Þjóðólfur - 20.09.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.09.1901, Blaðsíða 2
i78 x. þ. rn. héldu vinstrimenn fagnaðarhátíð út af ráðaneytisbreytingunni og gengu í prósessíu til konungs og færðu honum þakkarávarp. Erinds- rekar þeir, er fóru á fund konungs, höfðu kosið jótskan bónda til formælanda og þótti hann leysa starf sitt af hendi með látlausri djörfung. I sam- sæti því, er seinna var haldið, hélt Deuntzer ráðaneytisforseti ræðu og skýrði þar frá stefnu ráðaneytisins, sem að mestu leyti var í samræmi við þá trúarjátning, sem vinstrimenn áður hafa látið í ljósi. — Viðauki. Rvík. 18. sept. Þeim fréttum er við að bæta eptir nýjustu ensk- um blöðum, að Mc Kinley Bandarlkjaforseta var veitt banatilræði 6. þ. m., er hann var staddurvið sýningu í bænum Buffaloí New-Yorkfylkinu. Gekk þar maður einn að forseta, er hann stóð á palli í mannþrönginni, og lézt ætla að heilsa honum með handabandi, en hafði fólgna skammbyssu innan í vasaklút í hinni hendinni. Og um leið og forseti ætlaði að rétta honum hendina, hleypti hinn 2 skotum á hann, kom önnur kúlan í brjóst- beinið utantil og varð af sár ekki mikið, en hin kom í magann. Morðinginn var þegar hand- samaður og settur í varðhald, sagði í fyrstu skakkt til nafns síns og ætternis, en brátt vitnaðist það, að hann heitir Leon Czolgosz af anarkistaflokki, pólskur að ætt, en fæddur í Ameriku. Hann er 29 ára gamall. Skellir hann skuldinni fyrir til- ræði sitt á konu þá, er Emilía Goldman heitir og haldið hafði æsingaræður um, hversu stjórn- arfyrirkomulag Bandaríkjanna væri óhafandi, og rétt væri að ráða forsetann af dögum. Hefur lög- veglunni tekizt að handsama konu þessa. Enaffor- seta er það að segja, að hann lifði, er síðast fréttist, og er talið nokkurnveginn áreiðanlegt, að hann muni verða heill heilsu, þótt ekki hafi tekizt að ná kúl- unni, sem í magann fór, einhverstaðar milli laga, þvf að engin aðallíffæri hefur hún snert. Sfðustu blöð (frá 10. þ. m.) segja, að ofsnemmt sé þó að telja forsetann enn úr allri hættu, með því að svo skammt sé liðið frá tilræðinu. Flestir ríkisstjórnendur í Norðurálfunni og víðar hafa sent Mc Kinley hlut- tekningarskeyti og fjöldi annara manna. Mæl- ist tilræði þetta hvarvetna illa fyrir að vonum, en Amerikumenn eru mjög glaðir yfir, að forseti er á batavegi, og vænta, að hann sleppi betur en Garfield forseti, er lézt af skotsári eptir 3 mán- aða þjáningar 1881. Lincoln var, eins og kunn- ugt er, myrtur 1865. Það virðist því ekki óhult- ara að vera forseti í Bandaríkjunum, heldur en að sitja á veldisstóli konunga eða keisara, —Mælt er, að Rússakeisari hafi hætt við Frakklandsför sína, er hann heyrði þessar fregnir um Mc Kinley, því að varðlið hans kvaðst ekki treysta sér til, að gæta hans fyrir anarkistum. En af því að hann hafði áður boðað Frökkutn komu sína ætluðu sumir, að hann mundi þó herða upp hugann og hætta sér 1 þetta ferðalag »upp á líf og dauða«. Síðustu fregnir tala um nokkrar hrakfarir Búa fyrir Englendingum, en slíkt hefur fyr heyrzt og Búar staðið jafnréttir eptir sem áður. íslenzk pólitík ytra. Framkoma Valtýs. I sumar hafa birzt ýmsar greinar í dönskum blöðum um stjórnarskrárbaráttu vora og afstöðu flokkanna á þingi, flestar nafnlausar. Ekki hefur samt verið torvelt að sjá, hvaðan meginþorri þess* ara ritgerða er runninn, því að stimpill Hafnar- stjórnarflokksins hefur verið svo skýr á flestum þeirra. Auk þess hefur sá flokkur, eða Valtýr fyrir hans hönd, stöðugt sent smágreinar sem hrað- skeytisfregnir til ýmsra danskra blaða og víðan þar sem skýrt er frá, að frumvarpið hans(!!) hafi verið samþykkt í neðri deild við 2. umr., og rnuni verða samþ. til fulls í deildinni, svo næsta fregn um, að það sé samþ. í n. d., muni samþ. í e. d., svo, að það hafi