Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 2
38
ars vegar og Finnlands hins vegar, og
eiga 680 manns að vera á hverri, eða
alls nálega 20,000 hermanna, semRúss-
ar hafa þá stöðugt rétt við landamæri
Noregs Og Svíþjóðar, og er engin furða,
þótt Svíum og Norðmönnum standi
stuggur af slikum nágrönnum. Auk
þess hafa menn komizt á snoðir um,
að fjöldi rússneskra njósnara eru á ferða-
lagi um Noreg og Sviþjóð, alveg eins
og átti sér stað á Finniandi, rétt áð-
ur en Rússar brutu lög á þjóðinni.
Njósnarmenn þessir ferðast um, ýmist
sem farandprangarar, eða hafa þá at-
vinnu að hvessa sagir o. fl. Er nú
farið að veita piltum þessum nákvæma
eptirtekt, og hafa sumstaðar verið tekn-
ir höndum, en ekkert sannazt á þá.
Nýlega kom sú fregn í norskum blöð-
um, að einn þessara pilta hefði þekkzt
á bæ einum, er hann kom á í sunn-
anverðum Noregi. Dóttir húsbóndans
þóttist þar þekkja rússneskan liðsfor-
ingja, er hún hafði kynnst á dansleik
í Berlín fyrir 2 árum, og hann þekkti
hana.einnig og hypjaði sig undir eins
burtu úr því byggðarlagi. — Eru nú
farnar að heyrast alvarlegar raddir um
það í norskum blöðum, að sæmra sé
að láta ósamlyndið við Svía niður
falla, og að báðar þjóðirnar taki hönd-
um saman til að verjast hinum sam-
eiginlega óvin, Rússanum. Er nú gizk-
að á, að tilgangur Rússa með kúgun
Finnlands hafi meðfram eða jafnvel
einkum verið sá, að ryðja úr vegi ó-
þægilegum þröskuld eða girðingu á
vegi Rússa vestur að Atlantshafinu,
og er alls ekki ósennilegt, að sú ágizk-
un hafi við nokkur rök að styðjast.
En taki Rússar fleyg þann hinn litla
af Noregi, er nú skilur þá frá Atlants-
hafinu, geta þeir miklu betur notað
hafnirnar þar, en Eystrasalts-hafnirnar,
sem meiri hluta vetrarins eru lokaðar
af ís, og meir háðar eptirliti nágranna-
þjóðanna, en t. d. hafnir í Tromsö-
stipti. Þaðan ættu því Rússar hægt
með, að skjótast vestur á bóginn, án
þess nokkur vissi, og viti menn, þá
yrði þeim t. d. ísland ekki erfitt her-
fangH Það hefur enda heyrzt, að Rúss-
ar mundu gjarnan þiggja hér íslausa
höfn. Og svo mikið er víst, að taki
Rússar einhverntíma sneið norðan af
Noregi, þá mega Islendingar fara að
biðja fyrir sér. Og þá gæti orðið nauð-
ugur einn kostur fyrir Dani, að selja
oss Rússum að nafninu til, eins og
þeir hafa selt Bandamönnum Vestindí-
ur. Og þótt vonandi sé, að vér ís-
lendingar komumst aldrei í klær Rússa,
þá er alls ekki óhugsandi, að svo
geti fari§, því að Rússar spenna greip-
ar í allar áttir, viljayfiröllu gína. Póli-
tík þeirra á síðustu árum ber svo á-
þreifanlega vott um yfirgang þeirra og
landauka„spekulationir" hvert sem litið
er.
Atkvæðagreiðslan í bankamálinu
15. ágúst.
I raeðu þeirri eða prédikun, er prófast-
urinn í Kjalarnesþingi, Jens prestur Páls-
son 1 Görðum, flutti í helgidómi »stjórn-
bótarframfaraflokksins*, ísafold, 7. laugar-
dag eptir þrettánda, er fyrsti og lengsti
kafli »útleggingarinnar« tilraun til að sanna
það, að hlutabankamálið hafi ekki verið
flokksmál Valtýinga á alþingi síðastl.
sumar — »sé flokksmál vort« segir hann
að vísu, en sönnunargögnin sýna, að hann
á við alþingi síðastl., eins og Þjóðólfur
mun líka hafa gert.
»Sönnun« hans er »svörtá hvítu
þessi:
»í neðri deild greiddu þeir H. Hafstein,
Björn sýslumaður og Pétur Jónsson fulln-
aðaratkvæði upp úr deildinni með ómeng-
uðum hlutafélagsbankanum, sem einka-
banka landsins; Björn búfr. eins — þrátt
fyrir hans þýðingarlausu athugasemd.....
