Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.03.1902, Blaðsíða 4
40 smiðja í Danmörku, alþekkt hér á landi. Af sömu ástæðum hafa Beethoven P. & O. Co og Messrs Cornish & Co heldur ekki út- sölumenn. Vegna erfiðleika að nota íslenzk- an markað var eg gerður einkafulltrúi (sole Representative). Það er broslegt, hvað B. Kr, gerir sig mikinn yfir því, að eg muni ekki þekkja all- ar orgelsverksmiðjur á Norðurlöndum! Eins og það komi nokkuð þessu máli við, þó að það sé í verunni lafhægt? Eg hef hvergi sagt annað, en að airir orgelssmiðir á Norð urlöndum selji lítið eitt ódýrara en P. & St. „Aðrir“ „þýðir ekki sama sem allir aðr- ir“. Eða heldur B. Kr., að ef eg segði: „Það eruaðrirmenn áreiðanlegir en B. Kr.“, að það sé sama sem eg hefði sagt: „Það eru allir aðrir menn áreiðanlegir en B. Kr.?!“ — Mér er nóg að vita, að þrjár sænskar orgelverksmiðjur, sem eru þekktar hér um allt land, selja ódýrara. En hafi B. Kr. tekizt, að finna einhverja sem selur dýrara en P. & St., því gerir hann þá ekki umbjóðendum sínum þann greiða, að segja frá henni?! Það er ekki víst að mörgum hafi dottið í hug, að slíkt fádæmi væri til! B. Kr. segir einnig: „Auglýsandi (c: eg lætur á sér skilja, að hér sé um tvær verk smiðjur að tefla, sem hann hafi umboð fyr- ir. En verksmiðjan er ekki nema ein, svo að sá liður auglýsingarinnar er þá líka ó- sannur". — Af því hver heilvita maðurget- ur strax séð, að tvö félög (,,Company“) eru ekki sama sem eitt, sýnir þetta óvenjulega mikla og glópslega framhleypni, sem verð- ur gikksleg, þegar hann gerir sér Ieik til að lýsa satt ósatt. Því þetta atriði gat þó hvorki svert orgel frá P. & St., né þau sem eg sel. Eg bið lesendurna að misvirða ekki, þó að eg taki eitt einasta dæmi, til að sýna hverskonar ritsmiður B. Kr. er. Það eru þessi orð hans í sömu grein, sem eru víst sett til að sýna, hve orgel þau séu vönduð, sem P. & St. og umboðsm. selj^: „Eru org- elssmiðir því venjulega svo varkárir með að gefa langa ábyrgð, að þeir ábyrgjast þau að eins í 5 ár. Það eru verzlunarhús, sem gceta að því, að lofa ekki því, sem þeirgeta ekki efnt", Þetta verður ekki rétt skilið öðruvísi, en svo, að þeir geti ekki ábyrgzt þau lengur en ( 5 ár. Af hverju? Auðvit- að af því, að orgelin endist ekki lengur en í 5 ár, án þess að þurfa svo (p'kinn við- gerðarkostnað (ábyrgðarkostnað), að þeir geti ekki borgað („efnt") hann! — Hvað skyldi P. &. St. vilja borga umboðsmanni sínum fyrir þessi meðmæli?! — Auðvitað eru þau ekki byggð á öðrum ástæðum en hugviti B. Kr. — Skyldi mega líkja við „óaftrekt úr „innra frágangi" á þeim sjálfgerða dómara, sem lastar af óviti sínu, þegar hann ætlar sér að hælai! Porsteinn Amljótsson. Veðnráttnfar í Ryík í febrnar 1902. Meðalhiti á hádegi. + 0.4 C. —„ nóttu . -r- 2.4 „ Mesturhiti „ hádegi . + 7 „ (h. 1., 18.). —„— kuldi „ —. -+ 7 „ (h. 8., 9.). Mestur hiti „ nóttu . + 7 „(h.i.). —kuldi,, „ .