Þjóðólfur - 28.02.1902, Page 1

Þjóðólfur - 28.02.1902, Page 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. febrúar 1902. M 9. Utlendar fréttir. Til 16. þ. m., að þeim degi með- töldum, hafa borizt hingað útlend blöð (ensk og norsk) og er þetta hið helzta fréttnæmt úr þeim : Búastríðið enn í fullu fjöri og mann- fall töluvert af hvorutveggjum. Eru Bú- ar í 3 höfuðflokkum og langt á milli. Fyrir stærsta flokknum ræðurDeWet, öðrum Botha og hinum þriðja Delarey. í byrjun þ. m. ætlaði Kitchener enn að slá hring um De Wet, og skyldi nú til skarar skíða að handsama hann. Aður hafði hann reynt að króa hann, með því að skipa liðinu í langar rað- ir með stuttu millibili, og hélt þannig áfram á daginn, en dró saman liðið á nóttunni og þá slapp De Wet jafnan ár greipum hans. En nú hélt Kitchener sama millibilinu nótt og dag þannig, að 200 Bretar gættu hverrar mílu í fyrstu, og eptirþví sem herkvíin þrengd- 'st umhverfis De Wet voru 300 Breta skipaðir á hverja mílu. Hafði Kitchener þá dregið svo mikið lið saman, að það tók yfir 57 (enskar) míiur, og kvíin alstaðar jafnstyrk á því svæði. Jafn- t>ðum og herkvíin færðist áfram voru €ryfjur grafnar og vígi hlaðin til að veita óvinunum sæmilega móttöku, ef þeir reyndu að brjótast í gegn. Höfðu Fretar aldrei haft jafnöflugan viðbún- aA og þóttust nú vissir um að geta handsamað De Wet eins og rottu í g'ldru. En það fór á annan veg. Þá er kvíin þrengdist meir og meir, hélt De Wet ráðstefnu með mönnum sínum °g var þar samþykkt að ráðast á her- Evína á 3 stöðum í senn. Tveimur hópunum mistókst það að miklu leyti, svo að fáir sluppu gegnum og ráku þeir þó naut á undan sér, og beygðu sig fram á makkann á hestunum til þess að þeir sæjust síður. En þrátt fyrir náttmyrkrið sáu Bretar hvað um var ^ð vera og skutu í ákafa á allan hóp- 'nn. De Wet og sá flokkur, er með honum var, var heppnari. í niðamyrkri kl- 1 aðfaranóttina 7. þ. m. ruddist Fann í gegnum hervörð Englendinga Innan um nautgripahjörð, er Búar ráku ^eð sér. Féllu að eins 3 af mönnum Fans í þeim viðskiptum. Hann missti °S 25 hesta og töluvert af nautunum. Er svo að sjá, sem Steyn forseti hafi þar sloppjg með honum. — Á þessum flögum 5.-8. þ. m., er sagt að 283 Búar hafi fallið og særzt eða verið tekn- lr til fanga, en ekki ber sögnum sam- an um þaíý þvj ag agrjr telja 69 fallna, 17 særða, 574 tekna til fanga og 57, er gefizt hafi upp, alls 717 manns, en það er eptir skýrslum Englendinga. Um manntjón þeirra eru ekki áreiðan- legar fréttir. Um sama leyti og De Wet slapp. réðst einn foringi Búa, Malanað að nafni, með 600 mönnum á vistalest, er 140 Breta fylgdu, og féllu 22 Bret- ar í því áhlaupi, þar á meðal foringi þeirra Crofton majór. En Búar gatu ekki tekið með sér nema 6 vagna rueð vistum (af 56) en brenndu hitt. Áður höfðu þeir tekið 20 Breta til fanga, er Crofton hafði sent frá sér til að biðja um liðsauka, því að hann þóttist of fámennur til að gæta vagnanna, eins og líka reyndist. I sambandi við und- ankomu De Wet féllu Englendingum illa ófarir þessar, og fer kurr manna og óánægja yfir ófriðnum mjög vax- andi heima á Englandi. Eru ýms blöð þar furðu harðorð í garð Chamber- lains, er þau kalla óheillamanninn, er mundi hafa lokið æfi sinni a höggpall- inum í Tower, hefði hann lifað á fyrri tímum; hann sé pottur og panna þess- j arar þjóðarógæfu, hann sé refsisvipan, J er látin sé riða um bakið á heimskri þjóð o. s. frv. (sbr. „Reynolds News- paper“ 2. febr.). — Bretar eru nú jafnvel orðnir hræddir um, að þeir muni missa Kapnýlenduna, því að helmingur henn- ar kvað annaðhvort vera í fullkomnu