Þjóðólfur - 24.08.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.08.1901, Blaðsíða 2
i66 Stjórnarskrármálið í neðri deild. Jafnskjótt sem stjórnarskrármálið var afgreitt til fulls frá efri deild og útséð var um, að nokk- urt samkomulag næðist við þá Jávarða, er þar knúðu málið fram, þá báru heimastjórnarmenn í neðri deild fram 2 tillögur til þingsályktunar í málinu, eina aðaltillögu, er Lárus Bjarnason var flutningsmaður að, og aðra breytingartillögu við hana (frá Hannesi Hafstein), er var nokkru víð- tækari. Aðaltillagan var svolátandi (þingskj. 461): Neðri deild alþingis skorar á stjórnina, að leggja fyrir næsta þing frumvarp til stjórnskipun- arlaga fyrir Island, er veiti þjóðinni ríflegri bæt- ur á stjómarfari hennar og innlendari stjórn, en farið er fram á í frumvarpi þvf, er nú er sam- þykkt í báðum deildum, en útkljáð var í neðri deild, áður en kunnugt var orðið um stjórnarskipt- in í Danmörku". Tillagan var ekki orðuð ákveðnara en þetta í þeirri von, að hinn flokkurinn mundi þá frem- ur samþykkja hana. Hin breytingartillagan (þingskj. 47i)tóknán- ar fram þær kröfur, er vér gerðum til þess frum- varps, er stjómin legði fyrir þingið nfl., að þar væri „Skipað fyrir um alinnlenda stjórn, eptir því, sem frekast megi við koma, án þess skert sé ein- ing ríkisins eður að minnsta kosti sú breyting gerð á fyrirkomulagi hinnar æztu stjórnar í sér- málum Islands, að hér búsettur, innlendur maður, er mæti á aiþingi og beri ábyrgð á allri stjórnar- athöfninni fyrir innlendum dómstóli, hafi yfirstjóm sérmálanna á hendi". Hafnarstjórnarmenn vildu hins vegar senda konungi ávarp frá deildinni, þar sem eingöngu skyldi verða tekið tillit til þessa frumvarps þeirra, en ekkert á það minnst, að þjóðin óskaði ann- ara eða frekari umbóta, en þar væri farið fram á. Að því vildu heimastjórnarmenn alls ekki ganga. Um þessa ávarpsleið og tillögurnar urðu harðar umræður í deildinni í gær, og lenti í persónuleg- um hnippingum og fékk Valtýr þar drýgstan skerfinn og sömuleiðis Skúli Thoroddsen. En auðvitað skýrðist málið lítt við þær umræður, voru að eins til skemmtunar »fyrir fólkið«. Setjum vér hér aðalatriðin úr hinni fyrstu ræðu Lárusar Bjarna- son fyrir málinu, áður en æsingurinn hljóp í um- ræðurnar: Þegar stjórnarskrármálið var til umræðu hér deildinni fyrir nokkrum vikum, voru allir- sam- mdla um pad, að frv. það, sem þingið nú hefur sent frá sér, fullnœgi engan veginn f 'órfum vormn. Formælendur frv. lýstu því hvað eptir annað yfir, að þeir færu svo skammt af pvi einu, að ekki vœri von um að fd meira hjá stjórn þeirri, er þá sat að völdum. Vér andmælendur þessa frumvarps þóttumst sjá fyrir það, sem nú er komið fram, að frjáls- lyndari stjórn mundi innan mjög skamms tíma taka við völdum. Vér vissum, að frjálslyndi flokkurinn í Danm. mundi vilja unna okkur miklu frekari bóta. Vér höfum það eptir helztu- mönn- unum í þessum flokki, mönnum, sem víst mátti telja um, að mundu skipa fleiri eða fizrri sœti í hinni vœntanlegu stjórn, mönnum, sem og náðu sæti í ráðaneyti konungs. Þess vegna fórum vér lengra en formælendur þessa frumv., en tilraun- ir vorar féllu með n. atkv. gegn 11. Það var enginn fullánægður með frv. meðan það var í deildinni, en því síður getur nokkur verið ánægður með það nú, er allar líkur, og enda vissa, eru fengnar fyrir þvf, að vér mund- um fá meira, miklu meira, ef vér að eins færum rétt að ráði voru. Vér vitum, að stjórn sú, er nú situr að völd- um, vill oss vel, jafnvel og flokkursá, erbarhana til valda, en þótt nú svo sé, megum vér ómögu- lega búast við, að stjórnin vilji veita oss meira en hún er beðiti um. Þágan er vor, en ekki stjórnar- innar, þess vegna er allt undir pvt komið, að stjórn- in fdi að vita sannan vilja deildarinnar. Hamingjan var svo hagstæð voru landi og lýð, að vér fréttum um stjórnarskiptin svo snemma, að snúa hefði mátt á rétta leið, en háttv. efri