Þjóðólfur - 21.06.1901, Blaðsíða 4
124
Dundans prjónavél nr. 1.
A. lítur þannig út:
2 Hún er lítil, skrautlaus, framúrskarandi einföld og ódýr, en sterk,
3 og hetur reynzt vel nú í 8--9 ár. Hún er hentug mjög fyrir al-
- mennt brúk og nauðsynlegt verkfæri fyrir hvert einasta heimili.
œ
<<>
Hún gerir aðallega einfalt prjón, en gerir J»a0 eins vel
3 og nokkur önnur.
jjj ■> Hún er mörgum sinnum fljótari á sokka og vetlinga
íu en nokkur prjónavél aí annari gerð; en er jafnframt seinni á stor-
^ - flíkur en stóru, dýru vélarnar. Hún gerir sokkinn heilan (bolinn)
ofan frá og niður úr, með hsel og totu aö öllu leyti, svo
o> 3 að ekkert er eptir nema að þræða saman eitt gat á totunni og að
^ fella af fitina. Hún hefur 72 prjóna, og prjónar allar almeun—
o- j ar stserðir af bandi, laust og fast eptir vild.
1» 2. Hún gerir flestar nauðsynlegar stærðir af sokkum ogvetlingum,
3, < án tilbreytinga frá vanalegu aðferðinni. En með þvf að þræða meira
^ g. saman en vanalega er gert úr henni, gerir hún allar staeröir
^ af sokkum og vetlingum. Móti þessu tjáir ekki að mæla, því eg
c ?r get sannað að þetta er áreiðanlegt. Á hana mái prjóna iO--
? - 20 pör sokka á dag. Það er sama sem að segja, að hægt sé
tJ að vinna fyrir 5% ársvöxtum af verði hennar á hálfum degi.
— Um 80 af þessum vélum eru nú pantaðar hér á landi. Full-
nægjandi íslenzk tilsögn um meðhöndlun vélanna fylgir hverri einni
■u-
<
án enaurgjalds.
verð kr 5o00 Vélin kostar flutt til Reykjavíkur 50 kr,
Gegn fullri borgun í peningum fyrlrfram gefst 10% afsláttur til i. Október n. k. Eng-
in pöntun er tekin gild nema að minnst kr. 10.00 borgist fyrirfram með pöntuninni. Og engin vél
er afhent nema á móti fullri borgun. -- Sórstök kjör til umboðsmanna.
Aðalumboðsmaður fyrir Island:
S. B. Jónsson Laugaveg 12, Reykjavík.
Eptirfylgjandi vottorð um þessar vélar staðfesta hið framanskrifaða:
Dögurðarnesi, Arnes P. O. Man. u. jan. 1893 ,Dundas‘ prjónavélin
Herra! Eg fékk vélina frá yður 27. des. vel sern S. B. Jónsson á Dunkarbakka. hefur fært
umbúna og í góðu standi, og er vel ánægður með
hana. Eg hef prjónað á hana bæði sokka og flat-
prjón,, og er verkið ágætt.
Virðingarfyllst, yðar
Jóíiannes Magnússon.
Eg undirskrifaður, sem hef fengið prjónaða sokka
í Dundas prjónavél, er heri'a Stefán B. Jónsson á
Dunkárbakka útvegar, votta hér með, að lagið á
sokkunum og prjónið sjálft var svo gott að öllu leyti,
sem eg gat á kosið.
Breiðabólstað á Skógarstr., 27. ian. 1901.
Jósep Kr. Hjörleifsson.
Herra S. B. Jónsson.
Eg hef fengið prjónað í Dundas prjónavél bæði
sokka og nærföt og líkar mér prjónið og allur frá-
fangur ágæta vel.
Með vinsemd og virðingu
Dunkárbakka. 9. marz 1901.
(J. E. Kristjánsdóttir.
hér til landsins og hr. Jón kaupm. Þórðarson í
Reykjavík hefur nú í verzlun sinni fyrir lágt verð, er
einkar handhæg og hentug til notkunar, og ætti aö
vera til á hverju heimili. Það borgar sig fljótt að
kaupa hana, það hef eg sjálfur reynt.
pt. Reykjavík í júní 1901.
