Þjóðólfur - 04.04.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.04.1902, Blaðsíða 2
46 Kosningaþáttur. Þótt almenningur virðist nú vera á sama máli með, að taka stjórnarfrumvarpinu, er væntanlega verður lagt fyrir næsta þing, þá er þó alls eigi sama, hvernig afstaða hinna nýju þingmannaefna hefur verið til stjórnarskrárbreytingarinnar hingað til. Verði Valtýingar fjölmennari á næsta þingi, þá geta kjósendurnir þó loks »þekkt þá af ávöxtunum«, og þar með eru þeir kostir upptaldir, ef þeir réðu þar lögum og lofum. Þegar litið er á hið kámuga kapp flokksins undanfarið og allt fram- ferði hans utan þings og á, væri þá eng- in ástæða til, að iáta sér koma til hugar, að einhver ráð yrðu fundin upp til að eyðileggja stjórnarfrumvarpið, en' koma aptur frumvarpinu margsoðna ísamþykkt? Það er svo lítið eptir með það,' að það er vorkun, þó þeir renni til þess horn- auga og klæi fyrir því lófana, jafnmikið sem fyrir því er búið að hafa. Færi nú mót von vorri svo, að einhverjir ókostir fylgdu stjórnarfrumvarpinu, eins og það lægi fyrir, þá er eg handviss um. að Valtýingar legðu sig ekki í líma til að laga þá, heldur tækju óðara sitt frumvarp og samþykktu það, og það væri ekki nema eðlilegt frá þeirra hendi, Þetta er ein- faldara að sjá fyrir, en nokkuð annað í þessu máli. Aptur getur enginn vafi leikið á því, að þótt heimastjórnarmenn yrðu fjölmenn- ari á þinginu, yrði þeirra einlægur vilji, að taka þvf frumvarpi, er færi í líka átt Og konungsboðskapurinn, þvf frumvarpi, sem færði stjórnina inn í landið, en ekki út úr því. Verði nú aptur sú reynd á, að frumvarpið reynist vegna einhverra atriða ekki aðgengilegt fyrir þjóðina, yrði mark- mið þessa flokks, að fá umbætur á slíku, en alls eigi þrífa til annara frumvarpa þótt fyrir lægju og sem máskespilltu stjórn- arfari voru. Þessi flokkur hefur jafnan sýnt það, að hann leggur ekki áherzlu að eins á það, að breyta stjórnar- skránni, heldur hitt, aðbetur fari, ef b re y tt s é. Jafnvel þó vér, sem þessum flokki til- heyrum, höfum máske verið svo óheppn- ir, að eiga öfgamenn á þingi og utan þess, sem ef til vill hafa kastað skugga á málstað vom, þá er það þó engu að síð- ur víst, að kapp þeirra sem annara flokks- manna, hefur komið af hreinum og ó- eigingjörnum hvötum, og »það varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fund- in«. Hitt er minna vert þó skaðlegt sé að láta öfgar og hita ráða nokkru í slíku máli, er til framkvæmda kemur. Ef vér athugum þetta mál frá byrjun og svo útlit þess nú, er ekki ólfklegt, að ýms héruð, sem hingað til hafa haft val- týska þingmenn, söðli nú um, og kjósi aðra í þeirra stað, er þeir megi vera viss- ir um, að vinni að heimastjórn á »Garð- arshólma«. Valtýingum er þar alls eigi treystandi, samkvæmt allri undanfarinni framkomu þeirra, og í sannleika er það móðgandi fyrir heimastjórnarflokkinn, ef Valtýingar dirfast að bjóða honum þing- mannaefni frá sér, til næsta þings, þess þings, sem á að útkljá jafnþýðingarmik- ið mál sem stjórnarskrármálið, og vér höfum jafnan barizt fyrir af sannfær- ingu, að vilja stjórnina inn í landið. Þótt svo kunni að haga til í einhverri sýslu, að t. d. valt. þingmannsefni virðist hafa þingsetukosti fram yfir annað þingmanns- efni úr heimastjórnarflokknum þá skulu menn alvarlega gá að því, að hér ræðir að eins um að kjósa til eins þings, sem hefur sama sem ekkert annað fyrir hendi en útkljá þessa stjórnarskrárbreytingu. Hví þá ekki að hafa einungis það hugfast við þessar kosningar, að þingmannaefnin séu breytingunni ráðholl og hlynnt heimastjórn? £n fari svo, að hæfari þingmannaefni úr hinum flokknum sitji næsta þing heima, er fyrst ástæða að veita þeim vígsgengi, þegar þetta mál er til lykta leitt. Nú ríður landinu okkar á, að allirgóð- ir drengir þess leggist