Þjóðólfur - 05.07.1901, Side 1

Þjóðólfur - 05.07.1901, Side 1
ÞJOÐOLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. júlí 1901. Nr. 33. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. HÉR MEÐ er skorað á fél'óg þau, sem tekið haýa þátt í þjóðhátiðarhaldi i Reykjavík 2. ágúst, að velja nÚ þegar menn í forstöðunefnd og haga valinu, eins og vant er. Fyrir hönd Stúdentafélagsins. BjarniJönsson. Cfrá Vogi, form.). Landsbankinn verður opinn í sumar í jiilí og águst frá kl. ÍO f. m. tii kl. 1 e. m. Bankastjórn til viðtals kl. ÍO—11 f. m. Landsbankinn 25. júní 1901. Tryggvi Gunnarsson. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 21. júní. Tíðindalítið seinustu dagana. I Suður-Afríku sama þaufið, en Bretar fara að sögn eigi sjaldan halloka fyrir Búum. Eptir orustu við Hartebeestfontein, þar sem Bretar ný- lega misstu m. a. margar fallbyssur í hendur Búa, var þess getið, að allur suðurhluti Transvaals — að bænum Seerust undanteknum — væri nú aptur á valdi Búa. 2'/2 klukkustund höfðu þau Krúger og frú Botha talazt við, er þau hittust hér á dögunum — um hvað, veit enginn með vissu. I öðru veif- inu er sagt, að Krúger hafi víxlað þráðskeytum við Transvaalstjórnina, með leyfi Kitcheners, að áhrif hans, að þvi er stríð eða frið snertir, séu nú lítil, og að hann sé í öllu falli mótfallinn friði upp á aðra skilmála en óbundið sjálfsforræði og ætli, ef til vill, að lýsa þessu áliti sínu yfir opin- berlega; í hinu veifinu er því neitað, t. d. af dr. Leyds, sendiherra Búa í Norðurálfu, að nokkrir friðarsamningar séu í bruggi. I þennan streng kvað frú Botha jafnvel hafa tekið — sagt, að mað- ur hennar ætli að berjast til streitu. Það eru annars margarsögur, sem hafðar eru eptir frú Botha; ein af þeim er sú, að French, riddaraliðsforinginn ötuli, hafi tvívegis verið hand- tekinn af Búum. I fyrra skiptið var honum sleppt tneð því móti, að hann lofaði þvl, »upp á æru og samvizku«, að hann skyldi ekki berjast fram- ar gegn Búum. Hann sveik loforð sitt, og þeg- ar Búar náðu honum í annað sinn, ætluðu þeir snúningalaust að skjóta hann. En Kitchener tókst að leysa landa sinn úr hættu með því að sleppa 1000 Búum úr haldi. — Sagan er hér ekki seld dýrara en hún er keypt! Óánægjan með ófriðarpólitík stjórnarinnar kvað fara vaxandi á Englandi. Skoðanir f þessa átt komu einkum mjög berlega fram á opinber- 11 tn fundi, er haldinn var í Queenshallí Lundún- úru 1 fyrra dag þar sem margir þingmenn voru hl staðar og tóku þátt 1 umræðum. Það þykir útlit fyrir, að meiningarmunurinn um Afríku-stríð- ið muni verða til þess að sprengja vinstrimanna- flokkinn. Hermenn stórveldanna í Kína eru nú að tínast burtu og kínverskir hermenn taka taumana í þeirra stað, til þess að halda uppi friði og reglu, eins og blöðin segja. Að öðru leyti er ekki gott að vita, hve lengi Kínverjar sitja á sér; ein sagan segir, að Tuan prinz vaði uppi, ætli með ráðum keisaradrottningarinnar gömlu að setja keisara af og koma ungum syni sínum í hans sess. Önnur sagan segir, að Tungfúhsian hershöfðingi safni liði og ætli að gera uppreisn gegn keisara. Enginn veit þó, hvað satt er í þessu. Ý m ÍSlegt. Málfræðingurinn þjóðverski Hermann Grimm dáinn. Bismarksminnisvarðinn í Berlín var nýlega afhjúpaður með vanalegri viðhöfn. Keisarahjónin rússnesku hafa nú eignazt fjórðu dótturina; ríkiserfinginn lætur bíða eptir sér. Seinasta manntal < Frakklandi vekur almenna athygli. 