deild bar því miður ekki giptu til að fara eptir tákni forsjónarinnar. Vér andmælendur marg- nefnds frumvarps meiri hluta deildarmanna leyfð- um oss að benda háttv. systurdeild á leiðina, einu leiðina, sem eptir atvikum varð farin, vér leyfðum oss að ráða deildinni til að senda ekki frumvarpið frá sér, en eins og kunnugt er, fékk áskorun vor ekki áheyrn og mun þó ekki. viljaleysi meiri hluta deildarmanna hafa verið um að kenna. Stjórnin lítur eðlilega svo á frumv., sem pað geymi í sér óskir pingsins og það því fremur, sem það var ekki útrætt á þinginu, þegar vér fengum fregnina um stjórnarskiptin. Háttv. efri deild getur ekkert borið fyrir sig, háttv. neðri deild getur hins vegar með sanni réttlætt sínar gerðir, hún vissi ekki af stjórnarskiptunum, þegar hún seridi frv. frá sér. Hún getur bætt úr, ef hún vill. Hún getur nú greitt þjóðinni götu til affarasælla málaloka, ef hún að eins vill segja satt. Tilldga sú, sem hér liggur fyrir, er borin fram í pvi skyni einu, að gefa háttv. deild kost d að segja stjórninni satt til um afstöðu deildarinnar til frum- varpsins eða öllu heldur til stjórnarskrármálsins yfirleitt. Hún er að vísu borin fram af þeim flokki, er frekar vildi fara, en hún er hins vegar svo varfærnislega orðuð, að allir ættu að geta fylgt henni. Hér liggur og fyrir önnur tillaga, eða rétt- ara sagt breytingartillaga, tillagan d pskj. 471, og kysum vér flokksmenn eðlilega engu síður að hún gengi fram, þar sem hún fer lengra og er öllu ákveðnari en aðaltillagan. Hér liggur og fyrir önnur breytingartillaga d pskj. 5/5 um áð fela nefnd þeirri, sem skipuð var f stjórnarskrármálið, að sernja ávarp til H. H. konungsins. Oss flokksbræðrum er að vísu ekkert kapps- mál, hvor leiðin er farin, tillöguleiðin eða ávarps- leiðin. Vér leggjum alla áherzluna á innihaldið, að stjórnin sé látin vita, að frv. geymir ekki sann■ an vilja deildarinnar. Búningurinn er 1 þessu efni sem flestum öðrum aukaatriði, enda þótt vér verð- um að telja tillöguleiðina bæði viðkunnanlegri og verulegri til áheyrnar. H. H. konungurinn stend- ur yfir flokkunum, yfir þjóðinni, og það er því óviðkunnanlegra að snúa sér til hans, sem vér vitum að honnm væri persónulega kærast, að vér létum oss lynda hans þúsundára-gjöf meðan hann lifir. Stjórnin er aptur á móti jafningi vor, hún er annar málsaðilinn, við hana eigum vér rétt á að tala og af henni getum vér'heimtað svar. Þess vegna verð eg að ráða háttv. deild til að fallast fremur á tillöguleiðina en ávarpsleiðina. Það kom berlega í ljós 1 umræðunum, að Hafnarstj.flokkinum var meinilla við þingsálykt- unartillögurnar. Sá flokkur vill alls ekki ann- að né meira, en það sem í frumvarpi þeirra felst. Hitt eru tóm hitalæti gagnvart þjóðinni, að þeir vilji nokkuð annað, enda sýndu þeir það Ijósast við atkvæðagreiðsluna, þvf að eptir að ávarpstillagan var felld með 11 atkv. gegn 11, féllu báðar tillögurnar, er getið hefur verið hér á undan, með n atkv. gegn 11 að viðhöfðu nafnakalli. Er óþarft að telja hér nöfn þeirra, er atkvæði greiddu með eða móti, því að þau eru kunn. Þess skal að eins getið, að Ein- ar Jónsson greiddi atkvæði með heimastjórnar- mönnum og með tillögunum, en móti ávarpinu. Að varna þess, að nýju stjórninni væri tilkynnt, að óskir manna gengju lengra en Hafnarstjórnar- flokksins, það er sannarlega fáheyrt ofbeldi í ís- lenzkri pólitik, þótt við öllu megi búast á þess- um tímum. Hvað segir þjóðin um annað eins? Einkennilegar atkvæðagreiðslur, Það hefur ekki ósjaldan komið fyrir, að utan- þingsmenn hafa átt erfitt með að átta sig á at- kvæðagreiðslum 1 sumum málum á þingi, og er það engin furða, þá er mörgum þingmönnum eru opt huldar þær hvatir, sem stjórna atkvæði sam- þingismanna sinna. Atkvæðagreiðslur í mörgum þýðingarmiklum málum á þingi eru opt svo ó- skiljanlegar, svo andstæðar og öfugar í sjálfu sér, að þær verða ekki afsakaðar með neinum skyn- samlegum