Þjóðólfur - 21.06.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.06.1901, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. júní 1901. Nr. 31 ± Fyrir 2 krónur ♦ geta nýir kaupendur fengið Þjóðólf frá I. júlí næstk. til ársloka (30 tölublöð). í kaupbæti fylgja tventi sérprent- uð sögusöfn blaðsins, hin nýj- ustu, 11. og 12. hepti yfir 200 blaðsíður. rrrr rrrrr rrrrrrrrrrrr Ágœtar skemmtisögur. Vilji menn fá sögusöfn þessi, jafnskjótt og mennpantablaðið, verður borgunin (2 kr.) fyrir hálfan árgang þess að fylgja pöntuninni. Askript að þess- um síðari helming árgangsins er jafnframt bindandi fyrir næstkomandi árgang (54. árg.) frá nýári 1902 til ársloka. Nýir kaupendur ættu að sæta þessum vildarkjör— um sem allra fyrst. Ágrip af aeflsögu hlutafélagsbankans frá þlnglokum '99 til vorra daga. II. (Síðari kafli.) Eptir að ráðaneytið hafði meðtekið álits- skjal stjórnar þjóðbankans, sendi það þeim herr- um, Arntzen og Warburg, það til umsagna. Bréf þeirra er dags. 29. jan. þ. á. Alit þeirra er, að viðskiptaþörf íslands sé varla fullnægt með i1/*—1^/3 milj. kr. í banka- seðlum og hugsun þeirra sé, að seðlarnir geti útrýmt úr landinu mynt og seðlum annara þjóða, og koma í þeirra stað. Þeim þykir seðlaútgáfurétturinn verða of tak- markaður með því að setja hann 2 milj. kr. Innan lítils tímamuni þarfir landsins heimta meira, og ef þá þurfi á ný að leita til löggjafarvaldsins, muni örðugra að vekja áhuga auðmanna í Dan- mörku á stofnun bankans, þeir vilja því ekki ganga inn á aðra takmörkun seðlaútgáfunnar en Þá, sem í frv. þeirra stendur. Þeir hafa ekki hugsað sér, að hlutaféð 5—6 milj. kr. sé þegar 1 upphafi borgað allt inn, heldur fyrst um sinn 2 milj. kr. og svo bætt við eptir þörfum. Þeir vilja því þegar í upphafi ákveða hlutaféð svona hátt, svo að eigi þurfi á eptir að sækja leyfi til löggjafarvaldsins. Þeir ganga inn á að tryggja með málmi hálfa upphæð þeirra. Þeir vilja ekki ganga inn á að breyta frv., að því er snertir hinar aðrar tryggingar fyrir seðlunum. Þeir vilja ekki stytta endurleyfistímann meira en til 40 ára. Þeir höfðu ekki hugsað sér, að bankinn lán- aði gegn fasteign, heldur væri átt við það, að hugsazt gæti, að bankinn þyrfti að eignast skulda- hréf með veði í fasteign, þau er landsbankinn ætti, þá er bú hans verður gert upp. Þeir eru Því samþykkir stjórn þjóðbankans! Þeir ganga inn á, að ekki sé eiginleg Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum, bankadeild í K.höfn, heldur bankaerindsreki, en vilja að störfum þar sé stjórnað af þeim hluta bankaráðsins, sem þar á að vera búsett. Þeir vilja ekki þrengja mjög í reglugerðinni verksvið bankans vegna staðhátta Islands; þótt þeir séu stj. þjóðb. í sjálfu sér samþykkir í þessu efni. Þá er ráðaneytið hafði fengið þetta svar þeirra hr. Arntzen og Warburg, hafði það málfund með þeim til nánari ákvörðunar atriða þeirra, sem í milli báru og skýrir stjórnarráðið þjóðbankastjórn- inni frá því í bréfi dags. 15. apríl. — I því bréfi skýrir ráðaneytið frá, að það vilji ganga inn á, að hiiin fyrirhugaði banki megi gefa út í seðlum allt að 21/, milj. kr. og að einkarétturinn sé veitt- ur til 40 ára, og að öðru leyti séu þeir herrar, Arntzen og Warburg, tilleiðanlegir til að Uka til eptirbreytni allar breytingartillögur stjórnar þjóð- bankans í bréfi hennar frá 12. september, — þó að einni undanskilinni, — þeirri um heimilisfang- ið. Stjórnarráðið heldur því föstu, að bankinn eigi að hafa heimilisfang 1 Reykjavík, og þar eigi öll stjóm hans að hafa aðsetur; þá sé fyrst feng- in trygging fyrir því, að Island fái að, njóta og nota það fé, sem bankinn hefur til umráða, en þá tryggingu vanti algerlega, ef sjálfstæð bankadeild með sjálfstæðri stjórn sé sett á laggirnar úti í K.