Þjóðólfur - 20.09.1901, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.09.1901, Blaðsíða 4
i8o hugvekju hins virðuglega herra E. H. þá mættu vottorð þessi kannske nægja í bráðina til að sýna, hve frásögnin er miður virðandi fyrir hlutaðeig- andi hreppsfélag, að hún er af einkennilegum toga spunnin, og hve sannleiksrík hún er! frá hálfu heimildarmanna hins víðfræga rithöfundar(l). En hina tvöföldu getgátu ti! mín, sem er jafn mannúðleg og margt fleira í »ísatold« hefurhöf- undur páskahugvekjunnar »að líkindum« tekið af fésjóði síns hjarta, og mun eg ekki borga honum þann glaðning sem vert er, sökum gam- als heilræðis. Gíslabæ við Hellna H. Arnason. ,Vesta‘ kom hingað frá útlöndum að kveldi 17. þ. m., hafði komið við á Seyðisfirði og Eskifirði. Með henni komu guðfræðingarnir: Sigurbjörn Á. Gísla- son, Jón Þorvaldsson, Ásgeir Ásgeirsson og Jón Brandsson, er allir höfðu sótt allsherjarfund hins kristilega stúdentafélags, er haldinn var í sumar í Noregi. Drukknun. Hinn 30 f. m. drukknaði í Héraðsvötnunum Andrés Jónsson bóndi f Hringey í Hólmi. Hann ætlaði á svifferjunni á Akrahyl og var á ferð snemma morguns um fótaferðartíma. Hef- ur honum að líkindum leiðst biðin eptir ferju- manni og lagt út í Vötnin á hálfófæru broti rétt fyrir ofan ferjustaðinn, en lent svo í strengnum og fórst þar hestur og maður. (Eptir bréfi úr Skagafirði 4. þ. m.). ,Skálholt‘ kom norðan og vestan um land í gærmorgun með allmarga farþega. Prestkosning í Hjarðarholti er um garð gengin. Séra Jósep Hjörleifsson á Breiðabólsstað fékk 23 atkv., séra Ólafur Ólafsson á Lundi 16 og Magnús Þorsteins- son cand. theol. 8. Með því að enginn þessara hlaut nægan atkvæðafjölda sker veitingarvaldið úr því, hver hljóta skuli brauðið ogkom þvf séra Jósep hingað suður með Skálholti til að tala sínu máli við veitingárvaldið. Waterproofkápur fást í verzlun Friðriks Jónssonar. 8YEITAMENN geta fengið góðan og ódýran saltfisk í VERZLUNINNI _____„GODTH AAB“, Skipmannsgarn fæst í VERZLUNINNI ,GODTHAAB‘. Eins og áður hefur verið auglýst, á öðrum stað, eiga allir kaupendur »Plógs« að greiða andvirði þessa yfirstandandi 3. árgangs til mín, sömuleiðis þeir, sem skulda fyrir 1. og 2. árg. blaðsins. Gjalddagi fyrir miðjan júlí. Allar pantanir á blaðinu og annað útsendingu þess áhrærandi á að sendast til mín. Af því að ýmsir hafa viljað fá I. og 2. árg. blaðsins keypta, auglýsist hér með, að borgnn fyrir þessa árganga verðnr að fylgja fóntuninni: 1 kr. 25 a, fyrir 1. árg. og 1 króna fyrir 2. árgang. Annars verður pöntunum þessum ekki sinnt, með því upp- lag þessara árganga er nær þrotið. — Þeir sem selja 5 eintök eða fleiri af 3. árg. fá20°/0 í sölulaun, en af 4 eint. eða færri reiknast engin sölulaun. Reykjavík 20. sept. 1901. Hannes Þorsteinsson. Fundur í Skálafélaginu. Aðalfundur þess verður haldinn hér í bænum laugardaginn 28. þ. m. kl. 5 e. m. á Hotel ísland. Verða þar lagðir fram reikn- ingar yfir tekjur og gjöld félagsins yfirstand- andi ár. Ræddar uppástungur, er félagsmenn kunna að vilja bera upp og valinn einn mað- ur í stjórn félagsins. I fjærveru forseta Tryggva Gunnarssonar. Hannes Þorsteinsson. Sigfús Eymundsson. Snikkarameistari Sveinn Eiríksson tekur