Þjóðólfur - 09.07.1901, Síða 2
134
takast upp í safn þetta en ,Leiðsla‘. Öðru máli
er að gegna um þýðing Hansens á Hallgr. Pét-
urssyni, sem er eitthvert hið ágætasta og fegursta
kvæði skáldsins. Þýðingin hefur sumstaðar tekizt
miður en skyldi, bæði að kveðandi og hreimfeg-
urð, að eg ekki nefni tilþrifin og kjarnyrðin, sem
er svo ákaflega ervitt að fást við. í annari vís-
unni kemst skáldið svo að orði: ,Blinda hvarma
baða sollin tdr, berst og þýtur yfirhöfði skjár'. í
þýðingunni : ,Taarer bade .... han er ogsaa blind,
Blæsten smælder gennem Vindvet ind'. Eða er-
indið: .Komiðnú með hjartnæm hryggðartár': ,Er
i rorte? Bryder Taarer frem', sem mun naumast
verða talin rétt þýðing. Eggert Ólafsson er apt-
ur á móti vel þýtt kvæði; þó hef eg rekið mig
þar á miður heppilega þýðingu á vísuorðunum:
Boðinn skall yfir bárumar, — í búlkann var komið
skarð,: Ind Vandet brod med skummende Dad,
i Hast — hans Skib var læk.
Að endingu viljum vér þakka þýðandanum
fyrir loflega viðleitni hans að efla þekkingu landa
sinna á íslenzkum bókmenntum og óska, að hún
verði honum með tímanum til gagns og gleði.
A
A1 þ i ngi,
ii.
Stjórnarskrárbrryting Valtýinga, er getið var
um 1 síðasta blaði var á dagskrá í neðri deild til
i. umr. 6. þ. m. Dr. Valtýr talaði alllangt er-
indi fyrir málinu, og rakti sögu þess. Var svo
að heyra, sem hann gerði sér enn von um, að
stjórnin mundi samþykkja þetta, þrátt fyrir allar
breytingarnar, og þrátt fyrir það, þótt skilyrð-
inu frá 18971™ breytingu á 61. gr. væri nú sleppt.
En sllkt er að eins út í bláinn talað, og hefur við
ekkert að styðjast, enda gat landshöfðingi þess,
eptir fyrirspurn frá Pétri Jónssyni, að þetta nýja
frumvarp Valtýinga væri ekki þannig úr garði
gert, að stjómin mundi fallast á það, enda er
nú naumast nokkur urmull orðinn eptir af frv.
Valtýs 1897, nema þingseta ráðgjafans frá Höfn.
En úr því að þeir Valtýingar eru hættir að hugsa
um, hvað stjórnin muni samþykkja, þá virðist rétt-
ara að spenna bogann dálítið hærra og krefjast
þess, sem vér getum verið nokkumveginn ánægð-
ir með u m s i n n, og útlit er fyrir, að frjálslynd
vinstrimannastjórn muni ekki synja oss um. Og
það er og hefur jafnan verið stefna heimastjórn-
arflokksins. Og sú stefna nntn sigursælust verða
að lokum, hversu ósleitulega, sem spyrnt verður
móti henni.
Samkvæmt kröfu 8 þingmanna úr heima-
stjórnarflokknum voru heimtaðar hlutfallskosning-
ar við nefndarkosninguna í Valtýsfrv. nýja og hlutu
kosningu: Lárus Bjarnason, Valtýr Guðmundsson,
Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen, Guðlaugur
Guðmundsson, Ólafur Briem, Björn Bjarnarson
búfr.
Önnur mál, er fyrir þingið hafa verið lögð
síðan 5. þ. m. eru þessi hin helztu:
Breyting á lögum 24. nóv. 1893 um
gæzlu og viðhald á brúm yfir Ölfusá
og Þjórsá (flutningsmenn: Hannes Þorsteinss.,
M. Torfason, Sig. Sig., Þ. Guðmundss.) þ. e. að
brýrnar komist í eign og umsjá landsjóðs, er kosti
gæzlu þeirra.
Um óháð sjálfstjórnarkirkjufélög
á íslandi (flutningsm.: B. Bjarnarson búfr., H.
Þorsteinss.) prentað áður í Þjóðólfi; sett í nefnd
f n. d. f gær (Einar Jónss., B. B. búfr., H. Þor-
steinss. B. B. sýslum., M. Torfason).
Sala þj óðj arðarinnar Sauðár f
Skagafirði (flutn.m: Ól. Br., St. Stefánss. (Skagf.)).
