Þjóðólfur - 09.07.1901, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR.
53. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 9. jCilí
1901.
Nr. 34.
Landsbankinn
verður opinn í sumar í júlí og
ágúst frá kl. ÍO f. m. til kl. 1
©. m. Bankastjórn til viðtals kl.
10—11 f. m.
Landsbankinn 25. júní 1901.
Tryggvi Gunnarsson.
Bókmenntir.
Olaf Hansen: Ny islandsk Lyrik. Oversœttclser
og Siudier. Kebenhavn 1901. 184 bls.
í bók þessari flytur herra Hansen löndum
sínum sýnishorn af kvæðum xo íslenzkra skálda:
Bjama Thorarensen, Jónasar Hallgrfmssonar, Jóns
Thoroddsen, Gríms Thomsen, Benedikts Gröndal,
Steingríms Thorsteinsson, Matthfasar Jochumsson-
ar, Páls Ólafssonar, Hannesar Hafsteins og Þor-
steins Erlingssonar. Með þýðingunum fara stutt-
ar lýsingar af skáldunum. Eru þær allar samdar
af góðvild í okkar garð; en á suraum þeirra finnst
oss harla lítið að græða t. a. m. greininni um Stein-
grím og niðurlagið á greininni um Pál Ólafsson,
þar sem þýðandinn ber hann saman við Jeppe
paa Bjærget, höfuðpersónuna 1 hinu alkunna leik-
riti Holbergs. Virðist oss samlíking sú hálfgerð
fjarstæða, — þótt einstöku skaplyndiseinkunnum
þeirra svipi saman, — af því að Jeppe er og verð-
ur einlægt að öðrum þræði kúgað og kvalið dýr,
sem hefur litla meðvitund um manngildi sitt, þar
sem Páll er frjálsborinn maður, sem þekkir út í
æsar annmarka sína og yfirburði. Niðurlagsorðin
í greininni um Jón Thoroddsen: ,Men ogsaa hans
bedste Lyrik er hentet fra det Land, hvor Svend
og Pige kan modes'* þykja oss ekki allskostar
ljós og eðlileg. Bezt þykir oss þýðandanum
hafa tekizt að lýsa Grími Thomsen, þótt vér sé-
um honum ekki alveg samdóma, þar sem hann
segir, að það sé líkast þvf, sem Grímur hafi „ekki
eytt aldri sínum innan um menn, heldur innan um
bækur, er væru ritaðar um einstaka menn, er hann
væri nú farinn að skilja". Látum svo vera, að sum
kvæði skáldsins styðji þessa skoðun, en á hinn
bóginn megum vér ekki gleyma því, að önnur
kvæði Gríms bera þess órækan vott, að hann hef-
Ur bæði skilið mennina í kringum sig og íslenzka
náttúru.
Um valið á kvæðum þeim, er hr. Hansen hef-
Ur þýtt, mætti segja ýmislegt; sumum finnst ein-
hverju kvæði ofaukið, sumir vilja fyrir hvern mun
bafa þetta kvæði eða hitt, og þar fram eptir göt-
unum. Ef nokkuð skal þar um segja, virðist oss
valið ekki nógu margbreytilegt, og finnst t. d. að
ástæða hefði veiið til, að taka upp einhver önnur
kvæði eptir Þorstein Erlingsson, en eintóm heims-
^deilukvæði, að þeim alveg ólöstuðum. Margir
niundu og hafa óskað þess, að einhver kvæði eptir
Einar Benediktsson hefðu komizt að í bókinni. Þó
að þýðingar þessar séu allmisjafnar að gæðum, verð-
Ur ekki betur séð en að þýðandi skilji vel íslenzku
* Auðkennt af oss.
og hafi lagt alúð við starf sitt. Raunar finnst oss
nokkrar þýðingarnar á sumura beztu og þjóðleg-
ustu kvæðum vorum vera engu líkari en að kvæð-
in hefðu verið færð úr íslenzkum hátíðabúningi í
dönsk hversdagsföt, og ekki ósjaldan virðast oss
gagnorð og ramíslenzk orðatiltæki verða dauf og
bragðlaus í þýðingunni — en þá ber þess að gæta,
að erviðleikarnir að þýða, svo að blær og andi
haldist, eru stundum svo ákaflega miklir, að þýð-
andanum er fullkomin vorkun. Höfum vér borið
flestallar þýðingarnar saman við frumortu kvæðin
og skulum nú greina hér nokkur dæmi til sönn-
ar dómi vorum.