uppnámi, eða algerlega á Búa máli. En Englendingar kæfa þar niður óspekt- irnar með harðri hendi og skýra ekk- ert frá ástandinu þar, senda ekki önn- ur hraðskeyti, en þeim þóknast o. s. frv. Nú hafa Bretar 238,000 hermanna í Transval og Oranje. Svo skýrði her- málaráðgjafi þeirra frá í þinginu. Yfir 100,000 manna hafa þeir misst í ófriðn- um, síðan hann hófst. Friðarumleit- unum frá hollenzku stjórninni fyrir hönd Búa, hefur Bretastjórn synjað, segir, að Búar sjálfir verði að leita friðar. En menn spá því, að Búar muni seint frið- ar biðjast. Það þykja allmikil tiðindi, að Bretar og Japanar hafa nýlega gert samning sín á milli, er gildir næstu 5 ár, og eru aðalatriði hans þau, að lendi ann- aðhvort ríkjanna í ófriði, skuli hitt leit- ast við að hamla öðrum þjóðum frá því að skipta sér af þeim ófriði, en ella koma til hjálpar. Líta Rússar eink- um hornauga m. fl. til þessa samnings, því að hann er stílaður gegn yfirgangi þeirra í Norður-Kína og á Kóreu. Látinn er 12. þ. m. einn af helztu göfugmennum Breta D u f f e r i n lávarð- ur (markís af Dufferin og Ava), fyrr- um vísikonungur a Indlandi, landstjóri í Kanada og víða sendiherra: í Péturs- borg, Konstantínopel, Róm og síðast í París, nafnkunnur stjórnmálamaður og vitsmunamaður og sæmdur fjölda tign- armerkja. Var prúðmenni hið mesta og mjög vel látinn af æðri sem lægri. Er og kunnur íslendingum, því að hann ferðaðist hér á landi 1856 og ritaði mjög hlýlega um landið. Mun hann einna göfgastur þeirra Englendinga, er hingað hafa komið, og gat sér hér mjög góðan orðstír. Er og mælt, að hann hafi opt minnzt síðan íslandsferð- ar sinnar með ánægju og lofsamlegum ummælum um land vort og þjóð. Santos Dumont hefur nú nokkrum sinnum farið upp í loptfari sínu, og getað stýrt því eptir vild, en 14. þ. m. vildi honum það óhapp til, að loptfar hans rifnaði, gasið streymdi út og Dum- ont féll í sjóinn (hjá Monaco), en skip, sem í nánd var bjargaði honum. En Dumont hefur ekki misst kjarkinn við þetta óhapp. Minto jarl, landstjóri í Kanada hef- ur skýrt frá því á Ottawaþinginu, að Kanadastjórn hefði samið við Marconi um ýms hlunnindi fyrir Kanada, ef þráðlaus hraðskeytasending kæmist á þvert yfir Atlantshaf. Stórkostlegir jarðskjálptar hafa orð- ið í Shemakha í Kákasus, skammt frá Baku, og f jöldi manna misst lífið, þar á meðal margar konur, er voru í baði, þá er jarðskjálptinn hófst. Manntjón- ið skiptir hundruðum. Hinn 14 þ. m. voru um 200 lík grafin upp úr rúst- unum. Shemakha var blómlegur bær með 30,000 íbúum. og verzlaði mikið með silki, bæði við Rússland og Persíu. Á eynni Nippon í Japan kól heila hersveit, 209 manns, til bana í janúar- mánuði, en að eins einn maður komst lífs af. Nýja lögmálið. Barátta sú, er háð hefur verið til þess að vinna valtýskunni gengi í landi voru hefur orðið til þess, að forgöngumenn hennar hafa leitt fram margar nýjung- ar í ýmsum greinum vísindanna, sem áður voru ókunnar og óvíst er, hve- nær ella hefði upp komið. Hér yrði oflangt upp að telja, hve margar nýstárlegar og hollar kenning- ar flokkur þessi hefur haldið fram um réttindi og kröfur Islandsþjóðar gegn Danastjórn. Þær liafa verið gagnstæð- ar hinum úreltu kenningum Jóns Sig- urðssonar og hans fylgjara, sem nú heita „blekkingar" einar. „ Framfaramenn“ þessir hafa talað mjög um og æskt þingræðis; í sam- ræmi við það hafa þeir árum saman sterklegahaldið þvífram aðbiðja „stjórn- ina“ ekki um annað en það, sem víst væri, að hún vildi veita. „Skoðun stjórnarinnar" hefur verið vald það, er þeir hafa lotið og boðið öðrum að gera hið sama. S 1 í k a þingræðishugmynd