Kristján, yfirdómari .. . gat aptur á móti
ekki aðhyllzt nefnt hlutabankafrumvarp,
nema á því yrði gerð stórvægileg breyt-
ing«.
Fyrri Iiður þessarar »sönnunar« erleidd-
ur út af atkvæðagreiðslu, er fram fór 15.
ágúst í n. d. — síðustu atkv.gr. um mál-
ið þann dag. En ráðvandur »sannari«
mundi hafa tekið tillit til atkv.greiðslna
þessara manna við breytingartillögur þær,
á þingskjali 481, er þá lágu fyrir, og at-
kv. voru greidd um á undan. Br.till.
þessar fóru fram á, að landsbankinn stæði
við hlið hlutab., og með þeim greiddu
atkvæði þrír af ofannefndum þingm.
(H. Hafst., Pétur og eg) eins og þingtíð-
indin (B., dálki 347—348) sýna. Þessu
gengur sr. Jens þegjandi fram hjá, en gef-
ur í skyn, að við höfum verið ánægðir með
meinbankann »ómengaðan«, »sem einka-
banka landsins«.
Athugasemd mína segir hann þýðing-
arlausa (það hefði kveðið við annan tón,
hefði líkt staðið á fyrir flokksmanni hans).
En hún skýrir þó, hvernig á atkv.greiðslu
okkar stóð, og hverjar horfur þá voru
fyrir málinu. A það er minnst í 5. við-
aukabl. Þjóðólfs. Við fengum eigi reist
rönd við Valtýsflokknum í n. d., vissum
það fyrir fram, þótt við gerðum þessa til-
raun, til að sýna afstöðu okkar í málinu.
En við vissum líka, hverra viðtekta það
átti von í e. d. Það var því alveg sama,
hvort við sögðum já, nei eða þögðum;
málið gekk fram í n. d. hvort sem var.
En þeir þingm. úr okkar flokki, sem gátu
greitt því atkv., ems og það kom aptur
frá e. d., gátu eins gert það út úr n. d.
án þess það lýsti því, að þeir óskuðu að
fá hlutab. sem einkabanka landsins. Þetta
skýrir athugasemd mín, borin saman við
orð mín um sama efni, dálki 361.
Þetta má enn ljósar skýra með dæmi:
Ræningjaflokkur brýst inn til hr. A. til
til að ná í fjársjóð hans. Heimamenn
hans, þar á meðal H., P. og B., reyna að
veita ræningjunum viðnám, en hafa ekki
afl við þeim. Meðan á stympingunum
stendur hjá A., gera nágrannar hans sam-
tök til að svipta bófana ránsfénu, áður en
þeir fái borið það úr garði. Þetta vita
heimamenn, og um leið og þeir eru neydd-
ir til að sleppa því, er þeir vörðu, segja
þeir H., P. og B.: »og farið þið þá með
það«, og B. bætir við: »Þið njótið þess
ekki lengi*. Og svo fer.
Samkvæmt ályktun sr. J. P. ætti fyrir
þessi o r ð að dæma þá H. P. og B. sam-
seka ræningjunum. Væri slíkt réttlátur
dómur?
Astæðan til þess, að þeir þingmenn úr
flokki heimastjórnarmanna, er sr. J. nefn-
ir, voru ekki með öllu mótsnúnir hlutab.,
mtm hafa verið sú, að á þinginu var ekki,
eins og nú er, sannað, að landsbankann
væri unnt að efla svo, að við mætti hlíta
til að bæta úr peningaþörf landsmanna 1
bráð.
En þetta rýrir ekkert sannleik þeirra
orða, að Valtýingar hafi gert hlutabanka-
málið að kappsmáli flokksins á þinginu.
Þingtíðindin bera það með sér, og móti
því getur enginn með ráðvendni borið, sem
hefur óbrjálaða skynsemi. Að eins einn
maður úr flokknum fylgdi honum ekki að
þvl máli, og einn maður úr heimastjórnar-
flokknum greiddi atkv. með hlutab., »sem
einkabanka landsins«, en hann var enginn
forkólfur fyrir honum. Það voru Valtý-
ingar einir.
Atkvæðagreiðsla okkar n.d.-manna um
br.till. áþingskj. 48i,viðleitnina til að bjarga
landsbankanum, þegir sr. J. um. Enerhann
minntist á Kr. yfirdómara í sambandi við
málið, heita þessar sömu tillögur »stór-
vægileg breyting*.
Kr. J. gat ekki fylgt Valtýingum í hluta-
b.málinu, enda er hann sá maðurinn í þeim
flokki, sem kunnugastur er landsbankan-
um, og hlýtur því að hafa tilfinningu fyrir
þeim afleiðingum, er það mundi hafa fyrir
íandsmenn, ef hann yrði lagður niður.