á eitt við næstu kosningar. Þau héruðin, sem áður hafa haft valt. þingmenn, ættu vandlega að hugleiða, hverju þau á’nætta, að senda þá nú, og hve hitt er vissari endir, að senda heimastjórnarmenn. Vonandi er, að fátt af vorum flokks- mönnum séu svo lítilsigldir, að þeir ekki gjaldi sem vert er allar þær lítilsvirðing- ar, er þeim kunna að verða sýndar með »agitasiona«gambri valtýskra sendisnata. A Gvöndardag 1902. Þráinn Húnvetningur. Til Skúla Thoroddsen’s. „Aðvörun til kjósenda“. Með þessari fyrirsögn hefur hinn al- kunni landsjóðsvinur, friðar- og kærleikans boðberi Skúli Thoroddsen á Bessastöðum, ungað út í 6.—7. tölubl. Þjóðviljans, sem hingað barst með pósti 1. þ. m. eptirfylgj- andi ósannindum, sem mér þykir rétt að taka hér orðrétt upp, til þess að Árnes- ingar þeir, sem ekki þekkja þennan pilt eigi þó einu sinni kost á að sjá, hve göf- ugum meðulum þessi náungi beitir, þeg- ar hann þykist þurfa að svlvirða andstæð- inga sína og afla jábræðrum sínurn kjör- fylgis. Hin áminnstu orð mannsins eru þannig: „Vér höfum áður minnzt á atkvæðaund- irskripta smölunina í Vestmannaeyjum, jafn svfvirðileg, sem hún var, og svipaðar frétt- ir berast nú úr Árnessýslu, þar sem Pétur nokkur barnakennari á Eyrarbakka kvað vera að fleka menn til undirskripta undir skjal nokkurt, um að kjósa hann(H) í vor, þótt lítið eða ekkert hafihann í þingmennsk- una, nema hóflaust sjálfsálit, sern naum- ast verður þó þingmannskostur talinn". Gerum nú ráð fyrir, að þessi vingjarn- legu umrnæli Skúla væru sönn. Hvað kemur það þá honutn við, þótt eg leitaði mér kjörfylgis á þennan hátt, sem hann gefur í skyn? Bæði mér og öðrum Árnes ingum rnun með öllu ókunnugt um, að Skúli hafi nokkurt konungsbréf fengið fyr- ir því, að hann!!! ætti nokkru um kosn- ingar að ráða í Árnessýslu öðrum mönn- um frenrur. En eins og eg þegar hefi sagt, fer Skúli í þetta sinn meðósattmál; egget óhrædd- ur vitnað til hvers einasta kjósanda í Ár- nessýslu um það, að eg hefi ekkert skjal sent út til þess að blnda atkvæði kjósenda, né heldur hefur nokkur rnaður haft slfkt skjal eða skjöl til meðferðar í þessum til- gangi fyrir mína hönd. — Eg lýsi því hér með þessi ummæli Skúla, svívirðilegan róg einn og hreinustu ósannindi, sem honum einum er samboðið að halda á lopti. Eg þekki Árnesinga miklu betur, en Skúli Thoroddsen og tel þá flesta allt ot góða og ærlega drengi til þess, að mér hafi nokkru sinni dottið í hug, að tjóðra þá eins og kálfa við hæl með skriflegum skuld- bindingum til kjörfylgis við mig eða aðra. Og eg þori að fullyrða, að langflestirþeirra hafa fulla einurð á að greiða atkvæði sín til fylgis þeim mönnum, sem þeir telja llklega til að fylgjagóðu og réttu málef.ii, hvort sem Sktila lfkar það betur eða ver; hann mun þar um engu ráða. En fari nú svo, að einhverjir þeirra verði flekaðir til að lofa atkvæðum sínum skriflega, eða látnir skrifa undir áskoran- ir um þingmennsku til einhvers jábróður Skúla, þá grunar mig, að hann hafi lítið við aðferðina að athuga. — En vorkunn er honum þó, að hafa hvatt landsmenn jafn- mikið í blaði sínu og hann hefur gert, til að svíkja skriflegar undirskriptaáskoranir til þingmennsku. — Ef menn fara að ráð- um hans, — og til þess ætlast víst mað- urinn, — þá er hætt við, að oddurinn á þessu vopni hans snúi nokkuð opt íbrjóst hans eigin flokki. Þá er nú þetta „hóflausa sjálfsálit", sem Skúli telur mér til ágætis. — Eg hugði nú satt að segja, að allur þorri Árnesinga þyrfti engrar fræðslu við frá honum um það efni. Eg er fæddur og uppalinn í sýslunni, og hefi dvalið þar mestan hluta æfinnar, og þau tíu árin, sem hann sat yfir latinskum „doðröntum" í Rvík og Höfn, var eg vinnumaður hjá tveimur góðum og gildum bændum hér í sýslunni. Lít eg svo á, að eg hafi á þeim árum eignazt eins haldgóða