Þjóðólfur - 28.02.1902, Side 2

Þjóðólfur - 28.02.1902, Side 2
34 ið heim heilir á húfi. Það er „árang- urinn sem réttlætir stefnuna!" Valtýsliðar hafa árum saman barizt fyrir því að flytja valdið út úr land- inu og auka afskipti Danastjórnar af sérmálum íslands. Gátu þeir loks kom- ið frumv. í þá átt gegnum þingið sein- ast og samþ. eptir að stjórnarskipti voru orðin í Danmörku Þessir kapps- munir urðu til þess, að mótflokkur þeirra, heimastjórnarmenn, sendu Hannes Haf- stein utan til þess að skora á stjórn- ina að veita stjórnarskr.br., er ákvæði ráðgjafa búsettan í sjálfu landinu. Móti þessu hömuðust Valtýingar.—En stjórn- in varð þó við tilmælum Hannesarog heimastjórnarmanna um búsettan ráðgj. hér. — Eins og allir sjá, þá á dr. Val- týr og Kristján og þeirra sinnar allan heiður af þessu, fyrir mótstöðu sina gegn málinu og sannast þar enn áþreif- anlega, að „árangurinn réttlætir stefnunal" Frekari sannana þarf setningin ekki við. Þetta síðasttalda dæmi hefur lík- lega átt mestan þátt í að ýta undir dómarann að birta þessa óþekktu kenn- ingu, sem gera má þó ráð fyrir, að sé árangur af löngum og vandlegum „stúd- eringum". — En hvað sem því líður, þá a uppgötvarinn beztu þakkir skilið fyrir að „opinbera" einmitt nú, þegar þetta nýja lögmál getut komið sér svo mætavel fyrir marga flokksntenn hans, marga fleiri en hann sjálfan. Sennilega hefur dómarinn ennáprjón- unum fleiri svipaðar setningar, sem kollvarpa því gamla og úrelta og fer því líklega nærri um það, að ekki verði hafðar hendur í hári hans, þegar þær kenningar öðlast gildi. »Né þín gleymast lýð í landi lengi blessuð minning skal«. G. Br. Ari. Um raanna- ráðningar á þilskipin. Margir eru það af þilskipaeigendum og útgerðarmönnum, sem kvarta yfir því, að þilskipaútgerðin sé svo kostnaðarsöm, að hún svari ekki kostnaði, nema með þvi meiri afla, sem sjaldan mun fást. Til þess að ná í sem mestan afla, hafa roenn svo tekið upp á því, að setja svo marga menn á skipin, sem hægt er að koma á þau, fá jafnvel svo marga, að slíkt mundi ekki vera forsvaranlegt, væri nokkurt tillit tekið til heilsu og heilbrigði manna. Því dæmi eru til þess, að svo mörgum mönn- um hefur verið hrúgað út á eitt skip, að ekki var nema helmingurinn, sem gat sofið eða hvílzt í senn. Þegar svo þar við bætist, sem mjög opt mun eiga sér stað, þar sem svo mikil hrúga af mönn- um er saman komin, að óþrifnaður og sóðaskapur er langt fram úr hófi, getur hver skynsamur rnaður séð, að sHkt mundi varla álítast forsvaranlegt, ef það væri skoðað frá heilbrigðislegu sjónar- miði. Vitanlega mun þetta, sem hér er sagt, kannske ekki eiga sér stað nú, en það hefur þó verið. Það hlýtur hver skynsamur maður að sjá, að það þarf æði mikinn mannafla, til þess að halda úti miklum þilskipaútveg, með því fyrirkomulagi, sem nú er, svo að haldi þilskipaútvegurinn áfram að auk- ast í hlutfalli við það, sem hann hefur gert nú síðustu árin, þá hljóta útgerðar- mennirnir innan fárra ára að lenda í mesta mannahraki, með því líka að slíkt fyrirkomulag hefur það í för með sér, að það dregur allan vinnukraptinn frá land- búskapnum, svo að slíkt horfir til stór- vandræða, þegar bændur geta ekki hirt jarðir sfnar fyrir mannaleysi. Nú ereinn- ig þess að gæta, aðþessi mikli mannfjöldi, sem hafðurer á skipunum, kemur öldung- is ekki að tilætluðum notum, því þótt skipin séu stór, þá eru