Þjóðólfur - 05.07.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.07.1901, Blaðsíða 2
er stendur í allra beinustu og milliliðslausu sam- bandi við sjálfa náttúruna. I lífsbaráttu vorri höfðum vér áður sömu vopnin, sem aðrir menn og stóðumst vel, en sama verðum vér nú aðgera, ef vér viljum tilveru halda, því að með öðrum og úreltum vopnum bíðum vér ósigur. .Það hef- ur hingað til þótt stórheimska hjá alþýðumönn- um vorum, að leggja stóran kostnað í það, sem óvíst er um, hvort borgar sig, en það að leita fyr- ir sér um það, sem óþekkt er áður, er samt eini vegurinn til að finna sannleikann. Þann veg hafa aðrar þjóðir orðið að fara, þótt hann sé löngum dýr, en engin önnur gata liggur inn í land fram- faranna og farsældarinnar. í því máli er engin undanþága til fyrir Islendinga, en vér eigum samt í sumu hægra en útlendu þjóðirnar, því að þær hafa verið á undan oss, svo aðvérgetum í ýmsu notfært oss reynslu þeirra. Sem eitt dæmi upp á það, má nefna mjólkurverkunina, smjörgerð og ostgerð. Alþingi. i. Alpingi — fyrsta ping 20. aldarinnar — var sett x. þ. m., eins og lög gera ráð fyrir. Allir þingmenn viðstaddir, nema séra Amljótur Ólafsson, er ekki gat komið sakir veikinda, eins og áður hefur verið getið um. Séra Magnús Andrésson hélt ræðu f kirkjunni, en að því búnu söfnuðust þingmenn saman 1 þingsal neðri deildar. Áður en landshöfðingi setti þingið og las upp boð- skap konungs var leikinn á lúðra sálmttrinn: »A1- þing vér setjum í allsherjar konungsins nafni«, og tóku þingmenn undir. Aldursforseti, Árni Thor- steinsson landfógeti, gekk þá til forsetasætis og gekkst fyrir prófun kjörbréfa. Stóð alllengi á því, með þvi að kæra hafði koínið út af kosningu þingmanns Dalamanna (Bj. Bjamarson sýslum.) frá 4 mönnum í Dalasýslu, (séra Kjartani Helga- syni, Jens á Hóli, Magnúsi Friðrikssyni og Gutt- ormi Jónssyni 1 Hjarðarholti). En þrátt fyrir allmik- il mótmæli sumra í valtýska flokknum var kosning- in þó telrin gild. Forseti sameinaðs alþingis var valinn séra Eirikur Briem, með 18 atkv. Hallgrímur biskup Sveinsson fékk 16 atkv. Varaforseti var kosinn Júlíus Havsteen amtm, með 18 atkv., en skrifarar Jóhannes Jóhannesson með 17 atkv. og Ólafur Ól- afsson með 15 atkv. eptir hlutkesti millum hans og Hannesar Hafsteins, er fékk jafnmörg atkv. Til að skipa sæti f efri deild voru kosnir: Ólafur Ólafsson.........með 34 atkv. Guttormur Vigfússon. . — 33 — Sigurður Jensson .... — 33 — Guðjón Guðlaugsson. . — 18 — Magnús Andrésson ... — 18 — Axel Tulinius........... — 18 — Næst fengu atkv. Sig. Sigurðsson (17), Jóh. Jóhannesson (16) og Valtýr Guðmundsson (15). Að því búnu skiptust þingmenn í deildir. For- seti efri deildar var valinn Arni Thorsteinsson með öllum atkvæðum, en varaforseti Kristján Jónsson með 7 atkv. við endurteknar kosningar. Skrifar- ar: Ólafur Ólafsson og Sigurður Jensson. í neðri deild gekkst aldursforseti deildarinnar Tryggvi Gunnarsson fyrir forsetakosningu. For- seti var valinn Klemens Jónsson með 12 atkv., Ól- afur Briem fékk xo atkv. Varaforseti -var kosinn Pétur Jónsson með 12 atkv. við endurtekna kosn- ingu, en skrifarar: Einar Jónsson með 16 atkv. og Guðl. Guðmundsson með 9 atkv. Skrifstofustjóri alþingis erdr. Jón Þorkelsson skjalavörður, en skrifarar á skrifstofunni: Pétur Hjaltested cand. phil. og Þórður Jensson cand. phil. Innanþingsskrifarar