Þjóðólfur - 25.10.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.10.1901, Blaðsíða 3
203 vorrar með sömu svartsýnis-gleraugunum, eins og sumir aðrir »vestanvérar«, sem skotizt hafa hing- að eins og hálfkróknaðir horgemsar til að leita sér skýlis undan næðingunum á Manitoba-sléttum, en geta svo ekkt litið neitt hér réttu auga. Þetta nýja tímarit S. B. Jónssonar á skilið að fá veru- lega útbreiðslu hér, ef hann getur haldið því svo í horfinu, eins og hann hefur byrjað. Þess skal getið, að orðfæri og prófarkalestri þessa i.heptis er dálítið ábótavant. Arkiv för nordisk iilologi. 18. B. Ny fóljd 14. B. 1. h. Lundi 1901. í hepti þessu er meðal annars stutt ritgerð eptir H. Kr. Friðriksson, er hann kallar »nokkr- ar athugasemdir um nokkur forn kvæði«. Eru það skýringar á ýmsum vísuorðum í Háttatali Snorra Sturlusonar, eða réttara sagt athugasemdir við ritgerð dr. Jóns rektors Þorkelssonar um þetta efni í »Arkivet« 1897. — Önnur ritgerð um vísna- skýringar er þar eptir Otto v. Friesen í Uppsöl- um, og leitast hann þar við að »skáka« eldri vísnaskýrendum og reka á þá stampinn. Eru skýringar hans allskarplegar sumar hverjar, og munu sönnu nær en hinar eldri. Meðal annars umhverfir hann alveg hinni almennu skýringu á hinni alkunnu vísu í Hávamálum: »Gáttir allar áður gangi fram of skygnast skyli« o. s. frv., þar sem hann skilur gáttir == vegi eða þrönga gang- stigu, og »fleti« í sfðasta vísuorðinu sem þágufall af »flötur«, og breytist meiningin ekki svo lítið við það, en hér er ekki unnt að fara lengra út í þá sálma. — Fremst í þessu hepti er mjög lærð rit- gerð eptir Sophus Bugge, um leturskýringu á rúnasteini fundnum í Svlþjóð (í Flistad á Vestur- Gautlandi), og eru getgáturnar þar nokkuð djúpt og langt sóttar. Honum telst til að letrið hafi verið höggvið á steininn á árunum 750—775. Bráðabirgðar-athugasemd. í grein sinni í Þjóðólfi 12. þ. rn. um stj.- skr.frv. síðasta alþingis segir hr. Finnur Jónsson prófessor meðal annars, að sér hafi verið »full- kunnugt um, að sumir efri deildarmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu með hálfumhuga«. Þessu mótmælir Kristján Jónsson yfirdómari harðlega í »Isafold« síðast 19. þ. m. og kveðst »staðhæfa það, að prófessorinn fari hér með ósatt mál« o. s. frv. Til sönnunar þessu skírskotar hann í leyni- fundi, er þeir efri deildarmenn hafi haldið sunnu- dagsmorguninn n.ágústog apturmánudagsmorg- uninn 12. ágúst, og hafi þá allir 6 Valtýsliðar verið sammála um að samþykkja frumvarpið. Þetta er dálítið villandi, og á skylt við það, semkalla mætti yfirskotssannleik, því að þáer yfirdómarinn skýrir frá tundinum mánudagsmorguninn 12. ágúst, hefði hann átt að orða það svo, að allir þessir 6 þingmenn hafi þá »orðið« sammála um að sam- þykkja frumvarpið. Eða hversvegna dregur yfir- dómarinn fjöður yfir þann ugg og ótta, er var í liði hans sunnudaginn n. ágúst, einkum síðari hluta dagsins. Vill hann neita því, að þá hafi ekki einhverjir (sérstaklega einn) úr hans flokki leitað alvarlegra samninga við heimastjórnarmenn, en það hafi verið ónýtt í síðustu lög fyrir ofstæki þeirra, er knýja vildu frumvarpið fram? Honum getur þó naumast verið ókunnugt um þetta, enda hef eg næg gögn 1 höndum til að sanna þetta, ef eg vildi neyta þeirra. En mér finnst ávallt eiga illa við að ljóstra því upp, sem einhver þing- maður, þótt 1 andstæðinga flokki sé, gerir til þess að ráða samvizkusamlega fram úr einhverju vanda- máli, en brestur kjark og þrek, þegar á skal herða til að fylgja sannfæringu sinní. Þetta álít eg, að eigi að fara leynt utanþings, vegna þeirrar helgi, sem þingið á að hafa. Og eg hef hingað til fylgt þeirri reglu, að láta slíks ógetið, þótt mér væri það kunnugt. En gerist yfirdómarinn svo djart- ur að lýsa mig eins og dr. Finn ósannindamann að því, »að nokkurt hik hafiverið á samdeildar- mönnum