þau samt ekki svo stór, að ekki sé hægt að hrúga svo miklu af mönnum á þau, að ekki verði full not af; því þegar komnir eru 20—26 menn á eitt skip, þá getur ekki verið stórt pláss, sem hverjum er ætlað, enda getur hver skynberandi maður ímyndað sér, að þegar komnir eru 18—24 færi á skipshliðina, að bæði færaflækja og ann- að, geri það að verkum, að afnotin verða ekki betri, en þótt ekki væri nema 16 —20. (Hér er gert ráð fyrir, að skip- stjóri og matsveinn renni ekki). Eg álít nú, að með öðruvísi tilhögun mtindi vera hægt að fá eins mikinn eða meiri afla, með töluvert færri mönnum en nú eru. Eg tek t. d. að áskipi, sem nú eru 26 menn á, væru ekki nema 20, þar af 5 (skipstjóri, stýrimaður og 3 hásetar,) sem ætlað væri að vinna öll ahnenn skipsverk, og ganga »vakti,r« hvort sem skipið fiskaði eðaekki, því það er margreynt, að seglatilhögun á »kútterunum« er svo hæg, að auðvelt er fyrir 5 menn, að haga þeim eptir þörf- um. Hinir i4ættusvo að vera fiskimenn, sem ekki þyrftu annað að gera, en draga fisk, og búa hann undir salt. Þessir 14 fiskimenn mundu þá verða mikið áhuga- meiri við fiskidráttinn, en opt á sér stað nú, þegar þeir þyrftu ekki að eiga von á því, að vera að flækjast uppi á þiljum iðjulausir í hvert sinn, sem eitthvað er siglt; einnig mundi mega gera 16 menn við færi, að öllum jafnaði, því stýrimað- ur og hinir 3 hásetar, sem »vakt«-skyldir eru, gætu verið við færi á sínum »vökt- um«, þegar þeir ekki þyrftu að gera önn- ur skipsverk. Þessir 16 menn hefðu þá nóg pláss á skipinu, ogþyrftuþví aldrei, að verahver öðrum til baga, og mundi þá verða jafn- ari fiskidráttur yfir skipið, heldur en þeg- ar hver flækist fyrir öðrum af þrengslum. Eptir því, sem nú tíðkast, mun það vera almenn venja, að skipta skipshöfn- inni til helminga, og mun því optast vera svo, að ekki er nema helmingurinn, er rennir færi 1 senn. Svo þegar eg tek t. d. skipið með 26 mönnum, og þar frá dreg eg 2, nefnilega skipstjóra og mat- svein, sém sjaldan eðaaldrei munu renna fieri svo nokkru muni, þá hef eg 24 ept- ir, og helmingurinn af þeim verða 12, svo það verða þá einungis 12 af öllum fjöldanum, sem að öllum jafnaði eru á þiljum og við færi. Erþað því 4 mönn- um færra, en í dæminu, sem sýnt er hér að framan, og þó er 6 mönnum fleira á skipinu. I sama hlutfalli mætti hafa færri menn á hinum skipunum, og yrðu þó að jafnaði tiltölulega fleiri til fiskidráttar. Það mun reyndar vera venja nú, þegar mikið er um fisk, að menn standi »frívaktir«, sem kallað er, en það ernú miklu sjaldn- ar, sem svo mikið er um fisk, að það þyki tilvinnandi; því rnenn verða því latari á sínum eigin »vöktum«, enda er fjöldinn þá svo mikill, að hver er öðrurn til baga, eins og sagt er hér að framan. Eg veit rnikið vel, að það getur komið fyrir, að það hittist á mikinn fisk, og lít- ið eða ekkert þurfi að sigla yfir sólar- hringinn, (en það er nú sjaldan), svo að fiskimennimir, sem hér eru nefndir að fram- an, mundu verða þreyttir, ef þeir væru alltaf við færi, en þá ætlast eg til, að skipstjórinn sjái svo um, að menn fái hvíld til skiptis, eptir því, sem þörfgerist. Einnig mundi með þvf fyrirkomulagi, sem talað er um hér að framan, komið mikið í veg fyrir hinn Ijóta vana, sem til þessa tíma hefur alít of víða átt sér stað á fiskiskipum vorum, en það er hirðuleysi með segl og »tóverk«, allt er látið drasla, þar til