-+12 „(h.n.). Fyrstu 4 daga mánaðarins hlýtt veður; gekk til norðurs h. 5. með miklum gaddi til miðs mánaðar; hefur síðan verið veður- hægð, opt þoka; jörð hér nú alauð. J/3 J Jónassen. UNDIRSKRIFAÐUR yflrréttarmálafœrslnmaður er til riðtals nm málsnknir, fasteignasölu, lög- fræðislegar leiðbeiningar o. s. frv. lcl. ÍO— ii f. h. ogkl. 5-7 e h. 28. febr. 1902. Einar Benediktsson. Islenzkip sagnaþættir I. Sírprentun úr Þjóðólfi i8g8—1901, 136 bls, eru nú fullbúnir og kosta heptir 1 kr. 60 au. fyrir kaupendur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir þá, sem ekki ern kaupeiidnr blaðsins. Þeir sem útvega 5 nýja kanp- endnr að Þjóðólfi og standaskil á borg- un frá þeim í gjalddaga, fá, auk venju- legra sölulauna, eitt hepti af sagnaþáttun- um ókeypis, en þeir sem útvega 10 nýja kanpendnr, fá 2 eintök ókeypis. Þetta tilboð stendur fyrst um sinn til 31. des. 1903. Rvík 20. febr. 1902. Hannes Þorsteinsson. Sakir útbreiðslu sinnar er ÞJÓÐÓLFUR langheppiiegasta og áhrifamesta auglýsingablað landsins. Skýpsla nm selt, óskilafé í Snæfellsness- og Hnappadaissýsln 1901. I Skógarstrandarhreppi-. 1. Hvítt hyrnt gimbrarlamb ómarkað. I Helgafellssveit'. 1. Hvít hyrnd ær mark: sneitt og fjöður apt. h., sýlt fjöður fr. v. 2. Hvítt gimbrarlamb með sama marki. 3. Hvítur hrútur v.g. mark: tv(stýft apt. biti fr. h., sýlt v. 4. Hvítur lambhrútur mark: hangíjöður fr. h., miðhlutað v. 5. Hvít kollótt ær mark: stýft biti fr. h., stýft biti fr. v. I Neshreppi innan Ennis: 1. Hvít hyrnd ær mark: stýft gat h., stýft gat v. Hornmark: tvístýft fr. h., biti apt. v. 2. Hvít hyrnd ær mark: sýlhamrað h., sneitt apt. v. 3. Hvítt hrútlamb mark: sneitt fr. h. sneitt apt., fjöður fr. v. 4. Hvítt lamb mark: sýlt biti apt. li., sýltv. 5. Hvítt hyrnt lamb mark: sneiðrifað apt. v. 6. Hvítt, hyrnt lamb mark: sýlt h., sýlt gat v. 7. Hvítt, hyrnt lamb mark: sneitt fr. h. I Staðarsveit: 1. Hvítt hymt gimbrarlamb mark: stand- fjöður fr. h. I Miklaholtshreppi: 1. Hvít hyrnd ær mark: blaðstýft apt. h. tvístýft apt. v. Hornamark: stýft hálft af apt. h., stýft hálft af apt. v. Br.m. S. E. S. I Kolbeinsstaðaht eppi: 1. Hvítt gimbrarlamb mark: tvístýft apt. biti fr. h., stúfrifað biti apt. v. 2. Hvítt gimbrarlamb mark: tvístýft fr. h., blaðstýft fr. lögg apt. v. 3. Hvítt gimbrarlamb mark: sneiðritað fr. v. Eigendur geta vitjað andvirðis hins selda fjár, að frádregnum kostnaði, til hlutað- eigandi hreppstjóra innan Mikaelsméssu. Skrifstofu Snæfellsness-og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi 10. febr. 1902. Lárus H. Bjarnason. Takið nú eptir! Frá því í dag og til 1. apríl n.k. verður allur skófatnaður, sem fyrirliggj- andi er í Skóverzluninni í Austurstræti 4 seldur með 10°/o afslætti gegn peningaborgun út í hönd. Reykjavík 7. marz 1901. Þorsteinn Sigurðsson & Stefán Gunnarsson. Hér með vottmn við sjálfra okkar vegna sem og fyrir hönd fjarverandi föður og systkina, okkar innilegasta þakklæti öllmn þeim, scm á einlivern hátt, sýndn hliittekuiugn við fráfall okkar ástkæra bróður og mágs Yil- hjálms Jónssonar. Þar sem engrir af skyldmennum hans gátn verið nálægir honum í banalegunni eða við jarðar- förina, þá flnnnm við okkur því fremur kniið til að láta þakkarþel okkar í Ijósi við þá hina mörgn, sem lið- sinntu