Þjóðólfur


Þjóðólfur - 13.12.1901, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 13.12.1901, Qupperneq 3
235 vegna að reyna að gera manntetrinu þetta skilj- anlegt: „Með pví að vera að hafa á boðstólwn, og fd menn til að kaupa áhöld, setn hljóta að reynast ó- brúkandi, spillir hann fynr verzlun sinni sjálfur, pegar eg nú reyni að koma í veg fyrir að honum takist petta, pá vinn eg verzlun hans gagn“. Þetta virðist mér að maðurinn ætti aðgetaskil- ið, og vera mér þakklátur fyrir. Stefán vill halda því fram, að plógurinn, sem aug- lýstur er í „Hlín“ sé allt annar og miklu betri plóg- ur en sá, sem eg minntist á í greininni, og er það að vissu leyti fyrirgefanlegt, því nafnið á plógnum er ekki rétt í grein minni. Plógur sá, er eg nefndi „Canton Clipper" er einn af þeim plógum, sem Stefán Jónsson seldi Bíinaðarfl. Isl. í vor, enda þótt hann þræti fyrir, að hann hafi nokkurntíma boðið fram þann plóg. „Root Ground“ Nr. i. hefur hann líka selt félaginu, og er bolurinn á báðum þessum plógum alveg eins, þó lakari á „Root Ground“ því á honum er veltifjölin alveg ónýt fyrir þúfna- plægingu, að eins 8 þuml. breið að ofan, hæð bring- unnar frá skeratá (korda bogans) 14 þuml. A „Can- ton Clipper" er ásinn úr tré, og á honum er hjól- ristill, en að ristlinum undanskildum eru plógar þessir báðir jafnóhentugir fyrir þúfur. Af því eg ekki sá neins nafns getið á plógi þeim, er auglýstur var ( „Hlín“, en eg hins vegar aldrei hafði lagt vel á minnið nöfn þessara fyrirtaksplóga! þá hefur mér orðið á að hafa hausavíxl á nöfnum' og nefna þann „Canton Clipper", sem réttnefndur er „Root Ground PIovv" Nr. 1. og þann plóg á eg við í grein- inni, að vísu getu ummæli mín átt jafnvel við báða þessa plóga. Eg átti alls ekki við „Canton Scoteh Clipper“ en eg hef áður minnst á þann plóg ásamt enn þá einum af plógurn Stefáns, en það kemur ekki þessu máli við. — Við nánari athugun á rnynd- inni af„ Root Ground“ sýnist mér veltifjölin dálítið stærri en á plógi þeim með sama nafni Nr. 1. sem félagið á, og getur því verið, að það sé annað núm- er, sem auglýst er í „Hlín“ en það gerir hv'orki til né frá, þegar um þýðingu plógsins til þúfnaplægingar er að ræða, því það sem einkum gerir hann óhæf- an til slíkrar notkunar er lagið áásnutn og veltifjöl- intii. Að „Canton Scotch Clipper" ekki erbrotplóg- ur þurfti eg ekki að láta Stefán þennan fræða mig um, en hitt vil eg leyfa mér að benda honum á, að veltifjölin á þeim plógi, er miklu betur löguð til þúfnaplægingar heldur en á „Root Ground" og sömu- leiðis vil eg benda honum á, að af brotplógum er naumlega að búast við að finna hentugan plóg fyr- ir þúfur, því þessir plógar eru ætlaðir til að brjóta með sléttara land, og er því optast veltifjölin óhent- ug eða þá að skeratá og bolurinn allur erof langt, lagið á hentugum plógi fyrir þúfur verður því að vera sem mitt á milli brotplóga og akurplóga. Eg þykist nú hafa sýnt hér að framan, að um- mæli mín í Þjóðólfi eru ekki svo „óviðkomandi um- talsefninu" (Stefán verður að fyrirgefa að eg nota bara íslenzkuna. Margir af okkur alþýðumönnum hafa ekki öðru betra til að dreifa), sem Stefán gefur í skyn í þessari svokölluðu leiðréttingu sinni. Þessi óheppilegu hausavíxl á nöfnunum vona eg að hann geti fyrirgefið. Eg verð því enn að álíta plóg þennan óhentugan og að Stefán hafi entt pá ekki gefið okkur kost á hent- ugri plógum en við getum fengið annarstaðar; geti hann það skal eg ekki síður en aðrir verða honum þakklátur. En hann hefur gert annað, hann hefur ekki að eins gefið kost á að útvega heldur útvegað 4 plóga, sem því miður er útlit fyrir að fái að hvíla sig í friði engu síður en þeif, sem hann talar um að keyptir hafi verið með ráði „hinna lærðu íslenzku bú- fræðinga". Plógar þessir eru til sýnis og viðvörun- ar í verkfæraskúr Gróðrarstöðvarinnar hér í Reykja- vík. Eg skal svo ekki eyða fleiri orðum um plóga þessa, en ráða vil eg Stefáni til þess, að