Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 3
39 burður virðist hafa fallið yfirvaldinu bet- Ur í geð, því upp frá þeirri stundu send- Ir það piltinn aptur niður að Hala, og nú þarf hann ekki lengur að gista 1 af- hýsi, heldur mátti hann þá bæði umgang- ast heimilisfölkrð og sofa hjá því, þar til hann skömmu síðar var fluttur yfir að Skúmsstöðum til föðursystur yfirvaldsins. Á meðan Guðjón dvaldi í gæzluvarðhald- inu í Hala, og stóð við sektarjátningu sína, var eg kallaður þangað fyrir rétt, til þess að gefa upplýsingarmáli hans við- ■víkjandi; og um framkomu sýslumannsins i það skipti, gagnvart mér, hlýt eg að segja, að eg gat eigi álitið hana sem sæmi- legasta fyrir yfirvald. — Og mun eg þeg- ar til kemur geta fært nægar sannanir íyr- ir því. Rötfestist þá í meðvitund minni, að eg myndi vera undirorpinn ofsóknum frá yfirvaldsins hálfu. Hvort sá grunur minn er réttur, skal eg ekkert um segja, tíminn og reynslan verða að skera úr því. En eptir það, að Guðjón hafði breytt fram- burði sínum, fór hver óhróðurssagan á fætur annari, að berast út um mig, kring- um réttarstaðina og sýslumannssetrið. Fyrst heyrðist það, að eg og konan mín hefðum átt að hræða Guðjón til að meðganga á sig saklausan umrædd Srot. Síðan hef- ur það flogið fyrir, — hvaðan sem rótin er runnin, — að eg sjálfur hafi átt að stela krónunum frá konu minni, og narr- að Gttðjón til að meðganga það svo á sig. Við mann hefi eg talað, sem viðstadd- ur var við réttarpróf það, sem á að vera Undirrótin að þessari sögu. Svaraði hann spurningu minni, viðvíkjandi framburðin- um, á þessa leið: »Eg get ekki neitað því, að Guðjón bar ekki á móti því, að hann hefði ekki verið narraðu'r til að með- ganga«. Og þetta, sem eg trúi aðsérétt hermt, sýnir fyllilega, hverjar spurningar hafa verið lagðar fyrir fáráðling þann, sem Undir ákæru stendur. Enda hefur sýslu- tnaður gefið það í skyn, að eg stæði Und- ir ákæru, án þess að tiltaka hverskonar. En af öllum þeim óhróðurssögum um mig, sem ganga kringum sýslumannssetr- tð og réttarstaðina, og eiga að vera byggð- ar á framburði Guðjóns — hvort slíkir framburðir hans eru til, eða hvort þeir eru tilorðnir á eðlilegan hátt, er mér 6- kunnugt—leikur mér og öðrum fleiri grun- Ur á þvf, að slíkt eigi rót sína að rekja til þess, að eg ásamt sárfáum öðrum 1 útparti sýslunnár, hefi fyllt flokk andstæð- inga sýslumanns í pólitíkinni, og að það kunni ekki að bæta um fyrir mér, að eg €r mágur séra Eggerts Pálssonar á Breiða- bólsstað, sem teljast má höfuðmaðurinn bér f sýslu í hinum pólitiska mótflokki sýslumanns og Valtýs, en sem hvorki hár né lágur þorir að snúast beint framan að, sakir ástsældar hans og virðingar. En væri það svo, að maður ætti æru sína, og framtfð konu og barna, undir sinni pólitisktt skoðun, þá fer sannarlega að verða varlega farandi. Og þá er eigi að furða, þótt sannfæringarinnar kunni lítið að gæta hjá lítilsigldum kjósendum, þegar sýslumaðurinn sjálfur er í kjöri. — En svo er þó fyrir að þakka, að enn þá get- Ur