pilt til kennslu. I Pósthússtræti Nr. 16 verður solt fæði í vetur. Kostar 85 a. á dag fyrir karlmenn og7Sau. ádag fyrir kvennmenn. Líka fæst kaffi og sérstakar máltíðir. Regnhlífar fyrir karlmenn og kvenn- menn fást í V E R Z L U N FRIÐRIKS JÓNSSONAR. Gaddavír fæst nú í YERZLUNINNI „GODTHAAB'* FARFI, FERNIS, TERPENTÍNOLÍA, KÍTTI, RÚÐUGLER fæst í VERZLUN Sturlu Jónssonar, . j skóverzlun M, A, Mathiesen’s Takið eptir! Með „Ceres" 3. október og „Laura" 9. októ- ber koma margar og fjölbreytar vörur til verzlunarinnar ,GODTHAAB‘=- sem allar verða að venju seldar svo ódýrt, sem frekast er unnt. HINGÓÐU Em í Ulstera (Vetrarkáþur)—Reiðjaklta DBENGJAFRAKKA — BARNAKÁPUR — BUXUR o. 11. eru nú nýkomin til Saumastofunnar í BANKASTRÆTI 14. öll ÓDÝRARI en venjulega gerist hér í bœnum. Guðm. Sigurðsson. klæðskeri. Rauðstjörnótt hryssa 4 vetra, mark: stýft v. er í óskilum hjá undirskrifuðum, og getur réttur eigandi vitjað hennar og borgað áfallinn kostnað. Laugarvatni 14. september 1901. M. Magnússon. í október næstkomandi flytur vePZllinÍn „Godthaab“ birgðir af segldúk, ligtoug, stálvír o. fl. handa þilskipum og til aðgerða á þeim, einnig nauðsynjavÖFUP til neta- og bátaútgerðar allt af beztu tegund 'V'W'wr ’ww'wwr og selst með mjög vægu verði. Frá 1. september þ. á. veiti eg ekki sjúklingum áheyrn á hverjum degi, eins og að undanförnu, með því að undirbúningsstörf- in við geðveikrastofnun mína leyfa mér ekki tíma til þess. Framvegis veiti eg að eins áheyrn: Miðvikudaga kl, 2—4 fyrir borgun og Laugardaga kl, 2—4 ókeypis. CHR. SCHIERBECK læknir. Reykjavík 29. ágúst 1901. Tóuskinn eru keypt 1 verzlun Sturlu Jónssonar. 5, Bröttugötu 5, hefur nú komið mikið af Skófatnaði Karlmannsskór, og stígvél, margarsort- ir, Kvennskór, margar sortir, Barna- og Unglingaskór af öllum stærðum, enn frem- ur Morgunskór, Flókaskór, Brunel- skór, og Dansskór. Enn fremur hef eg ekta góðan áburð á alls konar skótau, Geita- skinnssvertu, Vatnstígvélaáburð og Skósvertu. Enn fremur hef eg tilbúin Vatnsstígvél, og ávallt nægar birgðir af iunlendum skófatnaði, sem er unninn á minni alþekktu vinnustofu. Allt selst með þvi lægsta verði sem hægt er. Verzlunin ^ „Godthaab hefur birgðir af ýmsum matvælum, kaffi — sykri — tei — Margarine, — fleiri tegundir Ennfremur flest allt, er til bygginga þarf. Allt sérlega ódýrt. Myndir, Myidarammar og Rort fáséð, Bræðraborgarstíg 3. Engin verðhækkun á Kína-Lífs-Elixír þrátt fyrir tollinn. Eg hefi fengið vitneskju um, að sumir neytendur Kína-Lífs-Elixírs hafi orðið að greiða hærra verð fyrir Elixírinn, síðan tollhækkun- in komst á. En eg get frætt menn á því, að kaupendurnir fá Elixírinn fyrir sama verð og áður og að útsöluverðið er óbreytt, 1 kr. jo au. flaskan, eins og stendur á flöskumiðan- um. Eg vil því biðja menn um að skýra mér frá því, ef nokkur kaupmaður selur El- ixírinn dýrar, því að það er rangt og mun verða vandað um það. Hinn ekta gamli Kína-Lífs-Elixír fæst framvegis til útsölu úr forðabúri mínu á Fá- skrúðsfirði eða ef menn snúa sér beint til verzlunarhússins Thor E. Tulinius. Waldemar Petersen. Frederikshavn. Skrifstofa og forðabúr: Nyvej 16. Köbenhavn V. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.