Þjóðólfur - 21.03.1902, Síða 2

Þjóðólfur - 21.03.1902, Síða 2
46 um vorn hag. Hafnarstjórnarmenn hafa sjálfir ekki gert lítið úr því, að „peningavald" — svo kallar ísafold það — geti ráðið mjög miklu, og er það þá augljóst, að peningavald þeirra bankamanna getur orðið allægilegt hér. Þessir herrar geta því ráðið miklu um atvinnumál, verzlunarmál, stjórninál o. fl. með sínu einokunarpeningavaldi, og þarf naumast að fjölyrða um það, hversu afleiðingar slíks yrðu happa- drjúgar. Sú stefna ryður sér líka óð- um til rúm9 úti í heimi, að bankar eigi að vera ríkisbankar, en ekki hluta- félagsbankar; sá er þó munurinn þar, að þar eru það innlendir menn, sem eiga hlutafélagsbankana og stjórna þeim að öllu leyti, en hér yr.ðu það útlendingar, sem legðu fram féð og stofnuðu og ættu bankann, nema þann hlut, er revisorinn kveðst ætla að taka, því aðrir munu ekki hér á landi sjá sér fært efnanna vegná að taka hluti í þessu baukafyrirtæki. Þess eru víst • fá dæmi í sögu mannkynsins, að þjóðirnar hafi veitt útlendum mönnum einkaleyfi til að reka peningaverzlun í löndum sínum. Það var vel að orði komizt, er Þórhallur lektor Bjarnarson kallaði það næst „pólitiskum glæp“, að leggja niður landsbankann, eins og þeir Haínar- stjórnarmenn ætluðu að gera, og hefðu gert, ef þeir hefðu mátt ráða. Það er sannarlega erfitt að skilja, hversu þeim mönnum er farið, er halda því fram, að það sé heillavænlegt að, vér seljum öll peningaráð vor í hendur útlendra Gyðinga; þeir munu verða að teljast verulega grunnhyggnir, og væri þeim ráð að ræða sem minnst um peninga- mál. Hitt er auðvitað hugsanlegt, að þeir berjist fyrir því sakir eigin hags- muna, eða að þeir séu keyptfr af ein- hverju „peningavaldi"; en það er mjög óviðfeldið að leiða slíkar getur að ástæð- um fyrir framkomu manna í velferðar- málum fósturjarðarinnar. En hvernig á að gera sér skiljanlega framkomu sumra þeirra þingmanna, er greiddu atkvæði með því og reru að því öll- um árum á síðasta þingi að leggja landsbankann niður? Það má vel vera, að sumir þeirra hafi gert það af heimsku, en sumir þeirra eru svo gáfað r menn, að vart er ætlandi, að þeir hafi ekki séð, og sjái ekki, hvílík hætta stafaði af slíku. Það er og ekki ástæðulaust, að mönnum dettur í hug „peningavald- ið“, er sá kvittur hefur gosið upp,að Val- týsliðar hafi til umráða nokkur þúsund krónur, sem ætlaðar eru til þess að fá róðrarkarla á Hafnarstjórnar- og banka- fleytuna þeirra Hafnarstjórnarmanna, sem nú kvað þó vera orðin svo hrip- lek og úr sér gengin, að það verði að setja hana upp í „Fúlutjörn" og selja þar á uppboði til uppkveikju í stað skánar. Faust gamli veðsetti einungis sína eigin sál, en þetta er veðsetning velmegunar og hagsældar þús- unda manna, að leggja niður lands- bankann og gefa útlendum mönnum einkaleyfi til að reka hér peningaverzl- un í 30 ár; þetta vildu þeir Hafnar stjórnarmenn gera í sumar sem leið, en þeim vitrari menn og þjóðræknari fengu ráðið því, að oss var stýrt frá þeirri ógæfu að þessu sinni, en þess má vissulega vænta, að þeir geri þetta á næsta þingi, ef þeir mæta þá svo fjölmennir, að þeir fái því áorkað. ís- lenzkir kjósendur mega eigi gleyma nöfnum þeirra manna, er greiddu at- kvæði gegn þeirri tillögu heimastjórn- armanna í neðri deild, „að landsbank- inn stæði við hlið hlutafélagsbankans". Slíkir menn hafa að öllu fyrirgért rétti sínum til að skipa þingsess þessarar þjóðar, enda er eg sannfærður um, að enginn ærlegur íslendingur gefi þeim atkvæði