það reynzt sannleikur, að sá, er gref- ur öðrum gröf, fellur í hana sjálfur, og að svo lengi megi grafa, að hún geti rúm- að þrýstinn og þrekinn btik og þóttafulla sál. En þótt eg — minnugar afdrifa Sæ- uuindar sál. í Sólheimahjáleigu, — hafi sýnt yfirvaldi mínu, Magnúsi sýslum. lorfasyni, tilhlýðilega undirgefni og virð- ln8u, á meðan hann hefur setið gagnvart ^úr, f sfnum valdasessi, þrátt fyrir það í>ótt orð hans hafi eigi alltaf verið sem burteisust mér til handa, þá er samt eigi vfst, að hann megi gera sér reikn- lng fyrir sömu undirgefni og kurteisi, er v>ð hittumst á annan hátt, og stöndum jafnar að vígi, p. t. Kollabæ 20. febr. 1902. Nikulás Þórðarson (frá Unhól). lír l>réfl úr Ámessýslu 26. febr. Nú ætlar að fara að verða sitthvað lagt til í pólitlkinni. Eg er hræddur um, að Valtýingar séu að finna upp á öllu mögu- legtt og ómögulegu, til pcss að við ekkert verði ráðið nema frumvarp sfðasta alþing- is. Nú koma fleygarnir hver á fætur öðr- urn og nú eru það peir, sem vilja eða rétt- ara pykjast vilja meira, meira og meira! Allt tómt tál, fals og hræsni! Þeirra pró- gram var þó ekki alls fyrir löngu þetta: að taka því litla, sem byðist, ekki að krefj- ast ofmikils, bara að brúka lempni og lít- ilþægni, en þið, heimtufreku mennirnir átt- uð þá að gera^allt ónýtt fyrir þeim með því, að fara fram á ofmikið o. s. frv. Eg hef aldrei látið eitt orð heyrast frá mér um þetta mál, hvorki munnlega né skriflega, — og álít eg það litlu skipta,— en eg hef horft á og veitt öllu nákvæma eptirtekt, og það get eg sagt, að nú finnst mér, að enginn megi horfa lengur á leik þeirra aðgerðarlaus. Það er víst almennt álitið, að ekki hafi verið ofmælt, að kalla það ganga glæpi næst, að samþykkja frum- varpiðí efri deild í sumar, og hvernig sem Kristján Jónsson eða aðrir valtýskir of- stækismenn þvo sér og nudda hendurnar af því máli, þá mun sagan ekki ganga svo fram hjá þessum mönnum eða þeirra líkum, að hún ekki sjái á þeim óhreininda- blett af þessu máli og sízt mundu menn hafa kosið það um son Jóns heitins Sig- urðss. á Gautlöndum. — Um Skúla og blað hans eyðir enginn orðum; þaðer svo langt frá því, að nokkur góður maður geri svo lítið úr sér, að taka maik á honum, — menn brosa að eins fyrirlitningarbrosi, þeg- ar þeir sjá hvaö hann er úfinn og illa tætt- ur t framan. Það er almennt álitið hér, að níð um einstaka menn, — og þeir eru nú æði margir, sem það fá, — bæði í Þjóðv. og Isaf., sé mesta hrósunarefni fyrir þá. Að vera níddur í „Þjóðviljan um“ og „Isa- fold“ verður bráðum jafn eptirsóknarvert og það, að vera sæmdur heiðursmerki. Skyldu ritstj. þessara blaða hafa ætlazt til þessa? Skyldi Isfirðingum ekki þykja sómi að því, að láta Skúla skipa sæti Jóns heit- ins Sigurðssonar eða Hannesar Hafsteins á þinginu? Um Isafoldar-Björn er óþarft að tala margt. Hann er orðinn svo þekkt- ur hér í sýslu, að enginn villist á, hvar vísa á honum til sætis. Annars er hann nú farinn að gugna og ganga meir og meir ofan í forina, karlhróið. Snður-Þingeyjarsýslu (Höfðahverfi) i7.febr. Tíðin hefur verið fremur stirð hérívet- ur, einlægar norðanhríðar og harka svo mikil, að eg man ekki eptir öðru eins frosti síðan veturinn 1887—88. Eg er hræddur um, að heyskortur verði hér um slóðir, ef þessu heldur áfram, kannske fram á sum- ar, en fyrningar voru hjá mörgum frá fyrra ári, og heyskapur góður í sumar, svo menn ættu síður, að verða heylausir. Gufu- skipið Egill, sem lagði af stað frá Akur- eyri 4. þ. m. til útlanda, ætlaði austur með, en komst ekki fyrir ís hjá Langanesi, sneri svo við og ætlaði vestur með, en komst eigi að heldur fyrir ís. Nú er hann inn við Hrísey, og liggur þar. Svona er ís- hellan úti fyrir, en lagnaðarís á öllum firð- inum frá Hrísey og inn á Akureyri.—Afla- brögð fremur lítil á opna báta austan Eyja- fjarðar í haust, en síldarafli góðurum tfma í september. — Fjárverð betra en í fyrra, 100 punda kind á 13 kr. og féð með fall- egra móti í haust, enda var sumarið hið bezta og féð komst snemma á afrétti. — Um Ameríku-ferðir heyrist ekkert talað.— Borizt hafa hingað fregnir um !át valtýsk- unnar, og held eg að fáir syrgi hana hér. Ekki hefur Isudilkurinn á Akureyri neitt getið um lát Valtýssu, en hann heldur kannske eins og gamla ísa, að hún sé bráðlifandi og einmitt í blómasínum. Það hefur nú heyrzt, að Vestmannaeyjakjós- endur ætli eigi að kjósa sjálfan doktorinn framar, heldur heimastjórnarmann á þing. Oskandi væri, að önnur kjördæmi lands- ins, helzt hvert eitt eina.sta, sendu heima- stjórnarmenn á þing, en launuðu Valtýing- um yfirgang þeirra á þinginu í sumar, og lofuou þeim að sitja heima fyrst um sinn, eða yfir næsta kjörtfma. Til nartgjapna nágrannans. Alveg er hann innantómur, uppgerð: svipur, fas og rómur, ekki býsna umtalsfrómur, yfir höfuð: magur lómur. Frá Z. H. B. Dáln er hér í bænum 1. þ. m. ekkjufrú Ó 1 í n a Marie Christine Vigftisson, ekkja Sigurðar Vigfússonar fornfræðings (-[- 1892) 83 ára gömul, (f. í Ólafsvík í febr 1819). Hún var dóttir Isaks Jacobs Bonnesens sýsluntanns í Rangárvallasýslu (*J* 1835), giptist fyrst Jóhanni Árnasyni sýslumanni í Þingeyjarsýslu (-j- 1840), síðan Vigfúsi Thorarensen silfursmið, syni Bjarna amt- manns Thorarensen, og síðast Sigurði forn- fræðing. Hún var gerfileg kona á yngri árum, og að rnörgu vel farið. Látinn eríf. m. á ísafirði Óli F. Ás- mundsson verzlunarmaður. Hann var kvæntur Louise Hall og áttu þau einn son, Wilhelm, sem er í latínuskólanum. Hinn 4. f. m. andaðist í Flatey J ó n Pétursson, fyr verzlunarstj. á 65. ald- ursári (f. í Skáleyjum 12. sept. 1837) fjör- maður og gáfumaður og vel látinn. A ekkju og tvö uppkomin börn á lífi. Prestkosning er um garð gengin á Lundi í Lundar- reykjadal, oghlautséra Sigurður Jóns- son á Þönglabakka kosningu með 18 at- kv. Hinn umsækjandinn, séra Jónmund- ur Halldórsson aðstoðarprestur í Ólafsvík fékk 9 atkv. Norskur björgunarbátur »Achilles« kom hingað 3. þ. m. til að ná út gufuskipinu »Modesta«, er strand- aði hér 7. f. m. Færeyska varðskipið »Beskytteren« kom