í neðri deild: Jóhannes 130 Sigfússon kennari og Jens Waage cand phil, en f efri deild Vilhjálmur Jónsson póstafgreiðslumaður og Jón Þorvaldsson kand. Hingað til hefur lítið gerzt á þinginu, annað en nefndarkosningar, en þær eru nú allar á valdi valtýska flokksins sakir þess, að sá flokkur réði úrslitum við kosningar á embættismönnum þings- ins, aðallega vegna atkvæðabrigða af.hálfu eins þingmanns, er allt til þessa hefur heyrt heima- stjórnarflokknum til. Kom flokksmönnum hans mjög á óvart þessi brigðmælgi hjá þeim manni. En öll- um getur yfirsést, og fátt er svo, að eigi megi úr því bæta. Við kosninguna í fjárlaganefndina varð heima- stjómarflokkurinn að heimta hlutfallskosningu til að koma þó einhverjum að úr sínum flokki. Þess- ar nefndir hafa þegar verið skipaðar: Fjárlaganefnd: Tr. Gunnarsson, Skúli Thorodd- sen, Valtýr Guðmundsson, Pétur Jónsson, Hermann Jónasson, Stefán Stefánsson kennari, Einar Jónsson. Reikningslaganefnd: Ólafur Briem, Guðl. Guð- mundsson, Þórður Thoroddsen. Tollnefnd'. Hannes Hafstein, Björn Kristjánsson, Þórður Thoroddsen, Ólafur Briem, Björn Bjarnar- son búfr. Fjárkládio. fl. Jósafat Jónatansson, Pétur Jóns- son, Stefán Stefánsson þm. Eyf, Lárus H. Bjarna- son, Björn Bjarnarson búfr. Póstl'óg: Sig Jensson, Júl. Havsteen, Magnús Andrésson. Manntal 1 Reykjavík: Hallgr. Sveinsson, J. Jónassen, Magnús Andrésson. Bœjarstjórní Reykjavlk: Jóh. Jóhannesson, Þórð- ur Guðmundsson, Hannes Hafstein. Landspitali: Þórður Thoroddsen, Tr. Gunnars- son, Bj. Bjarnarson sýslum., St. Stefánsson kennari. Bottivörpuveidar: Guðl. Guðmundsson, Hannes Hafstein, Björn Kristjánsson. Fasteignarréttur útlendinga\ Kr. Jónsson, Magn- ús Andrésson, Guttormur Vigfússon. Bólusetningar: J. Jónassen, Ól. Ólafsson, Sig. Jensson. Kirkjugarðar: Hallgr. Sveinsson, Ól. Ólafsson, Guðjón Guðlaugsson. Stjórnarfrumvöi*pin» sem nú hafa verið lögð fyrir þingið, eru alls 26, en mörg þeirra smávægileg. Auk fjárlaga, fjár- aukalaga og landsreikningalaga, eru frumvörpin þessi: Um stofnun landspítala i Reykjavík (að verja megi til hans 90,000 kr. úr landssjóði og til út- búnaðar 10,000 kr., ef Reykjavíkurkaupstaður legg- ur til 18,000 kr.). Um aðflutningsgjald á kaf/i og sykri (viðauka- lögum2o aura aðflutningsgjald á hverjupundieða hluta úr pundi at öllum brjóstsykur- og konfekt- tegundum. Um skipun fasts aðstoðarprests í Reykjavik með 1500 kr. launum, fellt í neðri deild 1 fyrradag með 15 atkv gegn 5. Viðauki og breytingar við fjárkláðalögin frá 1866 (að öll böðunar og sóttvamarlyf skuli útveg- uð á kostnað landsjóðs, en allur kostnaður við skoðanir og eptirlit með lækningu, sótthreinsun- ar- og öðrum varúðarráðstöfunum skuli greiðast úr hlutaðeigandi sýslu- eða bæjarsjóði o. s. frv.). Viðaukalög við bann gegn botnvörpuveiðum (um 50—1000 kr. sektir fyrir hvern þann annan en skip- verja sjálfa, er leiðbeina skipi við botnvörpuveið- ar í landhelgi við Island eða liðsinni því við slík- ar veiðar eða hjálpa þvf til að kornast undan hegningu). Breyting á launalógum sfslumanna (um 1000 kr. hækkun á launum sýslumannsins í Suður-Múla- múlasýslu úr 2500 kr. upp í 3590 kri. Tilhögun d löggœzlu við fiskiveiðar í Norður- sjónum (um sjerstaka skrásetning og fiskiveiða- sklrteini fyrir útlenzk fiskiskip, er stunda veiðar utan landhelgi f Norðursjónum). Forgangsrtítur veðhafa fyrir