Þjóðólfur - 21.02.1902, Page 2

Þjóðólfur - 21.02.1902, Page 2
30 landstjórann efst á baugi, en annars vegar frumvarp einstaks manns (P. Br.), sem stjórnin hefur nú látið í ljósi að hún vildi ekki sinna. Og svo er safn- að fjölda undirskripta undir þessar stjórnarbótartillögur, nefndir skipaðar hingað og þangað til að berjast fyrir þessu o. s. frv Einar Hjörleifsson all- ur á lopti með „NorðUrlandið", eins og honum er sagt, þvf að hann verð- ur að vera svo har og lagur, eins og hinir nýju húsbændur skipa honum, einkum amtmaður. An þess að vér áfellum þá, er fyrir þessu samninga- braski þar nyrðra hafa gengizt, þá virð- ist það einsætt, að láta það nú niður falla, enda yrði það ekki til annars en vekja hættulegan glundroða. Það er ávallt óheppilegt, þegar m irgir vilja ráða og gefa út fyrirskipanir bæði í tíma og ótíma, svo að allt riður í baga hvað við annað, og einn rífur niður, það sem annar byggir upp. Þannig hefur Hafnarstjórnarliðinu farið á síð- ustu tímum. Generalarnir hafa verið ofmargir, ekki ráðgazt hvorir við aðra, og yfirgeneralinn í Höfn hefur ekki nokkurn hemil á undirmönnum sínum, er hafa verið svo sprækir að gefa út hverja skipanina á fætur annari að hon- um fornspurcum. Það hafa þeir sjalf- ir sagt opinberlega, alls ekki viljað kannast við hann sem yfirboðara, því að hver þykist góður fyrir sinn hatt. Stefna þjóðarinnar. Það virðist enginn vafi geta leikið á því, að það sem þjóðin á nú að gera, er að fylgja fast fram »þrógrammi« heimastjórnarjlokksins, ráðherrabúsetu hér á landi, samkvœmt því, sem hið vœntanlega frumvarþ stjórnarinnar mun gefa kost á, með þeim smábreyt- ingum til bóta, er þingið kann að gera á því, og ekki gæti orðið frumvarpinu að falli hjá stjórninnj, því að þess verða menn að gæta vandlega, að engir slík- ir fleygar verði reknir í frumvarpið. — Að fara nú fram á nokkuð annað eða meira en stjórnin býður oss, er naumast ráðlegt. Er hætt við, að það yrði til þess að tvístra öllu og girða fyrir nokkra umbót á stjórnarhögum vorum um langan aldur. Og það væri I hin hraparlegasta óhamingja. Verður síðar minnst á þetta efni nánar. Fimm manna bréfið. Nýjasta agn i ð. Það er sem sé ekkert annað en agn til næstu kosninga þetta langa og auð- mjúka, en viðvaningslega skrifaða og vanhugsaða bréf. En öngullinn er svo illa beittur, það skín svo viða í járnið, að það er ekki ætlandi öðrum en „gol- þorskum ginstórum" að gleypa aðra eins flugu. Maður þarf ekki annað en að líta á nöfnin undir þessari langloku, til þess að vita hvaðan vindurinn kemur. Það eru nöfnin á gallhörðustu Hafnar- stjórnarmönnunum, og er flokkurinn ekki öfundsverður af sumum. Einn af undirskrifendunum sagði á þingi síðast- liðið sumar, að stjórnarskiptin í Dan- mörku hefðu áreiðanlega engin áhrif á stjórnarskipunarmál okkar, hann sagð- ist hafa legið vakinn og sofinn yfir stjórnmálasögu Dana síðastliðinn manns- aldur, og því geta sagt það með á- reiðanlegri vissu. Og hann bætti við, rétt eins og fimmenningarnir í enda skjalsins, að hann talaði þetta af fullri „sannfæringu". „Það veit guð minn góður", sagði maðurinn, „að eg segi þetta satt". Hann hafði stolið kind, en bar á móti því. Bréfið byrjar líka á ósannindum. Þar stendur, að „nánasta tilefni" bréfs- ins sé umtalið