr býtum, og fengu gullverðlaunapening. Þyrilskilvindurnar fengu hæstu verð- laun (»Grand Prix) á sýningunni í París 1900, fyrir hve vel þær hafa reynst á Frakklandi, en ekki af því að þær væru smíðaðar af stærstu skipsbyggingarstöð á Norðurlöndum. Þyrilskilvindur voru fyrst gerðar árið 1898. Til ársloka 1900 var selt af þeim um 23,000 og höfðu þær þá fengið þessi 5 árin 1 »grand prix«, 1 ríkisverðlaun, 7 heiðursmerki (hin æztu) 50 fyrstu verðlaun, og enn ýms önnur sæmdarmerki. Þyrilskilvindurnar hafa reynzt vel á Islandi. Vér erum sannfærðir um, að eigi eru aðrar skilvindur betri og því engin ástæða að hlaupa eptir auglýsingagumi um óþekktar skil- vélar. Sannleikurinn er sagna beztur, en skrum skað- vænlegt. Pantið þyrilskilvindur hjá þeim sem þér skiptið við. Sökum þess, að oss undirrituðum námsmeyjum við kvennaskólann á Ytri-Ey, hafa komið fregnir um, að hin núverandi forstöðukona skólans og kennslukonur hans eigi muni fá að halda stöðu sinni við skólann framvegis, þá finnum vér oss skylt að láta það álit vort opinberlega í ljósi, að þetta sé illa farið, af því álit vort er, að stjórn öll og kennsla við hann hafi verið og sé í bezta lagi, svo að tæplega sé hægt að hugsa sér kennaraskipti, er ekki séu til skaða fyrir skólann. Jafnframt þessu þökkum vér forstöðukonu og kennslukonum skólans fyrir ágæta kennslu og allar góðar leiðbeiningar, er þær hafa oss í té látið. Von- um vér og óskum, að þær megi sem lengst hafa tækifæri lil að miðla sem flestum af þekkingu sinni og kunnáttu á sama hátt og oss, þvf vér efumst eigi um, að það væri ávinningur fyrir land og lýð. Með hugheilum óskum um ágæta framtíð fyrir kennara vora undirritum vér nöfn vor. Ytri-Eyjarskóla 22. apríl 1901. Sigríður Jósepsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Jóhanna Eiriksdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Guðríður Guðnadóttir, Guðrún Guðnadóttir, Rósamunda Friðriksdóttir, Helga Jónsdóttir, Lilja Gísladóttir, Margrét Blöndal, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Helga Jónatansdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Ólína Jónsdóttir, Sigriður Björnsdóttir. Fatatau margar teg. Kjólatau m. teg. Svuntutau m. teg, Slipsi og Slipsisborðar m. teg. Tvisttau fl. teg. Sirz marg. teg frá 0,15 — Brjóstnælur Hárkambar Krúnkambar Sólhlífar Regnhlífar fyrir dömur og herra 0,35 Regnslár. Flannellette Sjöl og sjalklútar m i k i ð ú r v a 1. Barnakápur, Drengjaföt og Blússur, Prjónapeysur. Ullarnærfatnaður og allskonar Höfuðföt, Sessuyfirborð, Rullugardínur afpassaðar og í álnum, Gardínutau hv, og misl. Lífstykki og Lífstykkisteinar. Allsk. Háislín. Silkitau af öllum litum » o. m. m fl. Einnig allskonar matvörur. 2PF* Allar þessar vörur seljast með mjög Iágu verði mót peningum. Jarnvara mjög fjölbreytt og ódýr nýkomin í verzlun Friðriks Jónssonar. Tvö skip til sölu. Annað 76 smálestir að stærð, hitt 21 smá- lest, bæði vel útbúin með segl og festar. Þau eru albúin til þorskveiða, svo kaupandi geti sent þau jafnskjótt til fiskveiða, þegar kaupin eru full- gerð. Verðið er lágt og borgunarskilmálar góð- ir. Semja má við Tr. Gunnarsson. Stór sparnaður er að allra dómi, sem reynt hafa að verzla við SAUMASTOFUNA í BANKASTRÆTI 14. Ávallt ný Fataefni með hverri ferð og allt eptir nýustu tízku. Guðm. Sigurðsson. Til sölu erhúsið „Laugaland" með tilheyrandi erfðafestulandi, sem að mestu leyti er ræktað í tún og matjurta- garða. Húsið stendurfast við Laugarnar og örstutt frá Reykjavík, svo stórhagur er við keyrslu á þvott- um Reyjavíkurbúa til Lauganna og frá þeim. Verð- ið er sanngjarnt og góðir borgunarskilmálar. — Lysthafendur snúi sér til Tryggva Gunnarssonar. Bankavaxtabréf þau hljóðandi á 1000 kr. 500 kr. og 100 kr., sem gefin hafa verið út sam- kvæmt Iögum 12. janúar 1900, um stofn- un veðdeildar við Landsbankann í Reykja- vík, fást keypt á afgreiðslustofu bankans, Ársvextir af verðbréfum þessum eru 41/* af hundraði. Landsbankinn 8. maí 1901. Tryggvi Gunnarsson. Undirritaður óskar að fá sem fljótast upplýsingar um, hvar herra Þorsteinn E. Jósepsson, f. 4. oktbr. 1874, síðastliðið haust háseti á gufuskipinu „Skjold" frá Stav- anger, er fæddur. Reykjavík 15. maí 1901. Hannes Thorsteinson. Gullpennar — Fountain Pens. Parkers’ vel þekktu pennar eru aptur til sölu hjá D. Östlund. Ný tegund á að eins 4 kr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.