Þjóðólfur - 05.07.1901, Blaðsíða 3
En þá er eptir ákvæðið um setu ráðgjafans
á þingi. Um það atriði út af fyrir sig hafa ekki
verið mjög skiptar skoðanir, heldur um búsetu
hans í Höfn og setu í ríkisráðinu. Þar skilur Val-
týinga og heimastjórnarmenn alvarlega. Vér heima-
stjórnarmenn hljótum að heimta stjórn sérmála
vorra inn 1 landið, heim tilokkar. Oggetumvér
ekki nú þegar fengið hinar allra fyllstu óskir vor-
ar: landstjóra með ráðgjöfum hér, þá ættum vér
að geta fengið svo mikið, hjá væntanlegri vinstri
mannastjórn, að svo mikill munur yrði á þvf, eins
og degi og nóttu í samanburði við það, semVal-
týingar hafa viljað. Meðal annars verða kröfur
vorar beinlínis að stefna að því, að fá ráðgjafa
fyrir sérmál vor með fullri ábyrgð fyrir
alþingi,ersé búsettur í Reykjavlk, dæm-
ist aflandsdómi ogvitanlega sé launaður af
landsjóði. Að sjálfsögðu á sllkur ráðgjafi ekki sseti í
ríkisráðinu, en um nánara fyrirkomulag á verk-
sviði ráðgjafans, um ráðgjafafulltrúa í Höfn eða
greiningu sameiginlegu málanna og sérmálanna
m. fl., verður ekki talað nánar hér. Að koma
æztu stjórn hér innanlands í hagfellt horf, þá er
ráðgjafi — hvort heldur hann nefnist jarl eða
landshöfðingi — væri orðinn búsettur hér, mundi
ekki verða svo erfitt.
Aðalstefnumunurinner: valdið út úr land-
inu (Valtýingar), valdið inn 1 landið (heima-
stjórnarmenn). Og það er ekkert lítilræði.
Um þetta snýstað líkindum baráttan á þessu
Þ'ngi. ____________
Eptir að þetta var ritað birtist frumvarp til
breytingar á stjórnarskránni frá Valtýingum, og
eru flutningsmenn: dr. Valtýr, Ólafur Briem, Ste-
fán Stefánsson kennari og Jóh. Jóhannesson. Var
það lagt fram á þingfundi í neðri deild í gær,
en kemur til umræðu á morgun. Samkvæmt hug-
boði voru er 61. gr. s t j. skr ári nn a r nú lát-
in liggja á milli hluta, ekkert hróflað
við henni, en settar inn fleiri breytingar á stj.-
skránni, en gert var á síðasta þingi t. d. breyting
á 14. gr., að 34 þjóðkjörnir alþingismenn eigi sæti
á þingi og 6 konungkjörnir, ennfremur breyting
á 15. gr., að 14 þingmenn sitji í efri deild og
26 f neðri deildinni, einnig breyting á 17.
gr. (rýmkun á kosningarrétti til alþingis) og
svo breyting á 28. og 36. gr. í Rangármiðl-
unaráttina: að hvorug þingdeildin megi gera ályktun
um neitt, nema meir en helmingur þingmanna sé
á fundi, og sama gildir um fullnaðarályktun á
máli í sameinuðu þingi, þar á meðal um fjárlaga-
og fjáraukalaga frumvörp.
Þetta eru helztu atriðin í þessu nýja valtýska
frumvarpi, er síðar verður ef til vill birt í heild sinni,
en nú er ekki rúm til þess. Eins og menn sjá hafa
Valtýingar nú tekið það ráð, að hverfa svo að
segja alveg frá frv. 1899. Þeir ætla víst, að þessi
nýja valtýska gangi betur í augu þings og þjóð-
ar, og hafa verið beinlínis knúðir inn á þetta,
af því að alls örvænt var um fylgi við hitt. Þetta
hafa þeir lært: ávallt að aka seglum eptir vindi;
en þeir hafa þó ekki viljað hörfa algerlega at
hinum fyrra grundvelli, svo að millibilið og stefnu-
munurinn milli þeirra og heimastjórnarmannahefur
lítið minnkað við þessa nýbreytni þeirra, því að breyt-
ingin á tölu þingmanna, skipun efri deildar og kosn-
ingarréttindin til alþingis eru atriði, sem lítill ágrein-
ingur getur orðið um. Þó munu heimastjórnar-
menn halda því fram að hagfelldast sé, úr því
breytt er á annað borð kosningarréttis skilyrðun-
um, að þá sé réttur þessi ekki bundinn við neitt
ákveðið gjald, að eins menn gjaldi eitthvað til
almennra þarfa, en svo langt hafa hinir ekki vilj-
að ganga.
Menn sjá nú hverju fram vindur.
Með því að svona lagað frumvarp hefur alls
ekkert vilyrði frá stjórninni um samþykki, geta
Valtýingar ómögulega stuðzt við þá ástæðuleng-
tir, að þeir hafi sniðið frumvarp sitt eptir óskum
stjórnarinnar. En úr því að þeir eru hættir að
itugsa um það, ættu þeir að vera fúsir til að ganga
öðru frv., sem tryggði æzta valdið í landinu,
I31
frumvarpi, sem væntanleg vinstrimannastjórn að
öllum líkindura mundi fallast á.