Það hefur verið með réttu tekið fram annars-
staðar, að þýðing hr. Hansens á vísuorðinu:
„Landið sem aldrei skemmdir þín börn" í hinu
þjóðkunna kvæði Bjarna: „Þú nafnkunna landið",
sé skökk. í sama kvæði koma fyrir vísuorðin:
“Fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar
eldur að fótum þín jöklunum frá".
Hansen hefur þýtt þau á þessa leið:
„Skræmmende skon, hvergang Ildbolger rulle
frajoklerne udover Land til din Rand".
Þýðingin er hér um bil rétt, en eg vona til, að
menn, sem kunna bæði málin játi með mér, að
hún er bragðdauf og hversdagsleg. Fyrir innri
augum Bjarna vakir auðsjáanlega myndin afhinni
jökulkrýndu mey; á það bendir orðatiheekið ,eld-
ur að fóturn þín‘. Það er skáldleg og gervileg
(,plastisk‘) mynd; í þýðingunni verður hún að hinu
nauða hversdagslega og óskáldlega orðatiltæki ,ud-
over Land til din Rand‘. Fjölmörg önnur sllk
dæmi mætti benda á, ef tími og rúm leyfði.
Allmargt mætti og athuga við þýðing Hansens
á kvæði Bjarna: Oddur Hjaltalín. Höfum vér
eitt sinn lesið aðra danska þýðingu á kvæði þessu
eptir Kr Arentzen og þykir oss hún töluvert gagn-
orðari og betri. í niðurlagi 3. vfsunnar einkennir
skáldið málbragð og bituryrði Odds þannig:
„Það voru frostrósir
feigðarkulda,
harmahlátrar
og helblómstur".
Hr. Hansen þýðir vísuorðið svo: ,Isblomster var
de, avlet i Dodskulde — Dodsblomster, saaet af Sorg,
der lo“. Þýðingin er rétt, en engum blandast
hugur um, hvort orðavalið er tígulegra og gagn-
yrtara. í sama kvæði stendur: .Konungs hafði’
hann hjarta með kotungsefnum‘; í þýðingunni: ,Hans
Sind var en Konges, Han selv uden Eje\ og loks,
,en Oddur byggði sér þar hlátraheim, þá heimur
grætti‘\ í þýðingunni: ,men Oddur sig bygged et
Latterbo, naar han led og græd'. Hvervetna er
íslenzka orðfærið fegurra og kjarnyrtara, þótt vér
ekki fáumst um smáónákvæmni í þýðingunni. í
Sigrúnarljóðum Bjarna, sem eru yfirleitt vel þýdd,
finnst mér að innileikurinn og hin djúpa ástar-
blíða, sem stundum felst í einu orði í frumkvæð-
inu, komi engan veginn fram f þýðingunni, sem
skyldi t. a. m.: ,Mín trúir þó ei meyja1, Dutror
mig ikke, Pige‘, Orðskrúðið í ,til friðsala himna*
hverfur alveg í þýðingunni: ,til Fredens Hus i
Himlen*. I næst síðasta erindinu er ,bregða blundi'
skakkt þýtt með ,fare op af Suvne'; ónákvæm
er og þýðingin .bidende Vinde' á orðunum lopt-
vegu kalda o. s. frv.
