Þjóðólfur - 25.10.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.10.1901, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. október 1901. Nr. 51. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunura, Nóttin Ianga. Svo synti ský fyrir síðasta rofið — siðan varð dimmt sem 1 hinnstu gröfinni. „Hjálpl" Þar féll hann fram af nöfinni, féll, eins og hrafn fyrir þreföldu skoti. — Þrusk i urðinni, brak í broti — úr blundi styggðust þar æður á floti. * * ^ * Flá ertu, Gjálp! Ljótt var að seiða’ hann, ljótara aðmeiða’ hann, en Ijótast að veiða’ hann með fögrum söngum, sem dæturnar fluttu á flesjum og töngum. — Lá hann þar einn, með lærið brotið, lagaði blóðið úr tættum undum. Faðmaði nóttin hann náköldum mundum. En vofur innan úr Viðeyjarsundum af veiðihug fá ei svefns síns notið. Þær líða eptir öldunum, lypta upp földunum léttúðgar, gleiðstígar, — glottandi — „Hó !" Æ, hrópaðu' ei vinur á sel að sandi! Eða svartnættið yfir þig I Þú verður ær! — Vofurnar færast með feiknum nær; feigðina rekur að landi! * * * Lokast sjónir. Opnast eyra; inn í brims og næturhljóðið blandast stöðugt fleira og fleira. Mannsrödd! — konu? — Hvað þál Fljóðið hans þar komið, slíka stundu? Glóðheit tár á gaddinn hrundu. — Var það heillun? Veikur grunur vaknaði í ótta, svæfðist fljótt við hafs og nætur holar stunur, sem hljómuðu saman langa nótt. Mæðist hugur, hvílast sár; hjartaslögum fækkar, þyngir. Slitna draumar, drúpa brár — Dauðaklukkan hringirl Og dátt láta vofur í Viðeyjarsundum, vafra, sem hrönn fyrir landi. Sofðu á sandi — sofðu sem fastast í náköldum mundum. Sofðu vinur, sofðu róttl sjónum luktum, þar til morgnar. Hjartað lifir langa nótt; lindin fjörs mót heli spornar. Blærinn gældi gráum hárum; — gláptu vofurframmi á bárum. — Haglkorn lágu á loðnum vöngum líkt og möl á jakadröngum. Sækja fleiri’ en vofur veiði — vagga öldur fyrir landi; leggja faðminn fast að sandi, fullan slægð og grandi. — Líður á nótt; láta sér ótt Ijóshærðar öldur og brjóstin hefja; á klettunum hoppa þær, hnullungum skoppa þær. Hvítu lokkana leysa þær niður og leggja þá um hann og hálsinn vefja! Flá ertu, Gjálp, og röm til refja! Flá eins og vofur í Viðeyjarsundum og viðsjálli að mun í leikum. En sæktu vægar að veikum! — Vaka þar uppi englar smá, anda þeir stundum skýin á. Þá er ei holt fyrir þjófa á fjörum — þú skyldir ekki svo gleið í svörum----- Þar skutu þeir líka flóka frá; féllu þá glampar vofur á. En öldur sig drógu í djúpið blá, — sendu’ honum skvetti, skirptu svo á hann, skutu sér undan. Þær vildu’ekki sjá hannll l8/io 1901. Hj'órtur. Áth: Kvæði þessu hefur kornið af stað at- burður sá, er varð hér fyrir skömmu, að skipstjóri nokkur féll niður af klettabrún í Laugarnestöng- um, lærbrotnaði og lá þar nóttina alla, svo að sjór féll á hann (sbr. hér síðar í blaðinu). ,jStjórnarbótin“(!) eptir Veratý. IV. Þeir Hafnarstjórnarmenn munu bera fyrir sig sauglýsinguna »um verksvið landshöfðingjac, þá er eg nefndi, er þeir segja, að landshöfðingi hafi í raun og veru ekkert vald. — 1. gr. hennar byrj- ar svo: „Landshöfðinginn framkvæmir undir yfirumsjón ráðgjafans fyrir ísland hið æzta vald yfir hinum sér- staklegu málum fslands í landinu sjálfu o. s. frv." Það er alveg rétt: Ráðgjafinn hefir »yfir- umsjónina«. hefir valdið »júridiskt«. En hefir hann notað sér það ? Hefir hann haft það í raun og veru? Nei. Hann hefir víst optast látið sérnægja að kveða já og »amen« við gerðum og framkvæmdum lands- höfðingja. Eða geta Valtýingar fært mörgdæmi þess, þar sem ráðgjafinn hefir gert mót ráðum hans? Og fátt hefur hann vist gert án þess að hafa áður átt ráð við landshöfðingja um það. Enda fara þau nú fjöllunum hærra, hróp Valtý- inga um framtaksleysi stjórnarinnar, er þeir kenna landshöfðinga. 