verið samþ. þar við 2. umr. og loks með hraðskeyti frá Troon á Englandi, að það hafi verið samþ. af alþingi um leið og skýrt er frá, að hlutafélagsbankinn . (þó það væri nú!) sé samþ. í n. d. og verði eflaust samþ. í e. d. Og þessi fagnaðartíðindi gat »Nati- onaltidende« flutt þegar þinglokadaginn 26. f. m. um leið og þar birtist nafnlaust bréf frá Reykja- vík ds. 8. f. m., þar sem skýrt er mjög hlutdrægn- islega frá gangi málsins á þingi, en frumvarpi meiri hlutans og enda Valtý sjálfum hrósað á hvert reipi. Meðal annars er þar reynt, eins og opt fyr að vekja ýmugust Dana á heimastjórnar- mönnum með því að leggja áherzlu á, að með sjálfstæðri, innlendri stjórn, er þeir haldi fram, sé verið að slíta sambandinu millum landanna, þannig að ekkert verði sameiginlegt nema kon- ungurinn einn (Personalunion). Dr. Valtýr veit, að þetta fellur í góðan jarðveg hjá Dönum, og að svona lagaðar prédikanir eru einkar vel falln- ar til þess að girða fyrir alla heimastjórn hjá oss, en greiða fyrir því, er hann berst fyrir: flutningi valdsins út xir landinu, eða dansk-íslenzkri Hafn- arstjórn. I bréfi þessu er lögð mikil áherzla á, hvílíka gleði konungsboðskapurinn til þingsins hafi vakið hjá framfaraflokknum (Reformpartiet«!) og sá flokkur hafi vandlega varast (»vel(!) taget sig i Agt for«) að fara fram á nokkuð, er raskað gæti einingu ríkisins, eða komið í bága við stöðu Islands í ríkinu, eins og hxín sé ákveðin í stöðu- lögunum o. s. frv. Daginn eptir að bréf þetta birtist í »Nat,- tid.« kom það bæði í »Dagbladet« og »Dagens Nyheder«, (allt hægrimanna blöð), en i »Politiken« kom ekkert, hvernig sem á því hefur staðið. Lít- ur svo út, sem Valtýr hafi fremur litinn byr hjá vinstri mönnum. Hins vegar birtist í »Politiken« 29. f. m. all- löng grein eptir Boga Melsteð, þar sem skýrt er í stuttu máli frá sögu málsins síðan 1897, að Valtýr kom með frumvarpið er hann ka'llaði sitt, þótt það væri ekki samið af honum. Jafnframt er skýrt tekið fram, að frumvarp þetta hafi verið algerlega úr sögunni, þá er alþing hófst í sumar, og Valtýrhafi því séð sér þann kost vænstan að bera það ekki upp á þinginu, heldur orðið að sætta sig við að verða einn flutningsmanna að nýju miðlunarfrumvarpi, er gangi lengra en hið sálaðá frumvarp doktorsins. En af því að þar sé enn farið fram á sérstakan ráðgjafa búsettan í Höfn, og launaðan af ríkissjóði, er íslendingar vilji ekki sætta sig við — heldur fá hann búsett- an í landinu og launaðan af landsjóði —þá hafi frumvarp þetta að eins fengið meiri hluta að nafninu til fyrir tilviljun eina m. fl. — Svo talar hr. B. M. um búsetu ráðgjafans hér á landi og segir að Islendingar vænti þess, að vinstrimanna- ráðaneytið taki þetta atriði til íhugunar með vel- vild og hluttekningu. Að lokum minnist hann með þakklæti þess áhuga á Islandsmálum, er komið hafi í ljós hjá Dönum nú síðustu árin, svo að Islendingar hafi fengið greiðari aðgang að dönskum blöðum en fyr. »En« bætir hann við — »þá er eg virði fyrir mér þær greinar um íslenzk mál, sem eg hef séð í dönskum blöðum síðastl. 4 ár, þá vildi eg óska, að þær greinar, sem snerta stjórnarskipunarmál íslands, og ritað- ar eru af Islending, sem tekur þátt í stjórnmála- baráttunni, væru undirritaðar með eigin nafni höfundarins. Hið svokallaða valtýska frumvarp hefur nfl. vakið mikla sundrungu í stjórn- arbótarmálinu heima á Islandi, og þess vegna væri það æskilegt, að þeir alþingismenn, er ef til vill rita um málið, gerðu það með fullu nafni«. Það var rétt gért af hr. B. M. að ríða á vaðið og rita með nafni í blöðin um þetta mál, því að það er óviðkunnanlegt, að sjá jafnan þess- ar nafnlausu, hlutdrægnislega rituðu greinar, sem flestar hafa verið eignaðar dr. Valtý eða nánustu fylgifiskum hans. Doktorinn á erfiðara með að setja mikið skjall um sjálfan sig í þessar greinar, ef hann ritar nafn sitt undir þær. Undir eins og dr. V. steig á land í Höfn 3. þ. m. kom til hans (eða var látinn koma ?) frétta- snati frá »Nationaltidende«, sem nú virðist vera lífakkeri Valtýs, og hefur fréttasnati þessi ritað upp úr doktornum heilmikla romsu, sem prentuð er í »Nat.tid.