sitt til þingsetu^ framar. Skrifað í janúar 1902. Bóndason úr sveit. „Ekki er þeim gamanu. Þeim hefur orðið matur úr nokkrum setningum í Dannebrogs-athugasemdunum við boðskapinn, valtýsku blöðunum. Það eru setningarnar um tvo ráðgjafana og »dúalisimusinn« í stjórn landsins, sem af peim mundi leiða. Það stendur svo í greininni, »að frá sumum hliðuin hafi ver- ið óskað tveggja ráðgjafa . . . þannig, að sá í Reykjavík skyldi hafa innanlands- stjórnina og standa í sambandi við þing- ið og láta hinn (í Höfn), og hann einan standa í sainbandi við konung«, og svo segir, að slík tvískipting muni reynast slæm, og verði því ekki tekin til greina. Þetta hafa valtýsku blöðin heimfært upp á tíu manna frumvarpið í sumar og eru hreykin af, hverja útreið það hafi fengið. Það er engum óvitlausum manni ofverk að sjá, bvílíkt fals er í þessubulli blaðanna. Að Kristján yfirdómari fer með sama bullið, kann að þykja undarlegt, en eptir framkomu hans síðasta árið, kemur mér ekkert á óvart úr þeirri átt. En, sem sagt, hver óvitlaus maður og hver, sem þekkir tíu-manna frv., sér þegar 1 stað, að orðin geta á e n g a n hátt við það átt. Þar er farið fram á allt annað en þesskonar tvískipting. Það væri nú kyn- legt, ef ráðgjafinn vildi með öllu for- dæma frumvarp, sem aðallega fór fram á einn aðalráðgjafa búsettan í Reykjavík, í sömu andránni og hann býður Islendingum ráðgjafa búsettan í Rvfk eða með öðrum orðum vill verða við aðalósk tíu-manna frumvarpsins. Auð- vitað er líka öðruvísi máli farið. Orðin í Dannebrogs-greininni eru með vilja gerð svo víðtæk, sem þau eru, til til þess að geta náð yfir allar þær upp- ástungur, sem ráðgjafanum voru kunnar, um tvo ráðgjafa, en eiga alls ekki sérstaklega við 10-manna frv. Þessa skýringu hefur hr. ráðgjafinn sjálfur gefið mér og leyft mér að birta hana. Til frekari, eða réttara sagt, til fullrar skýringar skal þess getið, að hið nýja frumvarp hr. Páls amtmanns Briems var sýnt ráðgjafanum allrafyrstu dagajanúarm. Af því að eg fékk áskorun um að styrkja það, áleit eg það skyldu mína að spyrja ráðgjafann þá þegar, hvernig hann myndi snúast við þessu nýja frumvarpi. Hver, sem vill sjá, sér hið nána satnband milli greinarorðanna í Dannebrog og þessa hins nýja frumvarps og þess, sem það fer að- allega fram á. Hér með er kveðinn niður sá draugur, sem auðvitað verður reynt að tosa upp aptur, en hann verður aldrei magnaður framar. Khöfn. 27. febr. 1902. Finnur yónsson. Pistill úr Árnessýslu 1 O. marz. 1. [Veðurátta — Aflabrögð —- Verzlun — Nýtt bókasafn á Eyrarbakka - Sjónleikar þar— Skugga-Sveinn og „Ráðgjafinn á þingi“ — Bindindi—- Konungsboðskapurinn— „Trygg- ar leifar.—Heilbrigð skynsemi og alþingis- tíðindin — Tilboðið ekki Hafnarstjórnar- mönnum að þakka —] Síðastliðinn mánuð hefur veðurátta ver- ið hin hagstæðasta, stöðugar þíður og still- ur, fénaður á útigangsjörðum hefur því um langan tíma verið mjög léttur á heyjum. Sauðfé víða ekki komið nálægt húsum í langan tíma. Það er því gott útlit með heyfyrningar i vor. Aflabrögð lítil enn í veiðistöðum hér, gæftir hafa þó verið stöðugt. Allir vona, að fiskur komi bráðlega, enda er þess full þörf, því víða mun lítið um soðningu við kaupstaðina. Vörubirgðir sagðar farnar að minnka í verzlunum hér, nema Lefoliis-verzlun á Eyrarbakka og er það engin nýlunda með með þá verzlun. Verð á matvöru þar Ifkt og á kauptíð í sumar. Til tiðinda mátelja það meðal kaupmanna hér, að Lefolii stór- kaupmaður hefir gefið til afnota verzlun- armönnum