Þjóðólfur - 21.06.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.06.1901, Blaðsíða 3
122 Og svo er í öllum löndum. — Það er allvíða svo ástatt, að túnin sjálf eru grýtt, en í útjöðrunum eða skammt frá er grjötlaus og góð jörð, sem opt er rniklu arðvænlegri að rækta, og yfir höfuð er hér ekki skortur á landi til ræktunar, sem plægja má vegna grjóts. Sé jörðin svo vot, að ekki sé hægt að plægja hana, þá verður að ræsa hana fram, því það er áreiðanlegt, að það borgar sig ekki að gera þá jörð að túni án framræslu, sem er svo vot, að ekki er unnt að plægja hana. Að enginn íslendingur kunni að plægja, er eins og eg sagði hér að framan ó- rökstuddur sleggjudómur. Eg þori að fullyrða, að aliir þeir piltar, sem lært hafa á Ólafsdalsskólan- um eru færir um að leysa af hendi þær plæging- ar, sem vér með voru núverandi jarðræktarfyrir- kofnulagi þurfum á að halda. Mér er ekki eins vel kunnugt um þá æfingu, sem fæst við hina skólana í þessari grein, en eg tel víst, að þeirséu ekkí margir, er frá þeim koma, sem ekki geta plægt það, sem vér þurfum á að halda. Þær plægingar, sem vér þurfum á að halda, getur hver verklaginn maður lært á skömmum tfma, og þessa plæging ætti ekki að þurfa búfræð- inga til að gera. Kunnáttan í þessu efni þarf að verða almenn, komast til hvers bónda og búfræð- ingarnir geta kennt það. — Oss vantar hentug áhöld — það er satt, en hversvegna? Af því vér viljum ekki hafa þau, vér getum fengið ýms útlend áhöld, sem eiga hér vel við, og vér getum einnig fengið talsvert af þeim smíðað í landinu sjálfu, en vér viljum ekki afla oss þeirra eða nota þau. Vérhöfum íslenzk- an plóg — frá Ólafsdal — og vér viljum ekki ann- að gera en dæma hann óhæfan að óreyndu. Þeir, sem mesthafa að þessum plóg fundið, eru nefnilega menn, sem aldrei hafa á plógi tekið og hafa mjög óljósa hugmynd uin, hvernig plógar eiga að vera. Draugakofinn gamli á Norðurvöllunum til forna Og Sæluhúsið á Kolviðarhóli nú. III. (Síðasti kafli.) Arið 1893 tók hinn núverandi sæluhúsvörður Guðni Þorbergsson, tengdasonur Jóns Jónssonar fyrirrennara slns, Kolviðarhól, og um haustið 1893 fékk hann sér, samkvæmt lögum um rétt til að taka upp nýbýli '-t/i 1776, útmælt allmikið land, er liggur í spildu í kringum húsmúlann sunnan og vestan, en að austan upp í Reykjafell og norður fyrir Sleggjubeinsdal. Engjablettinn við húsmúl- ann hefur Guðni afgirt að mestu með 400 faðma löngum grjótgarði og 7—800 faðma löngum skurði, sem bæði er notaður sem áveituskurður og varn- arskurður; skurðir þessir eru að meðaltali 9 fet á breidd og full 2 á dýpt. Túnstæði allmikið er þegar búið að afgirða með 3—400 faðma löngum garði, og er þegar búið að slétta í því fulla 250 □ faðma; af landi þessu fær nú ábúandinn um 270 hesta. Þetta mega nú heita allmiklar umbætur á landi, sem ekkert gaf aí sér áður; þá varð að afla heyjanna upp á fjalli á hinum svo nefndu Skarðs- mýrum. Þó heyskaparhorfur séu þannig nú, þarf mjög mikið að kaupa að af heyjum, því fén- aður er þarna furðu rnikill, eins og erfitt er þó með hann. I sumar voru þar 8 nautgripir og 13 á- burðarhross, og nálægt helming af hvöru mun hafa verið á heyjum þarna í vetur, hitt í fóðrum. Um 15—20 manns hefur Guðni nú á búisínu, má það mikið heita. 