Þjóðólfur - 18.04.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.04.1902, Blaðsíða 2
62 að skrúfa saman ný umburðarbréf, nýjar yfirlýsingar, nýjar áskoranir til flokksmanna sinna, og fylla þessi »skrif« hálf og heil númer af Isafold og Þjóðviljanum Þessi umburðarbréfa- og yfirlýsinga-»fe- ber« 5-menninganna frægu, getur ekki stafað af öðru en alvarlegri hræðslu um, að fleiri en rotturnar séu farnir að hraða sér burt af valtýsku fleytunni. Stýri- mennirnir virðast vera orðnir smeikir um, að þeir verði loks skildir einir eptir á skútunni og að engin lifandi sál fáist til að vera háseti og hjálpa þeim á þurt land. Jafnvel skipstjórinn sjálfur, sem »telegraf- erar« úr fjarlægð skipanir stnar til stýri- mannanna, hetur í seinni tíð fengið vit- neskju um, að stýrimennirnir eigi mjög bágt með að halda í horfinu, samkvæmt skipunum hans, og að jafnvel sé mjög hætt við, að hann verði sjálfur viðskila við allt saman, settur frá stjórninni og rekinn út í horn, þar ‘sem enginn tekur framar eitt til- lit til hans. Það eru þessar óskemmtilegu horfur, er knúð hafa stýrimennina til að æpa um hjálp til »flokksbræðra« sinna og biðja þá blessaða að bregðast nú ekki á neyðarinnar tíma við kosningarnar í vor. Þeir sjá, að tilvera flokksins hangir á hálm- strái, og að ekki þarf nema eina ofurlít- ið snarpa atrennu frá hálfu mótstöðumann- anna, til þess að valtýska ferjan sökkvi til fulls í gleymskusjó. Kn það er eðli- legt, að mennirnir vilji halda sér uppi sem lengst, og beiti öllum ráðum til þess. Nú hafa þeir t. d. séð, að Warburgsbankinn er ekki heppilegt »flotholt«, að meginþorri þjóðarinnar lítur á hann með óhug og fyrir- litningu. Þess vegna gerast stýrimennirn- ir svo stórorðir, þar sem þeir eru að lýsa því yfir fyrir sig og flokksmanna sinna hönd, að þeir hafi ekkert haft upp úr fylgi sínu við Warburg, að þeir hafi ekki neinar 6000 kr. frá honum í sjóði 11. þ. m. (!!). Það er mjög sennilegt. Annars er »yfir- lýsingin* um þetta í Isafold 12. þ. m. svo óljós og óákveðin, að það ver ður ekki ná- kvæmlega séð, hvað það er, sem mennirnir eruað lýsa »tilhæfulausa(!) lýgi«. Þar er auð- sjáanlega verið að flensa utan um aðalmerg málsins. Ogað því er Þjóðólf snertir, þá fara mennirnir með hrein og bein ósannindi. Fyrst og fremst hefur hann aldrei sagt, að allur sjóður Valtýinga (um 6000 kr.?) væri frá bankamanninum Warburg. Þess var að eins getið í aðsendri grein í viðatikablaði við Þjóðólf 1. jan., að það hefði »skropp- ið upp úr einum Hafnarstjórnarmanni í sumar, að flokkurinn ætti um 6000 kr. í sjóði, er brúka ætti til að breiða út skoð- auir flokksins á stjórnarskrármálinu og bankamálinu og meiri hluti fjárinsátti’að vera frá Warburg, öðrum bankamannin- inum«. Þetta er allt og sumt, sem Þjóð- ólfur hefur lagt til þessa máls, og hann á alls ekki heiðurinn af því að hafa fyrsi minnst á þetta, eins og 5-menningarnir segja 1 ísafoldaryfirlýsingunni. Þeim er vissara að herma rétt frá. Sannleikurinn er, að á þetta var minnst hér um bil jafnsnemma íþremur blöðum sitt á hverju landshorni. í »Vestra« var getið um þetta 31. des. og Snæbjörn Arnljótsson ritaði í desember norður á Þórshöfn grein sína »Askorun« er birtist í »Austra« 16. jan., og var þar farið miklu ákveðnari orðum um þetta, en 1 Þjóðólfi, sem einmitt hefur talað lang- vægast um þetta, og alls ekki notað það sem æsingameðal í málinu, því að þess þurfti ekki með. Hvernig önnur blöð hafa talað um þetta kemur Þjóðólfi ekkert við, og kennivaldið í Görðum fer meðal annars með helber ósannindi í hinni naín- frægu föstuprédikun sinni í Isafold, þar sem hann segir, að