verður að telja sem nýja uppfundningu. Annars er ekki vert að fara frekara út í „skýringar“ þeirra á þjóðréttind- um Islendinga. Þær eru víst fullkunn- ar úr „Eimreið." og „ísafold". -—Lak- ast er þó það, að foringjarnir („fimm- ið“ m. fl.) eru nú víst að falla frá þeim sumum aptur. — Einn gáfumaður hafði t. d. „stúdérað í 30 á r “ það atriði, hvort ráðgjafi íslands gæti verið bú- settur á Islandi — og komst hann að þeirri „rökstuddu sannfæring", að það væri m e ð ö 11 u „óhugsandi". Skýrði hann frá þessu með miklum óskeikulleik í efri deild alþingis á síð- asta sumri, en nú hefur hann þó feng- ið nýrri og betri þekking um þetta at- riði á skömmum tíma, sem hefur um leið kollvarpað árangri af rannsókn, er staðið hafði um heilan mannsaldur. í almennri löggjöf og réttarfari hef- ur dr. Valtý gert mjög merkilega upp- götvun, sem eflaust getur haft mikil- vægar breytingar í för með sér um all- an heim, þegar hún ryður sér til rúms. Uppgötvunin er sú, að löggjafarþing getur með lögum veitt sjálfu sér full- komið vald yfir málum, sem því eru annars að öllu óháð og það hefur ekki haft nokkra heimild til að fjalla um. Samkvæmt þessu á einhver með öll- um rétti hlut, sem hann hefur stolið; athöfnin hefur það í för með sér, að hluturinn er þá um leið orðin hans sönn eign. — Valtýr hefði líkl. fengið doktorsnafnbót fyrir þetta að tilstilli Rumps sáluga, ef hann hefði ekki haft hana áður. Einna bezt hefur þó herra assessor Kristján Jónsson aukið og endurbætt siðferðislögmálið með setningu, er hann hefur prenta látið tvisvar í „ísafold” nú nýlega. Er líklegt, að setning þessi sé árangur af langvinnri umhugsun og sannleiksstundan, kannske um nokkra tugi ára. Setningin hljóðar svo: Ár- angurinn réttlætir stefnuna!" Kenning þessi kom ýmsum heldur ókunnuglega fyrir fyrst og virtist sum- um henni svipa til setningar Jesúíta: „Tilgangurinn réttlætir meðalið", en reyndar er hér tvennt ólíkt um að gera, enda hefur dómarinn sjálfur bent á það í ísafold".—Jesúítar horfa ekki í að vinna verknað, þótt ekki sé fagur eða heiðarlegur í sjálfu sér, ef þeir eru viss- ir um að gagni verði því málefni, sem þeir berjast fyrir. Eptir setningu dóm- arans verður aptur ekki dæmt um gerð- ir mannanna, hvort þær eru lofs- eða ámælisverðar, fyr en séð verður, hverj- ar afleiðingar þeirra verða. Er ekki úr vegi að nefna dæmi til skýringar setningunni: Bræður Jóseps seldu hann mansali til Egyptalands. Þar komst hann til mikils frama og varð fyrirhyggja har.s að liði mörgum mönnum og þjóðum í hallærinu. — Auðvitað ber þetta allt að þakka dyggð bræðra hans, því að „á- rangurinn réttlætir stefnuna", eins og dómarinn segir. Maður brauzt inn í hús á næturþeli og náði sér dýrgrip frá húsbóndanum, en fór svo ógætilega út, að bóndi vaknaði. P'ann hann þá reykjarlykt og var kviknað í húsinu, en bóndi gat slökkt eldinn, af því að hann vaknaði á þessu augnabliki. Annars hefði hann líkl. brunnið inni. Þjófurinn hljóp burt dauðhræddur, en það var mesta flónska, því að bóndi átti honum lífið að þakka og hefði víst launað honum vel, því að „árangurinn réttlætir stefnuna!" Efíaltes hinn gríski vísaði Persum leynistigu inn á Grikkland og er óvíst, að her þeirra hefði komizt þangað ella. Grikkir unnu siðan algerðan sigur á þeim við Platæe og Salamis og höfðu þar með komið Persaveldi á kné. Hitigað til hefur hershöfðingjum Grikkja verið þakkað þetta, en það er ekki rétt (sbr. Kristján). Efíaltesi ber einmitt heiður- inn, því að hann lcom Persum í land- ið, en ella hefðu þeir, ef til vill, snú-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.