í þjóðþinginu danska um stjórnmál vort. En á næstu blað- síðu í upphafi greinarinnar: „ítrasta tilraun" stendur, að bréfið stafi „nán- ast af grun um, að kákið alræmda (iom. fr.) kunni að hala nokkurn byr hjá ráðaneytinu". Ekki var Björn svo stilltur að geta þagað þangað til næsta blað kom út. Björn þurfti nú raunar ekki að fleipra þessu út úr sér. Það hefði hver meðalgreindur tnaður les- ið það út úr bréfinu, þótt hann hefði kunnað að þegja, en samt er nógu gam- an að hafa játningu piltsins fyrir því Þeir hafa heyrt það S_menningarnir, að stjórnin mundi vilja unna oss svip- aðrar heimastjórnar og heimastjórnar- menn fóru fram á síðastliðið sumar. Af þeirri fregn hafa þeir svo dregið þá ályktun, að stjórnin mundi ekki vilja fara lengra, og því álitið óhætt að ota fram Iandstjórakröfunni sem að- alkröfu, en þó til vonar og vara beð- ið stjórnina að líta í náð á fátækt okk- ar og ekki veita okkur neitt, sem hefði nokkur veruleg útgjöld í för með sér' leiddi nokkurn slikan kostnað af land- stjórafyrirkomulaginu, væri valtýskan miklu betri fyrir okkur, við værum svo dauðans volaðir. Þetta segjast mennirnir tala af „alvarlegum áhuga og rækt við málið". „Það veit guð minn góður, að eg segi satt", sagði maður- inn; hann laug því, að hann hefði ekki stolið. Þeir fara nákvæmlega eins að 5- menningarnir, eins og drykkfelldu góð- templararnir. Þeir snúa sér við í stóln- um og kalla til veitingamannsins. „Má eg biðja um kaffi", en depla um leið augunum framan í hann. Það þýðir: „láttu út í það", þeir vilja kaffi„púns“, en ekki kaffi. Þeir biðja um annað en þeir vilja til þess að reglusömu gódtemplararnir gruni þá ekki. Þeir eru eins og umskiptingarnir, 5-menn- ingarnir, þeir hafa 2 andlitin, snúa öðru að þjóðinni en hinu að stjórninni. Annar tilgangur bréfsins er sá, að sporna við því, að stjórnin svari mála- leitun heimastjórnarmanna. Þeir ótt- ast svarið eins og óþokkinn vöndinn, vita, að það mundi auka byr heima- stjórnarmanna, ef stjórnin svaraði þeim fyrir kosningarnar. Því verður að spilla fyrir því með öllu móti. Til þess er bréfið sent út af örkinni. Þeir halda, að stjórnin sé eins reikul og vindhan- inn, hún muni ekki vita sitt rjúkandi ráð og því hætta við að svara. Svo veifa þeir landstjóranum fram- an í kjósendur, en molda hann náttúr- lega strax og á þing kemur. Draga þá fram valtýskuna, ef þeir verða í meiri hluta og segja, að ekki hafi verið til neins að halda áfram með land- stjóiann, það hafi ekki verið við það komandi hjá stjórninni. Eptir þessum nótum á skollaleikur- inn að ganga, enda kvað Skúli eiga hugmyndina, verri Björn barlóminn, Kristján „alvarlega áhugann og rækt- ina", Jens iengdina og skárri Björn nafn- ið sitt. Það má líka nærri geta, að 2 lögfróðir menn og brot hefðu ekki látið annan eins leikaraskap frá sér fara, ef þeim hefði verið alvara. Þeir þykjast vera að biðja um full- valdan landstjóra, en segja þó í hinu orðinu, að hann eigi að bera ábyrgð fyrir konungi, og að stjórn hans eigi að vera háð eptirliti ríkisstjórnarinnar. ÖIlu meiri hugsunar-andhælisháttur hefur ekki heyrzt. Þeir segja, að það „muni eigi valda verulegum örðugleikum" að koma hag- anlega fyrir eptirliti ríkisstjórnarinnar með heimastjórninni, aðalþrætueplinu, eina