önnur blöð hafi tekið þetta eptir Þjóðólfi, því að það er fjarri öllum sanni, eins og menn sjá. Og Þjóð- ólfur ætlar ekki að biðja afsökunar áþví sem h a n n hefur sagt eða taka það apt- ur. En að þrjú blöð sitt á hverju landshorni skyldu minnast á þetta, nálega jafnsmemma, án þess að höfundarnir vissu hver af öðrum, þaðtsýnir að eins, að orð- rómurinn hefur verið mjög almennur. Öðruvfsi verður þetta ekki skýrt. Og það er mjög eðlilegt, hvernig þetta hefur mynd- azt. Menn hafa ekki getað gert sér ljóst, hversvegna svo undarlega mikið kapp hefur verið lagt á að koma hinni einu peningastofnun landsins fyrir kattarnef, þrengja Warburgsbankanum inn á lands- menn og afhenda útlendum Gyðingum seðlaútgáfurétt landsjóðs, með öðrum orð- um stofnsetja hér útlenda peningaverzlun- areinoktin, peningaeinveldi, er hér réði lög- um og lofum.1) Enginn maður með heil- brigði skynsemi getur álitið, að þeir sem berjast með hnúum og hnefum fyrir slíku geri það af eintómri föðurlandsást, ein- skærri umhyggju fyrir sjálfstæði landsins. Sé það ekki sprottið af heimsku eða skamm- sýni hlýtur það að stafa af öðru enn lak- ara. Og með þvf að kunnugt er, með hve miklu kappi þeir Warburg hafa sótt þetta mál, þá lá svo einstaklega nærri að ætla, að þeir mundu ekki telja eptir sér að »spýta« eitthvað í »byssuna« til að hrinda málinu áfram. Það var ekkert ó- hetðarlegt frá þeirra sjónarmiði, og tfðkast um allan heim. Þetta té, sem þeirvörðu til þessa, gat reiknazt í stofnunarkostnaði þeim, sem þeir ætluðu sér að láta bank- ann borga sér aptur, er hann væri kominn á fót (sbr. bréf þeirra til fsl. ráðaneytisins í maf iqot). En það vareinmitt þessi stofn- unarkostnaður (um 200,000 kr.), sem varð bankamálinu að falli hjá ráðaneytinu f fyrra vor. Að öðru leyti skiptir það ekki svo miklu, hvernig þeir Warburg hafa stutt að þvf, að koma banka sínum á, hvort það hef- ur verið með beinu fjárframlagi, fögrum loforðum eða á annan hátt. Það sem mestu skiptirog aldrei verður borið í bætifláka fyrir, er, hversu margir fulltrú- ar þjóðarinnar, blaðstjórar o. fl. hafa lát- ið hraparlega blekkjast til að berjast með oddi og egg fyrir öðru eins óhappamáli, er stofnað hefði sjálfstæði lands vors og sjálfsviðreisn í bersýnilegan voða, sem nú er þó von um, að verði afstýrt. En það er ekki þeim að þakka, sem mest hafa lagt sigílíma til að lemja það fram. Þá bneysu geta engar yfirlýsingar margfaldra 5-menn- inga í Isafold burtu skafið. Hún fylgir þeim, eins og draugttr, alla æfidaga. Og sá fylgifiskur mun, ef til vill, »leggja« nokkra þeirra á hælkrók við næstu kosningar, þrátt fyrir allan yfirlýsinga-kattarþvott. Bankaályktunin. »ísafold« svíður mjög bankaályktun sú, er kjósendur í Reykjavík gerðtt einróma með um 70 atkv. á þingmálafundi þeim, er Jón Ól. ’nélt sfðast. Það er von, þvf að ályktunin er glögg og skýr og þvert á móti vilja ísaf. Hún er glöggt merki þess, að kjósendur í Rvík. eru farnirað skilja bankamálið — farnirað skilja, hvílík glópska það væri, að gefa útlendu auðvaldi einveldi yfir lánseyri í landinu. Og væntanlega og vonandi eru allir kjósendur á Islandi famir að skilja þetta. En »Isaíold« hefur barizt og berst enn með hnúum og hnefum, ósannindum og *) Allt, sem ísafolcl t. d. hefur flutt um málið hefur ekki að eins lýst frámtfnalegri vanþekkingu og skilningsskorti á bankamál- inu yfirleitt, heldur verið svo gegnsýrt af bersýnilegri hlutdra-gni, rangfærslum og öfg- um, að það hefur einmitt stuðlað mjög mik- ið að því, að opna augu manna fyrir þvf, hverskonar tafl hér væri verið að tefla um fjármál lands vors í framtíðinni. Og