þekkingu á högum bænda, eins og þá, sem Skúli hefur sjálfur haft til brunns að bera. Eg hygg þvf, að Skúla sé ofvaxið að spá í þá eyðu, hvað mikið eða lítið eg hafi til í þingmennsku. Hon- um hefur hvorki sem embættismanni né þingmanni tekizt að fylla út þær vona-eyð- ur, senr þjóðin hafði urn hann, og hefur hann þó reynt sig við hvorttveggja, svo sem kunnugt er orðið. Er því viturlegast fyrir hann að kunna getgátum sínum nokkurt hóf. Og sízt af öllu sæmir það Skúla af flokkshatri einu saman, að ráðast á menn með ósönnum brakyrðum, þótt þeir haldi fast í sannfæringu sína, þvíþað má hann og vita, að því hafa menn veitt eptirtekt, að hann heldur manna fastast við sfna eigin, þegar því er að skipta. — Þannig var hann eitt sinn sannfærður um það, að þjóðinni væri það fyrir beztu, að hann legði niður embætti á unga aldri. Fyrir þá sannfæringu hans verður þjóðin að borga honum 1500 kr. eptirlaun á ári. Um sömu mundir var það einnig sann- færing hans á alþingi, að þjóðin ætti að borga honum 5000 kr. fúlgu úr landsjóði, og þeirri sannfæringu fylgdi hann svo fast, að fjárveiting þessi marðist í gegnurn þing- ið, að eins fyrir bað, að hann hafði frek til að greiða henni atkvæði sjálfur. Eg skal engan dóm leggja á það, hvort þessi sannfæringarfesta Skúla er sæmileg eða ósæmileg, en hitt vildi eg sagt hafa, að hún hefur orðið landsjóðnum dýrari sann- færingarfestan hans Skúla, en flestra ann- ara landsbúa. Eg skal að endingu geta þess, að eg mun af öllum mætti styðja þann málstað, sem eg fyrir guði og samvizku minni hygg réttan vera, hvað sem Skúla Thoroddsen kann að þóknast að segja. — Hann hefur með hinni tilefnislausu árás sinni á mig í blaði sínu sýnt það, að hann er ekki enn þá orðinn þreyttur á því, að styðja að hinu sorglega sundurlyndi, sem á seinni árum hefur haft svo voðaleg áhrif á þjóð- ina, og sem því miður mun um langan tírna hér eptir verða henni til skaða og skamtnar. — En geti vegur Skúla vaxið af því, að misþyrma sannleikanum í sam- bandi við mig, mun eg ekki optar deila við hann um ávöxt þeirrar iðju hans. ílyrarbakka 10. marz 1902. Pétur Gudmundssoti. Sýnishorn réttargangsins í Rangárvallasýslu, —:o:— Nikulás Þórðarson frá Unhól í Þykkva- bæ hefur í 10. tbl. „Þjóðólfs" þ. á. hreytt í mig ýmsum hnútum, og gert mér meiðandi getsakir út af sakamálsrannsókn gegn vinnu- pilti hans, Guðjóni Böðvarssyni. Hann finnur mér einkum til foráttu, að eg hafi ekki tekið trúanlega sögu Guðjóns um, að hann hafi týnt þeim 3 kr., er hann tók frá konu Nikulásar, og að horfið hefðu algerlega 2 skinnlengjur, er Guðjón tók frá húsbónda sínum og þóttist hafa látið 'undir kökk í vatnsfullri pælu, og í Sambandi við þetta dróttar hann því að mér, að mér hafi verið næsta velkominn sá framburður Guð- jóns, að hann væri saklaus af allri grip- deildinni. A þessi trúgirni mín á sakleysi Guðjóns að vera sprottin af því, að mér hafi verið • nxsta umhugað um, að láta rannsóknirnar bera með.sér, að greinarhöfundurinn og kona hans hefðu hrætt Guðjón til þess saklausan að játa á sig glæj| er Nikulás sjálfur hefði drýgt. Auk þess gefur hann í skyn, að eg hafi í réttarrannsóknum þessum ofsótt sig, og bor- ið á sig óhróðurssögur, og klykkir út með því, að hann sem mágur séra Eggerts Pálssonar sé pólitiskur mótstöðumaður minn — og þar sprakk blaðran. Mér kemur ekki á óvart, að Nikulási hafi þótt stórum miður, að eg skyldi ekki trúa því fullum fetum, að Guðjón hefði fellt nið- ur bæði peningana og skinnin, því út af þessari vantrú minni spunnust langar rann- sóknir, er urðu til þess, að ýmislegt í fari Nikulásar komst í dagsbirtuna, sem honum hefði komið betur, að í myrkrunum hefði verið hulið, þess eðlis, að eg kynoka mér óneyddur við að gera það að blaðamáli. Án þess að fara lengra út í þá sálma að sinni, verð