Þjóðólfur - 01.11.1901, Page 1
ÞJOÐOLFUR.
53. árg.
Reykjavík, föstudaginn 1. nóvember 1901.
Nr. 52.
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTED’S
danska smjörlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst h já k a u p m ö n n u n u m .
Landsban kin n
Og
Indriði Einarsson
Þótt eg fyrir áskorun annara fari nú að svara
Indriða Einarssyni, þá álít eg það óþarft; því
þegar sá orðrómur er kominn á, hvort sem hann
er sannur eða ósannur, að einhver sé keyptur,
þá trúa fáir.
I fyrra vetur var I. E. í mörgum blaðagrein-
um, sem kærastan hans »ísafold« flutti fyrir hann,
að reyna til að gera mönnum það skiljanlegt, að
bankavaxtabréfin væru eigi meira virði en 8$0/o.
Þetta var á þeim tíma, sem honum var kunn-
ugt um, að bankinn þurfti að selja bréfin; hann
lá þá með fjölda þeirra, og hafði gefið öllum
lánþiggjendum veðdeildarinnar 100% fyrir þau.
En nú sér I. E., að bankanum liggur elikert
á að selja bréfin, því nú eru þau seld hér á landi
hátt á þriðja hundrað þús. kr. fyrir 100%, og er-
lendis 200,000 kr. fyrir 99%, og auk þess gerð
ráðstöfun til að taka % milj. kr. lán í gulli er-
lendis gegn veði í bankavaxtabréfum. Þess vegna
hrópar I. E. hátt í ísafold, 70. tölubl., að banka-
vaxtabréfin séu seld allt of ódýrt fyrir 99%; 100
kr. bréfin ættu að kosta 112—125 kr. »Velgerð
dönsku bankanna og ósérplægni er sú, að þeir
borga landsbankanum hér 99,000 kr. fyrir það,
sem þeir yrðu að borga þar 124,714 kr, fyrir*.
Þetta segir I. E. Mikil er bíræfnin; eg held að
hann ætli að eins vitskertum mönnum að lesa
grein sína.
Sama daginn, sem eg seldi bankavaxtabréfin,
lét eg kaupa á »Börsen« í Kaupmh. fyrir Lands-
bankann 100,000 kr. í 4%%, Kaupmh. Frihavn
Oblig. fyrir 97%%; 50,000 kr. í Östifternes Kre-
ditkasse 4%% Oblig. fyrir 99%% og Vest &
Sönderjydske Kred: 4r/2% Oblig. fyrir 9974%- —
Öll þessi verðbréf gefa 472% og eru í þeim stofn-
unum, sem Danir állta bezt tryggðar. Þó eru
þau öll keypt undir 100%; er það þá sennilegt,
að danskir bankar fari að kaupa ísl. bankavaxta-
bréf fyrir mikið hærra verð, en sín innlendu bezt
tryggðu verðbréf.
Menn munu síðar sjá, þó þeir vilji ekki sjá
það nú, að landinu og banka þess, er sýndur
sómi og traust, með því að stofnanir, sem mest
álit hafa í Danmörku lána orðalaust s/3 milj. kr.
í gulli með 4% vöxtum, gegn veði í bréfum, sem
bankinn sjálfur á, án þess að nefna nokkra auka-
tryggingu, og kaupa svo þar að auki 200,000 kr.
í sömu bréfum, með jafnháu verði og Danir sjálfir
kaupa sín eigin verðbréf, sem bezt eru tryggð.
Það er eptirtektavert, að útlendir menn sýna
landsbankanumj þetta traust, sama sumarið, sem
innlendir menn berjast fyrir því 1 blöðum og
á þingi, að innlendi bankinn skuli lagður að velli
sem aflóa og ónýtur, með því að hann ekkert
lánstraust hafi né lífsafl. —
Þótt Valtýr, I. E. og ísafold hafi hleypt upp
þessu moldryki, þá mun sú raun á verða, að þau
fá ekki »stóra bankann« sinn fyrst um sinn, og
verða vonandi að bíða nokkur ár enn þá, eptir
væntanlegum verkalaunum. —
»Sjaldan hefur af meiri bíræfni ryki verið
sáð í augu manna, en með því að þessi 72 niilj.
kr. í gulli — geti ráðið bót á peningaþörf lands-
manna« segirl. E. íbyrjun greinarsinnar. Hann læt-
ur sem hann hafi ekki heyrt og séð á fundinum 12.
þ. m., að eg bæði sagði frá og lagði fram skil-
rfki fyrir því, að landið ætti kost á að fá lánað
auk nefndrar 72 rn'lj- kr., D/2 milj. kr. í gulli
gegn 4°/o vöxtum í 28 og 30 ár, Eg veit að ekki
er til neins að segja I. E. frá því, hann skilur það
ekki, en eg vona að flestir greindir lesendur mínir
sjái það, að bankastjórnin gat ráðið til lykta láni því,
sem Landmannsbankinn í Kaupmh. lánaði lands-
bankanum, af því hann tók til tryggingar verð-
bréf þau, sem bankinn sjálfur átti, en ofannefnd
i7* milj. kr. verða lánaðar gegn trygging lands-
ins, en hana getur þingið eitt gert bindandi skil-
mála um. I því efni gat eg ekki annað gert í
ferð minni en útvega lánið með góðum kjörum.
