Þjóðólfur - 18.04.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.04.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. apríl 1902. 16 B i ð j i ð æ t í ð um OTTO M0N8TED’S DANSKA SMJORLIKl sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og: stærsta í Danmörkn, og1 býr til óefað hina heztn vöru og’ ódýrnstn í samauburði við græðin. ^ Fæst hjá kaupmönnum. ^ Kosningarnar í vor. III. Þingmannssætið í Strandasýslu muti ekki vafasamt, og Hafnarstjórnarmenn geta reitt sig á, að þeim tekst ekki að hnekkja Guðjóni Guðlaugssyni, hvort sem þeir heldur senda gegn honum Ingimund þann frá Snartartungu, er síð- ast var í kjöri, eða prestinn í Felli, séra Arnór Arnason, sem sagt er að nú eigi að ganga á hólminn í stað Ingimundar. Sá guðsrnaður getur naum- ast orðið Guðjóni skeinuhættur. I ísafjarðarsýslu lítur út fyrir, að töluvert kapp verði í kosningunum, og ekki mun Skúli komast fyrirhafnarlaust að fyrra sæti sínu. Breyting sú, er orð- ið hefur á framkomu hans síðan 1895 getur hvergi orðið honum til meðmæla, þar sem hann hefur svarizt í fóstbræða- lag við hin allra ógeðslegustu pólitisku „skoffín" þessa lands. Og hefur hann haft af þvf bandalagi bæði ófrægð og ógæfu, sem enn er þó ekki til fulls séð fyrir endann á. Mundi hann nú t. d. sitja fastur í sessi í Isafjarðarsýslu. ef hann hefði ekki haldið jafnilla, eins og hann hefur gert, á spilum þeim, sem hann hafði á hendinni fyrir 7—8 árum. Og má hann sjálfum sér um kenna, hversu hann síðan hefur gengið niður á við í almenningsaliti og almennings- tiltrú. En sjálfskaparvítin eru optast þyngst, eða að minnsta kosti mundu margir í Skúia sporum vera dálítið sam- vizkumórauðir yfir því að vera komn- ir jafngreinilega í valtýsku hnappheld- una við hliðina á fornvini(l) hans elsku- legum Ísafoldar-Birni, Garða-guðsmann- inum og öðrum pólitiskum dándismönn- um. En það er auðvitað komið sem komið er og ísfirðingar vita vel, hvar Skúli stendur nú, og hvers þeir mega af honum vænta. Þeir renna ekki blint i sjóinn með það. Samt sem áður ætla ýmsir, að svo geta farið af göml- um vana, og fyrir harðfylginn undirróð- ur með aðstoð skuldabréfa o. fl., að Skúli komist að í þetta sinn, en eng- ar líkur taldar fyrir því, að hinn póli- tiski flokksbróðir hans séra Sigurður í Vigur verði honutn samferða, sem full- trúi ísfirðinga, enda á hann ekkert er- indi á þing. ísfirðingar, sem flestir fylla heimastjórnarflokkinn eiga nú apt- ur völ á hinum fyrra þingmanni sínum Hannesi Hafstein bæjarfógeta, alkunn- um hæfileikamanni, sem ísfirðingum er sómi að á þingi, enda er talið víst, að hann verði endurkosinn, þrátt fyrir all- an þann undirróður, allar þær æsingar, ■er keppinautar hans beita gegn honum leynt og ljóst. Með honum býður sig fram ungur maður og efnilegur, Matthí- as Ólafsson kaupmaður í Haukadal, og kvað hann hafa mikið fylgi, einkum í vestursýslunni, og er því alls ekki ó- mögulegt, að hann nái kosningu ásamt H. Hafstein, þótt við ramman reip sé að draga, annars vegar tungumýkt Vig- urprestsins en hins vegar stórverzlun Skúla og þar afleiðandi viðskiptabönd m. fl. Síðast er kosið var tókst ís- firðingum að varpa af sér séra Sigurði. Hver veit nema röðin komi nú að Skúla? Óhugsandi er það ekki. Og væru ís- firðingar þá menn að n;eiri. Ættu þeir nú að bindast föstum samtökum að velja þá H. Hafstein og Matthías. Um Barðastrandarsýslu vita menn