Eggert Finnsson.
Meðalfelli í Kjós.
íslendingafljóti í Manitoba, 12. jan 1893.
Herrar! Eg meðtók vélina frá yður í góðu á-
standi fyrir þremur vikum, Mér líkar mjög vel við
vélina. Eg hygg að hún sé allt eins góð vél og
fimmtíu dollara vél, sem hér er í nágrenninu. Og
konan mín segist ekki mundu vilja láta þessa vél
fyrir $ 40.00 (fjörutigi dollara), ef hún v-issi, að hún
gæti ekki fengið aðra af sömu sort ( hennar stað.
Með virðing og vinsemd yðar einl.
ftimnsteinn Eyjólfsson.
lagði af stað þaðan heim til Þýzkalands sama
dag. Naumast mun þó allt friðlegt þar eystra.
Bruni mikill varð 1 Antwerpen í Belgíu fyr-
ir skömmu og tjónið metið á 54 miljónir króna.
1 kjörl
um Laufás eru: séra Arni prófastur Jónsson
á Skútustöðum, séraEyjólfur K. Eyjólfsson á Stað-
arbakka og séra Björn Björnsson aðstoðarprestur
í Laufási. Auk þeirra sóttu séra Arni Jóhannes-
son í Grenivík og séra Asmundur Gíslason á
Bergstöðum.
Um Velli í Svarfaðardal eru í kjöri:
séra Páll H. Jónsson á Svalbarði, séra Sveinn
Guðmundsson í Goðdölum og kand. theol. Stef-
án Kristinsson á Akureyri. Aðrir sóttu ekki.
»Laura<
fór héðan áleiðis til Hafnar 18. þ. m. Auk Ame-
rikufara sigldu héðan með henni Boilleau barón
frá Hvítárvöllum til Englands og frk. Ingibjörg
Bjamason til Þýzkalands og Sviss.
Til Ameriku
fóru nú með »Laura« nokkuð á 2. hundrað (113)
vesturfara, og nokkrir eptir enn. Flestir þeirra,
sem fóru eru af Mýrunum, þar á meðal efnaður
bóndi, Pétur Pétursson á Langárfossi, með um 30
manns í eptirdragi, þar á meðal Runólf bróður
sinn, fyr kaupm. hér ibænum. Hafði Pétur þessi
verið í Ameríku fáa mánuði fyrir nokkrum árum,
en horfið þegar heim aptur og sezt að búi hér.
En hann varð aldrei sarnur maður eptir förina,
og sýkti út frá sér fólkið í nágrenninu og víðar
með vesturfarainflúenzu og eirðarleysi svo megnu,
að beztu bændur eru nú að rífa sig upp þaðan og
vilja óðfluga vestur. Sagði svo eiön merkur bóndi
þar úr næstu sveit, að hann vildi, að Pétur hefði
verið farinn fyrir löngu, því að hann hefði lengi
legið þar 1 eyrum manna, með vesturflutningafor-
tölur. Systir hans, sem komin var hingað suður
og ætlaði að fara með honum settist þó aptur með
börnum sínum og fer hvergi. — Hinir einkenni-
legu »ættjarðarvinir«(!), sem jafnan leitast við að
vekja ótrú á landi þessu, og prédika fyrir fólki að
hér sé ekki líft öðrum en skrælingjum einum, geta
glaðst 1 sínu hjarta yfir því, hversu álitlega fækk-
ar hér, jafnframt því, sem söfnuðir ísl. guðsmann-
anna vestra stækka að sama skapi.
Miltisbrandur
er kominn upp hér í bænum; 4 kýr dauðar.