- höfn. Þegar ísland veiti hlunnindin, s eð 1 aú t gá fu-ei n ka r é tt í 40 ár, þá eigi það heimting á, að það sé tryggt land- inu, að aðalfjárhæðin verði notuð í þarfir þess, til eflingar avinnuvega og framfara. Þó að þeir hr. Amtzen og War- burg segi það 1 bréfi sínu, að þeir vilji ganga inn á, að bankadeildin ( Kaupmannahöfn heiti »A- gentur« f orði kveðnu, þá hljóti það í reyndinni að verða sérstök og sjálfstæð bankadeild, úr því hún eigi að standa undir sjálfstæðri stjórn bú- settri í K.höfn með ráðgjafa íslandssem formanni. Hættan sé því, að þar verði aðaldeildin, þar að- alstarfið, þar aðalþungamiðjan. En með þvímóti bregðist bankinn vonum Islendinga og þeim til- gangi, sem hann er stofnaður í. í slíkan banka vilji stjórnin ekki leggja landsjóðsfé. Hluthafarn- ir verði aðallega ekki Islendingar og utanlands verði aðalvaldið yfir gerðum bankans og fram- kvæmdum. Orð ráðaneytisins eru þannig: »Það er víst nokkur ástæða til að ætla, að bankastofnendun- um muni veita erfiðara að afla sér stofnfjárins, ef hin sanna stjórn bankans verður ekki í K.höfn, og að þetta sé hin sanna orsök til þess, að þeir vilja ekki beygja sig í þessu efni. En eins og sjá má af ástæðum bankamáls-nefndarinnar í neðri deild alþingis (1899) — þó þetta hafi ekki verið vel ljóst þinginu — hefur ætlunin verið, að tryggja sér, að starfsvið bankans yrði Island og að fram- kvæmdarvald hans ætti þar heima. Og ráðaneyt- ið verður að álíta mjög vafasarnt, hvort hægt er að tryggja þetta á annan hátt en með því, að á- kveða, að hið eiginlega framkvæmdarvald bank- ans eigi heima á íslandi. Að vísu mundi bankastjórn úti í K.höfn hafa minni freisting til að verja fé bankans til fyrir- tækja, sem miður henta seðlabönkum; en á hinn bóginn yrði að skoða svo, sem bankinn hefði tap- að markmiði sínu, og yrði vonbrigði fyrir Island, ef að eins einhver lítill hluti af starffé hans kæmi íslenzku viðskiptalífi og framkvæmdum aðgagni«. I þessu ljósi verður að skoða og meta bankafyr- irtæki umsækjenda í heild sinni og fastheldni þeirra við, að^hafa bankastjórnina búsetta úti í K.höfn. Og endanlegar ákvarðanir ráðaneytisins verða undir því komnar, hvort hægt verður að tryggja það — þrátt fyrir fastheldni umsækjenda við bankastjórn úti í K.höfn — að bankinn starfi á þann hátt, sem frá íslands hálfu er oghlýturað vera skilyrðið fyrir hinum eptiræsktu hlunnindum. Loks getur ráðaneytið þess, að umsækend- urnir hafi munnlega drepið á, að nauðsynlegt yrði, að leggja á bankann í byrjuninni ýmsan stofnunarkostnað — þrátt fyrir það, þótt þeir í 2. gr. frv. skuldbindi sig til að útvega með á- kvæðisverði hlutaupphæð þá, sem íslendingar ekki skrifa sig fyrir. Þetta kasti dálitlu ljósi yfir kjör þau, sem baftkinn á að byrja með. Hve mikil þessi upphæð sé, hafi umsækendur enn eigi tiltekið. Ráðaneytið fékk síðan og sendi þjóðbanka- stjórninni bréf frá umsækendunum, dags. 15. apríl, þar sem þeir fara fram á, að bankinn borgi sér í stofnunarkostnað allt að 5% af hlutafjárupp- hæðinni. Verði hlutafé bankans ákveðið 2'/2 milj. kr. þá er það 125 þús. króna skuld, sem hann á að byrja á að borga. Svar stjórnar þjóðbankans til ráðaneytisins er dags. 23. apríl þ. á. Hún heldur fast við það, að nægilegt sé fyrir ísland í allmörg ár, að bank- inn fái að gefa út 2 milj. kr. í seðlum. Það verði því að eins að skoðast sem málamiðlun, svo að fyrirtækið ekki strandi nú, að ráðaneytið vilji ganga inn á það, að gefa nmsækendum heim- ild til að gefa út alt að 2^ milj. kr. í seðlum og einkarétt í 40 ár. Engu að síður væri hluta- fjárhæð 2 milj. kr. nægileg og hæfileg. Viðvíkjandi stjórn bankans og tyrirkomulagi verði að fastákveða, að deildin í Khöfn heyri í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.