honum í sjúkdómnum og gerðu útför hans veglega. Sauðafelli 28. febr. 1902. fxiiðný IJjarnarson, Björn Bjarnarson. T rypograph inn er hið bezta og handhægasta áhald til að taka mörg endurrit af sama skjali. Fæst í tveim stærðum, kvarto og folio í bókaverzlun SI6FÚSAR EYMUNDSSONAR. Þar fást einnig: Vasapennap úr gulli (Pelican pennar); bezta tegund vasa- pennaaðdómi þeirra,sem hafa notað þá. Gullblek, pautt blek, óaf- máanlegt merki,blek til að merkja lín, og m e P k i b 1 e k til að merkja kassa. Mikið af RITFÖNQUM. HÖFUHBÆKUR, KASSABÆKUR 0g KLADDAR, og margt fleira. Allt mjög ödýrt eptirgæðum. Ullarteppi fannst í haust á móunum fyrir neðan Lækjarbotna. Réttur eigandi vitji þess til Georgs P. Guðmundssonar á Núpi í Fljótshlíð. Nýprentuð eru : SKÓLAL J Ó Ð Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. Gísli Þopbjapnapson í Reykjavík liefur naif-ar birgðir af ,lmperial‘-púppanum góða. - | Concert heldur Músikfélagið að öllu for- fallalausu í Iðnaðarmannahúsinu annað kveld (8. marz) kl 8V2. ME Ð óvanalega góðum kjör- Um geta menn nú eignast smærri eða stærri hús hér í bænum, ef þeir semja við trésmið Boga I’órðarson, Laugaveg 47. Blómsveigar.________________ á líkkistur o. fl., marg- B L O M - ar tegundir, ljómandi S V E I G A R fallegir, nálægt 300 stykki um að velja, þar ámeðal mjög stórir og fínir blóm- sveigar, hentugir, þegar félög vilja heiðra framliðna vini sína eða meðliími. Sömuleiðis blómsveigaborðar, áprentaðir ef óskað er, margar mjög fallegar gerðir. Blóm og puntur í blómsturvasa, ál&flega margarog marg- tfreyttar tegundir um að velja. Pálma- greinar af öllum stærðum, vaxrós- ir, grályng og margskonar tilbúin blóm (um 90 tegúndir), bæði til þess að búa til úr blómsveiga og annað skraut. Ennfremur mjög mikið úrval af heillaóskakortum, mjög ódýrum og eptir nýjustu tízku. Þetta og fleiri tilbúnir skrautmunir, t. d. áteiknað angóla og klæði með tilheyrandi, fæst á Skólavörðustíg' 6. Svanl. BenediktsdLóttip. LJNDIRRITAÐUR yflrréttarmálaflntn- ingsmaður hefur hús, íbúðarhús 0g verzlunarhús til sölu á góðuin stað í bænum; ennfremur útvega eg mönnnm, er flytja ætla liingað til bæjarins, liúsmeð góðu verði og góðuni skilmálum, og gef allar nauðsynlegar upplýsingar gegn mjög vægri borgun. Reykjav(k í marz 1902. Oddur Gíslason. Vel skotna fálka kaupir Júlíns Jörgensen. VOTTORÐ í mörg ár hef eg þjáðst mjög af tauga- veiklun, og af slæmri meltingu, og hafa hin ýmis konar meðul, sem eg hef reynt, ekki orðið að neinu liði. En eptir að eg hef nú í eitt ár brúk- aðhinn heimsfræga Kína-lífs-elixír, sem hr. Valdemar Petersen í Frederikshöfri býr til, þá er mér ánægja að geta vott- að, að Kína-lífs-elixírinn er hið bezta og öruggasta meðal gegn hverskonar tauga- veiklun, eins og Hka gegn slæmri melt- ingu. Framvegis murt eg því taka þennan ágæta bitter fram yfir alla aðra bittera,, Reykjum. Rósa Stefánsdóttir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elix(r, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að standi á flösk- unuen í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.