hans að samþykkja frumvarpið í sumar«, þá neyðist eg til að draga opinberlega fram í birtuna, það sem mér er kunnugt um það mál. En eg hygg, að flokkur hans græddi ekki mikið á því, ef skýrt væri ítarlega frá atferli hans í sum- ar kringum 11. ágúst. Eg býst við að dr. Finn- ur víkji eitthvað að þessu, því að honum mun hafa verið nokkuð kunnugt um það, enda hefði hann ekki skrifað það, sem hann hefur skrifað í Þjóðólfi, og yfirdómarinn er að mótmæla, efbann gæti ekki fundið orðum sínum stað. Að öðru leyti ætla eg ekki að svara fyrir prófessorinn; hann er einfær um að gera það sjálfur, en eg kunni illa við að sjá yfirdómara landsins bregða fyrir sig yfirskotsorðum til að dylja sannleikann í þessu máli, og reyna að gera hreint fyrir dyrum stnum og flokksmanna sinna á þann hátt. Hannes Þorsteinsson. Frá útlöndum hafa borizt blöð frá 7.—12. þ. m. Fréttir engar stórvægilegar. Búastríðið stendur í stað, að því er séð verður og vegnar ýmsum betur. Bretar voru orðnir vongóðir um, að geta króað Botha hershöfðingja á landamærum Zululands og Natal, og ætluðu að slá þar hring um hann, en þá er þeir þóttust vissir um, að nú gætu þeir loksins handsamað hann, smaug hann úr greipum þeirra, og var kominn á bak við þá, áður en þeir vissu. Hafði hann haldið langa ráðstefnu við þá De Wet og Steyn um framhald ófriðarins og ereng- inn bilbugur á Búum enn sem komið er. Bret- ar hafa enn 200,000 vígra manna í Afríku og 1200 átti að senda heiman að frá Englandi i viðbót nú í þessum mánuði og nóvember, 600 hvorn mánuðinn. Enska stjórnin þykist vera hin hug- hraustasta og telur þjóðinni trú um, að nú geti ekki lengi verið fullnaðarsigurs að blða, en Krúg- er heldur hins vegar áfram að prédika, að Búar ætli aldrei að gefast upp, fyr en Bretar fallist á, að gerðardómur geri út um friðarskilmálana, eins og Búar hafi áður boðið, en Bretar ekki viljað sinna. Látinn er 3. þ. m. Abdur Rahman »emír« 1 Afganistan, er Englendingar settu til valda í Ka- búl 1880. Er élzti sonur hans, Habib Ullah, tek- inn við stjórninni eptir föður sinn, og allt nokk- urnveginn friðlegt þar í landi, en menn voru á glóðum um, að Rússum og Englendingum mundi lenda saman í ófriði við fráfall Abdur Rahmans, því að Rússar hafa lengi viljað toga skækilinn sinn þar í Afganistan til að þokast sem næst Indlandi, enda sjá Englendingar það fullvel, að Rússar eru þá komnir að dyrum indverska rfk- isins, ef þeir ná yfirráðum í Afganistan. Frá Danmörku er það helzt tíðinda, að séra Vilhelm Beck í Örslev á Sjálandi er dauður, 72 ára gamall. Sem leiðtogi hinnar svonefndu sinnri missionar« er hann víða kunnur, oghann hefur haft afarmikil, en að mörgu leyti óheppi- 'leg áhrif á trúarlffið í Danmörku síðastliðinn ald- arfjórðung. Stefna sú, er hann var lífið og sál- in í, mun mörgum kunn af afspurn, með allri sinni djöflatrú og ofstækiskenningu. Fr. Zeuthen prófastur í Fredericia verður eptirmaðurBeck’s, sem foringi »innri missionarinnar«; hafði Beck skipað svo fyrir áður en hann lézt. — Jarðarföi Beck’s fór fram með mikilli viðhöfn í Örslev 7. þ. m. og stóðu rúmir 100 prestar yfir greptri hans, þar á meðal Rördam Sjálands biskup, og aðrir höfuð- burgeisar kirkjunnar. Alls voru 3000—4000 manns við jarðarförina. íslenzkir sagnaþættir. Frá Hafnarbræðrum. Árni var sagður mjög stilltur maður, og unnust þeir feðgar mjög og varð Hjörleifur aldrei samur eptir að Árni dó; hann dó 1823. Árið eptir réðu þeir það með sér bræður hans Stefán og Guð- mundur að fara suður að Starmýri og halda þar bú á eign sinni. Magnús bróðir þeirra hafði dá- ið 1823; þótti Hjörleifi nú bágtað lifa og lá dag- lega í rúminu og vann ekkert og var fremur fá- orður. Sumardag hinn fyrsta hafði Hjörleifur fengið eina flösku af brennivíni hjá þeim bræðrum, Guðmundi og Stefáni og var nú dálítið hreifur. Valgerður dóttir Ólafs Hallgrímssonar