Þjóðólfur - 04.04.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.04.1902, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. apríl 1902. Jti 14. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKI ~ sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksiniðjnn er liin elzta og- stœrstn í Dnninörkii, og byr til óefað hina beztn vörn ogr ódýrustu í sanianburði við gæðin. ^ Fæst hjá kaupmönnum. ^ SÍLD. KAUPMANNAHÖF N . Velmetið innflutnings-verzlunarhós í Kaup- mannahöfn, sem nákunnugt er síldarverzlun, óskar að komast í samband, viðvíkjandi sölu á íslenzkri síld, við áreiðanlegan síldarútflytj- anda, án milligöngumanns í Kaupmanna- höfn. Viðskiptin verða einungis gegn borg- un út í hönd. — Tilboð merkt: „ S. 40“ sendist Ang. J. Wolff & Co Ann. Bur. Köbenhavn. Stjórnmálafundur í Reykjavík. Valtýingar í algerðum minnihluta. Samkvæmt fundarboði frá mörgum (um 30) kjósendum til alþingis hér í bænum, var haldinn fundur í Iðnaðar- mannahúsinu í fyrra kveld um stjórnar- skrármálið. Stóðu umræður um það rúmar 4 klukkustundir. Þykir rétt að birta hér örstutt ágrip af fundargerð- inni, eins og fundarskrifarinn Benedikt Sveinsson reit hana, til þess að gefa mönnum ofurlitia hugmynd um afstöðu manna á fundinum. En fundargerðin er orðrétt svo látandi: „Stjórnmálafundur, er allmargir kjósend- ur i Reykjavík höfðu boðað til. var settur í Iðnaðarmannahúsinu miðvikudag 2. apríl 1902 kl. 81/. e. m. Fundinn setti Hannes ritstjóri Þorsteinsson og skýrði frá tilefni hans, og var því næst tekinn til fundar- stjóra Halldór Jónsson bankagjaldkeri, og skrifari Benedikt Sveinsson stúdent. Fjöldi kjósenda sótti fundinn og margir aðrir. Fyrst hóf máls sýslum. Ldrus H. Bjarna- son frá Stykkishólmi. Rakti hann stjórn- arbaráttusögu Islendinga allt frá 1830, og tók fram marga galla á stjórnarskránni 1874, minntist á lagasynjanir stjórnarinnar og stefnur þær, sem uppi hafa verið í niáli þessu síðan; einkum beindi hann orðum sínum að valtýskunni svokölltiðu og rakti hana greinilega sundur. Lauk máli sínu með þvi, að æskilegt væri að allir gætu nú orð- ið sammála, en kvaðst þó ekki geta haft fullan trúnað á forkólfunum valtýsku frá síðasta þingi, eptir framkomu og kapps- fflunum þeirra þar. Jón Ólafsson þakkaði formælanda tölu hans og kvaðst í flestu hafa svipaðar skoðanir Bar í bætifláka fyrir miðlunina frá 1889. Frv. '85 o. s. frv. gengi í bága við alrikiseininguna, og naiðl. væri hin €ina mögulega lausn á þeim hnút. Var sammála um að 6x. gr. væri góður gripur, „dálftill gimsteinn"; væri hið eina í þing- ræðisáttina i stj.skr. — Kvaðst hafa búizt við öðru i ræðti formælanda en um for- tíð málsins, en nú þyrfti einmitt að tala um hvað htr eptir ætti að gera. Spurði, hvað flokkarnir væru nú að berjast um, þeir þættust vera sammála um efnið. Það eimdi enn eptir af hitanum frá því í sum- ar, og flokkarnir hefðu ýmislegt illt á horn- um sér og tortryggðu hvor annan um skör fram. — A hverjum grundvelli ætla þau þingmannaefni, sem hér eru nú, að ganga fram til kosninga? Sighvatur Arnason: Agnúarnirá stjórnar- skránni '74 meir að kenna því, hvernig henni hefði verið beitt, heldur en henni sjálfri. Baráttan helði snúiztsorglega ásiðustu tím- um til sundrungar og jafnvel haturs, en nú kvað hann ekki tjá að sakast um orð- inn hlut — og vill að menn taki nú hönd- um saman, en láti söguna og seinni tím- ann dæma um hið liðna. Boðskapur kon- ungs byði ófullkomið boð eptir eðlilegum og sögulegum rétti. —- Þó sjálfsagt að taka honum og skapa sem hagkvæmlegast í hendur sér það, sem lægi innan takmarka boðskaparins. Lagði mikla áherzlu á nauð- syn á póliskum dómstóli. Ldrus H. Bjarnason: Svaraði J. O. — Kvaðst vilja fá frið, en spurði hvernig rétt væri að kjóxa svo að friðnum yrði sem bezt haldið. Hugði að til þess yrði að gefa gaum fyrri framkomu, eptir öðru yrði ekki farið. Veik þá að framkomu Valtý- inga sfðan í þingbyrjun. Þeir einir ættu að sinni hyggju að komast á þing, er eng- inn grunur gæti leikið á um, að yrðu á ■ móti heimastjórn. Gat um bankamálið og | fl. mál, er snerti þjóðerni Islendinga. Jón Jensson. Þótti form. hafa sagt söguna hlutdrægnislega. Þyrfti ekki að taka fram, hvað ástæður hans gegn val- týskunni væru fjarstæðar. Talaði þó heil- langt erindi og hélt tram, að allir væru nú raunar valtýskir.