bíða með að bjóða meir af því tagi, þangað til einhver er bú- inn að fægja með plægingu ryðið af þessum 4 ger- semum, sem eg nefndi. Jón Jónatansson. Gufuskipið „Isafold" kom í gærmorgun eptir 8 daga ferð frá Leith með vörur til Brydes verzlunar. Frá útlöndum engin veruleg tíðindi, að því er séð verður af enskum blöðum frá 2. og 3. þ. m. Búastríðið í sömu skorðum sem fyr. Kitchener þykist vera að kreppa meir og meir að Búunum, og lætur frétta- þráðinn flytja fregnir um, að nú hafi rnenn hans handsamað nokkra Búa og tekið að herfangi mörg þúsund(!) nautgripa. Talað er um, að Vilhelmína Hollandsdrottning ætli með aðstoð Fiakka og Rússa að gangast fyrir því, að skipaðir verði gerðardómur, en menn gera sér litlar vonir um, að nokkur á- rangur verði af þeim málaleitunum. Blaðið „Scotsman" er mjög gramt yfir því, að blaðstjór- um á Englandi t. d. Stead og Labouchére og öðr- umBúavinum t. d. Campbell-Bannermann skuli hald- ast uppi að ófrægja ensku hershöfðingjana og enska herliðið í Suður-Afriku 1 ræðu og riti, og segir að réttast væri að setja þessa menn í fangelsi fyrir illmælin. Vitnar blaðið (, að Þjóðverjar hafi það öðruvísi. I Berlín hafa nfl. 2 úr ritstjórn sósíalista- blaðsins „Vorwárts" verið dæmdir nú um mánaða- mótin í 6 og 7 mánaða fangelsi íyrir ummæli um von Kettler hershöfðingja, er hefði beitt óþarflega roikilli grimmd við „boxarana í Kína. „Svona þvær þýzka stjórnin alla bletti af b.ernum" segir hið skozka stórblað. — Keisadrottningin í Kína ætlaði að halda hátlðlega innreið sfna í Peking nú eptir mánaðamótin, og mikill viðbúnaður hafður fil að fagna henni. Hún hefur gefið út skipun um, að ríkiserfinginn Pu-Chun, sonur Tuans prins, skuli sviptur rétti sínum til ríkisstjórnar og bera að eins I hertogatitil. Er þetta gert til að þóknast stór- veldunum, af því að Tuan prins var pottur og panna í „boxara“-uppreisninni, eins og kunnugt er, og segir keisaradrottningin, að Tuan hafi með því svívirt minningu forfeðra sinna svo, að afkomend- ur hans geti ekki setzt að ríkjum í Kína. Mælist þetta vel fyrir hjá Norðurálfumönnum, en miður hjá Klnverjum, og eru nú „boxarar" farnir að láta bera á sér aptur í sumum fylkjum í landmu. Landsbankinn. Landsbankinn verður lokaður dagana 23. desember—4. janúar næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. — Þö er afgreiðslu- stofan opin 2. janúarkl. 1 1—2, en að eins til þess að greiða vextí af bankavaxtabréfum og innleysa bankavaxtabréf. Reykjavík 12. desember 1001. Tryggvi Gunnarsson. Jólakort — Jólakort n ý k o m i n á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5. komu nú með „Laurn“. Mjög stórt úrval. M EÐ því að verziun Sturlu Jóns- sonar selur eingöngu vörur gegn pen- ingum út í hönd frá næsta nýári og hætt- ir öllum útlánum, er skorað á alla þá, sem skulda téðri verzlun, að hafa greitt skuldir sínar til hennar fyrir 1. febrú- ar 1902 eða samið um þær; en þá verða allar útistandandi skuldir afhentar hr. kaupm. Kristjáni Þorgrímssyni í Reykjavík til innheimtu. Reykjavlk 5. nóv. 1901. Sturla Jönsson, Hærri vextirl Hinn 1. dag janúarm. 1902 hækka inn- lagavextir við sparisjóð Arnessýslu upp í 4%. Eyrarbakka, 25. nóv. 1901. (luðjón Ólafsson. Jón Pálsson. Kr. Jóhannesson. N\/minIl/ úr v,ðey fœst da^ie?a 1 1 V III IU11\ hjá Ben. S. Þórarinssyni. Potturinn 1 5 aura. Leiðarvisir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Innlstúlka getur fengið vist í góðu húsi hér í bænum 14. maí næstk. Þær stúlkur, sem vilja sinna þessu, gefi sig fram sem fyrst. Ritstj. vísar á. t ♦ VERZLUN J. P. T. BRYDE’S n i mr VÍN, VINDLAR og REYKTÓBAK f r á Kjær & Sommerfeldt. Nýjar víntegundir komnar, svo sem; Graacher hv. vín. Rheinewine (Rhinskvín musserende). Messuvín á Vi. Genever 1V4. Marsala (Medeira). Bodenheimer hv. vín. M A D E I R A dark rich. Ætíð nægar birgðir, og hvergi fá menn ódýrari vín eptir gæðum. J

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.