Þjóðólfur - 24.01.1902, Blaðsíða 3
i5
sjálfstjórn íslands sé einkaskilyrði fyrir öll-
um sönnum og verulegum framförum, en
ósjálfstæði og útlend yfirráð hins vegar vís-
asti vegurinn íil örbirgðar, niðurdreps og
niðurlægingar þjóðarinnar. Ritst.
Hr. Sk. Tli.I
»Vorkunn« er þér, þótt ekki reynir þú með
einu orði að hrekja nokkurt atriði í grein
minni í i. nr. »Þjóðólfs« þ. á., um bréfið
þitt til ráðgjafans, því það er þér vitan-
lega ómögulegt. En vorkunnarlaust mátti
þér vera að þegja, og fara ekki að
opinbera í »Viljanum« þínum í hvert vand-
ræði þú ert kominn Ut af þessu bréfi og
annari stjórnarskrármáls-framkomu þinni.
»Vorktinn« kann þér og að vera, að þú
ræður ekki við strák þinn; hann er fyrir
löngu orðinn kosta þinna ofjarl. En vork-
unnarlaust mátti þér vera að hafa svo mik-
inn hemil á honum, að hann ekki réðist á
mig með algerlega lognum brigzl-
u m .
Þú ert að vísu hættur að hafa fyrir þvf
að færa nein rök fyrir máliþínu. En viltu
ekki gera eina undantekningu frá þeirri
venju sjálfs þfns vegna — það drepur þig
ekki: — reyna að færa rök fyrir því, að
eg hafi »flekað« kjósendur tnfna, »svikið«,
eða »brugðizt« þeim í nokkru einu atriði?
Viljann er að virða, ef þú reynir það.
En trúað gæti eg, að þér yrði erfiðara að
finna ástæðu til »svika«-aðdróttunar til
mín og sanna hana, en að ávinna sjálfum
þér nýja lygara-nafnbót.
»Það verður hverjum að list, sém hann
leikur*.
Björn Bjarnarson.
Af Sauðárkrókl er ritað 3. þ. m.:
Gleðileg jól óskaði Chr. Popp hér á staðnum
nær 30 fátæklingum með því að kalla þá til sín
og gefa þeim, hverjum fyrir sig, rausnarlegar
gjafir og mjög vel valdar eptir hvers þörf,
enda hefur margur lifað gleðileg jól fyrir þetta
kærleiksverk hans og hafa á blessaðri jóla-
hátíðinni lofað guð fyrir að hafa sent sér
slíka hjálp í neyðinni, og jafnframt sent upp
til hæða hjartans þökk til gefandans.
Þess skal enn fremur getið, að sami kaup-
maður hefur gefið þeim fátækustu hér í fleiri
ár meira og minna, þótt það hafi ekki opin-
berlega verið þakkað. Það sem knúði mig
til að rita línur þessar, var hin innilega gleði,
er lýsti sér á heimilum þeirra, er þáðu, og
efalaust hefur margur miljónaeigandi skoðað
sig fátækari á liðnum jólum en skyldulið
þeirra, sem hér áttu hlut að máli. J.
Drukknun.
Hinn 2. þ. m. fórst bátur Ur Ólafsvík
með 4 mönnum, er allir drukknuðu. Ft)r-
maðurinn hét Jón Jónsson frá Bakkabæ,
en hásetarnir voru synir hans tveir upp-
komnir, Þorgils og Valdimar og 4. maður-
inn hét Kristján Guðmundsson, bláfátækur
og lætur eptir sig 6 börn. Astæður Jóns
heit. voru betri, þótt hann væri fátækur.
Hann lét eptir sig uppkomna dóttur og
stálpaðan pilt.
Boilleau barón látinn.