hingað enn aðnýju 4. þ. m. með 2 botnvörpuskip, er það hafði tekið í landhelgi við Grindavík. En með þvf að ekki sannaðist, að skip þessi hefðu verið við veiðar í landhelgi, héldu þau afla og veiðarfærum, en urðu að gjalda sekt, annað 800 kr., hitt 600 kr. Glasgow seld. Þorvaldur bóndi Björnsson á Þorvalds- eyri, sem staddur er hér þessa dagana, hef- ur keypt Glasgow af Einari Benediktssyni yfirréttarmálfærslumanni fyrir 25,000 kr. Ætlar Þorvaldur að flytja búferlum hing- að til bæjarins næstkomandi vor eptirnær 40 ára rausnarbúskap á Núpakoti og á Þorvaldseyri. Sýslanin sem ráðskona á Holdsveikraspítalanum í stað ekkjufrú Kr. Guðmundsen, er veitt prestsekkju Guðrúnu Bjarnardóttur, frá Sauðanesi, systur séra Halldórs Bjarnar- sonar. Hafís allmikill var fyrir Norður- og Austur- landi í f. m., hafþök víðast hvar úti fyr- ir, en lagnaðarís mikill inn á fjörðum. Mikill hafís á Húnaflóa og hrafl á ísa- fjarðardjúpi og fyrir Vestfjörðum. Er því allhætt við, að »Vesta« komist ekki leið- ar sinnar umhverfis land í þ. m. Fiskafli var mjög góður við Isafjarðardjúp í f. m., 50—60 kr. hlutur á dag. ,SkrumaugIýsingar‘ 6. Kristjánssonar. » _____ (Niðurl.). Um útsöluverð P. & St. á org- elum frá amerískum verksmiðjum segir að- alumboðsm. þeirra, B. Kr., að „verzlunarhús- ið P. & St. setur sanngjarnt verð á vöru sína, miðað við vörugæðin“. Hann vill þvf með þessum og öðrum orðum telja mönn- um trú um, að orgel frá P. & St. séu, að minnsta kosti þeim mun vandaðri og kosti þeim mun meira f innkaupi en orgel þau, sem eg sel, sem þau eru seld dýrari út. Við skulum sjá, hve satt 'það reynist! Petersen & Steenstrup selja, meðai ann- ars, amerísk orgel, sem nefnast „Chicago Cottage Organs", sem B. Kr. segir, að séu vönduð orgel, og sem m. a. s, eru það líka. Ódýrasta orgel með tvöföldu hljóði afþeim, er samkvæmt vefðlista, er eg fékk síðastliðið sumar frá félagi því, er smíðar þau, orgelið Style 1. Það orgel selja P. & St. á 244 krón- ur í umbúdum í Khöfn, sé það borgað út í hönd annars á 270 krónur, en ekki á 225 kr., eins og B. Kr. segir. Þetta sama orgel, Style I, býðst eg til að selja í umbúðum í Chicago 111. U. S. A. á að eins ijo krónur, og tek eg þó fullt eins mikil ómakslaun á þessu sem samskonar orgeli hjá Beethoven P. & O. Co. Það er því auðséð, að þetta orgel er að minnsta kosti sama sem ekkert dýrara í inn- kaupi en orgel með sama hljóðmagni og líkri gerð hjá Beethoven P. & O. Co, þvf það sel eg á 125 krónur í umbúðum í Washington, og er þó þessi 5 króna munur ekki nauð- synlegur. Eptir réttu verði að dæma eru þvf engar Itkur til að pau séu vandaðri en org- el frá Beethoven P. cb= O. Co. Þau eru, eins og áður er sýnt, ekki af peim ástæðum svona dýr hjá Petersen & Steenstrup. Þetta sama orgel, Style I, skal eg einnig selja á „transit" við skipsfjöí í Kaupmannahöfn á 180 krónvr gegnfyrirframborgun, og kannske fyrir minna verð. P. & St. selja orgel frá sama félagi, Style 96, á kr. J02J0 í umbúð- um „netto". Eg skal selja sama orgel á „transt" í Khöfn á „netto" 2JJ krónur í um- búðum. P. & St. selja frá sama félagi org- elið, Style 37, á „netto" kr. 347,50 f umbúð- um. Sama orgel skal eg selja á „transit" í Khöfn á „netto" 270 krónur í umbúðum. Öll önnur orgel frá sama félagi skal eg selja tilt'olulega jafn miklu ódýrara en P. & St. Til þess að geta þennan samanburð ekki óþarflega langan, lýsi eg þvf yfir, að eg skal ennfremur selja orgel frá tveim öðrum ame- rfskum orgelverksmiðjum, sem P. & St. hafa umboð fyrir f Danmörku, fyrir tiltölulega jafn miklu lægra verð en þeir (P. & St.), sem undanfarin dæmi sýna. Eg hef sýnt hér að framan, að Petersen & Steenstrup selja orgel af sömu tegund, frd sömu verksmiðju, upp og ofan c.JO°/o dýrari en eg sel þau, eingöngu af þvf að þeir leggja c. 30% meira á pau en eg. Þetta kallar umboðsm. þeirra B. Kr., að „setja sanngjarnt verð á vöru sína" o. s. frv.! — Þá er að minnast ofurlítið á orgel, sem P. & St. smfða sjálfir. Þegar eg auglýsti fyrst orgel, tók eg til samanburðar verð á ódýr- asta orgeli í hnottréskassa (ekki „spónlagt" o: „fineret") með tvöfoldu hljóði smíðað á verkstæði P. & St. Eg hafði þá að eins verðlista yfir þau. Þar kostaði svona orgel minnst 375 krónur to% -|- 10 krónur fyrir umbúðir. Það var því ekki ofdýrt sett hjá mér á ca. 340 krónur minnst. Hitt datt mér ekki í hug, að þeir mundu selja sín eigin orgel cjýrari en orgel frá miklu meiri og frægari verksmiðjum. Eg lofaði því þessari tölu að standa af ofangreindum ástæðum, þangað til eg sá í „Austra" auglýsingu frá P. & St. um orgel frá Needham Piano & Organ Co, sem kostar „netto" kr. 247, 50 -f- 10 krónur fyrir umbúðir, þá bað eg rit- stjórana að breyta tölunni í ca. 260 krónur, og var sú tala búin að standa f „Þjóðólfi" áður en B. Kr. skrifaði „Skrumauglýsingar" sínar. Það eru því ósannnindi hjá honum á móti betri vitund að segja, að eg auglýsti pá, að orgel o. s. frv. kostaði mi nnst c. 340 krónur hjá P. & St. Um gæði orgela P. & St. þarf egekkiað tala. Það er, því miður, Iíklega í annari hvorri kirkju hér á landi einhverskonar hljóð- færi smíðað hjá P. & St. Imynda eg mér, að ekki sé auðvelt að gefa fjöldanum af þeim lakari vitnisburð en þann, sem þau æpá sjálf hástöfum, í hvert skipti, sem þeim er nauðgað til hljóðs. Þó að það skipti litlu, ætla eg enn að niinn- ast á fáein atriði. B. Kr. segir, að það beri ekki vott um, að orgel frá Beethoven félag- inu og Cornish & Co séu vönduð, að „verk- smiðjan" hafi engan útsölumann í Danmörku! Eg hélt að allir menn, sem einhverntíma hafa koniið nálægt verzlun, vissu að í seinni tíð hafa verið settar á stofn margar afar- stórar verksmiðjur, sem hafa engan útsölu- mann utan verksmiðjunnar, en selja þaðan beina leið öllum kaupendum, til að koma í veg fyrir þá verðhækkun, sem millimað- urinn gcrir. Af því kaupendurnir fá hlut- inn ódýrari á þann hátt, verða fleiri til að kaupa, og á því græða þessar verksmiðjur. Ein af þeim er t. d. Jens Hansens járnverk- /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.