Þjóðólfur - 05.07.1901, Side 4
142
Islands 600 kr. hvort árið, til hins íslenzka biflíu-
félags: hluttaka í kostnaði við að gera nýja þýð-
ingu á gamla testamentinu 1500 kr. hvort árið, til
að fá aðstoð fróðs manns við ráðstafanir gegn
fjárkláða í Norður- og Austurömtunum á fjár-
hagstímabilinu 6000 kr., til kennslu í heimilisiðn-
aði og hannyrðum fyrir konur 1000 kr. hvort árið.
Fjárkaup
Hollendingsins, er D. Thomsen hafði talað við
og mikið var gumað affyrirfram f einu blaði hér,
virðist ætla að verða nokkuð endaslepp, þvl að
Zöllner kvað hafa klófest hann þegar á leið hing-
að 1 Leith, og lofað að selja honum fé ódýrara,
en Holllendingurinn gat gert sér vonir um að fá
fyrir eiginn reikning, og var því eðlilegt, að hann
sætti svo góðum boðum. Svo elti Zöllner mann-
inn til Akureyrar og samdi þar nánar við hann.
Kom fjárkaupamaðurinn hingað með »Ceres« 28.
f. m. og Zöllner rétt á eptir (2. þ. m.) með skip-
inu »Frithjof« ogJónfráMúla í fylgd hans. Munu
samningarnir eiga að fullgerast hér. Zöllner kann
betur við að vera einn um bituna með fjársölu
hér, eins og eðlilegt er, því að hver er sjálfum
sér næstur. En landsmenn munu yfirleitt ekki
verða þakklátir umboðsmanni kaupfélaganna fyr-
ir þennan síðasta hnykk hans.
Póstskipið »Botnia«
kom frá Höfn 1. þ. m. Með því kom Finnur
Jónsson prófessor, Einar Jónsson myndasmiður,
Petrus Beyer „störsír" Oddfellóa í Danmörku,
Thuren byggingameistari, einnig Oddfelló, Jón
Laxdal verzlunarstj. á Isafirði og kona hans, O.
Olavsen verzlunarstj. í Keflavík og kona hans, ekkju-
frú Carólína Jónassen, Lárus Féldsted stúdent,
ennfremur dr. Grossmann frá Liverpool, og all-
margir enskir ferðamenn.
Sektir.
Kristján Jónsson yfirréttardómari hefur verið
sektaður um 80 kr. í hæstarétti fyrir vanrækslu
í því að snúa dómskjölum í máli einu úr íslenzku
á dönsku í tæka tíð, og er það ítrekun.
Ísafjarðar lseknishórað
er veitt Davtð Sch. Thorsteinsson læknir í Stykk-
ishólmi. __________
Styrkur af gjafasjóði
Hannesar Arnasonar prestaskólakennara 2000
kr. á ári í 4 ár er veittur cand. mag. Agúst Bjarna-
son til að tullkomna sig í heimspekilegum vís-
indum og halda fyrirlestra 1 þeim, samkvæmt fyr-
irmælum gjafabréfsins. Auk Agústs sótti um styrk
þennan cand. mag. Guðmundur Finnbogason.
Jónasar Hallgrimssonar kvðld
var haldið mánudag 1. júll í Iðnaðarmannahús-
inu til ágóða fyrir minnisvarða yfir skáldið. Heirn-
spekingarnir ungu fluttu þar fyrirlestra um Jónas,
Guðmundur Finnbogason almennari um nátt-
úrutilfinning Jónasar og fornaldarmerginn í skáld-
skap hans, Agúst Bjarnason þrengri, en einkar
fróðlegan fyrirlestur um ástir Jónasar og skýrði
hann ýmislegt 1 skáldskap hans í því efni með
dæmum og upplýsingum úr lífi Jónasar, erflestum
mun áður hafa verið ókunnugt um. Töluðu báðir
mjög lipurt og áheyrilega,—Með aðstoð frk. Krist-
rúnar Hallgrlmsson sungu Árni Thorstein-
son fotograf og stud. med. Þórður Pálsson
nokkur sönglög (sóló og duetta). Eitt af þeim
nýtt sólólag samið af hr. Á. Thorsteinsson við hið
yndislega kvæði Jónasar »Fífilbrekka, gróin grund«,
lipurt létt og þýtt sem kvæðið, sungið prýðisvel
af Þ. Pálssyni. Fann maður vel muninn, hve ís-
lenzka tungan borin af hagortum tónum og fögr-
um hljóðum talar betur til hjartans og lætur bet-
ur í eyrum en útl. textarnir, sem von er. Hefur Á.
Thorsteinsson einnig nýlega samið kórlag við
„Einbúann" eptir Jónas, er samt varð ekki sungið
1 þetta sinn. Er hann smekkmaður í tónmennt
sinni og því vonandi hins bezta af honum í
þá átt.
Ágóðinn af kvöldskemmtun þessari varð rúm-
ar 150 kr., er lagðar voru í minnisvarðasjóðinn.
