Þjóðólfur - 27.09.1901, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.09.1901, Blaðsíða 2
landstjórnin 3 manna nefnd til að rannsaka þessi mál, og leggja fram tillögur sínar fyrir alþingi 1903. Var á fjárlögunum veitt fé til þessa. Má búast við, að einhver verulegur árangur verði af starfi þessarar nefndar, er skipuð mun hinum fær- ustu mönnum. Hefur opt verið reynt á þingi að fá slíka nefnd skipaða, en aldrei tekizt fyr en nú, sem sýnir, að menn eru farnir að viðurkenna þörfina á einhverri breytingu á fátækramálum vor- tim; og að svo búið má ekki lengur standa. Vér verðum því að telja spor það, er þingið sté nú í þessu máli mjög þýðingarmikið og heppilegt. Þá er á allt er litið verður þinginu naumast fundið þ a ð til foráttu, að það hafi verið aðgerða- lítið, eða afrekað öllu minna en undanfarandi þing, þá er þess er gætt, að meir en helmingur þjóðkjörinna þingmanna var nýr af nálinni og þess vegna ósýnna um þingstörf en ella, og að Hafnarstjórnarflokkurinn beitti hinum svokall- aða meiri hluta sínum til að hrinda málunum úr réttu horfi. Hefði stjórnarskrármálið ekki spillt samvinnunni og tafið svo fyrir, eins og það gerði, þá mundi þingið hafa notið sín betur, og komið fleira og meiru til leiðar en það gerði. Hatrið, úlfúðin og sundrungin, sem af því leiðir, er átu- mein þjóðfélags vors á yfirstandandi tfð, og sá hefur valdið illu, sem upptökunum olli að þessu fargani; en það er dr. Valtýr, því aðáðurfór þó allt nokkurn veginn skaplega. Ætti að gefa þessu fyrsta þingi nýju aldar- innar nokkurt nafn, sem einkenndi það frá öðrum þingum, með tilliti til höfuðmáls þjóðarinnír, stjórnarbótarmálsins, þá mætti kalla það óhappa- þingið, því að óhöpp ein réðu hinum óhappa- legu úrslitum málsins á þingi. Það var óhapp, að veikindi hömluðu séra Arnljóti frá þingför, og það var óhapp, að meiri hlutinn í efri deild var skipaður svo fstöðulausum þjóðkjörnum fulltrúum, að enginn þeirra hafði þrek í sér að rísa undan fargi flokksins, og kaus heldur að greiða atkvæði í blindni og hugsunarleysi og ef til vill gegn sann- færingu. Það var einnig óhapp, að stjórnarbreyt- ingin í Danmörku var ekki frétt hingað, þá er málið var afgreitt frá neðri deild, því að þá rnundi séra Einar Jónsson trauðla hafa greitt atkv. með Hafnarstj.frumvarpinu, og var það þá fallið með jöfnum atkvæðum. Alstaðar eru það tilviljanirn- ar, óhöppin, sem blasa við manni í sambandi við þetta mál á síðasta þingi. Þess vegna er það ekki ófyrirsynju kallað óhappaþingið, að minnsta kosti frá sjónarmiði heimastjórnarmanna. Frá sjónarmiði Hafnarstjórnarmanna er það auðvitað »happaþingið« en nú er eptir að vita, hvort ekki »verður skamma stund hönd höggi fegin«. Landsmál. Eptir Stefán hreppstj. Guðmundsson. II. (Síðari kafli.) Þótt nú svo kunni að vera, að fátækir menn erlendis kunni að bera tiltölulega hærri gjöld, en menn á sama reki hér á landi, þá sannar það að eins ranglátt skipulag skattgjalda þar, sem ásamt öðru sverfur svo fast að hinum fátækari, að allt logar í byltingaanda, sem umturna mundi öllu, ef ekki hervaldið héldi honum niðri. Eptir slíku ástandi er ekki óskandi, en við byltingum er nú reyndar varla hætt á Islandi, en menn bregða sér þá heldur til Ameríku. Samt sem áður held eg, að við getum bætt á okkur einhverju af gjöldum, en hræddur er eg um að varlega verði að fara í þær sakir. Við höfum ekki efni á að verja fé til annars en þess sem gefur okkur peninga í aðra hönd, og það sem fyrst, en getum ekki beðið í heilan manns- aldur eða meir, höfflm ekki efni á að »elska það dauðvona og dauða« ekki til skrauts né tildurs, ekki efni til að skreyta okkur með því mennta- glysi, sem ber þá ávexti, að gera menn frábitna algengum vinnubrögðum, en sem lífið þó vægð- arlaust heimtar, að unnin séu. 182 Sanna menntun vanhagar okkur mjög um, því hjá