Hinn 27. des. f. á. (þriðja í jólurn) skaut
Boilleau barón fráHvítárvöllum
sig til bana 1 járnbrautarvagni á leiðinni
frá Lundiínum til Edinborgar. Sigldi hann
til Englands næstl. sumar, og ætlaði að
koma þar á stofn fiskveiðafélagi til botn-
vörpuveiða hér við land, en varð lítið eða
ekkert ágengt. Er það ætlun manna, að
hann hafi tekið sér mjög nærri, að þetta
misheppnaðist, er hann áður hafði gert sér
góðar vonir um, og að hann hafi meðal ann-
ars þess vegna stytt sér aldur. En líklega hef-
ur fleira að manninum sorfið, enda var
hann jafnan þungbúinn og undarlegur nokk-
uð. Hefur og lífsferill hans verið allbreyti-
| legur. Hann var fæddur f NorðurAmeríku
(sonur| Boilleau generalkonsúls), af þýzk-
franskri aðalsætt og kvæntist þar, eyddi
fé miklu við fjárgróðatilraunir, er mis-
heppnuðust og mun því hafa verið sviptur
fjárforræði, spilaði einnig í Monte Carlo
að sögn, og kom loks hingað til lands
fyrir 3 árum, keypti Hvítárvelli, eins og
kunnugt er, og brautzt 1 ýmsu fleiru, er
ekki varð honum til arðs né ánægju. Og
svo stytti hann mæðustundir sínar svona
sviplega. Hann var hámenntaður maður
og ágætum hæfileikum búinn, en ekki gæfu-
maður að þvf skapi. Hann var mjög vel
þokkaður af nágrönnum sínum í Borgar-
firði, enda var hann góðmenni og mjög
hjálpsamur við alla, er bágt áttu. Hið
sviplega fráfall hr. Boilleau’s hlýtur að vekja
innilega hluttekningu allra þeirra, er kynnt-
ust þessum einkennilega, dula og ógæfu-
sama aðalsmanni.
Skipstrand.
Botnvörpuskip það, er strandaði í Grinda-
vík og getið var um í sfðasta blaði, hét
»Anlaby«. Hafði það verið að veiðum i
landhelgi, rekizt á sker og klofnað þar.
Hafa skipverjar allir farizt og voru 2 lík
rekin í land, er síðast fréttist. Fullyrt er,
að skipstjórinn hafi verið Nielson sá hinn
alræmdi, er slysinu olli á Dýrafirði haustið
1899, þá er Hannes Hafstein var hættast
kominn, sem kunnugt er.
Ishúsfélagið
hélt aðalfund sinn hér í bænum 20. þ.
m. Arsgróði þess hefur orðið 2969 kr., og
voru hluthöfum ákveðnir af þessari upphæð
10% í vexti af hlutabréfum þeirra, en af-
gangnum sumpart varið til afborgunar af
láni félagsins, er hús þess standa að veði
fyrir, en sumpart til þóknunar fyrir reikn-
ingshald o. fl., en nokkuð var lagt f vara-
sjóð til næsta árs. Hagur félagsins stendur
því í miklum blóma. Formaður þess er
hr. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, er fyrst
kom félaginu á stofn. Gjaldkerinn Chr.
Zimsen konsúll, er gegnt hefur því starfi
með mikilli nákvæmni og samvizkusemi,
átti nú að ganga úr stjórninni samkv. lög-
um félagsins, en var endurkosinn í einu
hljóði.
