Þjóðólfur - 27.09.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.09.1901, Blaðsíða 3
183 Kurr í herbúðunum. Það er ekki lítil vonzkan í Hafnarstjórnar- málgögnunum yfir því, að Hannes Hafstein skyldi vera sendur af hálfu heimastjórnarmanna til að láta stjórnina vita, hvernig Hafnarstjórnarflokkur- inn hagaði sér á þingi í sumar. Það er alveg eins og Valtýr hafi löghelgaðan einkarétt(l) til að liggja 1 eyrum stjórnarinnar, og skýra henni rangt frá afstöðu mála hér heima, og þess vegna sé það hróplegt ódæði, að lofa nokkrum öðrum en þessum »eina« að ná tali stjórnarinnar. A máli Isafoldar verður H. H. réttur og sléttur flugu- maður, settur til höfuðs Valtý hennar elskuleg- um, og það gefið í skyn, að hann ætli að hrinda honum úr hinu væntanlega ráðgjafasæti og setjast í það sjálfur(!), hafi jafnvel haft í vasanum eitthvert skjal i þá átt frá flokksbræðrum sinum, að þeir óskuðu eptir H. H. sem ráðgjafa. Ja, hver þremillinn: Isafold skelfur, og Fjallkonan hampar svuntunni, segist hafa fólgið undir henni leyniskjalið (!), sem H. H. hafi farið með og ætli nú bráðum að pota því fram í dagsbirtuna. Það verður ljóta höggið, sem Fjallkonan veitir, þá er hún fylgir því á eptir með öllu sínu afli. Skyldi H. H. og flokksmenn hans ekki blikna eða blána, er þeir vita þetta landráðaskjal(l) í jafnhættulegum höndum? Þeir hljóta að vera alvarlega smeikir. Til huggunar og harmalétttis í þessum þreng- ingum reyna þær stallsysturnar (»ísaf.« og »Fjallk.«) að telja fólki trú um, að H. H. hafi farið með »rokna-ósannindi« í »Nationaltidende« um flokka- skipunina hér á þingi o. fl., og svo reyna þær að skæla og skekkja það sem sagt er og slíta það út úr sambandinu. Að þv( er séð verður hefur hr. H. H. einmitt skýrt fullkomlega rétt frá afstöðu flokkanna og öðru í sambandi við þetta mál. »FjaIlk.« býr það til af eigin vísdómi sín- um, að H. H. hafi viljað »slá öllu á frest«, og heimfæra það svo upp á allan flokkinn, en orð Hannesar benda að eins til þess, að í sumar hafi heimastjórnarmenn viljað fá hina til að sam- þykkja ekki stjórnarskrárfrumvarp að þessu sinni, heldur leita fyrir sér hjá stjórninni, hvað hún vildi frekast veita oss, og er það dálítið annað. Þótt Fjalik. hafi nú »ísafold« að skildi þá verð- ur henni ofraun að ætla sér að knésetja H. Hafstein fyrir þessa sendiför, því að hún mun verða honum því meir til sæmdar því frekar sem þær stallsystur gjamma að honum, báðar tvær. Það verður hvort sem er ekkert annað en ámátlegt vandræðaspangól, og þeir tónar eru ekk'i svo hugfangandi, að þeir heilli þjóðina eða blekki hana. En auðvitað er þeim systrum vorkunn, þótt þær stynji, ef þeim tekst ekki að »hala« Valtý upp í ráðherrasessinn, því að þá getur svo farið, að ekki sé lengur »undir mat að róa« á Hafnarstjórnarfleytunni . íslenzkir sagnaþættir. Frá Hafnarbræðrum. Þegar Hjörleifur þóttist eigi hafa til að smíða á vetrum, ferðaðist hann upp í Hjaltastaðaþinghá, einkum þegar á leið, og var nótt og nótt hjá kunn- ingjum sínum og skiptavinum; þótti öllum vænt um að hýsa hann, því að hann sagði frá mörgu, er skeð hafði löngu fyrir hans daga, og faðirhans, amma o. fl. höfðu sagt honum. Opt lá vel á hon- um ( Héraði, og sagði hann marga sögu, en ef hann var spurður eptir einhverju af föður hans eða þeim bræðrum (Hjörl. ogjóni), þá talaðibann lítið um það, en svaraði þó hæglyndislega. Ekki þurfti að bjóða honurn nema bezta mat, t. d. kjöt vel verkað og nýmjólk. Það var opt á bæjum, þar sem hann var nótt, að hann vakti hálfar nætur með einhverjum, sem höfðu gaman af að tala við hann. — Það var einhverju sinni á ónefndum stað í Hjaltastaðaþinghá, að það komst í tal um ýms- ar ættir og sögur af prestum, svo um krapta þeirra bræðra með fleiru. Þá sagði Hjörleifur: „Eg hef aldrei sterkur maður verið, en allra stráka léttast- ur, en Jón bróðir minn er sterkur, hann hefur meðal bestíu afl". Sagt er að Hjörleifur hafi stokk- ið langt til ásléttu, og 21/2 al. í lopt upp. — „Eitt sinn þegar við komum með gotið (ekki fullkominn hákarl) að landi, þá spurði Jón bróðir minn: Hvort viltu heldur draga upp bátinn (þyngsta fer- æring) eða gotið?