það er orðið ónýtt, en ekkert endurbætt í tíma, vegna þess, að engir menn eru á skipunum, er sérstaklega er ætlað það verk, svo ávallt er keypt nýtt, og ekkert til sparað, svo útgerðin verður þess vegna miklu kostnaðarsamari, en ann- ars mundi verða, ef allt væri vel hirt. En vona nú, að allir skynsamir menn hljóti að sjá, að það fyrirkomulag, sem hér er sýnt fram á, mundi verða mikið kostnaðarminna og betra, heldur en það, sem nú er, bæði fyrir útgerðarmánninn og fiskimennina, og menn taki þessvegna orð mín til alvarlegrar íhugunar. Ritað í janúar 1902. D. H. Fjallkonan Og Þórður í Hala. 1 34. tölubl. Fjallk. f. á. er mynd af Þórði í Hala, og æfisaga hans, með miklu lofi og skjalli um hann, já oflofi, því að þó að það sé satt, að Þórður sé að mörgu vel nýtur í sveit sinni og héraði, þá er ómögulegt annað að segja, en að Þórður sé með þeim allra þynnstu af bændum á þingi, frá því fyrst hann átti sæti þar og sýndist því ekki eiga við að hefja hann upp til skýjanna fyrir þingmennsku sína, og allra sízt, þegar hann var að sýna ósjálfstæði og hringlandaskap í einu af þjóðarinnar stærstu málum, stjórnarskrár- málinu. Eg skal að eins stuttlega sýna stefnuleysi Þórðar í þessu máli. I fyrra sumar (1900) fór Þórður í atkræða leið- angur austur í sýsluna. (Eyjafjöll og víð- ar) og í þann »túr« fékk hann með sér séra Eggért Pálsson á Breiðabólstað, sem öllum er kunnugt, að er gallharður mót- stöðumaður valtýskunnar, og hefur altaf verið. Hvort Þórður hefur nokkuð makk- að við hann um þingmennsku með sér, er mér ekki vel kunnugt, en sá orðrómur gekk á eptir, að Þórður hefði lcfað, að styrkja séra Eggert til þingmennsku, og eru því allar líkur til* að Þórður hafi þá eigi verið valtýskur, í það minnsta ekki ofan á. Svo gerðist nú ekki neitt sögulegt af Þórði fyr en á kjöríundi Rangæinga 29. sept. Þá hélt Þórður þar ræðu eins og lög gera ráð fyrir, sem þingmannsefni, og lýsti skoð- unum sínum á stjórnarskrármálinu m. fl. en sú ræða hans var svo tvíræð, að alls ekki var hægt að dæma af henni, hvar hann stóð í þessu máli, og álitu þvf báð- ir flokkarnir hann sín meginn, og fyrir það fékk hann jafnmörg atkvæði oghannfékk á kjörfundinum, Hefði Þórður þá lýst því yfir að hann væri valtýskur, þá er vfst enginn efi á þvf, að hann hefðifallið fyrir séra Eggert. Eg hef lauslega frétt, að á aðalfundi Stokkseyrarfélagsins, sem haldinn var í Hala nál. miðjum des. 1900 þá hafi stjórnarskrármálið komið til um- ræðu á milli deildarstjóranna, en sérstak- Iega á milli Eggerts bónda í I.augardæl- um og Þórðar og þá hafi Þórður talað eindregið á móti valtýskunni en Eggert með. Þessa sögu sel eg ekki dýrara en eg keypti. Á þingmálafundi Rangæinga síðastl. vor lýsti Þórður alls ekki yfir, hvar hann stæði þá í stjórnarskrármálinu; hvort hann hefur ekki verið búinn að ráða það við sig þá, eða ekki þorað að láta það uppi skal látið ósagt. Eg hef ennfremur frétt, og það áreiðanlega, að Þórður hafi talað við merkan bónda í Árnessýslu, þegar hann fór til þings, síð- astl. sumar, og þá hafi Þórður látið sér farast orð á þá leið, að nú væri árfðandi að kjósa forseta í neðri deild úr Valtýs flokk. Eln hvað gerði Þórður þegar til þess kom ? Honum mun ekki hafa orðið á, annaðhvort viljandi eða óviljandi, að greiða manni úr hinum flokknum atkvæði sitt? Af þessu sézt bezt sjálfstæði Þórðar í þessu máli, og einmitt þegar Þórður er að þessu hringli, þá er »Fjallk.