Þjóðólfur - 09.05.1902, Page 1

Þjóðólfur - 09.05.1902, Page 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. maí 1902. M 19. Bidjid æ t í ð um OTTO MONSTED’S DANSKA SMJÖRLÍKl sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmiðjiin cr hin elzta og stærst-a í Danmörkn, og- býr til óefað hina beztn vöru og’ ódýrnstu í samanbnrði við gæðin. Fæst hja kaupmönnum. ^ ,Hallfreður vandræðaskáld*. Nálega allir »póetar« á vorum tímum eru vandræðaskáld líkt og Hallfreður Ótt- arsson, og — nafni hans hjá H o I g e i r i Drachmann. Veðrabreytingar vorra tíma í trú og lífsskoðunum eru alls ekki svo ósvipaðar þeim, sem saga gamla Hallfreðar er merkilegt sýnishorn af; eðl- isfar skáldsins var ágætur spegill þess byltingartíma, sem hann lifði á. En það var danska skáldið Drachmann og hans Hallfreð, sem eg vildi tala um, enda er hann, fljótt yfir að fara, skilgetinn bróðir gamla skáldsins: samskonar gáfnafar, samskonar skaplyndi, samskonar yfirburð- ir og samskonar skaplestir. Og svo tím- inn: samskonar brjál og byltingar, óstill- ing og ofsi, ráðspjöll og ráðleysi, sann- leiksást og sannfæringarleysi og eilíft öf- ugstreymi og uppistand milli eldri skoð- ana og yngri, þar sem gamlir og nýir guðir togast á um tilfinningar og vilja, unz »afl hinna sterkustu« ræður svo hjá girndunum, að maðurinn verður »Ie:k- soppur lukkunnar«, og ytri forlögunum alveg . að bráð. — Hallfreður Holgeirs er ljómandi góð ljósmynd — af Drach- mann, miklu siður af Hallfr. Skáldið fer afar-fljótt yfir söguna, sem hann »drama- tíserar«, og bögglarhenni sundur og sam- an. Höfuð-útúrdúrinn í leiknum er vera Hallfreðar með Væringjum suður á Grikk- landseyjum. Það er langsýnilegasti kafl- inn og þar er skáldið í almætti sínu, — eða bæði skáldin, því þar er, á vissan hátt, »Hallfreður« líkastur Hallfreði og þar eru ljóðin í leiknum fegurst ogsmelln- ust. Þar drekkur Hallfr. ólyfjan, sem seinna verður hans bani. Hið »melo- dramatiska« í leiknum að öðru leyti allt hið sannsögulega, eðlilega og alvarlega svo ofurliða, að aðaláhrifin á lesandann verða mjög svo óákveðin, — líkt og ept- ir einhvern töfraslag og faldafeyki. Þó er margt gullfallegt í leiknum, einkum á leiksviði, og hinn lyriski meistari kem- air fram í hverju erindi söngvanna. Að- alpersónurnar eru vel samkvæmar og sjálfum sér líkar, þó hvorki séu þær vel íslenzkar néeðlilegar. Öll leikskáld læra nú hjá Ibsen, enda, eins og vant er, helzt gallana. — Síðan um miðja æfi sína hefur Ibsen varla leitt eina einustu heil- brigða sál fram á leiksviðið, og einmitt það þykirnú »konstin« mest, ogþar næst það að spara, — spara í orðaskiptun- um allt, sem setur snurðu á þráðinn. Þann þráðarspuna k^nn nú ekkiDrach- mann, sem og engin von er til, þvíhann er lýriskt skáld og andagiptarmaður, enda stælir Ibsen e n g i n n rétt, sem eg þekki til, heldur verður hans list flestum ásteyt- ingarsteinn. Leik Drachmann’s fylgir inngangskvæði og þar eð það er smellið vel, og sýnir skoðun og skapsmuni skáldsins við smíði leiksins set eg það hér á voru máli: I öllum löndum og álfum er etið við sama borð; vér liftim á bókum og blaðri og brauðið er merglaust orð. Og kringum oss gnæfa kirkjur, og krær og bankar og þing og auðlegð og ógnar kynstur at örbirgð og svívirðing. Vér svitnum og sýtum og dæsum ef svíkur oss gróðinn hreinn, vér hömumst 1 heljarstriti, en hversvegna? Það veit ei neinn. Og flestir vér syngjum hið sama: »Þú suðandi maskínu-baks, ef allt á að enda með skelfing, því endar það þá ekki strax?