“ Eg kaus að draga upp bátinn“. Eitt sinn sagði Hjörleifur: „Þegar við bræðurnir fórurn um sumarið .... til Vopnafjarðar og vorum komnir fyrir Héraðsflóa, heyrðum við til rauðkemb- ings — þá var nálægt hádegi — og allt í einu sáum við hann koma til okkar; við tókum til ára, og kom okkur saman um að halda til lands; við mundum eptir því, að Árni taðir okkar sagði eina tíð, að ef illhveli elti, einkum rauðkembingur, þá væri bezt að róa sem mest, og stefna undir sól, ef heiðbjart væri; þetta gerðum við og rerum und- ir Osland. Sól var í hádegisstað og gekk vel; var veður gott, og gekk sjórinn næstum upp í háhnífil og altaf elti rauðkembingurinn okkur og velti sér í brautinni. Við bræður náðum innarlega Óslandi, og fórum norður daginn eptir, og gekk sú ferð að öðru leyti allvel. Eitt sinn sagði Hjörleifur: „Eg er nú ekki orðinn til neins, og hef aldrei verið mikill maður, þú heyrir kunningil Eg var fær um að bera lýs istunnu undír annari hendi, og brennivínstunnu undir hinni, dálítinn spöl, en Jón bróðir minn gat það betur, því að enginn þurfti að lypta undir hönd hans seinni tunnunni, en þess þurfti eg. (Þá voru drengir Hjörleifs vaxnir). Eitt sagði Hjörleifur við málkunningja sinn: „Það var eitt sinn um haustið . . . . að veður var þítt og mikið rosaveður um daginn.....þá datt dryllur í okkur Björg; eg lá ( skemmukofanum í bóli mínu, og þáði eigi mat af henni um daginn; nú líður að kveldi, og taka menn að ganga til hvílu í baðstofunni, en eg vakti, og vil eg nú fá mér einhvern bita, því eg var orðinn svangur. Eg reis á fætur, tók sjóbreddu, sem eg var opt van- ur að hafa í hendi minni, og geng ofan að hjalli; því að eg átti þar hákarlsbita, og ætlaði eg nú að taka mér bita. Þegar eg lauk upp hjallinum, þá var einhver andskotinn að riðlast þar fyrir innan í honum; mér verður hverft við, og kom þá geð ( mig, og æði eg með sjóbredduna, og þá hamað- ist eg og rak hn(finn á kaf í þessa skepnu; hún lét til sín heyra og fór út, og eg á eptir; hún fór ofan að sjó, og út í hann. Ekkert sköpulag gat eg séð á þessari skepnu, því að nótt var, en víst hefur það verið sjóskrímsl eitthvert. Eg fór síðan heim í hjallinn, og tók þar kviðræmu og bar inn í skemmu, og tók mér af henni bita og lúrði þar til morguns. Daginn eptir var þítt og gott veður, og fór eg því að gamni m(nu út með sjó urn háfjöru, til þess að vita, hvort eg fynndi ekki sjóbredduna, því að margar skepnur þola eigi sár í sér í sjó, og koma því aptur til lands, og dvelja þar stundarkorn. Eg gekk út aö fjöru, þar sem er sandur að norðan; þar sá eg breddu mína í flæðarmálinu, eg tók hana upp, og sá að hún var orðin blálituð; eg gróf hana svo niður í sandinn, svo enginn skyldi fjalla um hana, því að hún hef- ur líklega verið hálfeitruð. Trúir þú þessu vesa- lingur^ Þetta er nú samt satt“. (Meira.) Vistaskipti liefur meðritstjóri ísafoldar, Einar Hjörleifsson, haft í þessum mánuði, þótt ekki sé á réttum vinnu- hjúaskildaga. Er hann nú farinn úr vistinni hjá Birni og seztur að á Akureyri, kominn þar 1 þjón- ustu norðlenzks hlutafélags, er ætlar að gefa út nýtt blað, V-altý og stjórnarstefnu hans til liðsinn- is. Þótti enginn líklegri til að leggja hendur yfir Norðlendinga og skíra þá til Valtýstrúar en full- trúi kirkjufélags Vestur-íslendinga hér á landi og brjóstbróðir Sigtryggs Jónassonar. Það er nú ept- ir að vita, hvernig þessari nýju „missíon" gengur, og hversu Norðlendingar verða leiðitamir að ganga undir merki Valtýs og Vesturheimsklerkanna. „Bróðir“ Indriði varð samferða kristniboðanum til að „setja hann inn" í hið nýja embætti á Akur- eyri, því að fyrirbænir þess manns mega sín mik- ils hjá öllum réttrúuðum mönnum. Helztu forsprakkar hlutafélags þessa eru nefnd- ir Stefán kennari Stefánsson og Guðm. læknir Hannesson, og