það, að séra Guðm. Guðmundsson í Gufudal býður sig fram, auk Sigurðar próf. Jens- sonar. Jafnvel þótt séra Sig. sé ekki meðal svæsnustu Valtýinga á þingi og líklega einna samvizkusamastur þeirra, þá mun samt réttast fyrir Barðstrend- inga, að bjarga honum nú úr þessu pólitiska valtýska volki og veita hon- um hvíld heima, en taka heldur nýjan krapt, sem vænta má, að gagn geti gert á þingi. Þeir ættu því að velja séra Guðmund, sem er eindreginn heima- stjórnarmaður, kunnur að frjálslyndi og mælskumaður. Kvað hann nú þegar hafa mikið fylgi í kjördæminu, bæði að norðan og sunnan, eu séra Sigurð- ur helzt uin miðhlutann á Barðaströnd sjálfri og í Eyjahreppi. Standa því kjós- endur hans betur að vígi til að sækja kjörfund að Brjámslæk, en hins vegar mjög erfitt þangað að sækja vestan úr fjörðum, úr nyrztu hreppum sýslunnar, eða úr syðstu hreppunum, Reykhóla- sveit óg Geiradal. En kjósendur mega ekki horfa í þá erfiðleika í þetta sinn, ef þeim er alvara að kjósa séra Guð- mund. Kosningalögunum verður von- andi bráðlega breytt, og þetta geta því orðið síðustu kjörfundirnir, er kjós- endur þurfa að sækja um langan veg til að velja sér fulltrúa á þing. Heyrzt hefur, að séra Jóhannes L. L. Jóhannsson á Kvennabrekku hafi verið að hugsa um að bjóða sig í Bardastrandarsýslu, áður en hann vissi um framboð séra Guðmundar, en með því að hann er ekki jafn kunnur þar sem séra G. og auk þess sömu póli- tisku skoðunar, mun hann ekki keppa við hann, heldur draga sig í hlé. En enginn efi er á því, að séra Jóhannes hefur góða þingmannshæfileika og ó- venjulega mikinn áhuga á þjóðmálum. En áhugalausir menn verða aldrei nýt- ir þingmenn, hversu miklir hæfileika- menn sem þeir eru. ■> Þá er Dalasýsla. Þar er Björn sýslu- maður, og þar vill Garðaprófasturinn, séra Jens Pálsson, hrinda honum úr þingmannssætinu. Þótt undarlegt megi virðast, þar sem sýslumaður þó á í hlut, þá kvað séra Jens samt hafa tekizt, auð- vitað fyrir kappsamlegan undirróður, að fá allmarga kjósendur á sitt band, svo að kunnugir ætla, að tvísýnt verði um leikslokin, ef sýslumaður er etki því betur vakandi, en hann á allmarga harðsnúna mótstöðumenn, sem fyrir alla muni vilja hafa hann burt af þingi, m. m. og má þar fremstan telja svila Valtýs, séra Kjartan prófast í Hvammi, sem alvar- lega kvað hafa beitt áhrifum sínum á sóknabörn sín og aðra til að greiða valtýskunniogísafoldarkenningumbraut í héraðinu, og má þá geta nærri að jafn ótrauður klíkumaður sem séra Jens sé ekki affiuttur þar um miðbik sýsl- unnar. Auk þess hafa Dalamenn nú fengið forsmekk af andagipt og mál- snilld þingmannsefnis síns með „föstu- prédikun" hans í ísafold og ættu þeir að kunna að meta hvílíkan kjörgrip andlega stétt landsins á, þar sem Garða- kennivaldið er, og hvílík hjálparhella þetta nafnfræga 5-menningabrot hlýtur að verða fyrir Valtý og klíku hans á þingi, sú hella, sem þeir Valtýingar geta óhætt reitt sig á, að ekki sporð- reisist undir Valtý, hversu höllum fæti sem hann stendur þar gagnvart þjóð- inni með Warburgsbankann í annari hendinni, öll hin fyrirhuguðu landsjóðs- laun presta í hinni og Hafnarráðgjafann í maganum. Það ok er inndælt og sú byrði létt fyrir prófastinn í Görðum. Gagnvart slíkum manni er ekki furða, þótt Björn sýslumaður verði léttur á metunum og smár í augum Dalamanna. Þó er enn ekki séð, hver sigur ber af hólmi. Um Sncefellsness- og Hnappadals- sýslu