Þjóðólfur - 14.02.1902, Side 3

Þjóðólfur - 14.02.1902, Side 3
2 7 Stefnan! —O---- Isaf. 28. jan.: „Ráðgjafinn hallastsvo greinilega að stefnuskrá framfaraflokks- íns, að hann stingur ekki upp á nokk- urri hinni minnstu breytingu á frumv. hans frá síðasta alþingi". „Hann er svo greinilega samdóma .... framfara- flokksstjórninni í bréfi hennar frá 6. f. m-‘‘ „Þetta hefur þá tekizt að koma málinu áleiðis". Isaf. 1. febr.: „Spurningin er .. . sú, hvort vér eigum að halda fast við sfjórnarskrárbreytingarfrumvarp það, Sem samþ. var í sumar er leið, eða vér eigum að hallast að hinu væntan- lega frumvarpi stjórnarinnar". „Vér viljum .... hallast öt^þessu frumvarpi, svo sem því, er muni veita oss rífari sjálfstjórn". „Vér munum hallast að frumvarpi því til stjórnarskrárbreyting- ar, sem samkvæmt konungsboðskapn- um mun verða Iagt fyrir næsta auka- þing af hálfu stjórnarinnar...Og vér viljum hér með leggja það til, að all- ir flokksmenn vorir taki þessa sömu stefnu". í þriðjudagsblaðinu er svar stjórnar- innar samkvæmt „stefnuskrá“ Valtýs- flokksins, frumvarpi hans og 5-m. bréf- inu að þakka. I laugardagsblaðinu (eptir 3 dagaj „hallast" „hallast" „hallast" flokks- stjórnin(f) að frv. stjórnarinnar (vænt- anlegu), og biður „flokksmenn" sína að taka þá Stefnu eptir sér. Svona stefnufastur er Björn Jónsson. Þegar hans „stefna" hefur unnið hinn mesta sigur(!!), „hallast" hann að henni, og biður króana sína að taka þá stefnu á eptir sér. Fyr má nú vera stefnufesta. B. B. Slys. Úr Miðfirði er Þjóðólfi ritað 6. þ. m. Nóttina milli 9. ogio.jan. varð Guð- mundur Tómasson frá Skeggjastöð- um úti milli Króksstaða og Brekkulækj- ar. Hann lagði upp frá Fallandastöðum í hrfðarveðri með tveim öðrum mönnum, pilti á 14. ári, Bjarna Sigurgeirssyni á Kollafossi og Jóhannesi Sveinssyni á Skeggjastöðum. Hríðina herti á leiðinni upp brúnina ; skildu þeir þá, þvf Jóh., sem var með baggahest, fór upp eyjarnar, en Guðm. og pilturinn, sem drógu sleða, fóru upp skafí. Þegar upp á brúnina kom, tók Jóbannes bagganá af hesti sínum og lagði á sleða, setn hann haíði, og hóaði til félaga sinna, þvf hann ætlaði einnig að láta þeirra dót á sleða sinn, sem hest- ur hans dró. En þótt þeir heyrðu hóið, gegndu þeir ekki og hélt hann þá, að þeir hefðu snúið aptur og hélt leiðar sinnar og komst heim til sín að Skeggjastöðum heilu og höldnu, þó við illan leik. Hinir urðu svo utarlega, að þeir fóru yfir túngarðinn á Búrfelli; hafði þá dreng- urinn orð á því, en Guðmundur heit. sagði þar 'ekki garðs von, því þeir væru fram undan Húki, sem er bæjarleið framar en Kollafoss, sem þeir ætluðu að. Þeir fóru ofan læk, sem er rétt fyrir sunnan bæinn og fundu reykjarlyktina, er þeir fóru fram hjá bænum; þetta var nokkru fyrir dag- setur. Hríðarhringiðan í skjóli húsanna var svo mikil, að hún ætlaði að kæfa þá, en þegar þeir komu fram úr henni, fóru þeir að leita í veðrið og hafa farið rétt fyrir austan bæinn; beygðu svo strax aust- ur á aptur sömu stefnu eptir vindstöð- unni; skildú sleðann eptir 10 faðma fyrir neðan túnið; hafði