2 vagna hefur hann fengið sér til léttis við flutninga. — Ur því minnst hefur verið á byggingar fyrirrennara Guðna, er rétt að taka hans verk með líka. Eins og áður er ávikið tók landshöfðingi fyrir hönd landssjóðs við húsinu 1895 Og frá þeim tíma hafa tillögur hans lagt góða hönd í bagga með byggingu og viðhald á húsum á Kol- viðarhóli, fyrst með því, að láta byggja skúr við vesturenda steinhússins og kom hann í stað gamla bæjarins, enda og með því að leggja til járn á þak á eitthvað af hesthúsunum o. fl., en þó síðast og ekki sízt, fyrir það, að ráðizt var í að byggja upp nýtt og allvel vandað timburhús járnvarið 10X10 á stærð, við steinhúsið gamla, sem allt er gliðnað og af göflum gengið, og var engin manna íbúð með seinasta þó í því væri búið. Nýja húsið er innréttað hátt og lágt og vel gengið frá flestu; kjallari er undir því öllu, þiljaður í 4 hólf; grjótið í kjallarann og aðra vinnu viö hann lagði Guðni til, gegn því að mega hafa þar búslóð sína. Gamla steinhúsið keypti hann eptir mati, fyrir nálægt 350 kr.; eru þar nú smíðaklefi, snæðingsherbergi fyrir almenning, svefnklefar o. fl. í nýja húsinu eru 2 svefnherbergi, 1—2 í skúrnum. I húsinu er og lagleg gestastofa; nú munu vera til góð sæng- urrúm fyrir 12 manns, og önnur ringari fyrir 16, þessa gestatölu er hægt að hýsa án þess að hreyft sé við heimafólkinu. Hesthús og fjós eru nú und- ir einu þaki, hesthúsunum er skipt í sundur, þau taka nú cil samans um3o hesta, en fjósið um 10 naut- gripi. Hlöður eru stækkaður svo, að nú taka þær um 4—500 hesta. Mikið er það ánægjulegt nú orðið að líta heim eða koma heim á fjallabýli þetta, og sjá allar þær umbætur, er þarna hafa orðið á tiltölulega fáum árum, eins er það ekki síður gleðilegt (hugunarefni fyrir aðkomumenn, að Kolviðarhólshjónin yngri ekki síður en hin njóta mjög almennrar vinsæld- ar, bæði hjá æðri sem lægri. Allt hreinlæti og umgengni bæði úti og inni virðist í góðu lagi og vel við hæfi alls almennings. Af öllu því sem nú hefur verið minnst á, sést að bráðnauðsynlegt var að húsgisting á þessum fjölfarna stað yrði viðunanleg; útlendingar eru farnir að gista þarna og fer straumur þeirra sí- vaxandi. Má því nærri geta, hvert gleðiefni það hefði verið fyrir Hólbúann áður að þurfa að hola þeim niður innan um misjafnlega fyrir kallaða lesta- menn, ekki hefði það orðið til að sýna betri hlið- ina á f járveitingavaldinu, að þurfa að segja að þetta væri eina byggða sæluhúsið á landinu, sem það ætti hlut í, en sem betur fer sýnist nú komin sæmileg tillög frá þess hendi. Framfarir þessar, sem þannig hafa orðið á Kolviðarhóls ábúðinni, eru vafalaust ekki hvað sízt því að þakka, að ný- býlisréttur og útmæling fékkst á landinu. Stríð- laust átti það samt ekki að ganga, því Ölfusingar spyrntu allmargir á móti nýbýlisrétti Guðna, og töldu það rýra afréttarland sitt, en sem betur fór létu þeir undan síga - enda munu menn þeir, er mest stóðu á móti, hafa álitið land þetta fremur eign að nafninu, en að notin væru eins mikil af því. — Á stöðvum þessum var vitanlega griðland stóðhrossa sunnan frá sjó, os áfangastaður ferða- manna hesta — allt þetta virðist komast jafnvel af eptir sem áður. — Þó allt þetta hafi nú fallið, eins og það átti að vera eða því sem næst, er þó eitt, sem angrar Kolviðarhólsbúann, sem aðra mæta menn, er út í slíkt hugsa, það er hin ieiðinlega hvefsnis náttúrahinnaog annaraómerkilegra flökku- dýra í mannsmynd, sem opt og einatt eru að hafa í frammi hinar og þessar brellur við húsið, eða á- höld húsbúans, að ógleymdum þeim mikilshátt- ar bresti, að grípa. þar ýmislegt, sem heimilinu til heyrir. Sem betur fer eiga hér næsta fáir hlut að máli, en þetta ætti alls ekki að koma fyrir nú orðið. — Þess er líka mikillega óskandi, að sælu- hús á fjallvegum, sem ætluð eru almenningi til skýlis, ættu betri meðförum að sæta en hús þetta á Kolviðarhóli átti fyrst. Samt dettur manni í hug, sem sér Vatnasæluhúsið og sæluhúsið á Mosfells- heiði nú, að nokkuð eigi þeir einstaklingar f land til góðs siðgæðis og menningar, sera spillt hafa þaki og veggjum þeirra, einkum því fyr nefnda; þetta þarf bráðlega að lagast, ef þjóðin á ekki að fá vansa af háttalagi aumingja þessara — Þó pilt- ar þessir geti dulizt og sloppið hjá lagarefsingu, þá er þó til önnur hefnd, hefnd, sem kemur opt fram af ófyrirsjáanlegum atvikum; gæti því svo farið að einhverjir af fordjörfunaröndum þessum verði að leita sér skjóls í húsum þessum eða ann- arstaðar, er kynni þá að minna þá óþægilega á, brotna gluggann, götin á þakinu eptir stafsbrodd- inn eða hjaralausu hurðina,— Alls þessa eru dæmi, og er hverjum manni óskandi að varast þau. — Ritað í apríl 1901. S. J. Einar gegn Skúla. ______ -á I »Lögbergi« 27. júní 1888 skrifar Einar Hjör- leifsson gegn Skúla Thoroddsen í greininni: »Hvers vegna fara þeir?