(i) Þakkaði J. Ó. tyrir sáttaorð hans. Fagnaði konungsboðskapn- um og vildi láta þiggja hann breytinga- lausan. Tr. Gunnatsson: Er mjög vel ánægður með konungsboðskapinn. Lofar ekki að tala litlaust; vill frið, en ekki í kveld, né næstu mánuði. Logn gæti nú verið hættulegt. Ómögulegt að vita hvað gera ber 1 framtíðinni, nema þess að minnsia kosti sé gætt, sem gerzt hefur á allra slð- ustu tímum. Valtýingar hafa sagt á al- þingi og annarstaðar, að ráðgjafabúseta væri óhugsandi og óhafandi og framkoma þeirra síðan tortryggileg. — Vill því ekki vera andvaralaus. Vill gjarnan frið með fram- tlðinni, en ekki fram aðkosningum. (Klapp- að ákaft). Ldrus H. Bjarnason-. Svaraði Jóni Jens- syni; þótti hann ekki hafa talað „parla- mentariskt" og nefndi þess nokkur dæmi. Mótmælti áburði af hendi J. J. um það, að hann væri kominn til að vekja sundrung. — Eptir skoðun J. J. ættu allir nú að vera valtýskir, hverri stefnu sem þeir fylgdu.(!!) Aðferðin væri einkennileg gagnvart þjóð sinni að bjóða henni einatt hið minnsta, en láta — og þó með mesta semingi — knýja sig tii að færa sig upp á skaptið. Svona menn gengi tæplega erindi sinnar þjóðar. Bj'örn alprn. í Gröf'. Kvaðst kominn hingað til að fræðast. Vildi nú vita, hverju kjósendur 1 Reykjavík héldu fram, hvort þeir vildu heldur aðhyllast valtýska frv. frá í sumar, eða konungsboðskapinn. Vildi að þetta kæmi skýrt fram og helzt með atkvæðagreiðslu. Jón Ólafsson: Þótti sundrungarandinn ofmikill bæði hér á fundinum og annar- staðar. Sagði að sumir bæru kvíðboga fyrir því, að eitthvað yrði óaðgengilegt í stjórnarfrv.. en var ekki þeirrar skoðunar sjálfur. Boðskapurinn væri augljós og gæti því verið glöggur samkomulags grundvöll- ur. Þótti flokkarnir ekki hafa gætt ping- rœdis nægilega. Vildi fá að heyra skoð- anir beggja flokka um það efni. Bar að lokum fram tillögu, er svo hljóðaði: „Jafnframt og fundurinn skorar á þing- mannaefni öll t vor, að heita því, að taka tilboði stjórnarinnar, sem hún hefur heitið að leggja fratn í stjórnarfrumvarpi, þá skorar hann einnig á forsprakka beggja hinna gömlu flokka, að leggja nú sem fyrst fram fyrir þjóðina glögga stefnuskrá sína“. lljdlmar Sigurdsson-. Vill ekki berjast við Tryggva Gunnarsson. -- Er með til- lögu J. Ó. Ldrus. H. Bjarnason: Svarar fyrirspurn- um J. Ó. Vill efla þingræði sem bezt, og vitn- ar í því efni til 10-manna frv. um óheim- ild stjórnar að gefa út bráðabirðgarfjárlög, ef alþingi hefur samþ. fjárlög. Vill ekki að ráðgj. fái nein eptirlaun; hverfi heldur að sínu fyrra embastti, eins og Cincinnatus að plógnum. — Nú lægi tvennt fyrir. Um það væri að velja. Drap á framkomu dr. Valtýs og fleiri forkólfa. — Samkvæmt þeirra framkomu gæti hann ekki trúað þeim óskorað, hversu sem aðrir tækju því. Hannes Þorsteinsson. Talaði langt er- indi og snjallt, sem gerður var að mikill rómur og bar að lokum upp tillögu þessa: „Fiindiirinn tjáir slg algcrlega andvíg- an stjórnarskrárfrmnvarpi því, er sani- þykkt var á sfðasta Iiing'i og tjáir sig ein- dregið hlynntan ráðgjafabnsetu f Reykja- vík, samkvæint lilini væntanlega stjórnar- frnmvarpi og heitir að st.vðja að eins þann mann til þinginennsku fyrir kjördæmið í vor, sem treystandi sé til að fylgja ein- dregið lieiinastjórnarflokknnm — og skorar fnndnrinn jafnframt á þingrmannaefnin að hlntast til nm, að þingræðið verði sem frekast, ogr að ráðgjafar fari frá eptirlauna- ianst eða taki við