Valtýingum tjáir ekki að halda þvl fram I
þaula, að þeir sitji við sama keipinn sem fyr.
Afslátturinn er svo greinilegur. Svo mikið höf-
um vér heimastjórnarmenn kennt þeim, og vilj-
um kenna þeim meira.
En valtýskan í eiginlegri merkingu orðsins er
dauð. Fylgismenn þessarar nýju stefnu geta ekki
lengur vitnað í hana, hversu sem þá langar til.
Það er að eins gert til að klóra í bakkann í lengstu
lög, en er alveg þýðingarlaus fullyrðing.
Um iðnaðarmál.
Það munu nú allir viðurkenna, hve mikil nauð-
syn það er fyrir íslenzka iðnaðarmenn og aðra, að
fara utan og kynna sér háttu annara þjóða. —
Utanferðir hafa líka fjölgað allmikið á slðari ár-
um, og eiga auðvitað hinar tíðu og hagkvæmu
skipaferðir mestan þátt í því. Það er eigi lítill hagur
fyrir Austfirðinga og Norðlendinga, að stórkaup-
maður Tulinius og Wathnes verzlun halda uppi
föstum skipaferðum milli Islands og nærliggjandi
landa. — Vestfirðingar hafa einnig notið góðs af
skipaferðum hvalveiðamanna og annara þar vestra.
Fæði og farareyri er eins og kunnugt er svo ódýrt
með skipum þessum, að það mun engum sjálf-
bjarga manni ofvaxtð. — Sunnlendingar standa
talsvert ver að vígi, með því að skip sameinaða
gufuskipa-félagsins eru, að heita má, hin einu,
sem farþega flytja frá Reykjavlk til útlanda. En
ferðir með skipum þessa félags, eru talsvert dýr-
ari en með skipum fyrnefndra.
Arið 1897 og aftur'99, gerði þingið þann samn-
ing við sameinaða gufuskipafélagið, að 60 iðnaðar-
menn á ári (?) eða aðrir, sem færu utan til að kynna
sér verkleg „fræði“ fengju farseðil að eins fyrir
hálft verð, ef ferðin ekki varði lengur en 6 mán-
uði, og hefur það án efa orðið mörgum að góðu
liði. — En engir iðnaðarmenn, sem fara utan til
að afla sér meiri þekkingar í iðn sinni, en þeir
eiga kost á að njóta heima á „Fróni", geta þó
fæstir notið þeina hlunninda, með því að 6 mán-
uðir er allt of stuttur námstími. Sumir hafa að
vísu fengið farseðilinn framlengdan til eins árs, og
farið svo heim til þess að geta notið þeirrar íviln-
unar, sem þeir ella mundu fara á mis við, jafnvel þótt
þeir ljóslega hafi séð, að kunnátta þeirra enn þá
ekki fullnægi þeim kröfum, er þeir í framtíðirmi
hljóta að gera til sjálfs sin. ísl. iðnaðarmenn, sem
koma til útlanda, eru þvl nær undantekningarlaust
mjög illa að sér í iðn sinni, og teikningu, sem
sem heita má, höfuðskilyrði fyrir, að geta leyst af
hendi gott verk, hafa fæstir lært svo að nokkuru
gagni geti komið. En flestir hafa þó þá hugmynd
um sjálfa sig, að þeir geti fullkomlega jafnazt á
við hvern meðalsvein erlendis. Þetta hefur haft
þær óheppilegu afleiðingar 1 för með sér, að margir
hafa byrjað strax að vinna, sem fullkomnir svein-
ar, en auðvitað að eins fengið þá vinnu, sem ekki
gat skert álit vinnuveitandans, þótt hún væri mið-
ur vönduð. En sá sem ekki getur leyst af hendi
gott verk, getur heldur ekki unnið álit sem góð-
ur iðnaðarmaður. — Það mun því vera hyggileg-
ast fyrir flesta, að byrja strax að vinna, sem ófull-
komnir sveinar (Forbundter), enda er með þeim
hætti optast auðvelt að fá vinnu, og það á góðum
stöðum, og kemur það sér vel fyrir landa, er að
heiman koma félausir og fákunnandi í orði og
verki. Auk þess eiga menn með þeim hætti heimt-
ing á að fá tilsögn frá meistarans hendi, og það
verk, sem hægt er að læra af. — Hér að framan
hefur verið minnzt á fvilnunarsamning þingsins
við sameinaða gufuskipafélagið, sem vonandi verð-
ur endurtekinn 1 sumar, þó með litlum breyting-
um, sökum þess að hann er ekki sem hentugast-
ur fyrir unga iðnaðarmenn, er fara utan til náms.
Liggur það mest í þvf, að farseðlarnir eigi gilda
lengur en 6 mánuði. Nokkurir hafa, eins og áð
ur er áminnst, fengið farseðilinn framlengdan til
eins árs. Öðrum hefur aptur á móti ekki tekizt
það, allt eptir þvl hvort skrifstofustjórinn hefur
verið í góðu eða þungu skapi.