3. gr. nefndrar auglýsingar er þannig: „Landshöfðinginn gerir uppástungu til stjórn- arráðsins um ný lög og aðrar almennar ráðstafanir í þarfir íslands, sem honum kann að finnast vera ástæða til". I 2. gr. er og sagt, að landshöfðingi skuli »gera uppástungu til ráðgjafans« í málum, »sem beinlínis koma undir úrskurð konungs«. »Hið sama er um mál þau, er snerta fjárhag íslands«. Hér rekur að því sama sem áður. Ráðgjaf- 'inn hefir valdið samkvæmt lögum. Landshöfð- ingi hefir tillögu- og uppástunguréttinn. En það hefir atvikazt þannig, að hann hefir ráðið mestu, því að ráðgjafinn hefir næstum því allt af farið að ráðum hans og tillögum. Vald hans hefir að eins orðið á pappírnum. Þessu hafa Valtýingar játað. Skúli hefir sagt, að flestar lagasynjanir stjórnarinnar hafi átt rót sína að rekja hingað heim, til landshöfðinga. Og þetta mun rétt vera. Örfá dæmi munu og finn- ast þess, að þeim lögum hafi verið synjað stað- festingar, er landshöfðingi hefir lagt til, að stað- fest yrðu. Valtýr gat ekki bent nema á tvö dæmi þess 1898 (»ísafold« 1898, 20. tbl.), Getur tala sú varla kallazt gífurleg, þar sem svo mörg frum- vörp hafa samþykkt verið síðan 1875, er hið fyrsta löggjafarþing var háð. Þetta myndi breytast, ef Valtýsfrumvarpið yrði að lögum. Ráðgjafinn myndi láta meira til sín taka en áður um íslandsmál, draga til sín störf þau, er landshöfðingi nú hefir í höndum. Hann myndi takast á hendur undirbúning mála undir þing o. s. trv. Þetta kannast margir Valtýingar við. Valtýr segir beinlínis í 20. tbl. »Isaf.« 1898, að það sé »líklegt«, að þessi »sérstaki« ráðgjafi myndi »láta meira til sín taka« en áður«, bæði um löggjöf, embættaveitingar o. fl.« Þeir þreytast og seint á því, Hafnarstjórnarmenn, að geipa af því, hversu »eptirlit« með embættismönnum muni aukast, mál- in verði betur undirbúin undir þing o. s. frv. Það er líka mjög eðlilegt, að þessu verði þannig háttað. Hinir fyrverandi Islandsráðgjafar hafa verið dómsmálaráðgjafar Dana og því ekki getað gefið sig nema lítið við Islandsmálum. Þeir hafa, að kalla má, hlítt forsjá landshöfðinga í hvívetna. Valtýsráðgjafinn virðist ekki mundi hafa annað að starfa en að fást við mál vor. Og má þá ekki vænta þess, að hann framkvæmi ýmislegt, er landshöfðingi gerir nú, fari sínum ráðum fram og virði tillögur hans að vettugi? En þetta tel eg illa farið. Eg veit það mjög vel, að eg verð kallaður apturhaldsmaður fyrir bragðið. En eg læt það ekki á mér festa. Eg skal leitast við að færa sönnur á mál mitt. Það virðist vera auðskilið, að landshöfðingi verði ráðgjafanum hæfari til að stjórna þessu landi ogað leysa störf þau af hendi, erhér ræðir um, en ráðgjafinn, þar sem hann er búsettur hér, en ráð- gjafinn dvelur í Höfn og þarf ekki að koma hingað nema annaðhvort ár og á hér þá að eins stutta dvöl — ekki nema tvo mánuði. Landshöfðingi hlýtur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.