vöxtum (að for- gangsréttur þessi haldist ekki lengur en eitt ár frá gjalddaga vaxtanna gagnvart ver tryggðum veðbréfum, ef vextir af fasteignarveðskuld eru látn- ir standa inni hjá skuldunaut eptir að þeir eru komnir í gjalddaga). Viðauki við tilskipun um bœjarstjórn í Reykja- vik 20. april 1872 (t. d. um skipun heilbrigðisnefndar, að störf þau, sem hafnarnefndin hefur á hendi, skuli framvegis lögð undir bæjarstjómina, sömu- leiðis störf byggingarnefndarinnar, þannig að bæj- arstjórnin ráði framvegis byggingarmálum kaup- staðarins, sem öðrum málum hans o. s. frv.). Póstmálabálkur allmikill, þar sem hinni nú- gildandi póstlöggjöf er steypt saman í eina heild og ýmsar breytingar gerðar. Um ávísanir, er borga á við sýning, sniðin ept- ir samkynja lögum á Norðurlöndum. Takmörkun á ritti til fasteignaráða á Islandi, nokkuð sniðin eptir frumvarpi því, er síðasta þing samþykkti um eignarrétt og leigurétt utanríkis- manna til jarðeigna á Islandi, en fer skemmra. Afnám laga 25. okt. 18% um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landsjóðs. Viðaukalög við lög 6. nóv. 1897 um undirbún- ing verðlagsskráa (herðing á sektarákvæðum fyrir vanrækslu). Um manntal í Rcykjavik (að lögreglustjórinn 1 Reykjavfk hafi það á hendi, en ekki sóknar- presturinn) Um próf i gufuvélafrœði við stýrimannaskólann. Breyting á lógum um skrásetning skipa 13. des. 1895. Um útvegun á jörð handa Fjallapingaprcsta- kalli. Um kirkjugarða og viðhald peirra (að það hvíli á kirkjunni, eiganda hennar eða umráðanda, að sjá fyrir því, að til sé hæfilegur kirkjugarður eins og annað, er kirkju ber að fylgja m. fl. Um fiskiveiðar hlutafélaga i landhelgi við ís- land (að hlutafélög megi reka fiskiveiðar i land- heigi, enda þótt allir hluthafar séu ekki danskir þegnar, ef að minnsta kosti helmingur félagsfjár- ins er eign þeirra og stjórn félagsins er alskipuð þeim og hefur aðsetur á Islandi eða í Danmörku m. fl.). Um bólusetningar (gagngerð breyting á lögun- um 26. febr. 1898). Um bann. gegn pví að flytja vopn og skotvopn til Kina (er formleg samþykkt á bráðabirgðarlög- um, er gefin voru út 15. ágúst f. á.). Stjórnmálahorfurnar á þessu þingi, munu vera alltvísýnar, enda þótt valtýski flokkurinn hafi að nafninti til meiri hluta atkvæða f deildunum, nú sem stendur. Frumvarp- inu, sem Valtýr kom fyrst fram með 1897 mun nú enginn flokksmanna hans vilja líta við, en það frumvarp er hið eina, sem stjórnin, er þ á sat að völdum, hefur gefið nokkur vilyrði um, að hún mundi fallast á, því að það nær engri átt og dettur engum óblinduðum manni 1 hug að draga nokkurt ákveðið vilyrði um samþykkt á nýju val- týsku frumvarpi út úr boðskap konungs, er lands- höfðingi las upp við þingsetninguna, eins og val- týska málgagnið gerir svo mikið veður af. Sé þnf um nokkurt heitorð konungs að ræða á það að eins við valtýska frumvarpið frá 1897 og annað ekki. En nú sjá Valtýingar, að þess konar fruin- varp nær aldrei samþykki þings og þjóðar. Og þess vegna reyna þeir llklega að prjóna eitthvað við frumv. efri deildar 1899, þó svo, að 61. gr-’ sé látín standa óbreytt, og þannig varpað burtu höfuðskilyrðinu, sem stjórnin lét sig mestu skipta' Að því slepptu er í raun réttri ekki franxar uin neina valtýsku að ræða. Hún er dauð og grafin’ og getur ekki risið aptur upp.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.