Auðvitað má ekki ætla, að stjórn gufuskipa-
félagsins gangi inn á, að ívilnunarseðlarnir gildi
árum saman. — ísl. iðnaðarmenn í Höfn hafa laus-
lega rætt með sér, á hvern hátt ívilnunarsamning-
urinn gæti orðið að sem beztum notum. Þeir hafa
komizt að þeirri niðurstöðu, að það yrði með því
móti, að ísl. iðnaðarmenn, erlendis, gætu notið
þessarar ívilnunar, þegar þeir aptur hverfa heim
til íslands, án þess þó að tekið sé tillit til, hve
lengi þeir hafa dvalið erlendis ef þeir að eins
hafa farið utan með skipum sameinaða gufuskipa-
félagsins og borgað ferðina fullu verði og fara heim
með þeim ásetningi að llengjast heima á „F’róni"
og reka iðn sina þar. — Það er mikil nauðsyn, að
iðnaðarmenn fari utan til náms, en —■ það er ekki
minna um vert, að þeir komi heim aptur að loknu
námi. En til þess að skerða ekki um of rétt þeirra,
er utan vilja komast, þá mætti auðveldlega ákveða
í hinum nýju samningum, að til dæmis Ve eða r/io
hluta hinnar umsömdu ívilnunar mætti veita ísl.
iðnaðarmönnum til heimferðar frá Höfn. Það virð-
ist heldur ekki vera óeðilegt, að þeir njóti góðs
af hlunnindum þessum, sem upp á eigin spítur
hafa komizt utan og stundað þar iðn sína og nám
með alúð og kappi. — Urn þær mundir, sem menn
hverfa aptur heim til fósturjarðarinnar, er peninga-
þörfin líka meiri en nokkuru sinni áður, þá þurfa
menn að kaupa sér verkfæri og búa sig alvarlega
undir starf lífsins á ýmsan hátt. — Þess skal að
endingu getið, að skrifstofustjóri gufuskipafélags-
ins hefur látið á sér skilja, að stjórn félagsins
mundi að líkindum ekkert hafa á móti því, að
hin umraedda íyilnun yrði veitt iðnaðarmönnum
til heimferða, á þann hátt, sem hér hefur verið
bent á.
Þess er ekki að vænta, að alþingi í öllu sínu
annrlki taki tillit til hverra smámuna, sem þó geta
að vísu opt verið mikils varðandi. Isl. iðnaðar-
menn í Höfn, þótt ungir og fáir séu, vona að þing-
menn hugleiði þó þetta atriði. Þeir (iðnaðarmenn)
hefðu viljað skrifa í blöðin um mikið og margt,
er að iðnaði lýtur, en þeir vildu ekki taka fram
fyrir hendumar á stéttarbræðrum sínum heima,
gömlum og ráðsettum borgurum.
Það er annars leiðinlegt, hve lítið er skrifað
um iðnaðarrnál. Iðulega birtast langar ritgerðir
og blaðagreinar um landbúnað, verzlun og fiski-
veiðar. En um iðnaðarmál er ekki verið að ræða
opinberlega. Sú atvinnugrein virðist Ifka lengi
hafa verið olnbogabarn blaðamannanna okkar.
Á leið til íslands vorið 1901.
Gudm. Gamalíelsson.
1 fjárlagafrumvarpl
stjórnarinnar 1902—1903 eru meðal annars þess-
ar nýjungar helztar:
Hækkun útgjalda við holdsveikraspítalann um
1332 kr. á ári, til málunar á húsum spítalans 2400
kr. 1902, og fyrir byggingu útihúss fyrir kol, olíu
og vistir o. fl. 4000 kr., hækkun á launum póstaf-
greiðslumanns utan Reykjavlkur um 400 kr., til
bréfaburðar (á Akureyri) 100 kr., til að kaupa 4.
eldtrausta járnskápa handa póstafgreiðslumönnum
500 kr., 1000 kr. hækkun á ári til gufubátsferða í
Sunnlendingafjórðungi og á Faxaflóa, hækkun á
launum vitavarðar á Reykjanesi úr 1200 kr. upp
í 1500 kr., bráðabirgðar-uppbót handa fátækum
brauðum hækkað úr 1700 kr. upp í 2500 kr., til
að stækka kirkjugarðinn í Reykjavfk allt að 6200
kr., til þóknunar fyrir tímakennslu f efnafræði við
læknaskólann 200 kr., til að byggja girðing úr
steini um lóð lærða skólans 1800 kr., og til að
útvega lesborð o. fl. f 2 kennslustofum 600 kr.,
hækkun á launum aðstoðarkennarans við stýri-
mannaskólann úr 1000 kr. uppí 1200 kr., til bóka-
skápakaupa fyrir landsskjalsafnið 1330 kr. fyrra
árið og 1475 kr. til annara útgjalda við safnið,
styrkur til kand. Boga Melsteð til að rita sögu