þá drengurinn lengi dregið hann einti, því Guðm. heit. var orðinn örmagna af þreytu. Héldu þeir svo áfram, þar til þeir komu að svonefnd- um Klofasteini, milli Króksstaðaog Brekku- lækjar. Þar lagðist Guðm. sál. niður og gat eigi staðið upp aptur sökum þreytu. Drengurinn stóð yfir honum fram undir dag; þá birti hríðina nokkuð og lagði hann þá á stað og áleit, að Guðm. heit. hefði þá verið dáinn fyrir hér um bil hálf- um öðrum tíma; kvaðst hafa heyrt hann taka andköfin; en áður hafði hann feng- ið köldu. Drengurinn komst heim að Króksstöðum kl. 9 um morguninn; hafði þó áður grafið sig í fönn. Aldrei á ferðinni haíði hann fundið til hræðslu, fyr en hann kom inn í bæinn á Króks- stöðum, þá greip hann snöggvast hræðsla, þegar ferðin fór að ryíjast úpp fyrir honum; var þó með réttu ráði og sagði greinilega frá öllu, háttaði ofan í rúm, drakk kaffi og sofnaði fljótt. Þegar hann vaknaði aptur, kenndi hann sér einsk- is meins, og skömmu eptir að hann var kominn á stjá, fór hann að spila við börn- in þar. Guðmundur heitinn var fluttur heim að Staðarbakka, lagður í snjónum í frammi- stofu. Björn Blöndal læknir var sóttur og var hann á þvi, sem aðrir, að maðurinn hefði verið dáinn, áður en drengurinn skildi við hann, enda þiðnaði snjórinn ekkert út frá líkinu, sem ekkert lífsmark var með. Guðmundur sálugi var vandaður mað- ur, fremur vel að sér, lagtækur og kapp- samur til allrar vinnu ; hann náði fimm- tugu. Hann átti eina dóttur, Kristínu; hún var í hitt eð fyrra kennslukona á Ytri-Ey. Mannalát. Hinn 3. þ. m. andaðist Jón Jasons- son, veitingamaður á Borðeyri, 67 ára gamall (f. 17. jan. 1835) mjög duglegur maður, vandaður og áreiðanlegur í við- skiptum og tryggasti vinur vina sinna. Hafði jafnan mikla bóka- og blaðasölu á hendi, og leysti það starf af hendi með miklum dugnaði og sanivizkusemi, og mun því flestum bóka- ogblaðaútgefendum hér á landi að góðu kunnur og skarð hans þar vandfyllt. Slðari árin var hann all- mjög þrotinn að heilsu, Hinna nánari æfiatriða hans verður ef til vill getið síðar hér í blaðinu. Hinn 4. f. m. andaðist úr lungnatær- ingu séra Jón Stefánsson á Halldórs- stöðum í Bárðardal, ættaður frá Asólfs- stöðum í Eystrahrepp, tæplega þrítugur (f. 20. febr. 1872), útskrifaður úr skóla 1893, vfgður prestur að Lundarbrekku vor- ið 1899. Kona hans var Guðrún Helga- dóttir frá Birtingaholti, systir séra Guðm. próf. í Reykholti og þeirra bræðra. Látin er í Winnipeg (Amerfku) S i g - urlaug Brynjólfsdóttir (prests í Miklaholti Bjarnasonar) ekkja Björns Kon- ráðssonar frá Hraunhöfn, bróður Gísla sagnfræðings, rúmlega áttræð, merkiskona og vel gáfuð, en átti jafnan við erfiðan hag að búa. Maöur varð útl f desember f. á., Bessi að nafni, frá Nýja- bæ á Langanesströndum. Var að reka kindur yfir Sandvíkurheiði. Kindurnar flæktust til byggða, en maðurinn var ó- fundinn, er síðast fréttist. Um nýárið varð úti maður frá Urriða- vatni í Fellum Olafur Hinriksson að nafni. Brú á Vesturá í Miðfirði tók af f leysingu nú um mánaðamótin síðustu. Hún var 2 ára gömul og hafði kostað 1300 krón- ur, smíðuð eptir fyrirsögn Einars á Hraun- um. Um strandið í Grindavík er ritað þaðan 2. þ. m. >Eg býst við að heyrzt hafi um strand- ið, sem hér varð, nefnil. botnverpinginu »Anlaby 437 H.