1896 voru þar 38,270,000 íbúar, 1901 : 38,600,000 eða 330,000 fleiri, en meiri hlutinn af þessum viðauka kvað vera útlendingar, er tekið hafa bólfestu í París eptir sýninguna miku. Frá 1830 til 1901 hefur fólkstala aukizt að eins um 3 miljónir (frá 35 milj. til 38 milj.) og er það ekkert í samanburði við aðrar þjóðir; þannig hef- ur t. d. í Þýzkalandi fólki fjölgað á sama tíma- bili frá 35 milj. til 56 milj., í Austurríki 30 m. til 45 m. — Fyrir 50 árum var Frakkland fólks- fleira en bæði Þýzkaland, England og Austurríki, en nú er jafnvel Italía bráðum búin að ná því. Lan dsm álaskraf. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. HI. Fyrst eg er nú að tala um menntunar- ástandið, þá vil eg geta þess, að þegar eg las áðurnefnda ritgerð Páls amtmanns í Lögfræð- ingi, þá gladdi það mig mjög, að þar er hald- ið fram mjög líkri skoðun þeirri, sem eg kem með 1 ritgerðinni: »BarnamenntunarmáIið« í 49— 51. tbl. Þjóðólfs f. á. Sú grein var nefnilega orð- in nærri tveggja *ára gömul, þegar hún kom út, en lá svona lengi hjá ritstjóranum, bæði af því, að hún komst eigi að sökum rúmleysis og svo af því, að eg hirti eigi um að láta hana birtast svo fljótt. Einungis vil eg gagnvart vini mínum og framfaramanninum Páli Briem halda fram því á- liti mínu, að í menntunarmálinu værum vér vafa- laust enn þá skemmra á veg komnir, en vér þó erum, hefði oss verið stjórnað af öðrum. Vor út- lenda stjórn gerði lítið til að auka menntun og bæta búnað íslendinga, meðan löggjöf og íjárveit- ingarvald var í hennar höndum. Nálega allt, sem lagazt hefur í þessu efni, er beinlínis komið síðan vér fengum sjálfsforræði. En sleppum þessu og snúum oss heldur að hinu gleðilega tímatákni, að margir betri mennirnir meðal Islendinga eru nú komnir á þá skoðun, að umbæta þurfi mennt- un alþýðunnar eigi landbúnaðurinn að geta náð nokkrum þrifum, því fyrir ómenntaðri alþýðu er eigi til neins að prédika í tímaritum og dagblöð- um, allur almenningur fer ekkert eptir því. Það er til lítils að kenna hinum eldri; á æskulýðnum verður að byrja. Sem sorglegan vott um hugs- unarleysi bændanna má nefna það, að í stórum hreppum sumstaðar er enginn bóndi, sem kaupir »Búnaðarritið«, og vita þó allir, að í því eru margar góðar ritgerðir, sem alþýðu væri gagn í að lesa og breyta eptir. Meðal annara orða, eg vildi ráðleggja mönn- um að lesa rækilega ritgerð Sæmundar heit. Eyj- ólfssonar í Búnaðarritinu fyrir árið 1896: »Um þann hugsunarhátt Islendinga á liðnum öldum, sem ráðið hefur meðferð þeirra á landinu«. Sérstak- lega er þó niðurlag hennar merkilegt. Það rit- aði þessi einlægi föðurlands- og framfaravinur með deyjandi hendi. Þar sýnir hann oss fram á, að nýjar og betri aðferðir hafi verið teknar upp í flestum atvinnuvegum landsins, nema landbún- aðinum; hann sé enn með sama sniði og um- merkjum í öllum höfuðatriðum, sem fyrir mörg- um öldum; umbæturnar séu svo smáar og að van- rækt hafi verið að afla nokkurrar nýrrar þekking- ar 1 því efni. Vantrúin á gæðum landsins hafi verið svo rík, að menn hafi eigi þorað að kosta neinu mikilvægu til hans, svo að honum yrði hrund- ið fram á nýjar brautir. Það eru sannindi, sem þessi maður fór með og það getur eigi lengur gengið, að halda áfram í sama forminu. Ef búskapur nágrannaþjóðanna væri með sama sniði, sem fyrir 100 árum, þá væri engin hætta á ferðum, en nú er ekki því að heilsa. Hjá þeim hefur hann gersamlega umskap- azt fyrir hjálp vísindanna og sama verðum vér að láta hann gera, ef vér viljum standast í sam- keppninni við þær'. Allar atvinnugreinir manna nú á dögum styðjast við vísindin og sífelldar rann- sóknir og tilraunir, en umfram allt þarf sveitabú- skapurinn þess, því hann er sú atvinna manna,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.