Svo langt gat hann þó ekki fylgt þeim,
og er drengur að betri.
Að öðru leyti leiði eg áminnsta ræðu
sr. J. P. hjá mér.
Eg hefi á margan hátt leitazt við að gera
mér grein fyrir, hvernig á því geti staðið,
að stimir menn umhverfast og eins og
breyta eðli við það að komast í Valtýs-
flokkinn. Það er eins og menn, sem áð-
ur hafa verið álitnir heiðarlegir, gefi þá
sómatilfinningunni fararleyfi. »Fyrir ná-
kvæmlega athugun« hefi eg komizt að
þeirri niðurstöðu, að leiðtoginn muni gædd-
ur dávalds hæfileika, er hann neyti við
þá, er hann kemst 1 náið pólitiskt sam-
band við. Þeim sé því ekki sjálfrátt, hvað
þeir aðhafast til orða né gerða. En af
dámagnsáhrifum geta menn komizt í hið
voðalegasta ástand. í slíku dáleiðslu-
ástandi er eg hræddurum, að minn heiðr-
aði vinur sr. J. P. hafi verið, er hann tók
saman nefnda ræðu.
Gröf, 27. febr. 1902.
Björn Bjarnarson.
Sýnishorn
réttnrg'angslns f RangárvalJasýslu.
Það eru upptök þessa máls, að hjá mér
hefttr dvalið nú á annað ár, unglingur
nokkur, Guðjón Böðvarsson að nafni. Hef-
ur hann alizt upp sem sveitarbarn á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð. Loks er hann var
kominn á 17. árið, þóttist presturinn þar
geta fermt hann, með því að þá fyrst
hafði tekizt að troða nokkurnveginn í
hann kverinu, eptir að maður hafði geng-
ið undir mannshönd til þess; en sveitar-
stjórnin ( hreppnum heimtaði hann fermd-
an, ef nokkur mögulegleiki væri til þess.
En jafnskjótt og búið var að ferma hann,
vildi presturinn losna við hann, með því
hann taldi hann varla hafa fullkomið verks-
vit og að hann myndi lítil eða engin not
geta haft af honum. En þar eð mig vant-
aði þá vikadreng og með því að prestur
áleit, að eg myndi manna helzt geta bætt
úr þekkingarskorti hans og lagað hann,
varð það úr, að hann fór til mín, strax
að afstaðinni fermingu. Fann eg það skjótt,
að eg gat eigi haft þau not af drengnum,
er eg bjöst við, bæði vegna óáreiðanleg-
heita hans og fáráðlingsháttar. En þó
lét eg hann eigi burtu fara á síðastl. vori,
af því að eg taldi eigi fúllséð, hvort hann
yrði eigi lagaður; enda var mér eigi kunn-
ugt um, að hann gæti átt nokkurn stað
vfsan. En í sumar sem leið kom fyrir
atvik, sem færði mér heim sanninn um
það, að bezt hefði verið að láta hann fara,
en það var þá um seinan. — Kg átti
sem sé, eins og gerist og gengur, húðar-
skinnslengjur geymdar í eldhúsinu, en
þegar til átti að taka voru þær horfnar
utan 1 og leðurskæði að auki. Það sem
horfið hafði kom þó aptur síðarí eldhús-
ið, nema 2 lengjur, sem enn vanta. Og
með því að eigi var um marga að gera
á heimilinu, þá spurði eg Guðjón, hvort
hann vissi eigi neitt um þetta hvarf. Þrætti
hann á móti því fyrst, en meðgekk það
svo von bráðar, og sagði, að sambýlisfólk
mitt hefði haft sig til að gera það, og
þangað hefði hann látið lengjur þær, sem
vanta. Lét eg þetta svo kyrt liggja, en
áminnti hann alvarlega um, að varast
slíkt framvegis. En svo í haust, nokkru
fyrir veturnætur, kom fyrir annað sams-
konar atvik. Af peningum, sem geymdir
voru í smástokk f kommóðuskúffu, voru,
þegar til átti að taka, horfnar 3 kr. Eg
spurði Guðjón einnig strax, hvort hann
væri eigi valdur að þessu hvarfi, og með-
gekk hann það tregðulítið. Sagði hann,
að krónurnar hefðu lent hjá Maríusi, sem
er einn af sambýlisfólki mínu, og kvaðst
hafa fengið ^/2 pd. munntóbaks fyrir þær,
þrátt fyrir það þótt eg skammtaði honum
það daglega svo, að mátt hefði nægja.