« og var það hið aumasta strand, sem eg hef haft spurn af. Allir menn drukknuðu og skipið í smámolum. 9 lík hafa rekið upp, og er búið aðjarða þau öll. Ekki held eg að það sé áreiðanlegt, sem »ísaf.« fully.rðir, um það strand. Að minnsta kosti engar lfkur til, að Nielson sé rekinn upp, ekkert lík rekið upp höfuð- 1 aust(II), eins og »ísaf.« segir, og ekki held- ur f merktum sokkum; kvennföt engin rekin; það er mér vel kunnugt um, því •eg sótthreinsaði öll fötin, sem upp voru rekin. Þannig er það eint.ómt rugl um »familíu« af Suðurnesjum, sem á er gizk- að, að tekið hafi sér far með skipi þessu«. Botnverplll sloppinn. Eins og getið var um í síðasta blaði, hand- samaði Færeyja-varðskipið »Beskytteren« (f síðasta blaði var það skakkt nefnt »Guldborgsund«) 3 botnverpla við veiðar í landhelgi fram undan Grindavfk. Eitt þessara skipa (»Princess Melton*) slitn- aði upp hér á höfninni í ofviðrinu 6. þ. m., og varð að strandi, en hin 2 höfðust við úfi undir Engey. Annað þeirra (»01iver Cromwellt) slitnaði upp á föstu- dagskveldið og var nærri strandað að sögn. Skipstjóri hypjaði sig þá búrt afhöfninni og hélt upp undir Kjalarnes, skaut þar á land manni þeim, er lögreglustjóri hér hafði sett til gæzlu á skipið og hélt rak- leiðis til Englands með fullfermi af fiski. Ritaði skipstj. jafnframt tögreglustjóranum bréf, og kvaðst mundi koma bráðlega aptur til að heyra dóm sinn. En hætt er við, að lítt verði um þær efndir, og að erfitt verði, að sækja hann til sekta f Englandi. Hann var samt dæmdur hér f 56 pd. sektir (1080 kr.), eins og hinn, er heill var á húfi, (»Pointer«), og sá, er strand- að hafði (»Princess Melton«). Veiðarfæri og afli gert upptækt hjá báðum hinurn 16 manns af óbreytfu fótgönguliði, 32 stórskotaliðsmenn, er höfðu meðferð- is 4 smafallbyssur, 17 foringjar og 32 undirforingjar. Fyrirliði alls þessa liðs var Hans Gram Holst hersir. A milli vegarins og árinnar höfðu safnazt saman mörg hundruð manna. Allir voru fullir af þrjósku og gremju, og svo virtist sem menn vaeru albúnir til atlögu jafnskjótt og merki væri gefið, og eigi þyrfti nema nokkur eggjunarorð til þess að hleypa öllu í bál og brand. En foringjana vantaði. Mönnum fór heldur ekki að verða um sel, þegar þeir sáu, að farið var að hlaða fallbyssurnar með sprengikúlum, og þegar Þeir heyrðu alla 400 hleðslustafina glamra í byssuhlaupunum. Undir- foringjarnir komu nú í ljós, harðleitir og ygldir á svip með stórar nafna- skrár f höndunum. Lágur kurr heyrðist um alla mannþyrpinguna, er fyrstu nöfnin voru lesin upp, en þeir, sem á var kallað; gegndu þó þeg- ar I stað og enginn þeirra færðist undan að sverja hermannaeiðinn; hin- lr uýju liðsmenn voru leiddir fram fyrir Fating höfuðsmann, er vera skyldi foringi þeirra. Smátt og smátt dreifðist mannfjöldinn og hver héit heim til sín. Stjórnin hafði búizt við verulegri