Þjóðólfur - 24.01.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.01.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. janúar 19 02. Jts 4 1902. Rís heil, þú sól, sem enn oss færir ár, það ár, sem þjóð vor lengi muna skal! Rís heil með sigurmark um bjartar brár, og bjarma roðin upp af tímans val. Rís heil, rís heil! og blessa berg og dal, þín birta læsi sig um fólksins hug! Þú ársins röðull, vek þú hrund og hal, á horíins tíma meinum vinn þú bug, og kveiktu traust og trú og forna dáð og dug. Já, vektu traust og dug, þvf dagur sá, er dáð skal vinna, hann er kominn nær, og lánist nú ei loksins rétti’ að ná og lokum stríðsins, þá er sigur fjær. En sigurmörk þú sýnir, röðull skær! því synir Islands ráða nú þess hag. Hvort lengi þráðu marki móðir nær er mögum lagt í hönd einn ársins dag — og eygló væntir ung að niðjar noti lag. Þitt stríð er orðið langt og þungt, vort land, nú loks á móðir kost að reisa bú með sona styrk. Hvað gerir þvíþágrand? Hví grípur þú ei tækifærið nú? Hvort hefur langvinn þrælkun þjakað trú á þína krapta? Stríðið lamað dug? Hvort er það þreyta, eða er sökin sú, að sundrung leið og kritur vinni bug á góðum vilja? Seg, hvað svellur þér í hug? Þeir menn, sem börðust fremst, með traustri trú, til takmarks þess, sem loks er fært að ná, þeir eru horfnir heim um glæsta brú og heiður þeirra einn nú dvelst oss hjá. En andar þeirra horfa og hlusla á hvert hjartaslag, sem snertir þeirra starf. Þeir benda þjóð að falla ekki frá né fyrirgera nú svo dýrum arf’, en muna hvað hún var og hvað hún er og þarf. Þér íslands synir muna megið eitt, að móðir vor á rétt, sem ei má hrjá. Hvers einstaks vild ei vega má þar neitt né vinsemd, óvild, basl né hokursstjá. Allt slfkt er smátt, en mikil, helg og há er hugsjón þjóða: Framtíð ættarlands — að gangi’ ei þrælar gröfum feðra á en göfgist niðjar manni frá til manns, í fullri frelsislausn en viðjum bróðurbands. Þér íslands göfgu mæður, meyjar, fljóð, sein mest og tryggast geymduð ljóð og sögn, sem þakka má að ísland enn á þjóð, og (slenzkt mál ei fallið er í þögn — nú glæðið, eggið öll hin beztu mögn, sem eru til í hjarta þjóðar enn, svo komi að gagni sérhver ástar-ögn til ættarlands, og synir, bræður, menn nú fylkist í þann flokk, að réttur sigri senn. Kom nýár 1 kom þú heilt, til starfs og stríðs, og steyptu öllum myrkravöldum lágt, en leið til sigurs réttinn lands og lýðs °g lát hið sanna birtast opinskátt. Kom, gef þú sljóvum vilja, veikum mátt, on veittu fyrst og fremst að skynja rétt, svo þor að fylgja réttu’ og horfa hátt og liika ei við það mark, sem vel er sett. Þá loks með sigri og sæmd skal strtði löngu létt. Híinnes Hafsteiu. [Eptir „Vestra"]. Stjórnarskrármálið. Aðalatriði. — Aukaatriði. Samkvæmt stjórnarskránni situr æzta stjórn sérmala vorra suður í Kaupmanna- höfn. Það er ekki oss íslendingum að kenna. Vér áttum engan þátt í tilbún- ing hennar. Hún var »gefin« oss, vald- boðin, eins og stöðulögin. Stjórnarskráin gerir samt ráð fyrir innlendu valdi. »Hið æzta vald á Is- landi innanlands skal á ábyrgð ráðgjaf- ans fengið í hendur landshöfðingja, sem konungur skipar og hefur aðsetur sitt á íslandi. Konungur akvarðar verksvið landshöfðingja«. Svo hljóðar önnur málsgrein annarar greinar. Verksvið landshöfðingja var síðan ákveðið með konunglegri auglýsingu 22. febrúar 1875. Með þessari auglýsingu, sem því ver, er að eins einfalt konungsbréf, er lands- höfðingja fengið í hendur sjálfstætt vald í ýmsum málum. Auk þess á hann, samkvæmt 34. gr. stjórnarskrárinnar, sæti á alþingi. í 2. grein stjórnarskrárinnar er lands- höfðingja fengið í hendur umboðsvald. í 34. greininni er honum fengið, eða ætti honum að vera fengið, pólitiskt vald, vald til þess að semja við þingið fyrir hönd stjórnarinnar. Hvorttveggja