Þjóðólfur - 18.04.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.04.1902, Blaðsíða 4
64 Tóuskinn eru keypt háu verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Sápur allskonar ágætar í verzlun Sturlu Jónssonar. J | KRANSAR, stórt nryal, HLÓM- J [ J [ KRANSBORRAR og SLAUFU-PÁLMA- J [ GREINAR. Einnig’ ailskonnr KORT | J fást ætíð hjá inér. J J || Skólavörðustíg 5. jj 11 Svanl. Benediktsdóttlr. j j Verzluu Sturlu Jónssonar hefur ná með „Laura" fengið mikið af alls konar RAMMALISTUM. semseljastódýrara en nokkrusinni áður. Gólf- og borðvaxdúkur ýmsar teg. fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Allskonar prjónanærfatnaður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Leikfélag Reykjavikur. Næstkomandi sunnudag verður leikin í Síðasta sinn „Hin týnda Paradís“. Eptir Ludv. Fulda. Votto rð. Eg undirrituð hef mörg ár þjáðst af móður sýki, hjartaveiklun og þar af leiðandi taugabilun. Eghefi leitað margra lækna, en allt árangurslaust. Loksins kom mér til hugar að reyna Kína-lífs- elixírinn frá Waldemar Petersen í Fred- erikshöfn og þegar eg hafði lokið að eins úr 2 glösum, fann eg bráðan bata. Þúfu í Ölfusi. Olafía Guðmundsdóttir. KÍNA-LIFS-ELIXfRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. TU þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lifs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að Hta vel eptirþví, að —p— standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið VValde- mar Petersen. Eldfastur leir. Múrsteinn fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Syltetöj, Niðursoðnir ávextir. Brauðtegundir. — - Gerpúlver. — Rúsínur. — Gráfíkjur. — Vanille. — Döðlur. — Chocolade. — Citronolía. — Sveskjur. — Cardemommer. — Appelsínur. — Möndlur. — Brjóstsykur.— Hveiti. — Kartöflumjöl. — Haframjöl.— Kanel. — Laukur. Kartöflur« « Nýkomið í verzlun Sturlu Jonssonar Auglýsing u m póstferðir árið 1903. Með því að allar póstferðir á landinu verða lausar um næstu áramót, er skor- að á alla þá, sem kunna að vilja takast á hendur póstferðir árið 1903, að senda hing- að fyrir 1. júlí þ. á. lægsta boð, sem þeir vilja gera í ferðirnar. I boði í aðalpóstferðir skal sérstaklega tekið fram, hve mikið hlutaðeigandi vill hafa fyrir flutning á einum hestburði, eða 120 pundum, í hverri ferð, og hve mikið fyrir flutning á hverjum hestburði þar fram yfir. I boði í aukapóstferðir skal hlutaðeigandi taka fram, hve mikið hann vill fá fyrir flutning á 40 punda þunga 1 hverri ferð, og hve mikið fyrir hvert pund þar fram yfir. Póststofan í Reykjavík 14. apríl 1902. Sigurður Briem. SKILVINDAN ,ALFA‘, sem notuð er mest allra skilvinda í Evrópu kostar: ALFA L. aðskilur 40 potta á kl.t og kostar 95, kr. ALFA KOLIBRI —»— 175 - » — — — 150, ALFA D. —»— 200 — » — — — 225, ALFA BOBY —»— 250 — » — — — 290, ALFA BOBY H —»— 300 — » — — — 325, ALFA B. —»— 450 — , » — — — 500, Skilvindan ,ALFA‘ hefur fengið yfir 500 fyrstu verðlaun og 250,000 af þeim eru nú notaðar í Evrópu. OC Nánari upplýsingar fást síðar. Menn snúi sér til hr. verzlunarstj. Arna Einarssonar í Reykjavík, eða aðalumboðsmanns Flóvents JÓhannssonar á Hólum í Hjaltadal. Brúkuð íslenzk frímerki, helzt gömul, en einsþau,sem nú eru ígildi.erukeyptháu verði. Fiiin Ainiindseii Haakonsgade 26. Bergen, Norge. VINDLAR, REYKTÓBAK, RULLA, RJÓL. ágætar tegundir. I verzlun Sturlu Júnssonar. Waterproofkápur fyrir karlmenn og kvennmenn og Regnhlífar fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow prentsmiðjan. 