Væri óskandi að félög 1 öðrum kaupstöðum
landsins hefðu Jónas í huga, er þau halda kvöld-
skemmtanir.
Z. búfræðingafundur
var haldinn í Reykjavík 29. júní 1901. — Fund-
arstjóri: Hermann Jónasson, skrifari: Björn Bjarnar-
son. — Aðrir hluttakendur: Eggert Finnsson, Ein-
ar Helgason, Guðmundur Bergsson, Guttormur Vig-
fússon, Jósafat Jónatansson, Páll Stefánsson, Sigurð-
ur Sigurðsson, Langholti, Sigurður Þórólfsson, Stef-
án Stefánsson, Fagraskógi.
Helztu tillögur samþykktar:
1. Alþingi heiti og veiti félögum fjárstyrk til að
verðlauna langa og góða hjúaþjónustu.
Þjöðólfur kemur tvisvar í
næstu viku, þriðjudag og föstu-
dag.
SlLD og ÍS
f*est að jatnaði t íshúsi kaupm. J. G. Möller’s á
Blönduósi.
Ráösettur piltur 15 ára býðst til heim-
ilisstarfa með vægum kjörum. Ritstj. vísar á,
Maöur, vanur skrifstörfum býðst
með vægum kjörum. Ritstj. vísar á.
Stofa er föl á leigu í Þingholtsstræti 7. með
góðum leiguskilmálum.
Hér með leyfi eg mér að þakka með hrærðu
hjarta fyrir hönd barns míns Dagmarar Jakobsen þeim
2. Alþingi taki búnaðarskólamálið til yfirvegun-
ar og breyti búnaðarskólunum ( bændaskóla með
aukinni verklegri kennslu og meira samræmi.
3. Fundurinn telur æskilegt, að ráðstöfun sé gerð
til að fá verkamenn fiá öðrum Norðurlöndum til að
flytja til íslands og setjast hér að.
Fleiri mál voru rædd.
Yeðuráttufar í R.vik í júnímánuði,
Meöalhiti á hádegi. . 4- 9.8 C. (í fyrra -j- 12.1)
—„ nóttu .. + 5.9 „ ( —+ 7.1)
Mestur hiti „ hádegi. . + 13 „ (24. 30.).
—kuldi „ — . . + 7 „ (12.).
—„— hiti „ nóttu . . + xo „ (30.).
—kuldi „ „ . . . + 3 „ (8. 9. 10.).
Júnímánuður hefur verið talsvert kaldari en í fyrra;
allan síðari partinn hefur verið vætutíð og frem-
ur kalsi. Optast verið í austan-sunnanátt.
J. Jónassen.
I óskilum hjá undirrituðum sótrauður hest-
ur, mark 2 stig fr. h. og biti fr. v.
Eyjölfur Runölfsson
Saurbæ á Kjalarnesi.
göfugu herrum Pétri Hjaltcsted og Gudjóni Sigurðs-
syni í Reykjavík, sem sáu hið nefnda bágstadda og
allsvana barn mitt á konungl. spítalanum í Edin-
borg, og söfnuðu þegar í stað meðal ferðamanna á
skipinu „Laura" 52 kr. 57 a., sem hún færðimér, að
þv! frádregnu, sem þeir vörðu henni til líknar og
glaðnings á leiðinni.
Þessi krossberi minn biður ásamt mér hinn al-
góða að launa þessum velgerðamönnum okkar.
Akureyri 16. júní 1901,
Katrín Jakobsen. «
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-rentsmiðjan.
TUBORG0L frá hinu stóra ölgerðarhúsi Tuborgs Fabrikker í Khöfn er al-
þekkt svo sem hin bragðbezta og nœringarmesta bjórtegund
og heldur sér afbragðsvel.
TUBORG 0L, sem hefur hlotið mestan orðstír hvarvetna, þar sem það hefur
verið haft á sýningu, rennur út svo ört, að af því seljast 50,
000.000 fl. á ári, sem sýnir, hve miklar mætur almenningur
hefur á því.
TUBORG 0L fœst ncerri því alstaðat á íslandi og ættu allir bjórneytendur
að kaupa það.
NDIRRITAÐUR annast um sölu á íslenzkum vör-
um og innkaup á útlendum vörum.
Innkaupareikningar fylgja hverri vöruskrá.
Sýnishorn af erlendum vörum hefi eg, viðskiptavinum til
hægðarauka við pantanir sínar, svo og líka verðlista.
Hross annast eg um sölu á, Sömuleiðis sauðfé, ef skips-
farmar bjóðast í tíma.
Þeir sem vilja senda út saltað sauðakjöt áminnast um að
panta tunnur í tæka tíð.
Eg tek á móti pöntunum, meðan eg dvel hér,
annars sendist þær til mín í Kaupmannahöfn, Got-
hersgade 135.
Reykjavík í júní ipoi.
ón Vídalín.
j