Lan dbún að armál. Tillaga um nefndar-
skipun f þvf (frá Sig. Sig., P. Jónss., Ól. Br.).
Fátækramál og sveitarstjórnarlög.
Tillaga um milliþinganefnd til að íhuga þessi mál
(frá H. Þorst., Sig. Sig., Þ. Thoroddsen).
Breyting á opnu bréfi 6. júlí 1848
(um 3 ára sveitfesti 1 stað 10) frá M. Torfasyni o. fl.
Samgöngumál. Till. um nefndarskipun
frá Jóh. Jóhannessyni, H. Hafstein 0. fl.
B a n k a m á 1. Till. um nefndarskipun til að
Ihuga það, frá Þórði Thoroddsen, Guðl. Guð-
mundssyni og Valtý Guðmundssyni.
Samgöngumál. Till. um nefndarskipun í
þeim málum frá St. Stefánssyni (Skagf.) o. fl.
Menntamál. Till. um nefndarskipun í því
frá St. St. (Skagf.) og Valtý Guðmundssyni.
Um gagnfræðaskóla í Akureyrar-kaup-
stað eða flutning Möðruvallaskólans þangað. Frv.
frá St. St. (Skagí.) og Þ. Thoroddsen um, að verja
megi allt að 25,000 kr. úr landsjóði til að reisa
gagnfræðaskóla á Akureyri með 3 kennurum, er
einn sé skólastjóri og hafi 3000 kr. í laun og
leigulausan bústað í skólanum, en hinir kennar-
arnir 2000 kr. og 1600 kr. —
Heimastjórnarflokkurinn
hefur nú borið upp í neðri deild nýtt stjórn-
arskrárbreytingarfrumvarp, er gengur í ein-
dregna heimastjórnarstefnu, og byggist því á
allt öðrum grundvelli, en hið nýja Valtýs-
frumvarp. Höfuðatriðið í þessu nýja heima-
stjórnarfrumvarpi er að flytja æztu stjórn
sérmála vorra inn í landið, með því
að fá ráðherra, búsettan hér á landi
og launaðan af landsjóði, mann.sem
mæti á alþingi og beri ábyrgð gagn-
vart því. Hér er því mikil grundvallarmis-
munur milli þessa og Valtýsfrumvarpsins, en
ólíklegt er samt, að hinir gætnari Valtýingar
snúistá móti þessu, því að það ætti að vera sam-
eiginlegt áhugatnál allra þjóðrækinna manná
að leggjast á eitt í því, að fá öllum þeim kröfum
vorum framgengt, er vér getum haft nokkra
von um, að fái áheyrn hjá frjálslyndri vinstri-
mannastjórn, og í heimastjórnarfrv. þessu er
ekki lengra farið en svo, að vér getum fylli-
lega vænzt þess. Auðvitað fer það skemmra
en endurskoðunarfrumvörpin gömlu, en það
byggist alveg á réttum grundvelli, sama grund-
vellinum.sem endurskoðunarfrumvarpiðog mið-
ar því algerlega í rétta átt. Þetta þarf
ekki frekari útskýringar að sinni, því að frum-
varpið sjálft ber það með sér, og þess vegna
prentum vér það hér á eptir í heilu lagi, til
þess að þjóðin geti áttað sig á, um hvað hér
er að ræða, og hversu mikið framfaraspor á
sjálfstjórnarbraut vorri sé stigið með þessu frv.
Þess skal getið, að flestar breytingar frá nú-
gildandi stjórnarskrá erú auðkenndar með öðru
letri í frv. þessu, svo að það geti orðið fljót-
legra til samanburðar.
Frumvarp
til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórn-
arskrá um hin sérstakíegu málefni íslands, 5-
jan. 1874.
Flutningsmenn: Lárus H. Bjarnason,
Hannes Hafstein, Björn Bjarnarson, þm. Borgf.,
Pétur Jónsson, Hannes Þorsteinsson, Jósafat
Jónatansson, Hermann Jónasson, Tryggvi
Gunnarsson, Stefán Stefánsson, þm. Eyf., Björn
Bjarnarson, þm. Dalam.
í staðinn fyrir 1. gr., 2. gr., 3. gr., 5.
gr., 11. gr., 12. gr., 14. gr., 17. gr., 18.gr.,
19- gr-. 25.gr., 28.gr., 34. gr., 36.gr.39.gr.,
40.gr., 62. gr. og 2. ákvörðun um stundarsakir
í stjórnarskránni komi svohljóðandi greinar:
1. gr. (1. gr. stj.skr.). í öllum þeim mál-
efnum, er varða ísland sérstaklega, hefur land-
ið löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, á
þann hátt, að löggjafarvaldið er hjá konungi
og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið
hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum.