sínum stórt bókasafn, sem fræð- ir aðallega um landbúnað og fiskiveiða- áhöld o. fl. I safni þessu eru helztu rit- gerðir, sem út hafa komið i Danmörku síðustu árin og snerta þessa atvinnuvegi, sömuleiðis allt Búnaðarritið íslenzka o. fl. Fyrir útlánum stendur verzlunarstjóri P. Nielsen. Safn þetta hefur verið tölu vert notað í vetur, og verður þó eflaust meira síðar, þegar menn fara betur að kynnast því. Bókagjöf þessi er því hin bezta og hugulsamasta frá gefandans hendi og það því fremur sem sagt er, að gefandinn haldi áfram að auðga safnið af nýjum búnaðarritum. Leiktélagið á Eyrarbakka hefur leikið nokkrum sinnum í vetur; helzti leikurinn var „Skugga-Sveinn". Höfuðpaurinn í þeim leik, Sveinn sjálfur (Hjörleifur söðla- smiður) lék óvenjulega vel og óþvingað; hinir leikendurnir léku flestir sæmilega, sérstaklega Lárentsíus sýslumaður (Jón Sig- urðsson í Túni) og Haraldur (Gísli Jóns- son). Þá hafa þeir leikið annað „stykki", sem þeir nefndu „Ráðgjafann" (á þingi), lagað og aukiö eptir því, sem Þeim hefur þótt líklegast, að ráðgjafinn mundi koma hér fram. Leikur þessi ér auðvitað „grín- stykki" og gert til gamans. Sumum hafði þótt fátt um leik þénnan, og ekki þótti Valtýingum ráðgjafinn sinn efnilegur, eða siðavandur, ef hann líkist þessu, sem gera mætti þó ef til vill ráð fyrir. Bindindisfélögunum í kaupstöðunum líð- ur vel, og færa heldur út kvíarnar, enda fer drykkjuskapur mjög þverrandi. Llkja má félögunum við þungan, sléttan árstraum, sem sígur hindrunarlaust áfram og lætur ekki staðar numið fyr en í hinu ómælan- lega úthafi; eins mun félögunum fara á endanum, og á þeim sannast máltækið, að „sá sem gengur hægt gengur lengi og langt". Það skal tekið fram, að löggjöfin hjálpar árlega eitthvað, og sýnilega er nú svo komið, að eptir 10—15 ár verður ekki einn einasti áfengissölustaður á landinu. Ný vínsöluleyfi ókleyf\ hin deyja út. — Konungsboðskapurinn er kominn á hyll- una til okkar flestra. Telja má alveg vist, að stór meiri híuti telji það gott og ákjós- anlegt, að meira verði úr en loforð um að samþykkja efrideildarfrumv. síðasta. þings; það hræddust margir, að meira mundi ekki á boðstólum en það. Eptir almennum róiii hér í héraðinu, munu kjós- endur hér yfirleitt leggja fyrir þingmenn sýslunnar, að taka búsetunni f Rvík., og að önnur ónauðsynleg embætti verði nið- urlögð, sein án má vera, eptir að hin nýja sfjórn er komin á. Þess er rétt að geta, að til eru hér „tryggar leifar" frá 1897, sem telja búsetuna hér ekki neitt sérlega mikils virði, og ekki ráðlegt að kaupa hana dýrum dómum! Þetta álit þeirra herra hefur líklega styrkzt við grein eina í „ísaf.“, 6. tbl. þ. á., sem undir stendur Stjórnar- bótarvinurll Þá sýnist ekki vera aldautt þrefið um það, hvorum flokknum á þingi 1901, sé að þakka, að ráðgjafabúsetu-tilboð- ið í Reykjavík fékkst — sumir telja valtýska flokknum það til inntekta — og fara þar í blindni eptir blöðum, sem ekki virðast vilja segja rétt frá málavöxtum. — Það hlýtur þó hver maður með heilbrigðri skyn, semi, sem haft hefur fyrir því, að kynna sér sjálfur tíðindi alþingis 1901 og lesið þau með óhlutdrægni og litið réttum aug- um á máhð, að sjá, að búsetutilboðið í Reykjavfk er réttur afspringur frumvarps ------------------------------------------ þess, sem heimastjórnarmenn fluttu í neðri deild og sem sami flokkur kom að (með naumindum þó) í ávarpi til konungs úr efri deild þingsins. Hinir nefndu ekki með einu orði búsetuna hér, nema þá sem