eg þó að geta þess, að allir þeir góðu menn, sem réttarvottar voru við rannsókn- irnar og talað hafa við mig um þetta efni, hafa verið mér samdóma um, að framburð- ur Guðjóns, sem Nikulás vill taka gildan, hafi verið svo ósennilegur, að enginn tök værU á að hætta við málið að svo búnu, og á sama máli var mágur hans, séra Eggert Pálsson. Það gaf og tilefni til frekari rann- sókna, að hljóðbært var orðið eptir Nikulási og hans liði, að sambýlisfólk hans væri samsekt Guðjóni, og var hvorttveggja, að mér var skylt að komast fyrir sannleikann í því efni, og þeir, sem undir áburðinum lágu, áttu siðferðislega heimting á að berá hann af sér. — Uppspuni er það, að eg hafi lagt trúnað á, að Guðjón væri saklaus, og bera rannsókn- irnar og sérstaklega bréf mitt til amtmanns um málið, 6. f. m., greinilegan vott um það, þvf þar lýsi eg yfir þeirri skoðun, að allt, sem fram hafi komið í málinu, bendi á sekt Guð- jóns. — Heldur eigi er neinn fótur fyrir því, að eg hafl viljað koma því að í prófunum, að Unhólshjónin hafi hrætt Guðjón til að meðganga gripdeildirnar; í framburði þeirra be^gja kemur glögglega fram, að Guðjón hafi játað fyrir þeim gripdeildirnar, áður en þau Iögðu að honum, og sama sést af fram- burði hans sjálfs. — Að eg loks hafi viljað klína því á Nikulás, að hann sjálfur hafi stolið peningunum og skinnlengjunum, er svo langt frá sannleikanum, að engu orði er að því vikið í prófunum, né í áður nefndu bréfi mínu til amtsins, heldur hef eg þvert á móti sjálfur í hvert skipti, sém á það hef- ur verið minnzt við mig, tekið skýrt fram, að slíkt næði engri átt, og ætti enginn vand- aður maður að láta sér það urn munn fara. — Nikulás hefur ekki fyrir því, að skýra frá, í hverju ofsóknir mínar hafi verið fólgnar, eða hvern óhróður eg hafi á hann borið, og er mér því eigi unnt að bera þar hönd fyrir höfuð mér, en verð að láta mér nægja að lýsa hann ósannindamann að þessu hvort- tveggja. Hitt veit eg, að Nikulás hefur farið um mig svívirðilegum orðum fjarstaddan. Ástæðurnar til ímyndaðra ofsókna minna telur Nikulás vera, að hann er mágur séra Eggerts og pólitiskur mótstöðumaðnr minn, og til áréttingar hnýtir hann drjúgum dylgj- um aptan í, um að eg noti stöðu mlna til að þröngva sannfæringu Iítilsigldra sýslubúa minna. Slíkum ummælum vísa eg á bug, sem svívirðilegum, staðlausum getsökum og skírskota til þess, að Nikulás gat ekki við síðustu kosningar útvegað mági sínum eitt einasta atkvæði, og að enginn maður hefur dirfzt að bera mér neitt í þá átt á brýn, hvorki eptir kosningarnar 1899 eða J900, og mun þó ekki hafa viljann vantað. Það er annars eigi ómeikilegt, að grein þessi kom einmitt nú, þegar nýjar kosning- ar eru í aðsígi, og ásamt öðru breiðir það sterku ljósi yfir, í hverjum tilgangi hún er rituð. — Þórður í Hala þarf líka að komast að — enda er eg sannfærður um, að hún er að minnsta kosti innblásin af séra Egg- ert Pálssyni, og á að vera beittasta vopnið í kosningahríðinni í vor.'— Drengilega af stað farið! Árbæ, 12. marzmán. 1902. Magntís Torfason. Áskorun. Eg hef lesið „Sunnanfara" að undanförnu, og séð að hann flytur myndir af ýmsum bændum hér á landi bæði lifandi og látn* um, og jafnframt litið ágrip af æfi þeirra; þetta finnst mér í alla staði eiga vel við, ef æfilýsingin er rétt og óhlutdræg.1) Á meðal bænda þessara sakna eg frem- 1) Þetta er nú orðið allt á annan veg I seinni tíð, síðan blaðið komst. illu heilli í greipar Bjarnar ísafoldar, er notað hefur það til að „afmynda" ogskjallaprestaysýsluinenn ogaðra „lærða" gæðinga úr Valtýsliðinu, svo að blaðið er orðið að auðvirðilegu valtýskú skjallaramál- gagni, víðfrægu fyrir „göt“ og lokleysur. Það- an er því ekki mikils að vænta fyrir bœnd- ur hér á landi. Ritst.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.