Hin sérstaklegu málefni íslands eru tal-
in í lögum um hina stjórnarlegu stöðu ís-
lands í ríkinu, 2. jan. 1871. 3. gr., og eru
þau þessi:
1. Hin borgaralegu Ivg, hegningarlógin og
dómgœzlan, er hér að lýtur. Þó verður eng-
in breyting gerð á stóðu hœstaréttar sem
œzta dóms í íslenzkum málum án þess,
að hið almenna lóggjafarvald ríkisins taki
þátt í því;
2. lögreglumálefni;
3. kirkju- og kennslumálefni;
4. lækna- og heilbrigðismálefni;
3. sveita- og fátækramálefni;
6. vegir og þóstgóngur á Islandi;
7. landbúnaður, fiskiveiðar, verzlun, sigling-
ar og aðrir atvinnnvegir;
8. skattamál; bein og óbein\
p. þjóðeignir, oþinberar stofnanir og sjóðir.
Meðan ísland hefur ekki fulltrúa í ríkis-
þinginu, tekur það engan þátt í löggjafarvald-
inu um hin almennu málefni ríkisins, en á hinn
bóginn verður þess eigi heldur krafizt á með-
an, að ísland leggi neitt til hinna almennu þarfa
ríkisins. Eigi má ákveða, að ísland hafi fuli-
trúa á ríkisþinginu, nema með lögum, er bœði
löggjafarvald ríkisins og hið sérstaka lóg-
gjafarvald Islands samþykkir.
2. gr. (2. gr. stj.skr.). Konungur er á-
byrgðarlaus og friðhelgur. Hann hefur hið
æzta vald yfir hinum sérstaklegu málefnum
íslands, rpeð takmörkunum þeim, er settar
eru í stjórnarskipunarlögum þessum, og lætur
ráðherra á íslandi framkvœma það. Hann
ikal vera búseltur í Reykjavík, tala og rita
íslenzka tungu, vera launaður af landsjóði
íslands, og að jafnaði bera lög og ónnur
mikilsvarðandi málefni sjálfur fram fynr
konung. Auk þess nefnir konungur annan
ráðherra fyrir íslandi, sem skal vera búsetlur
í Kaupmannahófn. í fjarvist eða forfóllum
ráðherrans á íslandi skal hann í umboði
hans bera mál þau, er konwigur rœður úr-
slitum á, fram fyrir konunginn, og að öðru
leyti framkvœma þœr stjórnarathafnir, sem
eigi má fresta þangað til úrskurðar ráðherr-
ans á Islandi verður leitað.
Undirskriþt konungs undir ályktanir
þœr, er snerta Lóggjóf og landsstjórn á ís-
landi, veitir þeim gildi, ef annarhvor ráð-
herranna ritar undir með honum. Þegar ráð-
herra sá, er búsettur er í Kauþmannahófn,
undirskrijar lóg og stjórnarathafnir í umboði
ráðherrans á íslandi, ber hann að eins ábyrgð
á því, að málið sé rétt framfiutt og aýgreitt.
3. gr. (3. gr. stj.skr.). Ráðherrarnir bera
ábyrgð á stjórnarathóýnum sínuni. Konung-
ur eða neðri deild alþingis getur kœrt ráð-
herrana fyrir embœttisrekstur þeirra. Lands-
dómur á Islandi dœmir þau mál, er hófðuí
kunna að verða gegn ráðherranum á íslandt,
en hœstiréttur þau mál, er hófðuð kunna að
verða gegn ráðherra þeim fyrir ísland,
búsettur er í Kauþmannahófn. Abyrgð ráð-
herranna skal ákveðin með lógum.
Deyi ráðhert ann á íslandi eða sýkiR
svo, að hann fai eigi löglega ráðstöfun gtU
um stjórnarstórf sín til bráðabirgða, þá ann-
ast sá embættismaður, sem honum er næstur,
hinn elzti stjórnardeildarstjóri, stjórnarstöff
þau, er eigi má ýresta, þangað til konungur
nejnir annan ráðherra á íslandi, eða ráðheH'
ann tekur aþtur við stjórninni.
Þá er ráðherrann á fslandi jer utan,
eða á annan hátt er fjarlægur bústað sínun1