valdið er öðruvísi en það ætti að vera. Það er illa búið um umboðsvald lands- höfðingja. Konungur getur, hvenær sem honum þóknast minnkað það, og póli- tiska valdið er hvergi til annarsstaðar en í ástæðunum fyrir 34. greininni. Vér höfum ekki haft ástæðu til þess að kvarta undan því, hvernig auglýs- ingiti urn verksvið landshöfðingja hefur verið haldin af stjórninni, en 34. gr. stjórnarskrárinnar, eða réttara sagt til- ætlan hennar, hefur allt til þessa verið brotin á oss arlega, Stjórnin hefur hvað eptir annað neitað að staðfesta lög, sem landshöfðingi hefur lagt til að yrði stað- fest. Vér höfum í rauninni allt til þessa ekkert reglulegt löggjafarþing átt. Stjórn- in getur að vísu ekki lengur neytt upp á oss lögum til langframa. Það er allt og sumt, en hún getur allt af sett oss stólinn fyrir dyrnar, getur synjað hvaða lögum sem er, staðfestingar. Og hún hefur notað það vald allt of mikið. Lagasynjan stjórnarinnar, ókunnugrar stjórnar, sem ræður helmingi atkvæða í annari málsstofu þingsins, hefur verið einhver óviðfeldnasti agnúinn á stjórn- arframkvæmd vorri. Og því er ver, að lagasynjanirnar hafa opt rakið rætur sínar til landshöfðingjanna. Fyrsta íslenzka pólitiska slysið eptir 1874 var fyrsta synjunartillaga landshöfðingjans. Það er ekki nema eðlilegt, þó að stjórnin hafi barizt fyrir sinni skoðun á þinginu, en hún hefði átt að láta optar undan þing- inu. Vonandi tekur nýja, frjálslynda stjórnin upp annan sið, og þá er mikið, stórmikið unnið. Vér getum nú að vísu ekki búizt við þvf, að fá lagalega tryggingu fyrir því, að lagafrumvörpum alþingis verði ekki synjað staðfestingar. Fyrst um sinn mun hvaða stjórn sem er, áskilja kon- ungi synjunarvald í orði kveðnu. En það ætti ekki að vera æði vandasamt, að búa svo um hnútana, að synjunar- valdið verði annaðhvort ekki notað, eða mjög lítið notað. Frumvarp þings- ins 1901 stefndi að því. Það er ekki ólíklegt, að lagasynjanirnar verði færri, er ráðherrann mætir á þinginu. Hann getur sagt þinginu skoðun sína á hverju máli, jafnskjótt og það kernur fram, og þingið getur þá fellt þau mál niður, sem hann ekki vill fylgja. Og á hinn bóginn ætti þinginu að ganga betur að sannfæra ráðherrann, þegar hann situr í þingsölunum, en nú, er hann situr í fjarlægu landi. En það var eins um þetta atriði og önnur atriði, er horfa áttu til bóta í frumvarpinu. Það var engin trygging sett fyrir því, að svo yrði, sem til var ætlazt. Ráðherrann var eptir frumvarpinu, eptir sem áður, danskur borgari og danskur embættis- maður. Hefði slegið í sennu milli hans og þingsins, er ekki ólíklegt, að hann hefði farið sinna ferða. Hann átti ekk- ert undir þinginu eða þjóðinni, og laga- ábyrgðin, sem frumvarpið lagði a hann, var ekkert annað en pappírsábyrgð Það var heldur ekki annars að vænta. Frumvarpið var byggt á ramskökkum grundvelli. Það var, er og verður aðal- ástæðan gegn því. Það er ekki hægt, að tryggja áhrif þings og þjóðar á stjórn- ina, nema því að eins, að stjórnin eigi heima í landinu og eigi bæði virðing sína og vellíðan undir þjóðinni. Það er enginn efi á þvf, að það hefði mátt rætast betur úr hinu pólitiska valdi landshöfðingjans, ef vel hefði verið á lialdið. Að vísu er landshöfðingjadæm- ið vafalaust eitthvert vandasamasta em- bættið, þótt iangt sé leitað. Landshöfð- inginn er allt af milli steins og sleggju, milli þings og stjórnar. Hann veit ekki almennilega, í hvorn fótinn hann á að stíga. En margt hefði þó mátt fara öðru vísi, ef landshöfðinginn hefði upp- runalega farið rétt á stað og þingið stutt hann. En það hefur verið öðru nær. Það er engu líkara en að lands- höfðinginn og þingið hafi stundum litið illu auga hvor til annars, engu líkara en að landshöfðinginn og þingið hafi stundum verið að togast á, í stað þess að