« Svo greiðið þá seglin, sveinar! nú set eg út miðjan fjörð, því flatari, flatari gerist nú foldin vor gamla jörð. Upp voðir, og vindið á húna, eg völinn tek sjálfur í hönd, vog látum svo gamminn geysa, eg gista vil Islands strönd. Þar situr hún gamla Saga og syngur um fornan þrótt, þar lýsir in logandi Hekla svo ljómar in þrúðuga nótt. Við eld sinn 1 öndvegi situr alein hin göfga snót, um hvarmana gneistar glitra sem gnesti við hjálma spjót. Sjáirðu djarflega 1 setið er sjón hennar hvöss og stygg, þá finnst þér hann Geysir gjósi í gegnum þinn lamaða hrygg. Ef bregður hún hörðum höndum þá hýrnar á arni glóð, og höllin dunar af hergný og hamrömum guðamóð. Á hjarni til húss er gengið, á hvltu sjást blóðug spor, þar marrar í harðri heiðni og hlunkar ið grimmasta þor. Þar ýrir úr drífunni dreyri og djúpunum rlsa frá þær kempur, sem gátu kappa og konur, sem ólu þá. Þar vörðust þeir Vanir og Æsir og vildu’ ei ganga úr kór; hver svanni var Sjöfn eða Freyja, hver sjafni var Freyr eða Þór. Þar skiptist á högg og hending og hlátur í þraut og neyð, þar hata menn þegar þeir hata og halda tryggðir að deyð. Þar greíu þær gömlu frægðir, sem geymt hefur norrænt kyn: að fella með rögg sinn fjandmann, og faðma með tryggð sinn vin. Því komum, oss kallar Saga, og kveykjum hinn forna þrótt, þars hverinn hvæsir um daga og Hekla logar um nótt! Hatth. Jochuinsson. Ljóstollsgjaldið eptir nýju lögunum. Lögin nýju frá 3. apríl 1900 »Umgreiðslu dagsverks, offurs, lambsfóður og lausa- mannagjalds til prests og ljóstolls og lausa- mannagjalds til kirkju« hafa nokkrum sinn- um verið tekin til umtals 1 blöðunum og optast á þann veginn, að þau hafa verið löstuð, sem líklega kemur af því, að gjöld- in sum, er þau fyrirskipa, koma eigi sem réttlátlegast niður. Hitt ímynda eg mér að síður sé orsökin, að menn öfundist svo mjög yfir því, að hin lélegu launakjör prestanna eru talsvert bætt með þessu. Yfir höfuð held eg það sé misskilningur að halda, að nokkur óvild til presta eigi sér stað í landinu, en hins hafa þeir gold- ið, að þeir eru svo margir, að eigi hefur þótt fært að bæta launahag þeirra líkt sem annara embættismanna. Allt sem talað hefur verið um lögin, hefur snert gjöldin til presta; eg man eigi til, að neinn hafi enn tekið eptir því, að þau gera stórmikla breytingu á um greiðslu ljóstolls til kirkju frá því er áður voru lög, en um þessa breytingu er þó öllum reikn- ingshöldurum kirkna nauðsynlegt að vita, og því skal eg segja fáein orð um það mál: I 5. gr. laganna er talað um Ijóstoll- inn. Aður var ljóstollur eingöngu bund- inn við lausafjártíund manna. Til þess að vera skyldur að gjalda hann, varð maðurinn að tíunda að minnsta kostihálft hundrað, en allir aðrir voru lausir við gjaldið. Meðan svo stóð, guldu bændurn- ir heilan Ijóstoll, en hjúalausir húsmenn og vinnufólk hálfan Ijóstollinn. Svona voru eldri lögin og venjan. Nú er þessu tim- breytt 1 allt aðra átt, því eptir nýju lög- unum er ljóstollsskyldan bundin við tvennt: nannaðhvort við stöðu, við það sem sé að vera húsráðandi, án þess nokkur tí- und þurfi að eiga sér stað, e ð a þ á v i ð e i g n, nefnilega við það. að gjaldandi tíundi 60 álnir, ef hann er einhleypur eða vinnuhjú«. Það fólk lætur alltaf hálfan ljóstoll eins og var. En svo kemur ann- að enn merkilegra við lög þessi, að hjá húsráðendunum er upphæð gjaldsins al- veg bundin við hjúahaldið, þannig, að sá húsráðandi, sem hefur vinnufólk erskyld- ugur að greiða heilan ljóstoll, en húsráð- andi, sem er vinnufólkslaus, geldur ein- ungis