ófáanlega. Þetta má lesa í ræðum fram- sögumanns málsins í efri detld, Kr. Jóns- sonar, Þingtíð. A. bls. 37 og bls. 45—46 o. fl. ræður fóru í líka átt; var þvf óþarfi fyr- ir Hafnarstjórnarflokkinn að þyrla upp ryki í augu almennings út af þessu. Hitt er mest um vert, að meiri hluti þjóðarinn- ir hlýtur að verða á eitt sáttur um aðalat- riðið — búsetuna hér á landi. — Nýtt félag, er nefnist »Sögufélagið« er nýstofnað hér í bænum, samkvæmt áskorun frá 3 mönn- um (Hannesi Þorsteinssyni ritstj., Jóni Þor- kelssyni dr. yngra og Jósafat Jónassym ætt- fræðingi). Urðu undirtektirnar hér í bæn- um þegar hinar beztu og lofuðu 80 manns að ganga í félagið. A fundi 7. þ. m. voru lög samþykkt fyrir félagið, og 5 menn kosnir í stjórn þess: dr. Jón Þorkelsson, Þórh. Bjarnarson lektor, Hannes Þorsteins- son ritstj., Jón Jónsson sagnfræðingur og Bjarni Jónsson frá Vogi. Skipti stjórn- in svo sfðar störfum með sér. I varastjórn voru kosnir Jósafat Jónasson og Benedikt Sveinsson stúdent. Endurskoðunarmenn Einar Gunnarsson og Sighvatur. Bjarnason. — Lög félagsins og áskorun frá stjórninni verður nú sent ýmsum mönnum víðsvegar um land og er vonandi, að undirtektirnar verði góðar, og að menn telji sér skylt að styðja þetta fyrirtæki með því að ganga í félagið. En til þess, að almenningur sjái, hver er tiigangur félags þessa, og hvert verkefni það ætlar að hafa með höndum, birturn vér hér áskorun stjórnarinnar orð- rétta. Hún er svo látandi: Á fundi, sem haldinn var í Reykjavík mánud. 17. febr. þ. á., varafráðið að stofna félag til útgáfu heimildarrita að sögu Is- lands. Á tundi félagsms 7. marz síðastlið- inn voru lög samþykktfyrir félagið og kos- in stjórn. I lögunum var kveðið nánar á um tilgang félagsins þannig, að það skyldi »gefa út heimildarrit að sögu Is- landsíöllum greinum frá þvíámið- öldumogsíðan, ogí sambandi við þau ættvísi og inannfræði þessa lands«. Á fundinum var og samþykkt að félagið skyldi heita »Sögufélag«. Það getur víst enguip blandazt hugur um að fyrirtæki það, sem hér er um að ræða, er stórnauðsyulegt og þýðingarmikið fyrir sögu og bókmenntir þessa lanas. Þá fyrst, er búið er að gefa út söguheiinildir þjóð- arinnar, verður sagt að fastur grundvöllur sé lagður undir sögurannsóknina, en það mun nú almennt viðurkennt hjá flestum þjóðum, að sögurannsókn og söguþekking eigi mikinn þátt í að vekja og glæða sanna þjóðrækni. Fram á þennan dag hefur sögu- heimildum vorum frá síðari öldum verið lít- ill gaumur gefinn. Þær hafa legið og liggja í söfnum vorum llttnotaðar og Iftt aðgengi- legar öllum þorra manna, og eru þær þó margar hvorttveggja í senn bæði fróðlegar og skemmtilegar. Þannig mætti hér í þessu ssmbandi minna á rit eins og t. d. Bisk- upaæfir Jóns Halldórssonar, annála ýmsa frá 17. og 18. öld, morðbréfabæklinga Guð- brands biskups, skjöl og heimildir um Tyrkjaránið, ýmsar æfisögur merkra manna o. fl. Það er lítið útlit fyrir, að Bókmennta- félagið, sem allt til þessa hefur verið það eina félag hér á landi, er nokkuð hefur starfað í þesra átt, geti komizt yfir þetta allt eða sinnt því svo rækilega sem æski- legt væri, enda hefur það félag í mörg horn að líta, og starfið á hinn bóginn svo umfangsmikið, að vel mega tvö félög rækja það í senn án þess að brjóta bág hvort við annað. Tilgangur þessa félags er ein- göngu sá, að flýta fyrir útgáfu þeirra heim- ildarrita frá síðari öldum, er merkust þykja og mest áríðandi fyrir sögu landsins.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.