Þjóðólfur - 31.05.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.05.1901, Blaðsíða 2
IOI samræmi við 34. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er allt greinilega auðkennt í tillögunni. En krafanum,að hann sé búsettur hér og laun- aður aflandsfé, hefur ekki verið sett í samband við neina sérstaka grein stj.skrárinn- ar, samkv. minni tillögu, svo að það er helber rangíærsla og illgirnislegur útúrsnúningur í Isafold, eins og vant er. En það er sjálfsagt fyrir oss að krefjast þessa einmitt með þingsályktun, heyra svo álit stjórnarinnar um það, hvað hún þykist geta veitt oss án stjórnarskrárbreytingar og hvað ekki. Oss dylst ekki, að skoðun hennar muni vera, sú að hún þykist ekki geta veitt oss án stj,- skrárbreytingar n e i 11 af því, sem farið er fram á í tillögu minni. Hún vill ekki annað sjá né heyra en nýja bindandi samþykkt frá fulltrúaþingi Islendinga. En vér íslendingar höfum fullkomið leyfi til að halda fram vorri skoðun í þessu efni og krefjast þess, að stjórnarskránni sé fylgt út í ítrustu æsar. Þá kemur sú langavitleysa hjá blaðinu, að búið sé að sýna fram á(!l) að ráðgjafinn megi ekki mæta á þingi, samkv. 34. gr., eða án þess henni sé breytt. Hvar hefur verið sýnt fram á það? og af hverjum? Það er einmittskoðunlög- lærðari manna en Björns Jónssonar, að ráðgjaf- inn geti mætt á þingi samkv. þessari grein, ein- mitt ásamt landshöfðinga og án þess hann þurfi að víkja burtu. Fyrir þá, sem vilja koma lands- höfðingavaldinu fyrir kattarnef, svipta landshöfð- ingja öllum afskiptum af þingmálum, er skiljanlegt, að þeir neiti því algerlega, að landshöfðingi megi sitja á þingi, et ráðgjafinn er þar. Nú kveður Isafold upp úr með það, að landshöfðingi eigi alls ekki og megi alls ekki sitja á þingi, ef ráð- gjafinn mæti þar. Hann sé að sjálfsögðu þaðan burtu rekinn. Þetta er náttúrlega alveg í sam- ræmi við »kokkabók« Valtýinga. En meiri vitsmuna- menn en Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson telja það misskilning einn, að landshöfðingisésjálfsagð- ur burt af þingi, samkv. valtýska frumv., úr því að ekki er beinlínis tekið fram, í frv. að hann skuli ekki eiga sæti á a 1 þi ngi, heldur meira að segja gert ráð fyrir, að hann sitji þar. Og það er eflaust alveg rétt skoðun. Það er bezt að athuga þetta dálítið nánar, úr því að Isafold er að bulla um þetta með sín- um vanalega lubbarithætti. Þess er þá fyrst að geta, að stjórninni mun alls ekki hafa komið til hugar að reka lands- höfðingja burt af þingi, þótt ráðgjafanum væri veitt »heimild« til að mæta þar. Þessvegna er berlega tekið fram 1 frumvarpinu, að ráð- gjafinn geti veitt öðrum manni umboð »til að vera á þingi við hlið sér og láta því 1 té skýrslur þær, er virðast nauðsynlegar«. Hér getur elfki verið átt við annan en landshöfð- ingja, með því að það er einmitt hann og enginn annar, sem getur látið ráðgjafanum 1 té þær skýrsl- ur á þingi, »sem nauðsynlegar eru«, þ. e. umýms mál hér innanlands, umboðsstjórn o. fl., yfirhöfuð um allt það, er nokkru skiptir og liggur undir atkvæði landshöfðingja eða gengur í gegnum landshöfðingjaskrifstofuna, og það er harla margt og margbreytilegt, sem ráðgjafi, er skytist hér á þing annaðhvort ár gæti ekki haft neina hug- mynd um. Og einmittt vegna þessa er gert ráð fyrir því í valtýska frv., að landshöfðingi sé á alþingi við hlið ráðgjafa, mæti þar sem miðill milli ráð- gjafans annarsvegar og þingsins hinsvegar, sem veitandi upplýsingar og skýringar í þeim málum, sem bæði ráðgjafa og þingmönnum getur ekki verið fullkunnugt um. Væri ekki beinlínis til þessa ætlazt væri meiningarleysa að setja þetta í frv. Orðalagið »getur veitt« 0. s. frv. er alveg samskonar eins og fyr í sömu gr. um þingsetu ráðgjafans(honum er »heimilt« o. s. frv.), Skylda