hálfan ljóstoll. Af því að hjúahald og hjúaleysi ræður nú stærð gjaldsins, þá hljóta þessi lög að verða til mikils ábata fyrir kirkjur í sjávarsveitunum, og svo verð- ur það, að tíundarákvæðinu er sleppt, þeim kirkjum einnig hagur. Þetta gefur að skilja, þar sem hver þurrabúðarmaður og húsmaður, sem eitthvert vinnuhjú hefur, verður héðan af að gjalda heilan ljóstoll, þótt hann eigi ekkert til tíundar. Fyrir sveitakirkjur verða lög þessi aptur á móti til skaða, því upp frá þessu þarf enginn af þeim bændum, er búa á jörð sinni hjúalausir með konunni einni og ófermd- um börnum að borga nema hálfan ljós- toll. Nú er það í sumum sveitum all- margir bændur, að minnsta kosti á smærri jörðum, er engin hjú halda, og hlýtur þá tekjugrein þessi að minnka fyrir kirkjurn- ar. Það er líklega þarflegt að auka inn- tekt kirknanna í sjávarsveitunum, enda hafa flutningsmennirnir munað að vinna þeim í hag. En hitt átti aptur eigi að eiga sér stað, að rýra tekjur kirkna í landsveitun- um, því þær mega alls eigi við því, sízt til dæmis 1 þeim héruðum, þar sem fjöldi jarða er tíundarfrjáls, svo aðaltekjugreinin er ljóstollurinn. Það væri þörf á að fá þessu breytt sveitakirkjunum í hag og lík- lega yfir höfuð, að breyta gjöldunum til kirkna. Tíundin er að vísu réttlátt gjald, en hún kemur að litlum notum, þar sem jarðirnar eru tíundarfrjálsar. Ljóstollurinn, eptir þessum nýju lögum, verður heldur aldrei sanngjarnt gjald, því vel getur átt sér stað, að bláfátækur barnamaður, sem endilega má til að halda eina vinnukonu verði fyrir bragðið að borga heilan ljós- toll, en stórrlkur maður, sem engan hefir til heimilis, nema konuna sína, þurfi eigi að láta meira en hálfan ljóstollinn. Fyrst farið var að umbreyta, þá ’ hefði átt að breyta til bóta. — Óviðfelldið sýnist það einnig vera í lögum þessum, úr því tíund má heita afnumin, sem grundvöllur fyrir dagsverki til prests og Ijóstolli til kirkju, að láta þá gjöld þessi lengur vera að elta umbreytingar 1 árlegri verðlagsskrá, því þegar svo er komið, er fast gjald í krón- um og aurum eina rétta aðferðin. V i 1 m u n d u r. Til íslendinga. Þegar 1 byrjun 19. aldar gerðu þeir Scheel og Frisack o. fl. þær þríhyrninga- mælingar, sem Björn Gunnlaugsson síðar byggði landmælingar sínar á. Mælingar hans eru ágætar og bera ljósan vott um dugnað hans og þolgæði. En eptir mæl- ingum Björns gerði O. N. Olsen hinn træga uppdrátt yfir Island og mátti hann á sín- um tíma kallast ágætlega af hendi leystur. Nú hafa hinar hraðfleygu framfarir 19. aldarinnar vakið krötu hjá öllum mennt- uðum þjóðum eptir mjög nákvæmum og ítarlegum landsuppdráttum. I þvl efni mun og ltkt á standa með íslendinga. Þrátt fyrir góðar endurbætur prófessors Þorvald- ar Thoroddsens, fullnægir nefndur upp- dráttur eigi framar kröfum vorra tíma, og hefur það einkum komið t ljós við sjávar- mælingar þær, er stðar hafa gerðar verið við strendur landsins, en þær hljóta að byggjast á nákvæmum landmælingum, ef vel á að fara. Að tilhlutun ráðaneytis íslendinga hefur hermálaráðaneytið gefið landmælingadeild- inni tilskipun um, að leggja grundvöll til nýrra mælinga á Islandi. Grundvöllur sá er fólginn í þvf, að fjöldamargir staðir verða nákvæmlega ákveðnir innbyrðis og afmarkaðir eptir þrfhyrningamælingum um land allt, en afstaða nokkurra þeirra verð- ur þar að auki ákvörðuð eptir stjarnfræð- islegum athugunum. Að vísu hafa landmælingavísindin tekið miklum framförum á sfðastliðinni öld, svo

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.