hinar ósæmilegu, persónulegu árásir blaðsins á bankastjórann í sambandi við það mál hafa varpað einkennilegu ljósi á alla þvælu þess um hlutabankann. rangfærslum fyrir þessu í bankamálinu og engu öðru: að drepa okkar eigin banka, en gefa útlendingum einokunarrétt yfir pen- ingunum í landinu. Hún hatar því eins og pestina sérhverja tillögu um, að auka Landsbankann, og gera hann svo úr garði, að hann geti haft nægi'legt fé handa lands- mönnum, því að á þann hátt ætti landið bankann sinn og nyti sjálft arðsinsafseðla- útgáfunni. Nei, þetta er of arðvænlegt til þess að Islendingar megi eiga það sjálfir — og auk þess sýnir það ofmikinn sjálfstæðisvott. »Isaf.« er því í vandræðum með þessa bankaályktun, og sér engan veg með hana annan en þann, að reyna að snúa út úr henni og prjóna inn í hana ýms ákvæði, sem tillagan attðvitað gefur ekkert minnsta tilefni til. Hún býr sér þannig sjálf til heimskulega hugsun, að einstakur tnaðttr verði eilífur og einvaldur bankastjóri, og er svo dæmalaust montin af þvf, að þessi heimska, sem hún sjálf býr til, sé heimska. Til þess að »ísaf.« geti rekið enn þá betur ofan í sjálfa sig þessa heimsku skal henni bent á, að landshöfðingi (eða hinn tilvonandi ráðgjafi) getur, hvenær sem hann vill, sagt bankastjóranum upp (með x/2 árs fyrirvara) og sett í stað hans bankastjóra eptir sínu höfði —; nú, auk þess mun bankastjóri vera dauðlegur maður. Ráðin í málum bankans hefur alþing í hendi sinni með gæzlustjórum þeim, sem það kýs. Það lítttr út fyrir, að rnóða sé á gler- augum »Isafoldar«, sem aldrei sézt út fyr- ir í bankamálum, og þessi móða sé—Tr. Gunnarsson. Það málefni verður allopt sú persóna hjá henni. Aðra fjarstæðu býr »ísaf.« til út úr bankaályktuninni, og er síðan mjöggleið- gosaleg yfir því, að sér skuli takast að gera það eigið barn sitt að vitfirring. Hún skapar sér sem sé það, að útlend- ingum sé bannað í ályktuninni, að kaupa eða eignast íslenzk verðbréf. Ályktunin nefnir auðvitað slíkt ekki á nafn. Hún talarum seðlaútgáfurétt, en alls ekki verðbréf. Hin þriðju ósannindi, er »Isaf.« býr til af ergjum yfir tillögunni, eru þau, að hugs- unin sé sú, að auka Landsbankann með »ríflegri landsjóðsstyrk«. Ógn hyggur »ísaf.«, að lesendur sínir séu fáfróðir og heimskir, úr því hún ætlar þeim að gleypa þennan úlfalda. Hyggttr »ísaf.«, að landsmenn viti það ekki, að hún fer hér tneð vísvitandi ósann- indi? Landsbankinn borgar til landsjóðs árlega 7500 kr. — fær engan styrk úr landsjóði; hefttr þannig nú á 16 árum borgað ttm 70 þús. kr. inn 1 landsjóðinn, og auk þess safnað sér um 250 þús. kr. Það er »ísaf.« sern vill s v i p t a 1 a n d- sjóðinn þessum árlegu tekjum, og gefa útlendingtim seðlaútgáfuréttinn og a 11 - ar tekjur af honum. Lesendur »I.safoldar« munu án efa vera farnir að skilja þetta. Loks segir »ilsaf.« : »Enginn hltitur hef- ur verið greinilégar sýndur og sannaður í bankaniálsumræðunum, bæði á þingi og utan þings, en að með lánsfé er ókleift að reka bankaverzlun«. Þessi setning er ein af hinum allra svæsnustu ósannindttm og vitleysum, sem enn hafa heyrzt eða sézt í þessu banka- máli — og þó mikið sagt. Öll bankaverzlun um allah heim er þann dag í dag að rnestu leyti, nær því eingöngu, rekin með lánsfé í ýmis- legu formi. Eg leyfi mér að efast um, að nokkur, sem dirfzt hefur að tala um banka- mál fyr eða síðar, sé svo fáfróður, að hann viti ekki þetta. »ísaf.