öllum þorranum er fáfræðin og skeyting- arleysið um margt það, er upplýstir menn telja mest um vert, svo mikið, að varla er líft innan um slíkan lýð, ef hann væri ekki tiltölulega sið- betri en hvað hann er fróður til. Það álít eg aptur of mikla meinsýni, að álykta að af því að við leggjum miklu minna til alþýðumenntamála en aðrar þjóðir, að vér hljótum að því skapi að vera ver siðaðir, en þær. Frakkar hafa lengi verið taldir ein hin allra helzta menntaþjóð álfunnar, en hvar hefur brytt jafn almennt á sið- leysi jafnt hjá æðri sem lægri stéttunum sem þar, sbr. Dreyfus málið, og nú síðast aðfarirnar íKína. Þetta sýnir að ekki nægir að kosta svo og svo miklu til að mennta höfuðið, ef menntun hjart- ans er vanrækt; þess þarf vor þjóð vel að gæta, þegar hún fer að hugsa um menntun sína fyrir alvöru. Svo eg snúi aptur að búnaðinum, þá erþað víst engum vafa bundið, að eigi honum að fara fram verður ekki hjá komizt að leggja enn meira fé honum til eflingar, en gert hefur verið, en það getur naumast orðið til muna, nema með aukn- um sköttum. Þó dylst mér það ekki, að varlega verður að fara í þær sakir að leggja beina skatta á sveitabændur, eins og nú standa sakir, því á seinni árum hafa búin hjá þorra manna mikið gengið saman sem von er, þar sem vond verzlun og vinnufólksleysið hafa þjakað. En þá verður spurningin, hvar eigi að taka það fé sem þarf. En sem fyrri get eg ekki fremur bent á neina einstaka varningsgrein, sem verulega munaði um að tolla, en stikuvarninginn, klæðnaðarvöruna. Af henni var flutt til landsins 1898 fyrir rúmar 937 þús. kr., ef tilbúin föt og skófatnaður er tal- ið með. — Væri nú til dæmis lagður 10 anra tollur á hvert 1 krónu virði í varningi þessum, hefðist hátt upp í 100 þús. kr. upp úr því. Til samanburðar má geta þess, að 10 aura tollurer nú á hverju 50 aura virði í kafE. Eg skil ekki, að fremur væri þörf á tollgæzlu, þó þessari varn- ingstegund væri bætt við tollskyldu vörurnar. Það sem helzt fær framgang hér á landi, er alt það sem gerir oss það, sem vér höfum handa á milli sem arðminnst. Ef einhver getur bent á að einhver hafi óhag af því, og því, sem upp á er stungið til hagræðis búnaðinum er það óðara fellt. En hvernig er hugsanlegt að finna upp á nokkru, sem ekki geti komið í bága við hag einhvers? Nei, öll okkar pólitík lendir í einlægu rifrildi, þar sem einn rífur það sem annar byggir, miðar svo engu lifandi baun áfram. Það er einungis eitt, sem mönnum kemur saman um, það er, að kría sér sem mest úr landsjóðnum. Við útför 19. aldarinnar. Eptir Friðrik Harrison1) í North Am. Revicw. Vér stöndum á þrepskildi nýrrar aldar. Lát- um oss spyrja: »Er Iffið að gerast göfgara og betra ? Eru hjörtu vor gagnteknari af sannri guð- rækni? Færumst vér nær réttlæti, kærleika, feg- urð og sannleika? Finnst oss öldin, sem liðin er, hafi tekið eins mikið fram hinni 18. og 17 öld, eins og margir ímynda sér? A hinum ytri og efnalegu svæðum hafa framfarir orðið furðulega miklar. Fólksfjöldinn hefur margfaldazt, borgir vorar hafa náð feikilegum vexti og viðgangi, stór- veldin hafa eflzt og aukizt að afarmiklum land- 1) Höfundurinn er talinn með ritfærustu, fróð- ustu og frjálslyndustu mönnum á Englandi; enginn trúmaður kallaður (o: Secularisti) og mjög andvígur öllu kirkjuríki Englendinga. Grein hans er hin snjall- asta líkræða yfir hinni liðnu öld, sem eg liefi lesið, enda því fróðlegri, sem hún miöar mest við Eng- land og er samin af enskum stjórnvitringi. En þar sem oss dettur í hug samanburður á oss og frænd- þjóðum vorum, er heimfærslan svo hæg, að segja má: Fiat apþlicatio! Þýðarinn. spildum og öll vorytri auðnukjör hafa fengið alls- konar stakkaskipti fyrir fýsiskar og mekaniskar uppfundningar og nýungar. En mundu þessir 'nlut- ir — ríki og auður — vera réttur mælikvarði mannlegra framfara? Enginn þarf að efast um það, að mannkyninu miði fram á leið, þegar á allt er Iitið. En þeim framförum fylgir sveiflu- gangur, apturför annað slagið og á einu eða öðra sviði, eins og sjúkum slái niður. Og það er sorg- leg staðreynd, að vorri kynslóð hefur miðað apt- ur á bak hin síðustu ár, að minnsta kosti sé frá andlegri hlið litið, á aldarháttinn. Hugsjónir vor- ar hafa lækkað, breytni vor orðið óvandaðri, list- um og fagurfræði hefur hrakað, en fíknin.