ráðgjafans að mæta á þingi og skylda hansað hafa annan mann þar við hlið sér er algerlega jafn ákveðin. Stjórnin hefur ætlað sér að hafa þessi bæði ákvæði jafnlauslega orðuð, gert þeim báðum jafnhátt undir höfði, þ. e. hún hefur beinlinis œtlazttil, að landshðfðingi mœtti á alþingi við hlið ráðgjafa. Síðari breytingar á frv., er fellt hafa þetta á- kvæði að mestu leyti í burtu, (t. d. breyting efri deildar 1899), koma ekki þessu máli við, því að þær eru gerðar út í loptið, án tillits til samþykk- is stjórnarinnar, eða án þess hún hafi gefið í .skyn, að hún mundi ganga að þeim. Þegar um val- týskt frv. er að ræða, þá verður að miða við fn\ frá 1897, eins og Valtýr kom fyrst með það, því að það er hið eina stjórnarskrárbreytingarform, sem stjórnin hefur skýlaust látið 1 ljósi, að hún mundi samþykkja, og það er einmitt þetta valtýska frumv., sem nú kvað vera von á, svo að þá fá menn að heyra, hvort stjórnin verður því mjög hlynnt, eða ætlazt bein- lfnis til þess, að landshöfðingi verði rekinn burt af þingi. Hún eða umboðsmaður hennar (dr. Valtýr) skýrir það þá væntanlega, hvern hún hafi hugsað sér við hlið ráðgjafa á þingi samkv. frv. 1897 annan en landshöfðingja. Þetta verður látið nægja að sinni til að sýna fram á, hvernig rök þau eru, sem Isafold þókn- ast að færa fyrir sínu máli, þegar hún er í öng- þveiti komin, en hún getur fengið meira seinna. Óráðvandlegri varnargögn en hún beitir munu ekki sjást í nokkru ísl. blaði. Hún heldur að fólkið sé svo grunnhyggið, að það leggi trúnað á þau ummæli hennar, að allt vitið og þekkingin sé samanþjappað eða soðið niður í dós hjá henni einni, og allir vitsmunamennirnir í landinu séu hennar megin, en tóm fífl og fá- bjánar, sem ekki danza eptir hennar pípu, eða dirfast að andmæla þessum ættjarðarvinum(l), sem helzt vilja leggja þjóðbúning vorn og þjóðerni fyrir óðal, ef unnt væri, og eru svo hafnir til skýjanna af öllum »vestheimsku« prestunum, sem eru einu mennirnir, er kunna að meta rétt, hvílíka dýrindis- menn(H) þjóð vor á, þar sem Isafoldarritstjórarnir eru. Þeim er líka trúandi til að meta það(!!), þess- um »andansmönnum« og agentavinum þar vestra. Það er auðséð á öllu fargani stjórnarmál- gagnsins, að því stendur einhver ónotalegur stugg- -ur af tillögu rninni, og hyggur, að hún geti ef til vill tafið fyrir valtýskunni þess. Annars léti blað- ið ekki svona flónslega. Því er nfl. ekki ókunn- ugt um, að margir þingmenn muni einmitt hlynnt- ir svipaðri leið og þessari nú um sinn. Og þess vegna er illskan svona mikil í blaðinu. En hún stoðar ekkert til að kveða tillögu þessa niður, tillögu, sem fer í algerlega rétta átt og er byggð algerlega á réttum grundvelli, þótt breyta megi henni á ýmsan hátt, eins og eg hef tekið áður skýrt fram. Sú tillaga væri líka nokkuð undar- leg, sem engum breytingum gæti tekið, eða allir væru ánægðir með(H). Ekki get eg gert að því, þótt þingmennska mín standi jafnan sem kökkur fyrir brjóstinu á ísafoldarmönnunum. Eg vildi gjarnan lina hinar sáru andlegu og líkamlegu kvalir þeirra, því að það er hálfleiðinlegt að heyra þá hálfskælandi og skrækjandi 1 hverju blaði út af þessu óláni, er þeim hefur að hönduro borið. Það er synd að segja, að þeir beri sig karlmannlega. Að vísu gæti eg huggað meðritstjóra Isafoldar mr. E. H. með því, að eg og margir aðrir telja hann manna ó- hæfastan til þingsetu margra hluta vegna, og að hann megi lofa guð og hinn heilaga Jón fyrir að Snæfellingar höfðu vit fyrir honum í þessu, þótt hann kunni sjálfsagt ekki að meta það. Og hvort sem nýrra kosninga verður lengur eðaskem- ur að bíða, þá er eg sannfærður um, að hvorug- um Isafoldarritstjóranna verður hleypt inn á full- trúaþing þjóðarinnar, því að þeir eru orðnir svo kunnir af framkomu sinni, að það glappaskot hendir