Gordiusarhnútnum á stjórnmali okkar. Þeir ætla að taka ríkisstjórnina með „tromfi" með því að slá því út, að land- stjóri skuli bera ábyrgð fyrir konungi: en hvernig ætti konungur, sem enga ráðstöfun getur gert einn, að koma fram ábyrgð gogn landstjóranum. Eptir þessu er allt, allt á sömu bókina lært, viðbrennd súpa utan um klunnalegar hnútur til 10. m. frv., sem aldrei var annað en seinasta lilraun til að leiða afvegaleidda íslenzka pólitíkusa á rétta leið. En sem betur fer, er engin hætta á, að umskiptingaandlitunum verði trúað, ekki betri pappír en þau eru sum. Vitanlega mættum við heimastjórn- armenn gleðjast yfir þessum syndur- um, sem þykjast hafa bætt ráð sitt. Okkur gæti ekkert verið kærara en fullkomin heimastjórn. En við getum ekki, megum ekki trúa mönnum, sem voru jafnmikið riðnir við hneyxlisað- ferð efri deildar í stjórnarmálinu síð- astliðið sumar og sumir af 5-menning- unum. Þjóðin verður að gæta sín að láta ekki jafnviðsjárverða pilta draga sig á eyrunum lengur. “/i’ 1902. Heimastjórnarmaður. „Tilhæfulaus haugalýgi“ er setning, sem nú um tíma hefur verið í miklum metum hjá sumum Hafnarstjórn- arblöðunum, og á hún rojög vel við smá- grein, er stóð í 13. tbl, »Norðurlands«. Greinin byrjar þannig : »Undirróður í Skagafirði. Hermann á Þingeyrum var hér nýlega á ferð og er enn. Kom með pósti síð- asta að vestan og hefur farið her um hér- aðið milli fjalls og fjöru að austan og vestan, já, eg held næstum inn á hvert einasta heimili, að minnsta kosti þar sem ........r) vartil. Segja menn hann vera hrópandi rödd í eyðiroörkinni, boðandi komu nýs þingmanns, sem er Jón Jakobs- son Zöllnersagent«. Eg undirskrifaður vil þegar taka það fram, að eg álít það sóma fyrir hvern mann og drengskaparskyldu, að mæla, hvar sem er, óhikað fram með því máli, er hann álítur rétt og hafi mikla þýðingu fyrir land og lýð. Einnig að mæla fram með þeim mönnum, sem eru öðrum hæf- ari til að gegna hinum þýðingarmestustörf- um 1 þjóðfélaginu, Eg teldi það því heið- ur fyrir mig, ef eg hefði jafn sterkan áhuga fyrir landsmálum, sem orð bréfritarans benda til. En því miður verð eg að af- sala mér þessum heiðri, af þvf að orð bréfritarans eru rakalaus ósannindi. Að eg gríp pennann, er því einungis vegna þess, að eg vil sýna öðrum fram á það, hve lítið er að marka margt af því, er í blöð- um stendur, ef útgefendur þeirra eru svo óheppnir að hitta á óhlutvanda frétta- snata. Hið sanna í þessu er, að eg þurfti að koma á Sauðárkrók, og átti mjög brýnt erindi að Hofsstöðum í Viðvíkursveit. Frá Víðimýri fór eg á Sauðárkrók og það- an að Hofsstöðum. En þá voru svo mikl- ar þíður að ís leysti af vötnum, svoaðeg varð að fara inn á svo nefnd Miklabæjar- vöð og þar yfir Héraðsvötnin, því að á þeim tíma árs eru svifferjurnar eigi á vötnunum. Þá Skagfirðinga, er vissu um ferð mína, get eg tekið til vitnis um það, að auk Sauðárkróks kom eg að einsáis bæi. Það er sagt, að »fáir ljúgi meiraen 1) Brennivín mun hann þar vilja sagt hafa, og þakka eg fyrir hlífðina að nefnaþaðeigi fullum stöfum. II. J. he!ming«,en bréfritarinn er það fremri, að hann næstutn þrítugfaldar. Hina sömu tek eg einnig til vitnis um það, að eg fór a 11 s engan krók út af nefndri leið, nema frá Víðimýri inn að Álfgeirsvöllum. Það