í Húsavík (af yngri börnum Ólafs), er verið hafði heitmey Magnúsar Hjörleifssonar, var þá á Nesi. Guð- mundur var staðráðinn í því að fara suður og Stefán líka og Guðlaug systir þeirra og jafnvel Valgerður. Hjörleifur svaf í dálitlu aflokuðu húsi 1 öðrum enda baðstofunnar; hann kemur nú yfir 1 hinn endann til þeirra systkinanna og mælti: „Gvendur þú ætlar frá mér suður?" Guðmundur segir: „Það hefur verið talað um þetta áður; jörð- in er laus, við börnin þurfum hennar við; mér er ekki um að byggja hana öðrum". Hjörleifur seg- ir: „Eg veit af þvl Gvendur, við höfum talað um það áður, en Stebba lofa eg ekki þetta ár suður. Þið börnin-mín viljið yfirgefa mig; og þú Lauga (tekur í öxl Guðlaugar) ætlar lfka frá mér suður". Guðlaug mælti: „Láttu mig vera; haf þú engan ágang faðir minn; þér getur liðið jafn- vel, hvort sem eg fer með bróður mínum eða verð hér hjáþér". Hjörleifur anzar þessu engu, en vík- ur sér að Valgerði og segir: „Þú hefur komið til nokkurs að Nesi, ætlaðir að hafa Manga, en það verður nú ekki, sem eins vel fór, en spillt hinum börnunum við mig". Tekur hann nú til Valgerðar og ætlar að draga hana út úr húsinu. Hún talaði eigi orð. Þeir bræður Guðmundur og Stefán hlaupa nú í fang föður sínum og segja, að honum sómi eigi að leggja hendur á Valgerði, sem hefði sökum þeirra bræðra farið að Nesi m. fl. og báðu hann að vera stilltan, og sögðu, að Olafi mundi eigi líka vel, ef illa væri farið með dóttur hans. Hjörleifur segir: „Ekki held eg að eg hræðist Ólaf eða bræður Valgerðar"; þó slepp- ir hann Valgerði og fer aptur til rúms sfns og lá þar lengst af um daginn. Svo hefur Guðmundur Hjörleitsson sagt, að í þetta skipti hafi hann orð- ið hræddur við föður sinn; sagði hann, að ef karl- inn hefði eigi látið undan með góðu, þá mundu þeir bræður báðir eigi hafa getað staðið fyrir hon- um, úr því reiðin var komin í hann og hafði þó hvor þeirra tveggja meðalmanna afl, að því, er ætlað var. Þetta ár var Hjörleitur 70 ára (1827) og dó hann i1/* ári síðar. Hjörleifur átti Björgu Jónsdóttur frá Torfastöð- um, svo sem áður er sagt. Börn þeirra voru, sem áður er sagt: Árni, Magnús, Stefán, Guðmundur, Guðlaug1). Arni Hjörleifsson var elztur þeirra bræðra; hann var 60 þuml. á hæð, en vel þrekinn og sterk- ur og stilltur í allri sinni hegðan. Hann kom einusinni um haust á báti til Vopnafjarðar með öðrum Borgfirðingum og vildi rneð öðrum fleiri fá mælt lýsi. Þá var Samúel Friðrik, (er þá kom í fyrsta sinn til Islands), að mæla lýsið; hann gekk upp í lýsisbúð og bfður Árna; hann kom neðan frá bryggjunni og bar tunnu í fanginu, en svo var hann armleggjastuttur, að hann náði eigi utan um tunnuna. Upp í móti var að ganga og geng- ur Árni stillt upp í búðina og setur tunnuna hægt niður hjá Samúel; hann tekur síðan lausan bjór ofan af tunnunni og hafði ekkert úr henni farið á leiðinni, svo að sæist; svo var mælt úr henni og var það réttur tunnumælir; þótti þetta vel gert afekki stærra manni en Árni var. Hann giptist Guðrúnu Þorsteinsdóttur, er getið er hér að fram- an og litðu þau saman skamma stund, því að Árni dó 1823. Þau áttu saman eina dóttur, er Björg hét. Hún giptist Antoníusi Sigurðarsyni bónda á Hamri í Hálsþinghá og áttu þau börn. Magnús Hjórleifsson ætlaði að eiga Valgerði dóttur Ólafs f Húsavfk og seinni konu hans, en dó áður en þau giptust 1823. Valgerður fór suð- ur með Guðmundi Hjörleifssyni og giptist Jóni Markússyni og bjuggu þau í Lóni. Stefdn Hjórleifsson átti Guðríði systur Beni- dikts á Kolsstöðum Rafnssonar frá Tjarnalandi; þau bjuggu á eign sinni Neðri-Starmýri í Álpta- firði og áttu eigi börn. Þegar Guðríður dó varð Stefán hálf sinnulaus, en Hjörleifur Jónsson læknir 1) 1816 er aldur barnanna talinn þannig: Árni 26 ára, Stefán 24, Guðlaug 18, Magnús 16 og Guð- rnundur 16.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.