« »Þjóðviljinn heldur að útflytjendurnir muni ekki kenna það skorti á landskostum, að þeir flýja landið (o: ísland), heldur kúgun dönsku stjórnarinnar. Hm. Það eru undarlegir menn, þessir útflytjendur. Þegar þeir koma hingað vestur, þá ber það ekki svo ósjaldanvið, að kunningjar þeirra spyrja þá, hvers vegna þeir eiginlega hafi farið vestur. Og þá fara þeir venjulega að tala eitthvað um haf- ís og grasbrest og atvinnuleysi og ýmsan eymd- arskap; það ber og við, að þeir segjasthafa far- ið vegna barnanna sinna, segja að þá langi svo mikið til að þau geti fengið að læra eitthvað, en þess sé ekki kostur á Islandi; það kemur enda fyrir, að þeir fara að rugla eitthvað um þ i n g þjóðarinnar á íslandi, segja jafnvel stundum eitt- hvað í þá átt, að það sé meiningarlaustog stefnu- laust, allir vilji þar verða leiðtogar og svo verði það enginn, og þar fram eptir götunum, sem vér þorum varla að hafa eptir. En aldrei skulu þeir minnast á dönsku stjórnina, ekki fremur en hún væri ekki til. Er það ekki undarlegt, að þeir skulu svona gleyma þvf, sem rak þá brott af ættjörð sinni, á ekki lengri tíma, en meðan þeir eru að komast yfir hafið ? Og er það ekki öldungis óskiljanlegt, að þeir skuli allt í einu fara að kenna því um, sem ekki rak þá burtu? Eða skyldi það geta skeð, að þetta sé ein- hver misskilningur hjá Þjóð vilj anum?« Þannig hélt »Lögberg« því fram gegn'»Þjóð- viljanum«, að það væri eigi dönsku stjórninni að kenna, að íslendingar flytja búferlum til Vestur- heims. Auðvitað‘talar blaðið eigi um áhrif þau, sem »agentar« Kanadastiórnar og Manitobastjórn- ar hafa haft á útflutninginn frá Islandi til Vestur- heims. Það er eðlilegt, því höf. er einn í flokki þeirra. Grein þessi sýnir, hvernig ritað er í »Lög- bergi« um ísland og íslenzku þjóðina. Hér eru eigi minnstu menjar um ættjarðarást, en að eins ánægja yfir því, að það sé shafís og grasbrestur og atvinnuleysi og ýms eymdarskapur« á íslandi. Þannig skrifa að eins þeir menn, sem ganga á mála hjá útlendum þjóðum, til þess að nfða ætt- land sitt og ættþjóð. Hafsteinn Pétursson. * * * I grein minni um séra Odd V. Gíslason í Þjóðólfi 29. marz þ. á. stendur um ársskýrslu Kirkjufélagsins »að eins einn fjórði hluti hennar var sannur, en fimm fjórðu hlutar hennar voru eintóm ósannindi« á að vera: »Að eins einn fimmti hluti hennar var sannur en fjórirfimmtu hlutar hennar voru eintóm ósannindi«. //. P. Frá útlöndum hafa borizt einstök blöð (ensk) frá 4. og 7. þ. m., en fátt fréttnæmt. Milli Búa og Breta skríð- ur ekki enn til skara, að eins smáorustur við og við og lítið mannfall af hvorumtveggju, en Bret- ar þykjast taka herfang allmikið í hvert skipti, einkum nautgripi, jafnvel svo þúsundum skiptir í senn, en það mun nokkuð orðum aukið. 17. þ. m. ætluðu Bretar að senda 800 manns sem liðs- auka heiman frá Englandi til Afríku og stjórn- in heimtar 'stöðugt af þinginu meiri fjárframlög til ófriðarins, án þess að vilja gera grein fyrir, hvernig hún hugsi sér að verja því. Margir þing- menn segjast vera fúsir til að láta stjórnina hafa fé til að flytja hermenn heim til Englands, það- an að sunnan, en alls ekki til þess að að senda fleiri að heiman á slátrunarvöllinn. Þykir nóg komið. Waldersee hinn þýzki sagði af sér yfirstjórn sambandshers stórveldanna í Kína 4. þ. m. og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.