mótstöðu, og hafði því gert all miklar ráðstafanir til þess að auka liðsaflann, ef á þyrfti að halda. Setu- liðinu alstaðar í grendinni, hafði verið skipað, að vera viðbúið, ef illa skyldi til takast, og hestar voru hafðir til taks, svo á engu þyrfti að standa. Dómnefndin tók nú til starfa, og hóf mjög yfirgripsmikla rannsókn í útboðsmálinu; liðssveitin fór ekki burt úr dalnum, fyr en því var lok- ið og dómur fallinn i rpálir.u. Um haustið 22. október var dómur upp kveðinn, en hæstiréttur i Kaupmannahöfn herti á honum síðar. Andrés frá Rjóðri var dæmdur til Hflats og æru- og eignamissis, Andrés frá Velli til þrælkunar æfilangt, en Sturla frá Bæ og Óli frá Hryggjum voru náðaðir. . Andrés frá Rjóðri var tekinn af lífi í Björgvin, og varð hann vel v>ð dauða sinum. Það, sem mest stuðlaði að því, að dómur hans var svo harður voru æsingabref hans til Aurdæla, sem lögð voru fram fyrri >3 Þegar vagninn var kominn í hvarf, sagði Sturla frá Bæ við þá, sem við voru staddir: „Nú höfum við sýnt Dönum, hvaða dugur er í okkur; eg býst við, að þeir hugsi sig um tvisvar áður en þeir koma aptur. En ef Andrés frá Rjóðri og Andrés frá Velli hefðu ekki sýnt slíka rögg af sér og tal- að kjark í okkur hina, þá hefði aldrei svona farið. Ef þið eruð nú á sama máli og eg, þá skulum við gera þeim veizlu og drekka skál þeirra og láta fagnaðaróp okkar kveða við allt til Vors og Valdres. Hvern- ig lízt ykkur á þaðr" Þeim leizt öllum vel á þessa uppástungu og veizlan var haldin þá þegar um kveldið á Efra-Rjóðri, því að þar voru húsakynni bezt. Þar var drukkið og dansað og skemmt sér dátt langt fram á nótt. Andrés frá Rjóðri og Andrés frá Velli sátu í öndvegi hvor við annars hlið og Ingiríður dansaði síðan mestalla nóttina við Andrés frá Velli, en Knútur frá Neðra-Rjóðri var ekki í veizlunni. Andrés frá Rjóðri hafði ávallt verið í miklum metum í sveitinni og ekki minnkaði álit hans hér eptir, og var nú enginn tekinn til jafns við hann, en af hinum yngri mönnum var Andrés frá Velli talinn langfremst- ur allra. Knútur og Ingiríður forðuðust hvort annað og viku úr vegi hvort fyrir öðru, en Andrés frá Velli var stöðugur gestur á Efra-Rjóðri og hvorki Ingiriður né faðir hennar voru í nokkrum efa um, hvað valda mundi komum hans. Samt sem áður var ávallt eitthvað, sem aptraði Ingiríði A hverjum degi bjuggust menn við að heyra, að trúlofun þeirra væri gerð opinber, en svo leið og beið og ekkert heyrðist utu það. Frá stjórninni heyrðist heldur ekkert. Andrés frá Rjóðri hafði ver- ið formaður sendinefndar, sem send var til Kaupmannahafnar; að vísu hafði hún ekki fengið fullkomlega þau svör, sem hún óskaði; en tíminn leið og helzt leit út fyrir, að menn ætluðu að fara hægt í sakirnar; ein- veldisstjórnin var líka sjaldnast vön að sýna mikla rögg af sér. Loks kom þó skipun um, að nýlt útboð skyldi fram fara. Það var sumarið 1802, næstum þrem árum eftir að lyrsta tilraunin hafði mis- heppnazt. Jafnframt lék orð á, að dómnefnd hefði verið skipuð til þess

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.