Hvítt er svart
og svart er hvítt, segir stjórnarmálgagnið, hvenær
sem það fer með fleipur og ósannindi, sem það get-
ur ekki varið eptir á, sem ekki ber svo sérlega ó-
sjaldan við, eins og lesendum Þjóðólfs mun kunnugt,
Með fundarályktunina af Seyðisfirði, sem prentuð var
orðrétt í Þjóðólfi upp úr „Bjarka", mega mennirnir
gjarnan stappa og stappa framan í sannleikann, svo
lengi sem þeim þóknast. Þeir vinna ekkert með því,
því að það verður aldrei úr skafið, að Seyðfirðingar
hafa litið réttum augum á Akkillesarhæl valtýskunn-
ar og í raun réttri hafnað henni algerlega, með því
að vilja ekki aðhyllast neina breytingu á 61. gr.
stj.skárinnar. Og svo má „Isafold" halda áfram að
stappa og segja, að svart sé hvítt og hvítt sé svart(!!).
Hin einkennilega höfuðveiki blaðsins, er þessu mun
valda, læknast naumast með neinum meðulum úr
þessu, því að slíkur vanki mun orðinn ólæknandi.
Þingmálafundur
fyrir Reykjavíkurbúa verður haldinn í Iðnaðar-
mannahúsinu þriðjudaginn 25. þ. m. kl. 8 e. m.
Tryggvi Gunnarsson. .
Öllum þeim, er tóku þátt í að heiðra gullbrúð-
kaupsdag okkar, sérstaklega þeim, er gengust fyrir
samkomúnni á Lágafelli í tilefni af því, og þeim, er
jóku hátíðleik hennar með kvæðum, ræðum eða gjöfum
til okkar, vottum við okkar innilegasta þakklæti.
Keldum 19. júní 1901.
Guðrún Þorláksdóttir.
Sigurður Guðmundsson.
SÍLD og ÍS
fsest að jafnaði í íshúsi kaupm. J. G. Möller’s á
Blönduósi.
SALTFjgKUR
-~«SSSSSSSSSSSSSSSS>—
vel verkaður, stór smár, og ýsa verður
keyptur hæsta verði við verzl. EDINBORG
í Reykjavík, Keflavík, Stokkseyri og Akra-
nesi, sömuleiðis á öllum viðkomustöðum
strandferðabátanna.
ÁSGEIR SIGURÐSSON,
Öllum þeim æðri og lægri, skyldum
og vandalausum, sem við fráfall manns-
ins míns sáluga, Kristmundar Guðmunds-
sonar, veittu mér aðstoð eða heiðruðu
jarðarför hans með nálægð sinni, einn-
ig þeim mönnum af Kjaiarnesinu, sem
endurgjaldslaust gengust fyrir því, að
sækjalík hans suður í Reykjavík og koma
honum 1 jörðina, votta eg og börn min
innilegustu þakkir.
p. t. Reykjavlk 13. júní 1901.
Halldóra G-estsdóttlr á Útskálahamri í Kjós.
Hér með tilkynnist vinum og
vandamönnum fjser og nær, að dótt-
ir okkar elskuleg Elín, andaðist 4.
þ. m.
Bíldsfelli 14. júní 1901.
Jón Sveinbjörnsson Málfr. Þorleifsdóttir.
Búfræðingafundurinn
verður haldinn (29. þ. m. kl. 8 f. h.) I Iðnaðar-
mannahúsinu
Reykjavík ‘9/6 1901.
Bjórn Bjarnarson.
PrjónavélaR
Þeir, sem panta hinar ágætu prjóna-
vélar Simon Olesens hjá P, Nielsen á.
Eyrarbakka fá hentugar vélar fyrir ís-
lenzkt band frá 23 til 60 krónum undir
verksmiðjuverði, eptir stærð.
Leiðbeining við pöntun og príslisti verð-
ur sent hverjum sem vill.
Fríflutningur til allra hafna, sem strand-
ferðaskipin koma við á.
Þyrilskilvlndur (Kronseparatorer)
3 stærðir.
Kreolsápa, bezta og ódýrasta bað-
lyf, sem áreiðanlega drepur maur, en skemm-
ir ekki ullina.
Sápa til ullarþvotta („Union“ Brand Soap)
20 aura.
Fæst við Lefoliis-verzlun
á Eyrarbakka-
Ljómandi falleg kýr, sem á að bera urn
mitt sumar, fæst til kaups á Búrfelli ( Grímsnesi.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.