kvað þeir leggja fram drjúgan skerf hinu „góða málefni" til stuðnings, og launa rit- stjóranum höfðinglega. En auðvitað eru þeirekki einir um hituna. Valtýr sjálfur Og nánustu banda- menn hans aðrir munu hafa heitið fulltingi sínu, því að nú á að sverfa til stáls og teyma þjóðina norður og niður. —■ En Isafold situr hn(pin og horfir í gaupnir sér, bæði hrygg og glöð yfir burt- för hins „óviðjafnanlega samverkamanns", er þó var orðinn henni tilbyrði að lokum. Aðhannhef- ur mátt missa sig sést bezt á því, að hún lætur sæti hans óskipað, hefur að eins bætt við sig nýrri „vinnukonu", sem sjálfsagt reynist dygg og trú. I sambandi við þetta virðist rétt að geta þess, að fleipur Fjallk. um daginn um stofnun nýs blaðs hér í bænum í þarfir heimastjórnarflokksins, er tómt bull á engu byggt, eins og flejra þar, og mætti æra óstöðugan að eltast við allar þær lok- leysur. _____________ Frá útlöndum fréttist með gufuskipinu »Cimbria« í gær, að M c K i n 1 e y Bandarfkjaforseti væri 1 á t i n n af skotsári því, er honum var veitt 6. þ. m. og skýrt var frá í síðasta blaði. Hann varð að eins 57 ára gamall (f. 1844). Er hann 3. Bandarfkjaforsetinn, er af dögum hefur verið ráðinn (Lincoln 1865, Garfield 1881). Við stjórninni er tekinn vara- forsetinn Ch. Roosevelt. Mc Kinley var valinn forseti 1896 og tók við stjórninni ( marz 1897, var svo endurkosinn næstl. haust, og nú nýbyrjaður á 2. umferðinni ( forsetadæminu. Næst fara kosningar fram haustið 1904, en Roosevelt situr í forsetasæti þangað til í marz 1905, efhann lifir svo lengi. Botnverpill handsamaður. Hinn 16. þ. m. tók »Heimdallur« botnvörpu- skip á Skagafirði og flutti það til Sauðárkróks. Hafði það verið að veiðum uppi við landsteinana. Veiðarfæri og afli gert upptækt og 60 pd. sterl. sektir (1080 kr) 1 þokkabót. Skipstjórinn var danskur. Síldarafli ágætur á Akureyri um miðjan þ. m., einhver hinn mesti, er þar hefur komið. •Vesta* fór til útlanda 24. þ. m. Með henni sigldu Guðm. Magnússon læknaskólakennari til Lundúna og víð- ar, væntanlegur aptur í marzm. næstk.; ennfrem- ur Björn Olafsson augnlæknir í svipaða langferð, Copland stórkaupmaður o. fl. Prestvigsla. Hinn 22. þ. m. voru prestvígðir þessir kandí- datar: Rmiólfur Magnús Jónsson að Hofi á Skaga- strönd, Stefdn Kristinsson að Völlum í Svarfaðar- dal og Þorvardur Brynjólfsson að Stað í Súganda- firði. Mannalát, Jón Einarsson skipstjóri á „Gunnu" Guðmundar í Nesi lést á Isafirði hinn 6. þ. m. Hafði hann orðið sjúkur úti á sjó og var því settur þar á land. Jón sál var sonur Einars bónda Jónssonar frá Flekkudal í Kjós. Sigurdur Kristjánsson stúdent, sonur Kristjáns Péturssonar skósmiðs, andaðist hér ( bænum úr lungnatæringu aðfaranóttina 22. þ. m., tvítugur að aldri (f. 20. ágúst 1881), útskrifaður úr skóla 1899 með 1. einkunn, vel gáfaður piltur og vandaður, en þjáðist lengi af sjúkleik þeim, ernú leiddihann til bana. ___________ EPTIRMÆLI. Hinn 22. júlí sfðastl. andaðist að Ormsstöðumí Grímsnesi merkiskonan Gr/ðrún Sigutðardóttir. Hún var fædd að Gelti í Grímsnesi í sept. 1832. For- eldrar hennar voru Sigurður Einarsson og Ingunn Bjarnadóttir, er bjuggu að Gelti sóma- og rausnar- búi. Guðrún sál. ólst þar upp þangað til að hún giptist Einari Einarssyni frá Hömrum í sömu sveit. Reistu þau bú að Eyvík í sömu sveú með laglegum efnurn og blómgaðist starfsemi þeirra vel, því bæði voru samtaka í dugnaði og ráðdeild. Þau eignuð- ust 4 börn, 2 synir lifa: Sigurður bóndi á Hofi á Kjalarnesi og Jóhannes bóndi á Ormsstöðum. Guð- rún sál. rnissti mann sinn 1878, hélt hún þó áfiam búskap með áður nefndum sonum sínum þá ung- um að aldri, um næstu 14 ár. Þegar hún missti mann sinn, voru þau hjón að sönnu við góð efni, en þar eptir hafði hún þó þrátt fyrir lakara árferði með dugnaði sínum og áhuga aukið þau að miklum mun, mest með fénaðar- og grasrækt. Hún bar um fleiri ár meðan hún var ekkja hæst fátækra-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.