ástæðunj. Hér er ekki talað um þau mál, sem barin eru áfram af pólitisku flokksfylgi fyrir ofurkapps sakir og með algerðri fyrirlitn- ingu fyrir réttum rökum mótflokksins, eins og t. d. stjórnarskrármálið og bankamálið nú á þingi. Þar vita menn, hvar fiskur liggur undir steini, hverjar ástæðurnar eru til þess, að málin eru knúin svona áfram í blindu trássi, að það er að eins gert til að að svala sér, að eins í hefndarskyni fyrir fornar hrakfarir. Og er það miður göfug- mannlegt, þá er um velferð heillar þjóðar er að ræða, er fremur ófagur leikur, enda hafa ýms- ir í flokki Hafnarstjórnarmanna beinlínis við- urkennt, að það sé að eins ofurkapp eittoghefni- girni, en ekki skynsemi né róleg íhugun, er mest hafi knúð stjórnarskrármálið fram á þessu þingi, og það mun alveg satt. Þarna verður þó ástæð- an fundin, þótt óviðurkvæmileg sé. En það er í ýmsum öðrum málum, sem ekki er unnt að finna neinar ástæður fyrir atkvæða- greiðslunni, nema mjög langt sóttar og harla óeðlilegar. Þannig er þessu t. d. háttað með atkvæða- greiðslur, er farið hafa nýlega fram í 2 málum í neðri deild (um efri deild talar enginn, þótt þar gangi margt öfugt). Önnur atkvæðagreiðslan var 17. þ.m í botnvörpumáli Guðlaugs, er áður hefur verið minnst á hér í blaðinu. Það lá við sjálft, að því máli væri hleypt til 3. umræðu, máli, sem flestir munu hafa hugsað, að deildin mundi ekki vilja líta við. En það var öðru nær. Það var að eins með naumindum, með 10 atkv. gegn 10, að deildin slapp vanvirðulaust frá því. Að vísu getur það verið, að allir þeir 10, er greiddu at- kvæði með því til 3. umræðu, hefðu ekki viljað samþykkja það til fulls út úr deildinni. En um það verður ekkert sagt með vissu. Og frumvarpið var svo lagað, að það var ekki unnt, að lappa svo upp á það við 3. umræðu, að það yrði að- gengilegt. Leyfi til botnvörpuveiða í landhelgi hér við land, hvar sem er, verður aldrei réttlætt með því að borga eitthvert ákveðið gjald í land- sjóð eða sýslusjóð einstakra sýslna. Það er að eins agn til að veiða skammsýnar sálir. Auk sjálfs formælandans Guðlaugs Guðmundssonar, greiddu atkvæði með botnvörpuveiðum í landhelgi fyrir Skaptafellssýslunum meðal annars, að viðhöfðu nafnakalli, þingmaðurVestmanneyinga (Valtýr Guðmundsson) og báðir þingmenn Rangæinga (Magnús Torfason og Þórður Guðmundss). Mælti þó Valtýr sterklega gegn samskonar frumvarpi 1899, sem »ísafold« kallaði »landráðafrumvarpið«. En n ú er tunguhapt á henni, nú er ekki talað um nein landráð, þótt menn greiddu atkvæði með þessu frv., af því að nú eiga vinir hennar hlut að máli, og sjálft átrúnaðargoðið hennar gerðist flutningsmaður þess. Ekki er að tala um sam- kvæmnina. Önnur eptirtektaverð atkvæðagreiðsla var í fyrra dag um frumvarp það, er stjórnin hafði lagt fyrir þingið, viðvíkjandi eignarrétti útlendinga til fasteigna hér á landi, þar sem girt var fyrir það, að útlendingar (aðrir en Danir) gætu náð hér eignarhaldi um aldur og æfi á jarðeignum, foss- um, eða öðrum ínytjum landsins, án sérstaks leyfisbréfs. Hefur þingið einmitt óskað eptir lög- um í þessa átt. En hvernig fer svo, þá er þingið á áð fara að fjalla um það, sem það sjálft hefur óskað eptir? Það er afgreitt snemma í júli frá efri deild. Málið er svo heilan mánuð í nefndinni,er gerir lítilsháttar breytingar við það, sem allar eru samþykktar við 2. umr. í neðri deild, en þá er vísa skal málinu til 3. umr. er það fellt(l) með U atkv. gegn 10, þar á meðal með atkvæði eins nefndarmannsins, Guðlaugs Guðmundssonar, er aldrei hafði hreyft neinum mótmæluffl gegn frv., hvorki í nefndinni né á deildar- f u n d i. Er það alveg spánný aðferð og ekkí eptir- breytnisverð, enda urðu margir mjög forviða við þessa atkvæðagreiðslu mannsins og annara deild' armanna. En því miður var nafnakall ekki heinit' að við þessa atkvæðagreiðslu, af því að hún kom

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.