báðir partar hefðu átt að standa sem einn maður, að minnsta kost þar sem íslenzka stóð gagnvart útlenzku. En það gagnar lítið að sakast um orðinn hlut. Hið pólitiska vald landshöfðingj- ans á vafalaust ekki viðreisnar von. Það var líka að nokkru leyti byggt á skökkum grundvelli. Landshöfðinginn stendur ekki nema með annan fótinn í þingsalnum, hinum fætinum stendur hann suður í Kaupmannahöfn, og það er ó- mögulegur fótaburður til lengdar. Vér verðum að stíga sporið til fulls. Það verður að flytja valdið inn í iandið. Það er undravert, að eyða skuli þutfa orðum að jafneðlilegri og jafnviðurkenndri kröfu út um allan heim. Eins og það sé ekki deginum ljósara, að ráðsmaðurinn verður að vera á bú- inu og skipstjórinn á skipinu, sem hann á aðstjórna. Það er fyrsta krafan til hvaða stjórnarfyrirkomulags sem er, að stjórn- in sitji t' því landi, sem hún á að stjórna. Stjórnin á að vera auga þjóðarinnar, en engu mannlegu auga er fært að sjá meinsemdir vorar sunnan úrKaupmanna- höfn. Stjórnin á að vera hægri hönd þjóðariunar, hún á ávallt að vera til taks til að taka í taumana, þegar eitt- hvað ber út af, en það getur stjórnin ekki í tækan tíma, meðan hún situr í öðru landi. Stjórnin getur ekki verið kunnug högum vorum og þörfum, nema því að eins að hún búi við sömu kjör og þjóðin. Það er ekki nóg, að ráð- herrann geti heyrt skoðanir þingmanna og lesið blöðin. Það er vitanlega bót frá því, sem nú er, en engan veginn nóg. Eptir þvt ætti kaupstaðarbúinn að geta stjórnað sveitabúi. Hann á allt af kost á ad tala við bændur og lesa það, sem skrifað er um búskap. En þó dytti engum bónda með heilbrigðri skynsenti í hug, að setja kaupstaðar- borgarann fyrir búið sitt. — Maður get- ur enda ekki búizt við, að stjórnin leggi fram allt, sem hún á til, afdráttarlaust, nema því að eins, að hún búi við sömu kjör og þjóðin. Það er vafalaust mjög hyggiiegt, að láta fjármanninn eiga eitt- hvað í skepnunum, sem hann á að hirða, og skipstjórann eitthvað í fiskiskipinu, sem hann á að fara með. Gagn hús- bóndans og útgerðarmannsins verður þá gagn fjármannsins og skipstjórans. Eins er um stjórnina, þegar hún lifir við sömu kjör og þjóðin. Það, sem gert verður fyrir þjóðir.a, keniur líka stjórninni að gagni. Það er vitaskuld ekki einhlitt, að stjórnin sé busett í landinu. Stjórnin verður auk þess að eiga virðingu sína og vellíðan undir þjóðinni. Þess vegna verða íslendingar að krefjast þess, að fá sjálfir að launa sinni stjórn. Danska stjórnin vissi, hvað hún gerði, þegar hún ákvað upp á sitt eindæmi, að ráðgjafinn og íslenzka stjórnardeild- in í Kaupmannahöfn skyldi taka laun sín beint úr rikissjóði, og landshöfðing- inn sín af tillagi Danmerkur til lands- ins. Hún hafði með því tökin á æztu stjórn landsins. Það er eðlilegt, að stjórn- in fari, rétt eins og hver annar maður, nokkuð eptir því, hvernig til hennar er gert. Það vita allir, sem haldið hafa hjú eða hafa látið vinna eitthvert verk lyrir sig, að verkið fer nokkuð eptir því, hvernig gert hefur verið til verka- mannsins. Auk þess ætti sómatilfinn- ingin að segja oss, að vér verðum sjálf- ir að launa starfsmönnum vorum, háum sem lágum, ef vér viljum heita sjálfstæð þjóð. En það er ekki allt fengið með því, að stjórnin sé búsett í landinu og þiggi laun sín af þjóðinni. Það getur hugs- azt, að stjórnin skeyti samt ekki um heill þjóðarinnar. Þess vegna verður að fá þjóðinni í hendur tæki, til að korna fram lagalegri abyrgð á hendur stjórninni. Það verður að reisa dótn- stól upp í la nd i nu, á bak við stjórn- ina, og hengja ábyrgðarlög upp yfir höfuðið á henni. Hún verður að finna til þess, að hún á að standa þjóðinni reikningsskap af gerðum sínum, hún verður að finna til þess, að hún tekur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.