þjóð voratrauðla. Fyrir slíkum löggjöf- um munu allar góðar vættir lands vors forðaþví í lengstu lög. H. Þ. Dr. Schandorph Og innratrúboðið. Þegar skáldið Schandorph sálaðist 1. dag hinnar nýju aldar, hefur steini verið létt afhjarta mörgum manni innra-trúboðsflokksins í Danmörku og er mælt, að séra Vilhjálmi Beck hafi þá orð- íð að orði eitthvað svipað því, sem Halldór brjál- aði sagði, þegar hann sá nýja sýslumanninn: »Þar fær andsk. —ærlegan bital« Schandorph var ágætlega lærður og lesinn, upprunalega guð- fræðingur, en jöfnum höndum málfræðingur, lista- sögu- og sálarfræðingur, og ennfremur var hann þvældur í þjóðfræði og mannfræði og þekkti meg- inlönd Norðurálfunnar út og inn með flestum þeirra kostum og brestum. Hann var mannvin- ur hinn mesti og bar æfilangan harm í hjarta, þó gleðimaður kallaðist, yfir kjörum ssmáflokks- ins«. Og enn var hann manna hreinskilnastur, sannur Israelíti, og jafnt einarður og sannleiks- gjarn, sem vægur og mildur. Hann var — í einu orði sagt — vinsælasta mikilmennið í Danmörku. Við klerka og höfðingja, sem honum þótti mis- bjóða viti og valdi gagnvart alþýðunni, varhann að vísu æði glettinn og skæður, etida þótt um hann hafi verið kveðið: »Unni óvinum og af álmi dró, og eitur öru aldregi skaut«. Þetta einkenni hans fann og þekkti Beck og trú- boðarnir, en þó mundi skáldið ekki hafa þurft um sár að binda, hefði Beck komist í færi við hann. Beck er á sinn hátt mikilmenni, en ákafa- maður í skapi og hatast af hjarta við hvern mann, sem hæðist að þeirri hlið kristinna fræða, sem honum er allur sannleikur, hans líf og sál, og meira virði en himinn og jörð. En nú var það sú hliðin, sem S. leitaði á, og lagði í einelti;. hann hló að Beck og hallaði hann Æru-Tobba, Sölfa og Sálarháska (eða tilsvarandi dönskum upp- nefnum). Beck á aldrei, eða mjög sjaldan, orða- skipti við menntaða vantrúarmenn, kveðst og yf- ir það hafinn, en á bak þeim kallar hann þá engum betri nöfnum en þeir hann, enda kalla þeir sig »heilaga« (Hellige), en alla, sem ekki að- hyllast flokk þeirra, syni glötunarinnar eða m. k. heiðingja. En því munu þeir Beck hafa reiðzt mest Schandorph, að hann kallaði Beck og hans menn heiðingjum heimskari og verri. Kirkjutrú- in — sagði Schandorph — hlýtur eins og allt annað, að þróast og hreinsast gegnum reynslu og framfarir, fylgja framsókn tímanna og verða skyn- samlegri, röklegri og mannúðlegri, svo hún verði ekki nátttröll eða steingjörfingur 1 augum mennta- og vísindamanna, því miðaldartrúarfræðin studd- ist við þekkingarvit þeirra tíma, og hlýtur því að lempa lífs- og veraldarskoðanir sínar smátt og smátt eptir þekkingarviti vorra tíma. Þetta leita líka hinir vitrari guðfræðismenn við að gera —- nema séra Beck og hans »heilögu«. Þeir setja 16. aldar skoðanirnar aptur á bak, þveröfugt við þarfir allra upplýstra manna, þveröfugt við lífs- skoðanir samtíðarinnar. »Þið boðið trúna — sagði S. — eins og Karla-Magnús og Ólafur Tryggva- son — nema hvað ykkur vantar eldinn og sverð- ið«. Aptur fann S., að þeir Beck ynni líka nokk- uð gott meðal lægri stéttanna, sem þeirra »heiðm og hrái kristniboðskap\ir« hneykslaði ekki; þeir vekti fólk af dvala andvaralausrar eigingirni, smá- sálarskapar og ánauðar. Auðvitað trúir Beck og kennir, að fj— sé öllu yfirsterkari og missi varla eina sál af hundraði, en hinn lægri lýður vor Dana tekur það fyrir góða vöru og sér ekki svart- sýnið«. Og svo kemur hitt, að þeir Beck ertl skörungar til framkvæmda og kveykja áhuga» hjálpsemi, félagsskap og framfárir í uppeldisfflál- um, búnaði og enda lýðfrjálsum skoðunum. þessu leyti eru þeir fátæklinganna frömuðir og vinir. Og þeir, sem gefa sig á þeirra vald og híýða blindandi boðum þeirra, þeim eru þeir á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.