« 4. þ. m. Segist maður þessi hafa snokkrar klukkustundir(I), haft þá ánægju að hlusta á þennan foringja meiri hlutans útlista það mái, er honum liggi svo þungt á hjarta«. Ogsvoseg- ir fréttasnatinn, að doktorinn hafi byrjað skýrslu sína á því, sem áður hafi verið gert og ávallt sé gert — (hann hefur heyrt það fyr?) — að ganga langt frarn í tímann f sögunni o. s. frv. Annarser harla lít- ið á skýrslu þessari að græða. Getið er þar Hannesar Hafsteins,semóþekktrarpersónu(!)ogFinnsJónsson- ar, er fengið hafi báðir áheyrn hjá Islandsráðgjaf- anum, Alberti, en því viðbætt, að dr. Gudmunds- son hafi ekki heldur verið seinn á sér að heimsækja hann. Er sagt, að H. Hafstein sem fulltrúi minni hlutans ætli að vinna stjórnina til fylgis við óskir þessa minni hluta, en svo segir í blaðinu : »en hins vegar hefur meiri hluti íslenzku þjóðarinnar (11) snúið sér beint til hans hátignar konungsins með ávarpi, er samþykkt var á síðasta fundi í efri deild alþingis, og verður það sent konungi 16. þ. m., er það hefur verið skrautritað á íslenzku og snúið á dönskxu. Nú er ávarpsmynd, sem að eins er samþykkt af 4 þjóðkjörnum þingmönnum af 30 orðið að- ávarpi til konungs frá meiri hluta íslenzku þjóð- arinnarl! Er það ekki dásamlegt að láta dönsk blöð flytja jafn frekleg ósannindi ? Og svo lætur doktorinn fréttasnatann fá »íslenzka frumritið« af þessu þjóðarávarpi til konungs, er blaðið svo birt- ir á dönsku. Það er rembihnúturinn á greininni. Og fréttasnatinn er í 7. himni yfir þeirri ástúð doktorsins, að hann skyldi afhenda honum þetta mikilsháttar »dokúment« frá meiri hluta íslenzku þjóðarinnar(!) áður en það var sent konungi. En hvað getur ekki sjálfur meirihlutaforinginn(!) leyft sér? Látum það nú vera, að dr. V. afhenti frétta- snata þessum ávarpið til notkunar, en hitt er verra, að hann hefur fengið honum rangt skjal en eklcl það ávarp, er samþ. var í efri deild. Þetta sést á því, að í þýð- ingunni í »Nat.tid« vantar einmitt þann viðauka, eri.kgk. þm. (J. Havsteen)kom að í ávarpinu, nfl. að sú skoðun hefði komið frarn á þingi ísumar hjá mörgum þingmönnum, -að menn væru ekki ánægðir fyr en æzta stjórn landsins í hinum sérstaklegu nxálefnum væri bxí- sett hér á landi. Þennan viðauka hefur dr. Val- týr ekki viljað láta sjást í dönskum blöðum, þess- vegna, sjálfsagt af ásettu ráði, látið mann- garminn hlaupa með öfugt skjal f blað sitt. Hvað segja menn um þessa aðferð ? Er það ekki ólán fyrir hina íslenzku þjóð, að eiga ann- an eins talsmann fyrir sig þar ytra, eins og dr. V? Menn mega vera harla blindaðir af flokksfylgi og rangsnúnir 1 hugsunarhætti, ef þeim gezt vel að slíku háttalagi. Og.þetta er talið ráðgjafaefniI Um árangurinn af sendiför Hannesar Haf- steins verður ekkert sagt að svo stöddu hér í blaðinu, né heldur um afstöðu Valtýs hjá ráða- neytinu eða gagnvart blöðunum. Væri og held- ur snemmt að skýra nokkuð frekar frá því, með því að »Ceres« var svo að segja nýkomin til Hafnar, er »Vesta« fór. Sú frétt hefur gengið staflaust hér um bæinn slðan »Vesta« kom, að hér um bil hafi verið af- ráðið hjá stjórninni að skipa sérstakan ráðherra fyrir ísland, að eins eptir að skipa sjálfan rnann- inn, og Valtýr talinn þar efstur á blaði til þessa sætis. Frétt þessi mun naumast eiga við nein rök að styðjast, allra sízt nú þegar, hvað sem síð- ar verður. Að minnsta kosti er ótrúlegt, að stjórn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.