Þingsins er síðar að segja um það, hvort það vill
fyrir landsins og bankans hönd þiggja lánið. Þá
kemur í Ijós, hvort kappið í köppunum erum það,
að fá peninga inn í landið, til að hjálpa þeim
sem lánþurfa eru, eða áhuginn snýst um það, að
eyðileggja landsins eigin stofnun, til þess að eiga
hægra með að koma að útlendum yfirráðum yfir
peningaviðskiptum landsmanna jafnframt þvf, sem
sem þeir vilja draga stjórnina út úr landinu. —
Á öðrum stað segir I. E.: »Þessi 72 milj.
kr. lántaka er eintómur reykur, ekki annað en
sölutilraun á bankavaxtabréfunum,' sem ekki aflar
bankanum veltufjárauka, — það er færsla á fé
bankans úr einum vasa í anrian«. En sá refa-
vefur. Þegar I. E. var búinn með greinum sín-
um í fyrra vetur að vekja tortryggni á bankav.br.
og spilla því, að bankinn gæti selt þau hér á landi,
þá sá eg leik á borði gegn I. E. og Isafold, og
það var að taka lán út á bréfin. En þegar lánið
er fengið, þá segir I. E., að það sé ónýt sölutil-
raun, það hefði verið miklu betra að selja þau. —
Það er annars skrítin ályktun, að það auki
ekkert veltufé bankans, að taka vaxtabréfin upp
úr féhirzlum bankans, lána út á þau hálfa milj.
kr. í gulli og dreifa því í lánum út á milli manna.
En þó yrði veltufjáraukinn enn þá meiri, ef eg
fæ þeim vilja mínum framgengt, að þingið næsta
sumar samþykki að gefa út 1 milj. kr. í seðlum, auk
seðla þeirra, sem nú eru til, en gullið sé lagt í
kassa bankans til tryggingar þessum nýju seðlum.
Fáist þetta, þá má bjargast við það í bráð, en
þyki þetta of lítið, þa er gull í boði eins og að
framan er sagt, til að tryggja með meiri seðla-
útgáfu. —
»Bankavaxtabréfin eru ekki útlend í Dan-
mörku, þau eru innanríkisbréf« segir I. E. Eptir
því eru ríkisskuldabréfin og önnur dönsk verð-
bréf innlend hér. —
Á öðrum stað segir hann: »Vextir af veð-
deildarbr. eru alls 54,000 kr., — og þá ábyrgist
lándsjóður auk bankans sjálfs, og má nærri geta,
hvort hann muni ekki vera því vaxinn. — Þetta
vita bankarnir í Kaupmh. greinilega. — Hvar er
þá velgerðin, þó þeir gefi fyrir bréf þessi 4/5 hluta
þess, sem þau eru verð«. —
Þeir sem lesa þetta mikla hrós um bankav.bréf-
in, og minnast um leið vitnisburðar I. E. um þau í
fyrra vetur geta naumast verið samdóma Isafold,
að ferð mín til útlanda í haust hafi verið »árangurs-
laus«. Það er ekki lítilsvert, að öll bankav.br.
hafa á stuttum tfma vaxið svona mikið í verði
og áliti. —
Þótt eg sé I. E. samdóma um það, að full-
nægjandi trygging sé fyrir bankavaxta.br. í
fasteignum þeim, sem veðdeildin hefur að veði
frá lánþegum sínum, og 200,000 kr., sem lands-
sjóður hefur sett til tryggingar, þá er framsetning
hans svo bjöguð og skökk, að auðséð er, að hann
hugsar ekkert um það sem hann segir. Land-
sjóður og bankinn ber enga ábyrgð af bréfunum
og vöxtunum frekar en að ofan er sagt. I öðru
lagi er það, að ef landssjóður bæri ábyrgð af
vöxtunum umfram nefndar 200,000 kr., þá væri
ábyrgð hans margfalt meiri upphæð en eins árs
vextir »54.000« kr. Því að hafi landssjóður skyldu
til að ábyrgjast vextina, þá hlýtur sú ábyrgð að
ná ekki að eins til 1 árs vaxta, heldur til vaxt-
anna fyrir öll þau ár, sem nokkurt bankav.br. er
óinnleyst. Og að síðustu er það rangt, að árs-
vextir veðdeildarinnar séu 54,000 kr. Þeir ná
aldrei þeirri upphæð, því áður en búið verður að
gefa út öll bankav.br., þá verða dregin út og eyði-
lögð talsvert mörg bréf fyrir þá upphæð, sem þá
verður búið að innborga til veðdeildarinnar af
lánum hennar, og upp frá því fara vextirnir ár-
lega minnkandi, og verða litlirseinasta áratuginn.
Svona er allt snúið og bjagað í þessari grein
I. E. Það er eigi hægt að kalla hana »bíræfnis-
ryk til að sá í augu manna«, því ósannindin og
bjánaskapurinn liggja svo utan á henni, að hún
getur engum manni glapið sýn. (Framh.).
Tr. Gunnarsson.
,,Stjórnarbótin“(I)
eptir Yeratý.
V.
Eg þykist vita, að nú þrífi Hafnarstjórnar-
menn tveim höndum ráðgjafaábyrgðina, segi, að
hún sé »trygging« þess, að valdið sé betur kom-
ið í höndum hans en landshöfðingja. Það sé svp
sem ekki ónýtt ákvæðið það. Það sé oss hauk-
ur í horni. Eg skal gaumgæfa það hér að nokkru.
Ekki skal eg fara hér mörgum orðum um,