í auð- æfin orðið hamslausari og metorðasýkin ósvífn- ari en fyrir hálfri öld síðan, þegar hjá oss voru að byrja hinar óeigingjörnu andans hreyfingar, er höfðu þann tilgang, að bæta hagsmuni og vel- ferð alþýðunnar með því að leggja byrði fátæk- linganna á bak hinna ríku og auðugu. Orsakir þessara apturfara eru sumpart mat- eríulegar og sumpart andlegar. Því verður eigi neitað, að stórbreytingar hafi orðið í heiminum eptir það og við það, er pólitík Bismarks hrós- aði sigrinum fyrir 30 árum síðan. Landvinning hans frá Danmörku, sigur hans á Austurríkis- mönnum og sigur hans yfir Frökkum, hóf Þýzka- landi á 7 ára tíma úr 4. röð í ríkjatölunni á meg- inlandinu upp í 1. röð meðal stórveldanna. En meira fylgdi með. Sigurförunum fylgdi hinn mesti uppgangur 1 auðsæld í verzlun og í nýlenduvið- skiptum. Fyrsta sinn á öldinni var hernaðurinn orðinn gróðavegur. Hinn þýzki iðnaður var alinn á gullnámafénu franska, og voðalegustu styrjöld fylgdi sú allsherjar auðsæld, sem eigi eru dæmi til. Þetta var sú pólitík, sem opinberlega kendi sig við »blóð og járn« og var byggð á of- ríki eintómu, en engum rétti. Hún glotti að öll- um réttlætisreglum, eins og kæmi þær af hlægi- legum heigulskap. Hennar trúarjátning var hin gamla, gilda regla: »Tak það sem þú nær«, og »herfangið á sá, er sigurinn vinnur«. Hinar fyrri styrjaldir eptir fall Napoleons höfðu allar verið ýmist varnarstríð móti yfirgangi eða leiðangrar til liðs við veikari þjóðir, en aldr- ei háðar opinberlega til þess að vinna ríki og lönd eða til þess að græða á skaða annara þjóða. Og þó urðu allar þær orustur að uppsprettu ótal vandræða og þungra álaga, jafnvel þeim, er bet- ur höfðu haft. En hér voru háðir þrír leiðangr- ar, er fáir duldust við, að væru gerðir af yfir- gangi og til sigurvinninga, og sem svo að segja í einni svipan hóf hið sigursæla ríki á það stig, er það vart hefði náð á friðsamlegan hátt á heilli öld. Var sá uppgangur, ef til fjár skyldi meta, sú furða í flestra augum, að stjórnkænska Bis- marks varð tízkunnar fyrirmynd. Þurfti og eigi lengi að bíða, áður en aðrir fetuðu í hans fót- spor, þar sem hver Evrópuþjóðin á fætur annari kepptist við að stæla blóðs- og járnsnýjung Bis- marks. Menn létu eins og menn væru að bjóða í nýja vél á vopnamarkaði. Disraeli á Englandi varð einna fljótastur til að ná í rélina. Og þá hófst jingó-sóttin1) í ófriði Rússa og Tyrkja, og hann hleypti á stað áhlaupspólitíkinni í Afganist- an og f Cyprus og setti tildtfrdjásn keisaratignar- innar ofan á hina söguríku kórónu Englands, og hann plantaði eiturjurt hernaðarstefnunnar, ersíð- an hefur dáleitt bæði íhaldsmenn vora og frels- ismenn. Gladstone sjálfur varð þar viðriðinn og arftaki hans Rosebery, er nú einhver helzti hrók- ur þessa nýja fagnaðarerindis. Að vísu hikuðu enskir stjórnarmenn við, að bregða blóðs- ogjárns- vopninu í vorri álfu, en beittu því þess ósparara og víðara í hinum hálfsiðuðu og ósiðuðu lönd- um. Á Egyptalandi, í Súdan, Mið-Afríku, Kongo, Niger, Uganda, Ketsal, Birma og Kína, hefur sí- fellt hljóðað sama heróp : »Meiri lönd — lönd! (meiri verzlunarauð! nýja markaði! merkið enska Union Jack)l (Frh.). 1) Jingo-menn kallast hinir svæsnustu fylgismenn hernaðar- og heimsdrottnunar-stefnunnar, er aptur kallast „imperialisme'1 á Englandi og í Ameríku.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.