nægir að geta þess, að þar er sýslumaður þeirra Snæfellinga og Hnapp- dæla, Lárus Bjarnason, sjálfsagður sem þingmaður, bæði sakir þess að það kjördæmi á ekki völ á neinum öðrum jafnhæfum manni og svo mun enginn við hann keppa, enda mundi það verða árangurslaust. Séra Sigurður Gunnars- son kvað vera alveg af baki dottinn. Og er það tnjög leiðinlegt fyrir ísa- fold og allt Valtýsliðið að hafa nú ekki hann Einarsinn Hjörleifsson til að senda : vestur í nýja fýluferð. Það er ekki | skemmtileg tilhugsun fyrir ísafold & Co ! að eiga nú vísa von á Lárusi á þing. | En þetta verður líklega ekki eina raun- in hennar við þessar kosningar. í Mýrasýslu kemur séra Magnús Andrésson aptur fram á sjónarsviðið. Við síðustu kosningar lét hann í veðri vaka, að hann vildi ekki fara á þing, en gerði það fyrir bænastað valtýsku forkólfanna, að gefa kost á sér. Og svo var mokað yfir hann skjallinu í ísafold, svo gríðarlega, að prestur gat ekki staðið sig við að setja svo stórt ljós undir mæliker og synja Valtýing- um svo dýrmætrar' aðstoðar. Það var ekki að eins í stjórnarskrármálinu, sem hann reyndist trúr og dyggur fylgismað- ur Valtýs og biskupsins, heldur einn- ig í stórabankamálinu, er hann gerði sér mikið far um að fá afgreitt frá þing- inu í því íormi, cr neðri deild skildi við það. Og þó hafði hann heima í héraði látið í Ijósi aðra skoðun á því máli og kjósendur kosið hann meðtil- liti til þess, að hann væri á móti stóra bankanum. Eti nú hafa þeir sannfærzt um, hvers þeir mega vænta afhonum í þessu máli. Sannleikurinn er, að all- ur stjórnarbótaráhugi séra Magnúsar miðast við Valtýsfrumvarpið frá 1897, það þótti honum meira en nóg, og all- ar siðari breytingar á frumvarpinu hafa jafnvel gert það óaðgengilegra fyrir hann. Hann er því sá maður, er stendur hjarta Valtýs einna næst og bezt þræðir brautu hans. Enginn neitar því, að séra M sé dável skynsamur maður, en skoð- anir hans í flestum málum eru svo úr- eltar og einhliða, að þær geta alls ekki samþýðst við framfara- og framsóknar- kenningar nútímans. Mýramena ættu því að senda einhvern meiri framfara- og framsóknarmann á þing en séra M. og þeim býðst hann líka. Jóhann bóndi Eyjólfsson í Sveinatungu verður þar í kjöri. Hann er ungur áhugamaður og fyrirtaksduglegur bóndi, einnig vel skyn- samur. Hann er ekki á þeirri skoðun, að vér eigum að afhenda peningastofn- un landsins útlendingum í hendur. og setja hér á stofn hina verstu verzlun- areinokun — peningaeinokun útlendra auðkýfinga. Og skoðanir hans á stjórn- arskrármálinu munu vera miklu frjáls- legri og heppilegri en skoðanir séra Magnúsar. Mýratuenn ættu því að veita honum öflugt fylgi, það er hvort sem er nóg af prestum á þingi, en því mið- ur offátt af bændum, er þekkja þó þarfir sinnar stéttar — aðalstéttarinnar í landinu — betur en aðrir, vita bezt hvar skórinn kreppir, og hver ráð séu heppilegust til að reisa landbúnaðinn við úr þeiri beygju, sem hann er kom- inn í. Og ennfretnur ættu bændurað gæta þess, að velja ekki þá menn á þing í þetta sinn, er vilja drepa lands- bankann og leggja öll peningamál vor í hendur erlendra auðkýfinga, því að úr þeirri svívirðing yrði aldrei bætt. Kosningaskelkur Og nýjar yfirlýsingar. Þeir mega halda á spöðumtm þessir 5- menningar, sem kalla sig »stjórn« valtýska flokksins. Hvað ofan í annað eru þeir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.