Um þýðingar Hansens á nokkrum kvæðum
Jónasar er sama að segja, sem um þýðingarnar á
kvæðum Bjama. Víðast hvar standa þær á baki
frumkveðnu ljóðunum. í kvæðinu .Gunnarshólmi*
sem hr. Hansen hefur þýtt brot af, kemst skáldið
í niðurlagi kvæðisins þannig að orði:
.Sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáin hamratröll,
dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda.
Orðin eru slétt og óbrotin, en kveðandi og hljóð-
fall kvæðisins bera vott um djúpa og innilega
hryggð.
,De gamle Fjælde see i Morgnen rod
den Dal, hvis Skunhed Aaen stadig bryder.
Flygtet er Dværgen, Klippens Trold er dod,
Folketi Nod, i Landet Slovhed bryder.
Bryder mun þó vera prentvilla fyrir ,byder‘. Mik-
ið finnst oss hér skilja frumkvæðið og þýðing
Hansens:
I ,íslandl farsælda frón‘, sem erannars dável
þýtt, kann eg illa þýðingunni á vísuorðunum: Það
er svo bágt að standa í stað, og mönnunum mun-
ar: Svært det er paa Stedet at staa\ to Kaar kan
man vælge,; og efast enda um, að húnkomiheim
við anda kvæðisins. Þýðingin á stekkur = Stald,
er skökk. Hulduljóð nefnir þýðandinn: Eggert
Ólafsson. Þýðingin er víða lítt nákvæm, og mætti
margt við hana afhuga t. d.: ,Nú skal úr hlíðum
hárra Tinnufjalla | svo huldumeyjar þægan vinni
koss | óbrotinn söngur yfir dalinn líða* hljóðar svo
í þýðingunni: ,Nu fra de hoje Tinnefjældes Sider |
hvis Bjærgets Disers Kys begejstre kan | strörn-
mendeSang skal gennem Dalen flyde* (!).
Þýðingin er að vorum dómi bæði stirð og
skökk. Hvað verður af hinu undurfagra og inni-
lega hreim og þýða stuðlafalli vísuorðanna ,Sól-
fagra mey! hann svipast um með tdrum, saltdrif-
in hetja, stigin upp af bárum': .SolfagreMo! Han
ser sig om og græder, Havvandet driver salt af Hel-
tens Klæder'. Þýðingin á: ,Hann lídut yfirljósan
jarðargróða1, ,Fremad han gaar blandt Jordens
lyse Grude1, er dálítið þunglamaleg. ,Lfða‘ á svo
einkar vel við svipi eða vofur. I kvæði Jónasar
.Ferðalok1, hefur þýðandinn þýtt erindið: ,Blað
skilur bakka og egg‘: ,mellem Æg og Ryg ligger
Erts‘. ,Skúli fógeti1 er þess ljóst dæmi, hversu
miklum erviðleikum það er bundið að þýða mörg
okkar þjóðlegustu kvæði á aðra tungu. Þýðand-
anum hefði samt sem áður, hvað sem öðru líður,
ekki verið ofvaxið að forðast einstöku smekkleys-
ur, sem slæðzt hafa inn í þýðinguna, svo sem
,Gildur á velli og gildur í lund, gulls var hann
skrýddur baugum': ,Stærk af Vækst og stout i
Aand, Smykker han barpaa sin Troje'. Bezt virtist
oss hr. Hansen hafa tekizt að þýða kvæði eptir
Steingrím og Þorstein Erlingsson. Kvæði Matt-
hfasar ,Leiðsla‘, sem þýðandinn nefnir ,Flugt‘ er
ogmikið,velþýtt;á einum stað„finnstoss jafnvel að
þýðingin taki frumkvæðinu fram: ,Eg andaði
himinsins helgasta blæ og minn hugur svalg voða-
legt þor‘. ,Jeg aandede Himmelens helligste Luft
og jeg fyldtes af svulmende Kraft'. Annars hefðu
mörg ágætiskvæði Matthfasar fremur átt skilið að