« svo ósvíf- in, að lofa og dýrka hann, og hæla hon- um á hvert reipi fyrir þingmannshæfi- leika, telja hann einn með framfarabænd- um, sem á þingi hafa setið m. fl. Fjallk. segir að kunnugur maður hafi ritað æfisögu Þórðar, og það segir hún víst satt; þvf það lítur út fyrir, að annað- hvort hafi það gert maður, sem hefurhaft kirkjttbækur Holta- og Kálfholtsprestakalls við hendina, eða þá maður, sem hefur hlýtt Þórði yfir öll þessi fræði, látið Þórð segja æfisögu sjálfs síns, en bætt svo inn í öllu, skruminu og skjallinu, því það er ólíklegt að Þórður hafi sjálfur gert það t. d. líkja sér við Horner þingmann Englendinga m. fl. Æfisaga Þórðar er eflaust rétt rituð, fyrir utan skjallið, en nokkuð þykir mér höf. vera títt talaður á Holtahreppi; t. d. segir hann, að Þórður hafi byrjað búskap í Hala í þá nefndum Holtahreppi, en hreppurinn hét áður en honum var skipt Holtamannahreppur. Það væri leiðinlegt, ef »Fjallk.« yrði ekki að ósk sinni, með að Rangseingar fengju að njóta Þórðar á þingi, en óskandi væri, að Rangæingar sendu Þórð ekki á þing optar, þvl það er enginn efi á því að þeir eiga fleiri en einn og fleiri en tvo, sem væru miklu líklegri til þingmennsku, og ekki mundu sýna eins mikla ósjálfstæði, þegar mest riði á. Að síðustu er eg mjög hræddur um, að hin fyrnefnda Fjallk.grein, verði ekki Þórði eða Fjallk. til mikillar blessunar, hvorki til að auka atkvæði handa Þórði við næstu kosningar, eða til að auka kaupendur Fjall- konunnar í Rangárvallasýslu, »þvl hófið er bezt í hverjum hlut«. Rangæingur. Botnverpilllnn »01iver Cromwell«, er strauk héðan af höfninni til Englands, eins og getið var utn í Þjóðólfi, kom aptur hingað 21. þ. m., eins og hann hafði skrifað lögreglu- stjóra, og reyndist því furðu orðheldinn. Borgaði 600 kr. fyrir fiskfarminn, er hann fór með til Englands, en auðvitað er það lítill hluti þess, er hann var seldur fyrir í Plnglandi. Gufuskipið „Seandía" kom hingað 22. þ. m. frá Noregi með kol til Björns kaupmanns Guðmundssonar. Þilskipin héðan úr bænum eru nú að búa sig til útsiglingar, og mörg þegar farin. Er það allálitlegur floti, sem hefur verið hér á höfninni þessa dagana. Á morgun (i.marz) leggja flest þeirra út sem eptir eru. Milliþinganefnd í fátækramálum og sveitastjórnarmálum, ákvað síðasta þing að skipa skyldi, og veitti til þess á fjárlögunum allt að 3000 kr. Nú hefur landstjórnin skipað í nefnd þessa: Pál Briem amtmann, formann, Jón Magnússon landshöfðingjaritara og Guð- jón hreppstjóra Guðlaugsson á Ljúfustöð- um. Er ætlazt til, að nefndin leggi frum- varp sitt fyrir alþingi 1903. Dyrhóla—gatið apturgengið. p’lestir munu hafa ætlað, að ritstj. Sunn- anfara ogísafoldar væri alveg hætturvið, að breiða yfir Dyrhóla-gatið sitt. En svo er ekki. I 1. nr. Sunnanfara þ. á. er hann enn að þvælast í gatinu og reyna að skýla því með vöflum og vífilengjum. Kennir nú skipstjórum um, að þeir hafi sagt sér, áður en myndin var prentuð, að þetta væri Dyrhólaey, og þeir »muni standa við það enn«(!!). O-jæja! Það væri gaman að sjá, hverja skipstjóra hann fær til að votta það, að Sunnanfara-mynd- in sé af Dyrhólaey! Hversvegna fær mað- ur: m ekki slík vottorð? Hversvegna hef- _ ur han; látið troða sér öfugum og nauð- ugum í þetta nafnfræga Dyrhóla-gat, ef

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.