„Dyrhólagatistinn"
er nú af baki dottinn að verja Sunnan-
fara-gatið sitt, en sæmra hefði honum ver-
ið að kannast við axarskaptið undir eins,
því að þá hefði hann sloppið við að fá
jafn greinileg og tvímælalaus sönnunargögn
um þetta »gat« sitt, lögð fyrir almennings
sjónir, eins og hann fékk í sfðasta Þjóð-
ólfi. Það er því ritstj. Isafoldar sjálfur, er
hefur lfmt á sig gatistastimpilinn svo ræki-
lega, sem unnt var, með því að þræta fyrir
það, sem enginn skynsamur maður í hans
sporum hefði dirfzt að þræta fyrir, er hon-
um var bent á skyssuna. Það er því ekki
Þjóðólfi að kenna, þótt menn einhvern tíma
skopist að Dyrhóla-gatistanum, og allri
frammistöðu hans við þetta tækifæri. Svona
fer það jafnan, þá er vit og þekkingu skort-
ir til að sjá og viðurkenna það sem rétt
er. Sauðþráinn einn og þverhöfðaskapur-
inn er óhæfilegur til að geta breitt yfir
samkynja skyssur og Dyrhóla-gat Isafoldar-
ritstjórans, og ætti maðurinn að læra af
þessu í framtíðinni, að taka stillilega öllum
leiðbeiningum og leiðréttingum, enda þótt
þær komi frá vini hans, ritstj. Þjóðólfs, sem
alls ekki er neitt hreykinn af því að reka
blaðabróður sinn á »gat«, því að það er
sjaldnast neitt vandaverk, einkum þegar mað-
urinn sjálfur í grunnhyggni sinni og þráa
hjálpar til að gera sjálfan sig enn hlægi-
legri og gatistalegri en þurft hefði! Og svo
ætlum vér að lofa manninum að liggja Á
sfnum gerningum. Lengi lifi »Dyrhólagat«
Björns ritstjóra Jónssonar!
Blturt háO
hlýtur það að vera hjá landshöfðingjanum
f næstsíðustu Isafold að kalla ritstjóra henn-
ar hr. cand. phil. Björn Jónsson, ólögles-
inn, ólögfróðan mann, með því að það er
alkunnugt, að maðurinn var 10 ár að lesa
lögfræði við háskóiann og var kominn svo
langt, að hann gekk tvisvar frá prófi að
sögn. Landshöfðingi álltur sjálfsagt, að
hann hafi verið jafnnær eptir þann lestur
og að aldrei hafi neitt af lögfræði í hon-
um loðað, og virðist oss satt að segja, að
hann geri manninum nokkuð lágt undir
höfði með þvf, telji hann í meira lagi treg-
gáfaðan. En það er ekki gustuk að bregða
mönnum um það, sem þeim er ekki sjálf-
rátt. Hr. cand. phil. B. J. gerði vfst það
sem hann gat, til að ljúka við lögfræðis-
námið og meira verður ekki heimtað. Hann
sýndi það Ijósast með því, hvað hann' var
iðinn við kolann. Annars er það hálfleitt
fyrir Björn, hvernig landshöfðingi rekur hann
í vörðurnar alstaðar 1 greininni og gerir
hann beran að ósannindum, svo að ritstj.
hefur ekkert annað undanfæri, en að kenna
málafærslumanni um, að hann hafi skrökvað
að sér(!), vitandi vel, að maður þessi ligg-
ur mjög veikur, og muni því ekki gera
neina athugasemd við þetta. Já, miklir
menn erum við Hrólfur minn!, og mikil
er göfugmennskan. Skyldi ekki vera kom-
inn tími til fyrir karlhróið að leggja rni
niður pennann, sem hann aldrei hefur kunn-
að að stýra og vera ekki að »gatifisera«
lengur við þessa blaðamennsku?
Snotri.
Bátur fórst
af Kjalarnesi með 2 mönnum á heimleið
úr Reykjavík 15. þ. m. Hét annarmaður-
inn Jón Jónsson bóndi frá Austurvelli, hinn
Guðmundur Guðbrandsson (sonur Guð-
brandar Eyjólfssonar á Bakka).
12
ul konungsbréf hvert á fætur öðru. „Hérna getur þú séð konungsnöfn",
sagði Andrés og benti á hina stóru og krókóttu drætti. „Þorir þú ef til
vill að virða þau að vettugi".
Beljakinn svaraði engu þessari spurningu* 1 * * * en sló allóþyrmilega á öxl-
Ina á bóndanum og hrópaði hárri röddu:
„I konungs nafni! Þú ert fangi!" Síðan gerði hann undirforingj-
ar>um bendingu og sagði: „Komdu með handjárn!"