En með því mér þóttti þetta eigi góð
verzlun, og Maríus hafa krónurnar ólög-
lega, þá var Guðjóni skipað, að sækja
aptur til Maríusar það, sem afgangs var
tóbaksverðinu. En til þess að vera eigi
vottur að samtali þeirra, gekk eg sjálfur
inn í bæ á meðan. En þegar út var kom-
ið aptur, var Guðjón allur á burt og fyrir-
fannst hvergi. Morguninn eptir sagði
Maríus mér, að Guðjón hefði óskað eptir
við sig, að vera kominn upp í Hlíð, og
að hann hefði séð hann stefna austur að
Hólsá. Sömuleiðis sagði Maríus, að Guð-
jón hefði sagt sér, að hann hefði tekið
þessar krónur frá húsbændum sínum og
beðið sig að meðganga, að þær væru hjá
honum niður komnar. Þegar eg um morg-
uninn varð þessa vís, þá gerði eg sam-
stundis skeyti upp í Fljótshlíðina, þvf þang-
að bjóst eg helzt við, að Guðjón hefði
leitað, en fékk degi síðar þau svör, að
hann hefði eigi komið þar fram, því að
í millitfð dvaldist hann á bæjum fyrir
sunnan Þverá. Varð eg því að gera út
menn til að leita að honum dauðaleit,
sem svo mættu honum á Hólsárbökkum,
er hann kom innan úr Fljótshl. Hafði
hann á þeimtúr játað yfirsjónir sfnar fyr-
ir séra Eggert, og konu hans, á sama hátt
og hann hafði gert fyrir mér. Og þegar
hann var nú út eptir kominn, endurtók
hann þessa játningu í áheyrn og upp í
opið geðið á sambýlisfólki mínu. En þeg-
ar það var út farið, fór eg enn sem opt
áðttr, að áminna hann um að segja satt,
Og gat þess. að sýslttm. væri á Skúmsstöð-
um og yrði hann máske sóttur. Játaði
hann þá, að hann hefði logið öllu þessu
á austurbæjarfólkið, og að hann hefði
sjálfur af eigin hvötum og öllttm óafvit-
andi tekið nefnda mttni. Og þegar eg
þóttist sannfærður um, eptir þessum fram-
burði hans að dæma, að hér væri eigi
um neina samsekt að ræða, þá óskaði eg
helzt, að yfir allt þetta mætti draga, þar
sem hér var ttm fáráðling og fuUkominn
ræfil að ræða. En bæði sakir flótta drengs-
ins og þess, er hann hafði talað við Marí-
us, var þetta þegar í hámæli komið, og
hreppstjóri Þórður Guðmtmdsson í Hala,
reyndist ófáanlegur að sleppa því, nema
eptir samráði við sýslumann. Og þegar
hann hafði leitað ráða sýslumanns, kærði
hann strákinn bréflega. En á hina hlið-
ina lét sýslumaðttr í ljósi, að sér hefði
eigi komið til hugar, að hreyfa þessu, ef
hreppstjóri hefði eigi kært það. — Hvor
sannara segir skal eg ekkert um dæma.
En í kæru sinni gat þó hreppstjóri þess,
að drengur þessi væri fáráðlingur, og hús-
bændur hans vildu þvf ekki, að hann
væri tekinn fyrir. En samt semáðurflaug
á augabragði sú saga út, að eg hefði kært
hann. En afrit af kærtt hreppstjóra, sem
eg hefi í höndum, með hans eigin hendi,
sýnir fyllilega, að svo var ekki. Og þegar
svo sýslum. og hreppstj. komtt til að yfir-
heyra strák, játaði hann fyrir þeim það,
sem hann hafði síðast sagt mér, að hann
hefði af eigin hvötum og án annara ráða
tekið nefnda muni, og sýndi þeim jafn-
framt, hvar hann hefði falið skinnið, en
kvaðst hafa týnt krónunum úr vestisvasa
sínum. Enþráttfyrir þessa játningu dreng-
ræfilsins, $etti sýslumaður hann í gæzlu-
varðhald út í Hala, þar sem hann á 5.
viku í skammdeginu var látinn sofa einn
í kjallara, undir framhýsi fjarlægt öllum
mönnum. En þrátt fyrir slíkan strang-
leika og aðrar hörkutilraunir, stóð dreng-
urinn fast við framburð sinn nefndan tíma.
En sá framburður virtist eigi falla yfir-
valdinu í geð, þvf milli jóla og nýjárs
boðar það dreng til sín að Arbæ, og að
sögn hótar honum þar fangakistu, ef hann
breyti eigi framburðinum. Og þá, ann-
aðhvort af eigin hvötum, þegar hans meir
en mánaðar framburður mátti eigi dtiga,
eða af öðrum huldum ástæðum, breytir
drengur framburði sínum svo, að hann
segist ekkert hafa tekið. Og þessi fram-