« er hér án efa und- antekning. Jafnvel Indriði og B. Kr. mtinu vita þetta og munu kynoka sér við að skrifa undir þessa fjarstæðu »ísafoldar«. Hvaða fyrirtæki mundi þá »kieift« að reka »með lánsfé« ef ekki bankafyrirtæki, bankaverzlun, sem fylgir seðlaútgáfuréttur, og breytt getur hverjum pening í 2 eða 3 ? Vér höfum litla bankaverzlunarreynslu, Islendingar; en sú 16 ára reynsla, sem vér höfum fengið er sú, að vér höfum grætt yfir 300 þús. kr. á því að sreka banka- verzlun með lánsfé«. Ef þetta heitir, að vera »ekki kleift« — hvað er það þá hér á landi, sem heitir að vera »kleift?« Snorri. ,,8önnu stjórnarbótarvinirnir’*. —:o:— Síðasta bréfið »til sannra stjórnarbótar- vina«(l!) er 5-menningarnir birtu í ísafold 12. þ. m., kvað auk þess vera sent sér- prentað út um allt land. En líklega veit- ir semjendunum nokkuð erfitt að greina þessa ssönnu stjórnarbótarvini« (Valtý- inga) alstaðar frá hinum, því *tð hinir »sönnu vinir« valtýskunnar hafa sumir hverjir í seinni tíð afneitað henni, og vilja ekki við hana kannast. Hefur allur hringl- andinn og umburðarbréfafarganið úr 5- menningunum stuðlað meðal annars ntikið að því, sakir þess, að menn hafa séð, hve þessi svokallaða »flokksstjórn« hefurverið ómöguleg og sjálfri sér ósamkvæm, með þvl að þykjast fylgja því annan daginn, sem hún hefur fordæmt hinn. Og svo hyggur hún, að flokkur sinn dansi all- ur eptir hrærigrautnum og tvíveðrungn- um úr þessari stjórnleysu, setn ekkert umboð, ekkert vald hefur til að lýsa neinu yfir, ersé bindandi fyrir flokksmennina. Þetta verða menn vel að athuga, svo að tnenn glæp- ist ekki á því í vor, að taka »skriptir« 5-menninganna, sem gildar yfirlýsingar um fyrirætlanir flokksins yfirleitt. Það er ekki nokkur einn einasti maðttr bundinn við þær fyrirskipanir, sem þessi valdalausa, ráðalausa flokksstjórn er að kreysta úr sér í algerðu úrræðaleysi, sitt á hvað, eptir því sem vindurinu blæs. Síðasta neyðar- óp þessarar »stjórnar« um að kjósendur kjósi nú eintóma Valtýinga á þing, verð- ur líklega fremur áhrifalítið, því það er ekki til neins að berja þá heimsku inn í fólk, að það séu heimastjórnarmenn, sem ætli sér að fleyga stjórnarfrumvarpið, þá er hættan er öll fólgin í þvf, að Hafnar- stjórnarmenn kynoki sér við að stytta fóstri sínu aldur, er það verður lagt fyrir þingið í sumar, og samþykki því frumvarp síðasta alþingis, með þeirri full- yrðingu, að það sé betra en stjórnarfrum- varpið, enda hefur einn af aðalmáttar- stólpum valtýskunnar lýst því yfir á al- mennum fundi, að þetta mttndi verða gert, ef »agnúar«(!) yrðu á stjórn- arfruin varpinu. Það er nfl. svo of- ur handhægt, að bera fyrir sig einhverja »agnúa«. Þetta er hið sanna »prógram« hinna ssönntt stjórnarbótarvina«. Skyldi þá veita af að vera á verði gagn- vart þeim? Hvað sýnist mönnum? Á ringulreið allmikilli virðist Hafnarstjórnarliðið vera ttm þessar mttndir. Það er eitthvert ó- ráðsfát á því, svo að þingmannsefni þess vita ekki, hvernig þatt eiga að haga sér, eða hvar þau eigi að leggja helzt að, og eru því sum alveg húsvillt. Meðal ann- ars kvað flokkurinn vera í mestu vand- ræðum með Valtý, veit hvergi at öruggri smugu fyrir hann, nema ef vera kynni í annari hvorri Skaptafellssýslunni, en þá er eptir að fá Guðlaug eða séra Ól. í Arnarbæli til aðstoðar. Til þess að ráðg- ast um hvað gera skyldi, ætla menn, að séra Ólafur hafi verið sendur austur í Skaptafellsýslu til fundar við Guðlaug, og lagði hann af stað austur 11. þ. m. Á því móti mun verða gert út um það, hvern- ig búið verði svo í haginn fyrir Valtý þar eystra, að h'vorugur þeirra Ól. eða Guðl. þurfi að þoka af þingi, því að báðttm mun vera allnauðugt, að leggja svo mikið í sölurnar, og óvíst, hvort það hrykki til fylgis við Valtý, þá er hann kemur vega-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.