sama embætti og þeir áður höfðn, hafl þeir verið embættismenn“. Loks flutti Þorbjörg Sveinsdóttir mjög snjalla ræðu, og glumdi húsið af lófaklappi á eptir. Þá var farið að ganga til atkvæða — Úrskurðaði fundarstjóri að tillaga H. Þ. skyldi fyr upp borin, með því að hún væri víðtækari en till. J. Ó. — Voru sfðan greidd atkv. um hana í tvennu lagi og fyrri hl. samþ. með 54 atkv. gegn 19, en síðari hl. með 57 samhljóða atkv. - Till. J. Ó. þvt af sjálfu sér fallin. Fundi slitið. Eins og við er að búast, er umræðu- ágrip þetta harla stutt og því allófull- koniið, því að eins og nærri má geta, er ekki unnt fyrir fundarskrifara að takanákvæmt ágripaf umræðum manna á jafnlöngum fundi. En þó hyggjum vér að þetta sé betra en ekki. Til viðauka skal þess getið, að Val- týingar eða Hafnarstjórnarmenn öðru nafni höfðu allmjög fjölmennt til þessa fundar, og sýnir því atkvæðagreiðslan í málinu, að þeir eru ekki harla lið- sterkir hér í bæ, sem menn vissu reyndar áður, því að Reykjavík hefur aldrei valtýsk verið, það skal höfuð- stað landsins til sóma sagt, meira að segja til ævarandi sóma, því að Reyk- víkingar hafa sýnt það bæði nú með atkvæðagreiðsiu sinni í fyrrakveld og endrarnær, að þeir eru sjálfstæðir, hugs- andi menn, er ekki láta leiðast af slíkum leiðtogum sem höfuðburgeis- um valtýskunnar bér í bæ, t. d. 5- menningunum og þeirra nótum. Þess skal ennfremur getið, að allir áheyrendur luku miklu lofsorði á ræð- ur Lárusar sýslumanns á fundi þessum og þótti honum takast ágætlega. Var ávallt sókn en ekki vörn af hans hendi. En framkoma Jóns Jenssonar yfirdóm- ara þótti vera í fullu samræmi við framkomu embættisbróður hans í ísa- fold nú síðast, alveg steypt í sama móti, og mun gengi yfirréttarins lítt aukast í almenningsálitinu.við þessi tvö sýnishorn af hinum pólitisku »stærð- um» Valtýinga úr yfirrétti Islands. Önnur þeirra bærði ekki á sér á þess- um fundi og varð þar því ekki .til hneykslis,— var búin að vera það í ísa- fold— en hin varsvo skynsöm að þagna til fulls, eptir að Lárus sýslumaður hafði gert hana að »núlli« með svari sínu. Kvað nú vera mikill knurr í herbúð- um Valtýinga eptir hrakfarirnar á fundi þessum, svo að jafnvel sé vatnað mús- um af hryggð og gremju yfir ályktun þessari, er samþykkt var, með svo yf- irgnæfandi atkvæðafjölda. En það er til lítils að sakast um orðin hlut og algerlega árangurslaust, þótt þeir Val- týingar leggi allar árar út til að hnekkja jafnótvíræðri fundarályktun, því að þeir geta aldrei breitt yfir það, hvernig sem þeir sprikla, að þeir voru í tilfinnanlega miklum, algerðum minni hluta á fund- inum, svo greinilegum, að aldrei hef- ur jafnmiklu munað, og ættu þeir að láta sér það að kenningu verða og hafa hægra um sig hér eptir en hing- að til, því að þeir ættu að minnsta kosti ekki að eiga uppreisnarvon hér í bæ framar og svo mun viðar verða. Kosningahorfurnar í þeirra flokk í vor munu óvíða vera glæsilegar, eða að minnsta kosti ættu þær ekki að vera það. En um ályktun þá, er samþ. var a fundinutn verður síðar getið nánar, því að hún felur í sér mikilsverða stefnu- skrá, er heimastjórnarmenn munu fylgja, þá stefnuskrá að tryggja þingræðið sem bezt og koma í veg fyrir, að fráfar- andi ráðgjafar verði ekki landinu til byrði með afarmikilli eptirlaunafúlgu. En það er enginn fleygur í stjórnar- frumvarp það, er væntanlegt er, því að laun og eptirlaun ráðgjafans eru dönsku stjórninni alveg óviðkomandi. Þeim atriðum ráðum vér fyllilega sjálfir. Reykjavíkurbúar geta verið glaðir yfir, að þeir hafa nú gengið á undan öðrum landsmönnum með ítarlegri, hyggilegri fundarályktun, sem önnur kjördæmi ættu að taka til athugunar og eptirbreytni. Þökk sé því öllum þeim, er að því studdu, að höfuðstað- ur landsins hélt uppi fornum heiðri í þessu þýðingarmesta velferðarmáli voru.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.