skal fúslega viðurkennt, að eg hefði gjarn- an viljað geta breytt skoðun umboðsmanns Ólafs Briems á sumum hinum mikilvæg- ustu landsmálum, en hann mun þó aldrei bera það, að eg hafi reynt til þess. Sumir Skagfirðingar sögðu mér, að þeim væri mikið áhugamál að fá cand. phil. Jón Jakobsson aptur fyrir þingmann sinn, og spurðu mig, hvort eg áliti, að hann mundi fáanlegur til að gefa þeim kost á sér. Eg sagði eins og var, að mér væri alls ókunnugt um þetta, en eg vissi að hann ætti mjög erfitt með að sitja á þingi. sökum þess að hann hefði svo mörgum öðrum störfum að gegna. En eg dró ekki dul á það, að eg áliti mjög æskilegt að Jón sæti á þingi, því að eg er alger- lega samþykkur því, er »Bjarki«, sem þó er pólitiskur andstæðingur hans, sagði í fyrra, að Jón Jakobsson ætti á þingi að sitja, ef heiðvirðir menn ættu annars þar að vera öðrum fremur. Að þessum til- svönim mínum get eg tekið þá Skagfirð- inga til vitnis, er áttu tal við mig um þetta atriði. En þótt svo færi, að cand. phil. Jón Jakobsson gæti boðið sig fram til þingsetu fyrir Skagfirðinga, þá þarf eigi að mæla þar fram með honum. Einsog allir vita, hafa Skagfirðingar notið þess heiðurs að hafa hann áður fyrir fulltrúa sinn á þingi, og það hafa þeir kunnað að meta að verðleikum. Mér er líka vel kunnugt um, að mörgum þar var sérstak- lega annt um, að hann byði sig fram við síðustu þingkosningar, og nú mun áhugi þeirra fyrir því enn meiri, sem og eðli- legt er. Hvað snertir sögu bréfritarans unr, að Stefán kennari Stefánsson á Möðruvöllum myndi næst bjóðasig fram til þingmennsku í Eyjafirði, þá heyrði eg þær fréttir fyrst í Skagafirði, og í það skipti, er eg minnt- ist á það efni, var það spyrjandi. Um ferð Árna bónda Árnasonarer mér alls ókunnugt. Þó tel eg víst, að það sem sagt er um hann, sé af sama toga spunn- ið og það, sem sagt er um ferð mína. En hingað til hefur það eigi þótt nýlunda, til að setja á prent, þó að menn úr austur- hluta Húnavatnssýslu kæmu á verzlunar- staðinn Sauðárkrók. Að endingu get eg fullvissað bréfritar- ann um það, að mínir gömlu góðkunningj- ar í Skagafirði, sem eg var svo heppinn að geta fundið, munu alls ekki telja neitt »móðgandi« fyrir sig við heimsókn mína. Þar á móti mun þeim þykja »móðgandi« að þeir séu álitnir svo ósjálfstæðir, að reynt sé að nota utanhéraðsmenn sem grýlur á þá, í þvi trausti að þeir þori eigi að deila skoðunum við þá, er um veginn fara. Og vel þekki eg Skagfirðinga að því, að þeim þyki það »móðgandi«, að hlaupið sé í blöðin með ósannindi um gesti þeirra. En hér er sú bót í máli, að bréfritarinn er ekki Skagfirðingur, þótt hann dvelji þar nú sem annar aðskota-rindill. Þingeyrum 18. jan. 1902. Hermann Jónasson. Fréttir undan Jökli. Eg hef ekki opt lesið í íslenzku blöð- unum fréttagreinar héðan undan Jökli, og þær fáu, sem eg hef séð, hafa verið óná- kvæmar og villandi. Eg vildi því biðja yður herra ritstjóri, að ljá eptirfarandi pistli rúm í blaði yðar. Síðastliðið ár mátti telja hagsældarár, að mörgu leyti. Heilsufar manna á árinu var almennt gott, skarlatssóttin gerði reynd- ar vart við sig hér og hvar, um miðbik ársins, en var alstaðar fremur væg. Tíðin var góð mestallt árið, heyskapur

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.