En í því ruddust nokkrir bændur inn um dyrnar, er stóðu opnar og
lnn í stofuna. Einn þeirra, Sturla frá Bæ, er var einna fremstur, kallaði
ti* yfirforingjans:
i.Ef þið leggið hendur á Andrés frá Rjóðri, þa skal enginn ykkar
siePpa héðan lifandi. Eg ætla að láta ykkur vita það, að við eigum
allsWostar við ykkur".
Ný handtökuskipun var næstum komin fram á varirnar á yfirforingj-
anum, en annar bóndi, Óli frá Stóra-Ási varð fyrri til og kallaði til hans:
•>Það er bezt fyrir ykkur að hypja ykkur í burtu, því að allir ungu
mennirnir sitja kyrrir heima og af útboðinu verður ekki neitt, hvorki í
dag né á morgun".
..Það skal eg sýna ykkur!" hrópaði yfirforinginn óður af reiði; en í
fV k’1’ var gripið f handlegginn á honum og húsráðandi hvíslaði að
honum :
"Það er um lífið að tefla. Komdu meðan tími er til! Við skulum
fara þessa leig |..
I leiri og fleirí bændur ruddust inn og yfirforingjanum og félögum hans,
sem allir voru staðnir upp, fór ekki að lítast á blikuna, er þeir sáu skfna
á hnífana frammi við dyrnar, þeir tóku þvi allir það ráð að fylgja for-
ingja sínum, en húsráðandi opnaði bakdyr fyrir þeim og komust þeir
þaðan eptir leynistigtil prestssetursins. Svo fljótt sem unnt var, var komið
þaiigað með vagn þeirra og sfðan kvöddu þeir sveitina jafnnær og þeir
höfðu komið. Mannfjöldinn hafði safnazt saman í kring um þá, er þeir
stigu í vagninn og kvaddi þá rneð ópi miklu, en gerði þeim annars eng-
an miska. Svo fór um fyrsta útboðið í Leirdal.
9
að kenna. En ef við skiljum ekki nógu snemma, verður það okkur sjálf-
um fyrir verstu".
Hann stóð sem agndofa og sneri á ýmsa vegu laxastönginni og starði
út í hringiðuna.
Fyrir ofan þau dundi í fossinum í sífellu, svo að fjallið skalf og
nötraði.
Henni sýndist hann hreyfa varirnar.
„Hvað segir þú ?"
„Eg sagði ekkert. —
Er þetta sprottið af því, að eg hefi ekki ekið út um sveitina með
föður þínum og Andrési frá Velli? Eg er á allt annari skoðun en fað-
ir þinn í því máli. Mér finnst ekki mest undir því komið að smeygja
sér út úr eins miklu og unnt er, og eg sé heldur ekki, hvaða tjón það
getur verið fyrir oss Leirdæli að ganga í herþjónustu og verja föðurland
vort á ófriðartímum".
„Einmitt það hefur opnað augu mín, að þú hefur aðra skoðun á öllu
heldur en eg og faðir minn; það er ekki einungis í þessu máli".
Það lék kuldabros um varir hans.
„Ef til vill hafa líka augu þfn opnazt fyrir því, að Andrés frá Velli
væri hinn rétti".
„Skammastu þín, Knútur!"
„Þú ættir fremur að skammast þín!" sagði hann og leit til hennar
með slíku augnaráði, sem vildi hann nísta hana í gcgn með augunum.
Síðan kastaði hann laxastönginni upp á öxlina og gekk fburtu. Aldrei
leit hann til baka, en gekk áfram rakleitt án þess að horfa til hægri eða
vinstri.
Henni fannst hið bezta, sem hún ætti, hið eina, sem hún ætti, fara
með honum; henni fannst hann* taka í burt með sér hjarta hennar. Svo
mikill er máttur vanans.
Hana langaði til þess að leggjast niður, breiða hendurnar fyrir and-
litið og hágráta, svo að hún gæti yfirgnæft beljandann í ánni; en hún