22 hana, eins og aldrei hefði neitt verið þeirra á millum — að vísu ekki mikið, en blátt áfram og vingjarnlega. Herþjónustan virtist hafa haft heppileg áhrif á hann, því að hann var nú ekki framar eins dulur og fáskiptinn og hann hafði löngum verið; ef til vill var það líka vegna þess, að hann var öldungis hættur að hugsa nokkuð um Ingiríði. Presturinn mælti fyrir skál hermannanna; hann þakkaði þeim í nafni föðurlandsins fyrir hreysti sína, og í nafni sveitarinnar fyrir þann sóma, sem þeir hefðu gert henni. og því næst einnig í nafni Andrésar, því að hann lýsti nú opinberlega yfir því, er þegar var á allra vitorði, að And- rés hefði verið leystur úr ánauð fyrir bænastað hinna hraustu hermanna. Síðan hélt hreppstjórinn ræðu fyrir minni Andrésar og Ingiríðar, og er menn voru teknir að gerast örari, þá tók einn af hermönnunum til máls og sagði, að þar eð presturinn hefði talið það þeim til sæmdar, að Andrés frá Velli hefði hlotið frelsi fyrir þeirra bænastað, þá fyndi hann sér skylt að geta þess, að þann heiður ætti Knútur frá Neðra-Rjóðri einn skilið, því að þá er ráðgazt hefði verið um, hvers þeir skyldu beið- ast, þá hefði hann minnt þá á Andrés, og fyrir því mæltist hann til þess, að menn drykkju minni Knúts. Andrés tók í hendina á Knúti og bölvaði sér upp á það, að þetta hefði verið fallega gert af honum, og það því fremur, sem Knútur var ekki með í félagsskapnum og einkanlega „af því, að eg hef þó tekið þessa þarna frá þér“, sagði hann. Ingiríður roðnaði, og Knútur fölnaði við þessi orð. Hann svaraði dapurlega: „Þú þarft ekki að vera að þakka mér fyrir neitt. Eg gerði það vegna Ingiríðar". „Það skiptir engu, hvort þú gerðir það vegna hennar eða mín“, sagði Andrés. „En auli varstu eigi að síður, því að þú hefðir vel getað tekið hana sjálfur". „Hættu nú, Andrés!" bað Ingiríður, og var allmikið niðri fyrir. Andrés rak upp skellihlátur og ætlaði að taka utan um mittið á Ingiríði, en af því að hún færðist undan, lét hann sér nægja að kreista ölkolluna. 23 Eptir þetta var Ingiríður mjög þögul um kveldið. Ef einhver yrti á hana, svaraði hún optast einungis með ofurraunalegu brosi, og stundum bærðust varirnar, rétt eins og hún ætti bágt með að verjast gráti. Næsta sunnudag var lýst til hjónabands með Andrési og Ingiríði. Hann setti nú bú á stofn í Götu, og var þar ærið fyrir hann að starfa, en Andrési varð ekki mikið úr verki. Hann var orðinn svo gersamlega af- vanur öllum búskaparstörfum, og að vera sjálfs sín herra, að hann langaði ekki neitt sérlega til þess að vera bundinn frá morgni til kvelds við sama starfið, dag eptir dag, svo sem bændur verða að vera. Hann varð að finna til þess, að hann var orðinn frjáls maður; hann þurfti að heim- sækja gamla vini og kunningja, en þeir urðu nokkuð margir, þegar hann fór að telja þá saman, því að enginn hafði verið svo kunnugur um allan Leirdal, sem hann, og jafnvel handan yfir fjallið og langt niður um Valdres. Og var það ekki skylda hans að heimsækja a]la þá, sem hald- ið höfðu þeim Ingiríði veizlu við komu hans? Þeir höfðu þó allir kvatt hann að skilnaði með handabandi og beðið hann að heimsækja sig og endurnýja gamlan kunningsskap. Enn um langa hrið mátti telja Andrés heiðursgest sveitarinnar, og honum var það ekki neitt ógeðfelld skylda. að ferðast aptur um dalinn þvert og endilangt, annaðhvort fótgangandi eða í vagni, eins og með Rjóðurbóndanum forðum, finna að og andæfa, og skamma bæði stjórn og yfirvöld, löggjöf og réttarfar og leggja þunga lóðið á metaskálarnar, — er hann var nær því búinn að sannfæra alla aheyrendur með orðum sínum — með því að segja þá frá hryllilegu dæmi um misþyrmingar og grimmdarmeðferð á föngum, annaðhvort af eigin reynd eða eptir sögusögn annara, annaðhvort frá þessari öld eða hinni síðastliðnu. Veslings Ingiríður! Frá þeirri stundu, að hún sat undir borðum milli Andrésar og Knúts, sat jafnnærri báðum og bar þá saman í huga sér, frá þeirri stundu að hún varð þess vísari, að Knútur var frjáls mað- ur, en Andrés þræll, þræll ósiða og illra tilhneiginga, og hún sá, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.